Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 6

Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúmgafl StólarSpeglar ALLT FYRIR SVEFNHERBERGIÐ Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Fataskápar Dýnu Kommóður Náttborð OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ HJÁ Landhelgisgæslunni er- um mjög ánægðir með þessar breyt- ingar og teljum að þetta skip sé í raun mun betur búið en það nokk- urn tíma var og með þesum breyt- ingum er búið að lengja líftíma Týs um fjöldamörg ár,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, þegar hann kynnti fjöl- miðlum verulegar endurbætur sem gerðar hafa verið á varðskipinu og lauk nú nýverið. Týr var, líkt og varðskipið Ægir á síðasta ári, sendur til Póllands til endurbóta og í raun má segja að fyr- ir utan skrokkinn og vélarnar sé allt um borð nýtt. Meðal endurbóta er að sett var á skipið ný og stærri brú, björgunar- og dráttarvinda var end- urnýjuð og stækkuð, er nú með 47 tonna vinnuátaki með stillanlegum átaksbúnaði og 90 tonna bremsu auk þess sem ný stjórntæki voru sett fyrir akkerisvindur í brú og við vindur. Einnig eru komin ný stjórn- tæki fyrir aðalvélar í brú og stjórn- rými véla. Þá var aðbúnaður starfsmanna um borð mikið bættur og allar íbúð- ir endurnýjaðar. Eru nú eins manns herbergi og hluti herbergja þeirra með sérbaðherbergi. Stórt varðskip tekið í notkun árið 2008 Týr var tekinn í notkun hjá gæsl- unni árið 1975, skipið er um 342 tonn, 71 metri á lengd og 10 metrar á breiddina. Það hefur þrisvar sinn- um farið í gegnum gagngerar end- urbætur en þessar voru þær viða- mestu. „Með þessum nýju spilum og nýju stjórntækjum er þetta skip al- veg fullkomlega sambærilegt við fullkomnustu skip af þessari stærð,“ segir Georg og bætir því við að varð- skipin tvö sem nú eru í eigu gæsl- unnar eigi að geta nýst mjög vel sem strandgæsluskip. „Eins og ráðherra hefur rætt um er verið að undirbúa smíði á mjög stóru skipi sem mun koma mjög vel í samstarf með þess- um minni skipum, sem eru nú orðin mjög öflug og búin nýjustu tækni.“ Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra og æðsti yfirmaður Landhelgisgæslunnar, gerði grein fyrir stöðu gæslunnar á þessum miklum breytingatímum og fór í ljósi þess yfir framgang mála í und- irbúningi smíði nýs varðskips. „Nú er unnið að yfirferð tilboðanna og reiknað er með niðurstöðu og und- irritun samninga í nóvember næst- komandi. Nýja skipið verður með að minnsta kosti 100 tonna togkrafti þannig að það verður mun stærra en Týr og Ægir og að sjálfsögðu búið nýjustu tæknum.“ Ráðherra reiknar með að smíða- tími varðskipsins taki um þrjátíu mánuði og megi því gera ráð fyrir að floti gæslunnar stækki um mitt ár 2009. Áætlaður kostnaður við smíð- ina er um 2,6 milljarðar, eða 30 milljónir evra. Eldsneytistanki komið fyrir á varðskipunum Í ljósi vaxandi umsvifa þyrlu- sveitar Landhelgisgæslunnar vegna brotthvarfs varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli var komið fyrir á Tý eldsneytistanki fyrir þyrlueldsneyti og verður unnt að dæla því á þyrl- urnar án þess þær lendi á skipinu. Dælubúnaður fyrir tankinn kemur hins vegar ekki til landsins fyrr en í lok mánaðarins og verður settur um borð hér á landi. „Þetta bar svo brátt að með brotthvarf Bandaríkja- hers að þó svo að við höfum lagt fram pantanir að ósk ráðherra strax í mars um dælubúnað þá tekur það þennan tíma að fá hann,“ segir Georg en einnig hefur verið smíð- aður tankur fyrir Ægi og verður honum komið fyrir í skipinu hér á landi og verður kominn í gagnið á sama tíma. Litið til gæslunnar á nýjan hátt Ráðherra sagðist þess fullviss að gæslan væri tilbúin til að sinna öll- um þeim verkefnum sem á hana verða lögð á komandi tímum og seg- ir ásjónu gæslunnar breytta. „Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um að til Landhelgisgæslunnar er litið á nýjan hátt núna þegar varn- arliðið er farið úr landinu,“ sagði dómsmálaráðherra sem ræddi um að það væri skýrt markmið hjá rík- isstjórninni og dómsmálaráðuneyt- inu að búa svo um hnútana að gæsl- an geti sinnt umfangsmeiri verkefnum en áður og orðið mik- ilvægur þátttakandi í því örygg- iskerfi sem þörf er á að byggja upp. „Við höfum varnarsamninginn við Bandaríkin og hann lýtur að land- vörnum sérstaklega en það eru aðr- ir þættir sem við þurfum að líta til, sem varða löggæslu á hafinu og landamæraeftirlit, og þar reynir meira en áður á Landhelgisgæsl- una.“ Eftir helgi fara ráðherrar, fulltrú- ar dómsmálaráðuneytisins og Georg Lárusson til Washington til við- ræðna við strandgæsluna í Banda- ríkjunum og aðra aðila. Ráðherra sagði það vera hluta af sam- komulaginu við Bandaríkin að stað- festa á pólitískum grunni það góða samstarf sem hefði verið um mörg ár á milli gæslunnar og strandgæsl- unnar bandarísku. „Betur búið en það nokk- urn tíma var“ Morgunblaðið/Sverrir Til í slaginn Eftir endurbæturnar á Tý er það fullkomlega sambærilegt við fullkomnustu skip af sömu stærð. Varðskipið Týr er komið frá Póllandi þar sem það gekk í endurnýjun lífdaga – aðbún- aður er nú eins og hann gerist bestur Í HNOTSKURN »Hafist var handa við end-urbætur á Tý í Póllandi 20 apríl sl. og lauk þeim 23. sept- ember. »Að jafnaði unnu á milli 85og 90 manns við skipið mestan hluta verkefnisins. »Heildarkostnaður viðverkið nam um 190 millj- ónum króna – eða rúmum 2,1 milljón evra. Morgunblaðið/Sverrir Glænýtt Sigurður Steinar Ketilsson skipstjóri Týs, Georg Lárusson for- stjóri LHG og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru kátir í brúnni. AUKIN gagnrýni á hefðbundna meðferð geðröskunar er tilefni ráð- stefnu sem haldin verður nk. þriðju- dag, alþjóðageðheilbrigðisdaginn, á Grand hóteli og ber yfirskriftina: „Vaxandi vitund – aukin von. Saman eflum við geðheilsu og drögum úr sjálfsvígum“. Aðstandendur telja tímabært að opna umræðuna og leiða fram gagnstæð sjónarmið, vega þau og meta. Guðrún Guðmundsdóttir, verkefn- isstjóri hjá Lýðheilsustöð, segir gagnrýnina á hefðbundna meðferð geðröskunar beinast annars vegar að of mikilli áherslu á lyfjagjöf í með- ferð og hins vegar að of lítilli áherslu á þætti sem auðvelda fólki með geð- raskanir að lifa eðlilegu lífi í sam- félaginu. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem svona ráðstefna er haldin, þar sem stefnt er saman fagaðilum, að- standendum og notendum geð- heilbrigðisþjón- ustu,“ segir Guð- rún en á ráðstefnunni eru fjölmargir fyrirles- arar sem ræða munu málefni geð- heilbrigðis frá öllum sjónarhornum. „Fordómar gegn geðsjúkdómum eru því miður enn til staðar í samfélagi okkar þó svo að margt hafi unnist í þeim efnum. Við megum ekki gleyma því að geðsjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma og gera má ráð fyrir að engin fjölskylda í landinu komist alfarið hjá því að tak- ast á við vandamál sem tengjast þeim.“ Eftir ráðstefnuna, á þriðjudags- kvöld kl. 20, verður svo fjölmennt í Hallgrímskirkju áður en haldið verð- ur í geðgöngu niður að Tjörninni þar sem kertum verður fleytt til minn- ingar um þá sem tekið hafa eigið líf. Ýmislegt verður gert í tilefni af al- þjóðageðheilbrigðisdeginum og verður m.a. geðhlaup þreytt í dag kl. 11 en mæting er í Nauthólsvík hálf- tíma fyrr. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður auk þess dagskrá fyrir alla fjölskylduna og hefst hún kl. 14. Ætla að draga fram gagnstæð sjónarmið Ráðstefna haldin um nýja hugsun í geðheilbrigðismálum Guðrún Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.