Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 14

Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 14
14 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is UPPSAGNIR og tilfærslur fjórtán starfsmanna Ratsjárstofnunar á landsbyggðinni koma ekki á óvart. Þær voru boðaðar þegar niðurskurð- ur á ratsjástöðvunum var tilkynntur á síðasta ári en var flýtt að kröfu Bandaríkjamanna sem kosta rekstur- inn. Yfirvöld á viðkomandi stöðum hafa brugðist hart við. Vafalaust má skýra viðbrögð þeirra með almennri gremju með atvinnustefnu stjórn- valda, eins og hún birtist á þessum stöðum, fremur en að þessi tiltekna ákvörðun Ratsjárstofnunar hafi verið svo óvænt. Ratsjárstofnun rekur fjórar rat- sjárstöðvar, á Miðnesheiði, Bolafjalli við Bolungarvík, Gunnólfsvíkurfjalli við Bakkafjörð og Stokksnesi við Hornafjörð. Stöðvarnar voru byggðar af Atlantshafsbandalaginu á síðari hluta níunda áratugarins og voru teknar í notkun í byrjun tíunda ára- tugarins. Þá tók Ratsjárstofnun, sem er íslensk stofnun, við rekstrinum en Bandaríkjaher hefur kostað rekstur- inn allan tímann. Ferskir vindar Tilkoma ratsjárstöðvanna hafði umtalsverð áhrif á lífið í byggðunum næst stöðvunum. Mikil umsvif voru við uppbygginguna og svo voru ráðnir sérmenntaðir tæknimenn til að reka stöðvarnar. Byggð voru hús fyrir þá á stöðunum og var ætlast til að þeir settust þar að með fjölskyldur sínar. Afskekktasta stöðin er á Gunnólfs- víkurfjalli við Bakkaflóa. Þar voru fjórtán starfsmenn í byrjun árs 1997, þegar ég heimsótti stöðina, og allt lék í lyndi. Að vísu gátu ekki allir starfs- mennirnir hugsað sér að flytja á Bakkafjörð, þar sem Ratsjárstofnun hafði látið byggja yfir mannskapinn, en ekki var annað að heyra á þeim sem fluttu að þeim líkaði dvölin vel. Hinir óku frá Eyjafjarðarsvæðinu á vaktirnar. Áki H. Guðmundsson, fyrrverandi oddviti Skeggjastaðahrepps, segir að ferskir vindar hafi fylgt þessum nýju íbúum. „Við vorum hér í veiðimanna- samfélagi, vinnan og fyrirtækin voru okkar áhugamál. Fólkið sem kom stundaði allt annars konar vinnu og hafði önnur viðhorf til lífsins. Það hafði ekki jafn brennandi áhuga á veðrinu og fiskiríinu og við. Það hafði góð frí á milli vakta og notaði tímann til að sinna áhugamálum, til dæmis að fara í vélsleða- og jeppaferðir. En þeir tóku virkan þátt í samfélaginu, fóru til dæmis fljótt í björgunarsveitina,“ segir Áki. Hann getur þess að tækni- mennirnir sérstaklega hafi verið há- tekjufólk á þeirra mælikvarða og greitt mikil gjöld til sveitarfélagsins, en um leið getað gert kröfur um bætta þjónustu. Þótt áhrifin hafi verið einna mest á Bakkafirði, sem var tiltölulega af- skekkt 130 manna samfélag, urðu áhrif ratsjárstöðvanna einnig mikil í Bolungarvík og á Hornafirði, að því er fram kemur hjá bæjarstjórunum, Grími Atlasyni í Bolungarvík og Hjalta Þór Vignissyni á Hornafirði, bæði á mannlífið og tekjur sveitarfé- laganna. En Adam var ekki lengi í Paradís. Bandaríkjamenn gerðu kröfur um hagræðingu hjá stofnuninni vegna tæknibreytinga. Reka átti stöðvarnar með fjareftirliti og fjarstýringu frá stöðinni á Miðnesheiði. Tæplega tutt- ugu starfsmönnum var sagt upp störf- um á síðasta ári og jafnframt boðaðar frekari uppsagnir nú í haust. Þessari seinni hrinu var hins vegar flýtt, að kröfu kaupanda þjónustunn- ar, og fækkar því um þrettán fjöl- skyldur á stöðunum fjórum. Níu starfsmenn fá uppsagnarbréf en fjór- um til viðbótar var boðið að flytja sig í starf á Miðnesheiði. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að Miðnes- heiði sé auglýslega besti kostur til að sameina þjónustuna vegna nálægðar við kaupanda þjónustunnar, flug- málastjórn og þjónustudeildir stofn- unarinnar. Skrítin skilaboð Á Bakkafirði er tiltölulega góð per- sónuleg þjónusta og hafa umsvifin vegna Gunnólfsvíkurfjalls átt sinn þátt í því. Björn Ingimarsson, sveit- arstjóri Langanesbyggðar sem Bakkafjörður er nú hluti af, segir að vissulega verði erfiðara að reka versl- un og aðra slíka þjónustu þegar um- svifin minnki. Bæjarstjórar staðanna vekja at- hygli á þeim skilaboðum sem þeir telja felast í því að fækka svona op- inberum störfum á stöðunum, á sama tíma og þessi svæði eigi undir högg að sækja. Grímur Atlason vekur athygli á því að þetta gerist á meðan í gildi sé vaxtarsamningur ríkis og sveitarfé- laga um nýsköpun í atvinnulífinu. Allar sveitarstjórnirnar hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna þessarar stöðu. Byggðaráð Langanesbyggðar skorar á stjórnvöld að sjá til þess að ákvörðunin verði dregin til baka og kannað hvort grundvöllur sé til að efla starfsemi stöðvanna eða fá sambæri- lega starfsemi í þeirra stað. Bæjarráð Bolungarvíkur skoraði á ríkisstjórn- ina að koma til móts við sveitarfélagið við uppbyggingu atvinnu á svæðinu og bæjarstjórn Hornafjarðar sam- þykkti að óska eftir viðræðum við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir vegna þessarar stöðu. Breytingar á rekstri ratsjárstöðvanna hafa veruleg áhrif í samfélögunum sem næst standa Gera kröfu um mótvægisaðgerðir Morgunblaðið/Ásdís Gunnólfsvíkurfjall Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli er afskekktasta stöðin og jafnframt sú sem erfiðast getur verið að komast að. Í HNOTSKURN »Þremur mönnum er sagtupp á Bolafjalli og einn til viðbótar hefur þegið boð um að flytjast í stöðina á Mið- nesheiði. Tveir starfsmenn verða þá eftir þar til að ann- ast almennt viðhald og gæslu. »Tveimur starfsmönnumer sagt upp á Gunnólfs- víkurfjalli og tveir flytjast á Miðnesheiði, auk þess sem einn hefur áður flust þangað. Þrír verða eftir. »Fjórum er sagt upp áStokksnesi og einn flyst „suður“. Tveir verða eftir. Um er að ræða skipulagða 22 lóða frístundarbyggð við ána Hólá rétt við Apavatn, farið inn afleggjarann hjá Útey. Í boði eru síðustu 7 eignarlóðirnar sem eftir eru. Lóðirnar raðast allar við árbakkann í einni röð. Ekki verður skipulagt stærra svæði í grennd við þessa byggð. Hinum megin vegar er búið að skipu- leggja stórt skógræktarsvæði og er þegar búið að sá í svæðið að hluta og skógurinn farinn að taka við sér. Lóðirnar liggja allar við Hólá sem er lygn og breið á við enda Apavatns. Heitt og kalt vatn er á staðnum við lóðarmörk. Rafmagn er líka á staðnum frá RARIK. Búið er að malbika alla leið frá þjóðvegi með Útey inn að Austurey. Í ánni er veiði (silungur). Apavatn er mjög miðsvæðis og er mjög stutt í alla þjónustu á Laugarvatni, sundlaugar, golfvelli o.fl. Um klukkustundar akstur er frá Reykjavík og ef farið er Lyngdalsheiði þá er um 45 mín. akstur að svæðinu. APAVATN - SÖLUSÝNING Í DAG FRÁ KL. 11.00 - 16.00 LÉTTKAUP SUMARBÚSTAÐARLÓÐIR EIGNARLÓÐIR! 7 EIGNARLÓÐIR EFTIR TIL SÖLU VIÐ APAVATN! Vertu þinn herra á þínu eignarlandi LÉTTKAUP Lóðanr. Fm Verð 12 9.062 kr. 3.150.000 14 8.841 kr. 3.100.000 16 8.269 kr. 2.900.000 18 7.738 kr. 2.700.000 20 7.059 kr. 2.500.000 22 6.222 kr. 2.180.000 28 4.027 kr. 1.450.000 30 4.317 kr. 1.500.000 32 5.131 kr. 1.800.000 MÖGULEIKI Á LÁNI TIL 10 ÁRA MEÐ 40-60% VEÐSETNINGU Á HVERJA LÓÐ. Guðmundur Svavarsson verður á svæðinu og tekur vel á móti áhugasömum. Hægt er að ná í Guðmund í síma 861-1772 utan þess tíma og panta skoðun. JAKOB Frímann Magnússon gefur kost á sér í 3. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Hann lauk MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem tón- listarmaður og útgefandi auk þess að vera framleið- andi kvikmynda- og tónlistarefnis. Hann er stofnfélagi í Samfylking- unni og hefur verið varaþingmaður flokksins síðan 1999 og flutti jómfrú- ræðu sína á Alþingi 2004. Hann lítur á það sem forgangsverkefni í ís- lenskum stjórnmálum að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja, ná niður verðlagi á matvælum og annarri nauðsynjavöru og endurskilgreina ný sóknarfæri í atvinnulífi með verndun umhverfis og hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi. Jakob er formaður Félags tónskálda og textahöfunda, varaformaður STEFs og á sæti í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og Menningar- sjóðs. Prófkjörið fer fram 4. nóv- ember nk. og hafa hartnær 20 fram- bjóðendur gefið kost á sér en framboðsfrestur rann út í vikunni. Gefur kost á sér í 3. sætið Jakob Frímann Magnússon GAMLA Íslandsmetið í fjölda veiddra laxa í einni á, sem var frá í fyrra þegar 4.225 veiddust í Eystri-Rangá, var slegið á fimmtudaginn. Þá fór veiðin í systuránni, Ytri-Rangá, yfir þá tölu. Um kvöldið var veiðin orðin 4.232 lax- ar og enn á eftir að veiða í 12 daga í ánni. „Menn eru kátir hér fyrir austan, þetta er voða gaman,“ sagði Jóhannes Hinriksson veiðivörður. Hann spáði því að aflinn yrði nálægt 4.300 löxum þegar upp yrði staðið. Veiðin síðustu daga hefur verið 20 til 30 laxar á dag. „Þetta hefur verið framar vonum,“ sagði hann. „Það veiddist lúsugur fisk- ur síðast í fyrradag, þeir eru ennþá að fara laxastigann einn og einn.“ Metveiði var í Breiðdalsá, 936 laxar, sem er talsvert yfir fyrra meti sem sett var í fyrra, 815 fiskar. Hrútafjarð- ará endaði í 345 löxum, sem er vel yfir meðalveiðinni en nokkuð frá lokatöl- um síðustu tveggja ára, sem voru mjög góð. Stórir fiskar í Varmá Valgeir Ásgeirsson, veiðivörður við Varmá, segir mikið af sjóbirtingi hafa gengið í ána að undanförnu. Hann var sjálfur við veiðar í vikunni og neðan við Reykjafoss tók stór birtingur Black Ghost-straumflugu. „Fyrir til- viljun setti ég 8,5 kg taum á línuna. Venjulega nota ég ekki nema 5 kg taum. Þetta var einhver alskemmti- legasta viðureign sem ég hef lent í. Fiskurinn tók stefnuna niður að brúnni yfir að sundlauginni en ég gat tekið stíft á honum og afstýrt því að hann kæmist niðureftir.“ Fiskurinn mældist 80 cm og vó tæp 7 kg. „Hann hefði slitið tauminn sem ég nota venjulega. Þetta var mikil heppni,“ sagði Valgeir. Meðalþyngdin var 20 pund Veiðimanni sem hafði gert nokkrar tilraunir til að veiða lax í sumar, án árangurs, var boðið í sjóbirtingsveiði á bændadögum í Þverá í Borgarfirði. Hann kastaði Sunray Shadow í Skál- arhyl og strippaði hratt, eins og hann hafði reynt oft áður, án árangurs. En í þetta sinn fékk hann þunga töku. Það var enginn sjóbirtingur heldur stóreflis lax sem veiðimaðurinn réð lítið við, enda með létta stöng fyrir línu sex. Loks höfðu félagarnir hend- ur á hæng sem mældist 100 cm, og var sleppt aftur í ána. Meðalþyngdin á veiddum löxum þessa manns í sum- ar er ekkert til að kvarta yfir: 20 pund. Stór birtingur Valgeir Ásgeirsson veiðivörður með sjóbirtinginn sem hann veiddi neðan við Reykjafoss í Varmá og vó tæp 7 kg. Íslandsmet í Ytri-Rangá STANGVEIÐI LÖGREGLAN í Reykjavík var köll- uð til vegna umferðaróhapps í há- deginu á fimmtudag og gaf annar ökumannanna á vettvangi upp ranga kennitölu. Sá sem reyndi að villa um fyrir lögreglunni var hálf- fertug kona en kennitöluna, sem hún gaf upp, á kynsystir hennar sem er tíu árum yngri. Ekki tókst konunni að leika á lögregluna og var hún handtekin vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja. Reyndi að villa um fyrir lögreglu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.