Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 66

Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 66
Anna Agnars- dóttir fæddist í Reykjavík 1947. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, B.A. prófi frá Uni- versity of Sussex 1970 og dokt- orsprófi frá London School of Economics and Political Science 1989. Anna starfar nú sem prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og er forseti Sögufélags. Eiginmaður Önnu er Ragnar Árnason hagfræð- ingur. Anna á tvær dætur og eina stjúpdóttur. Sagnfræðingafélag Íslandsstendur fyrir fyrirlestraröðí vetur. Yfirskrift dagskrár-innar er „Hvað er sagn- fræði? – Rannsóknir og miðlun“ og eru fyrirlestrarnir haldnir annan hvern þriðjudag kl. 12.05 til 12.55 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís- lands. Næstkomandi þriðjudag mun Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur flytja fyrirlesturinn „Hvað er satt í sagnfræði?“ „Þegar kemur að sagnfræðilegum rannsóknum þarf að gera grein- armun á sögulegum staðreyndum annars vegar og túlkun þeirra hins vegar, en allt byggist á heimildum,“ útskýrir Anna. „Hlutverk sagnfræð- ingsins er að leita að sannleikanum um fortíðina, t.d. að komast að því hvað gerðist, og af hverju það gerð- ist. Sannleikurinn um fortíðina er til en spurningin er hvort hægt sé að komast að hinum endanlega sannleik og ennfremur hvort það sé bara til einn sannleikur.“ Anna segir umræðuna um sann- leika og sagnfræði ákaflega flókna: „Í sumum tilvikum skiptir hin sögu- lega staðreynd minna máli, en meira máli skiptir að líta á bak við stað- reyndirnar, að finna ekki sem ná- kvæmast svar við spurningunum „hver“ og „hvenær“ heldur „hvers vegna“ og „hvernig“. Spurningar eins og „hvernig var lífið hjá dæmi- gerðri íslenskri fjölskyldu um 1600“ eða „ætluðu Bretar að leggja undir sig Ísland 1809“ eru mun áhugaverð- ara viðfangsefni sagnfræðinnar en hvort Jón Sigurðsson, til dæmis, fæddist 16. júní 1811 en ekki 17. júní.“ Anna bendir jafnframt á að ekkert sé til sem heitir hlutlæg sagnfræði: „Sagnfræðingar leitast við að nota frumheimildir í rannsóknum sínum, og frumheildirnar breytast ekki. Hitt breytist: túlkun og úrvinnsla fræði- manna á heimildunum. Frá einni kynslóð fræðimanna til þeirrar næstu, og frá einum fræðimanni til annars. Það er túlkunin sem gerir sagnfræðina spennandi, og um leið er fræðunum nauðsynlegt að skoða sög- una frá mörgum sjónarhornum ef við ætlum að komast nær sannleikanum. Einnig þarf að muna að hver sagn- fræðingur er barn síns tíma og gerir aðeins eins vel og aðstæður og vitn- eskja leyfa hverju sinni. Hver kyn- slóð þarf því að skrifa söguna upp á nýtt, fara að nýju yfir það sem vitað er og bæta við nýrri þekkingu og sjónarhornum eins og völ er á.“ Aðgangur að fyrirlestri Önnu er ókeypis og öllum heimill meðan hús- rúm leyfir. Nánar má lesa um dag- skrá fyrirlestraraðarinnar á heima- síðu Sagnfræðingafélags Íslands: www.sagnfraedingafelag.net, en næsti fyrirlestur verður 10. október og mun þá Antony Beevor sagnfræð- ingur flytja erindið „Stalíngrad og Berlín. Sagnfræðirannsóknir í Rúss- landi“. Vísindi | Fyrirlestur á þriðjudag kl. 12.05 í Þjóðminjasafni Íslands Hvað er satt í sagnfræði? 66 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Risaeðlugrín Svínið mitt HLUSTAÐUR Á HLJÓÐIÐ SEM KÖRTUKARLINN GEFUR FRÁ SÉR ÞEGAR HANN ER Í MAKALEIT. ÞETTA ER EINS OG FALLEGT ÁSTARLJÓÐ, SÁLMUR FRJÓSEMINNAR, LOFSÖNGUR BARÁTTULÍFSINS... ELSKAN MÍN ÉG HELD AÐ BARNIÐ ÞURFI AÐ FÁ EITTHVAÐ AÐ BORÐA © DARGAUD © DARGAUD HLUSTAÐU BARA... KVENNDÝRIÐ ER KOMIÐ Ó ÞÚ HÉR?!... ÉG BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ HITTA ÞIG HÉRNA ELSKU GUNNA MÍN! ÉG VISSI AÐ ÞÚ MYNDIR KOMA HINGAÐ JÚ ÞAÐ ER EITTHVAÐ SVO RÓMANTÍSKT OG UNAÐSLEGT Í LOFTINU AÐ ÉG... FALLEGUR DAGUR FINNST ÞÉR EKKI? ÞVÍLÍKUR DÓNI!! SKRAMBINN! ÉG VERÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA HVÍTLAUK. ÉG FÆ ALLTAF Í MAGAN AF HONUM. HVAÐ ER AÐ RÚNAR? ERTU HÆTTUR Í LEIKNUM? VILTU VERA EITTHVAÐ ANNAÐ EN SMÁBARN? HVERNIG KOMUMST VIÐ AÐ ÞVÍ HVAÐ HANN VILL VERA? SÝNDU OKKUR HVAÐ ÞÚ VILT LEIKA RÚNAR! JÁ FRÁBÆRT! HANN VILL VERA PABBINN! grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Notaðir Bílar - Bíldshöfða 10 587-1000 - Bílasalan Skeifan Tilboð kr. 12.500.000 Nýskráður 11.2005 Leðuráklæði, Leiðsögukerfi, 19” álfelgur, Xenon ljós, Nálgunarviðvörun Topplúga, Skipting í stýrinu o.m.fl.. BMW M5 - 507 hestöfl - Einn með öllu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.