Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HINN 10. október næstkomandi, á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn, verður formlega opnuð miðstöð á Húsavík fyrir fólk með geðraskanir og þá sem vilja vinna markvisst að geðrækt og geðheilbrigði. Um er að ræða tilraunaverkefni til 15 mánaða. Verkefnið er samstarfverkefni Fé- lags- og skólaþjónustu Þingeyinga, Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Húsavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands. Ekki er enn ljóst hvort félags- málaráðuneytið muni einnig koma að verkefninu, segir í fréttatilkynningu. Miðstöðin verður í senn athvarf og iðja þar sem veitt verður samþætt þjónusta á sviði félagsþjónustu, heil- brigðisþjónusta á geðsviði, þjónusta við fatlaða og samfélagsþjónusta. Markmið miðstöðvarinnar eru m.a. að skapa batahvetjandi stuðn- ingsúrræði fyrir fólk með geðrask- anir, að efla sjálfstraust og ábyrgð til félagslegrar þátttöku, að auka færni til samskipta og efla þátttöku í ýmiss konar iðju. Önnur markmið eru m.a. að draga úr neikvæðum áhrifum geð- raskana á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild, að fækka inn- lögnum á geðdeildir og að efla geð- heilbrigði. Miðstöðin verður opin öllum sem telja sig geta nýtt sér starfsemina. Opnunartími verður mánudaga, mið- vikudaga og fimmtudag, frá kl 11:00–16:00, til að byrja með en vonir standa til að hægt verði að lengja opnunartímann. Miðstöð fyrir geðraskanir Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is MIKILVÆGUM áfanga hefur ver- ið náð í sögu hins undraverða hellis, Þríhnúkagígs í Bláfjalla- fólkvangi, dýpstu hraunhvelfingar heims, með uppsetningu öryggis- girðingar í kringum gígopið. Saga hellisins er reyndar 3.500 ára göm- ul og því þætti e.t.v. hrokafullt að fullyrða að girðing af mannahönd- um sé mikilvægur áfangi í svo langri sögu. En sé tekið tillit til þeirrar merkingar sem útivistar- fólk leggur í nálægð við slík nátt- úrufyrirbæri og þeirrar einföldu staðreyndar að hellisopið var farið að skemmast vegna átroðnings, má færa gild rök fyrir mikilvægi inn- gripa af þessum toga. Vinsælt er að ganga upp að hellisopinu frá Bláfjallaskála og hefur nýja girðingin gríðarlega mikið að segja fyrir öryggi fólks á brúninni. Til að gefa hugmynd um stærð hellisins má taka samanburð af því að Hallgrímskirkjuturn kæmist vel fyrir niðri í gímaldinu – jafnvel þótt undir honum væri 12 hæða blokk á hellisbotninum. Það er því töluverður léttir fyrir talsmann Þríhnúka ehf., Árna B. Stefánsson, sem fyrstur manna seig í hellinn árið 1974, að þessar framkvæmdir séu afstaðnar. „Hvað sjálfan mig varðar kemur ekki lengur yfir mig þessi óþægindatil- finning þegar ég kem hingað að gígopinu,“ útskýrir hann. Auk girð- ingarinnar hefur einnig verið af- markaður göngustígur við opið. Samkvæmt samningi við Kópa- vogsbæ tóku Árni og samstarfs- menn hans að sér að útbúa girð- inguna og göngustíginn og var gengið út frá því að hafa mann- virkið eins lítt áberandi og unnt var án þess þó að slá af öryggis- kröfum. Gríðarlegt útsýni af hnúknum Óhætt er að mæla með göngu- ferð að Þríhnúkagíg á góðum degi. Gangan tekur 30–60 mínútur og geysivíðsýnt er af hnúknum sjálf- um. Í góðu skyggni sést allt til Hlöðufells og Kálfatinda auk fjallanna á Reykjanesinu, Brenni- steinsfjalla, Keilis, að ógleymdu stórskemmtilegu útsýni yfir höfuð- borgarsvæðið, allt upp á Akranes. Bæði opinberir aðilar og einka- aðilar hafa stutt fyrirætlanir Þrí- hnúka ehf. sem vilja m.a. fá því svarað með rannsóknum hvort fýsi- legt sé að gera hellinn aðgengileg- an almenningi með göngum inn í sjálfa hvelfinguna. „Hellirinn er al- veg einstakt náttúruundur sem á skilið okkar fyllstu virðingu sem við höfum reynt að sýna í verki,“ segir Árni. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir traust Kópavogs- bæjar og þann mikla stuðning og traust sem Bláfjallafólkvangur og Grétar Hallur Þórisson hafa sýnt okkur.“ Þótt öryggi göngufólks hafi verið vel tryggt með girðingunni, hafa þó ekki verið settir upp neinir vegv- ísar, hvorki í Bláfjöllum né annars staðar við veginn þar sem fólk get- ur lagt bílum sínum á réttum stað. Samvinnunefnd höfuðborgarsvæð- isins ákveður um þau mál. Framtíðarhugmynd Þríhnúka ehf. snýst í stuttu máli um að kanna möguleikann á því að útbúa útsýnispall inni í sjálfum hellinum, með jarðgöngum inn í gíghálsinn. Meginspurningin er sú hvort það sé yfirhöfuð gerlegt og þar með hvort hægt verði að veita slíkt að- gengi almennings að hellinum. „Það virðist vera hægt að gera jarðgöng hér,“ bendir Árni á og hefur jarðfræðiskýrsla Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings ekki útilokað þann möguleika. „Það þarf að staðsetja hraunlög nánar og það gerist ekki á annan hátt en með til- raunaborunum. Það þarf ekki kjarnaborun, eins og við töldum, heldur nægir loftborun og síðan má skoða jarðlögin með borholusjá. Meta þarf þykkt einstakra hraun- laga og ákveða staðsetningu hugs- anlegra jarðganga. En allar rann- sóknir benda til að unnt sé að bora göng og tæknilega virðist einnig vera hægt að gera lítinn útsýnis- pall. Ef einhver er tilbúinn til að styðja jarðgangagerð og sátt ríkir um að kíkja inn í gíginn, þá fyrst er hægt að ákveða hönnun á mann- virkjum, sem mega þó ekki vera yfirþyrmandi. Gígurinn verður að njóta sín sem slíkur. Ef hér verður flæði fólks verður einnig að ganga frá varanlegri göngustígum.“ Þegar litið er yfir úfin og mosa- vaxin hraunin í nágrenni gígsins má ljóst vera að svæðið hefur ekki verið fjölfarið. Árni bendir á að landið hafi hvorki verið beitt né virkjað. „Hér er bókstaflega ekk- ert – nema fegurð,“ segir hann. Öryggi göngufólks vel tryggt við gígopið Morgunblaðið/Eyþór Náttúruundur „Hellirinn er alveg einstakt náttúruundur sem á skilið okkar fyllstu virðingu sem við höfum reynt að sýna í verki,“ segir Árni B. Stefánsson hellakönnuður, sem hér gengur upp hnúkinn að dýpstu hvelfingu heims. Öryggisgirðing og göngustígur komið við Þríhnúkagíg, dýpstu hraunhvelfingu heims Í HNOTSKURN » Fyrst var talið að Þrí-hnúkagígur væri um 1.000 ára gamall en nú hefur verið leitt í ljós að hann er 3.500 ára. Hellirinn er nærri 200 metra djúpur í suðvest- urrás hans en um 120 metrar eru niður á stall fyrir miðju hans. » Sérútbúnir sigmenn hafasigið í hellinn, en það er engan veginn á færi almenn- ings. Flestir geta þó rölt upp að gígopinu og virt fyrir sér botnlaust tómið og útsýnið af hnúknum til allra átta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.