Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 16

Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 16
16 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöllinni í gær náðu tæpum 19 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,31% og var 6.378 stig í lok dags. Mest hlutabréfaviðskipti voru með bréf Kaupþings banka fyrir um 1,7 millj- arða. Bréf Marels hækkuðu mest, um 3,2%, og bréf Atlantic Petroleum hækkuðu um 2,2%. Þá hækkuðu bréf Kaupþings um 2,1%. Bréf Avion Group og Mosaic Fashions lækkuðu um 0,6% hvor um sig og þá lækkuðu bréf Flögu Group um 5,9%. Talsverð velta í Kauphöllinni ● NYSIR UK Limited, sem er dótt- urfélag Nýsis hf., hefur keypt 69% hlutafjár í breska fasteignastjórn- unarfélaginu Operon. Í tilkynningu frá Nýsi kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál, en að velta félags- ins á þessu ári sé áætluð um 6 milljarðar króna og að um 800 manns starfi hjá félaginu. Operon er með samninga um fasteignastjórnun á byggingum víða um Bretland. Meðal annars rekur fé- lagið byggingar og veitir stoðþjón- ustu í þeim fyrir bresku ríkisstjórn- ina, skóla, sjúkrahús, skrifstofur og rannsóknastofur. Þá sinnir félagið einnig rafmagns- og lagnahönnun, verkefnisstjórnun og bygg- ingastjórnun. Meðeigendur Nysir UK í Operon eru 6 helstu stjórnendur þess. Nýsir á fyrir nokkra skóla og skrif- stofubyggingar sem leigðar eru op- inberum aðilum ásamt stoðþjón- ustu. Nýsir eykur umsvif sín á Bretlandi Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is FYRIRTÆKIN MEST og Súp- erbygg hafa sameinast og mun öll starfsemi Súperbyggs fara fram undir merkjum MEST frá og með næsta mánudegi, 9. október. Árs- velta sameinaðs fyrirtækis verður um 6 milljarðar króna og starfs- menn um 250 talsins. Þórður Birgir Bogason, forstjóri MEST, segir að með sameiningunni náist fram hagræðing í rekstri og gríðarleg aukning í vöruúrvali sem efla muni þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins til muna. „Með þessari sameiningu verður til fyrirtæki sem á sér enga hliðstæðu á íslenskum byggingamarkaði,“ segir Þórður. Þórður segir sameiningu MEST og Súperbyggs breyta miklu fyrir byggingariðnaðinn, bygg- ingaverktakar geti nú fengið alla þá þjónustu sem þeir þurfi á einum stað, hjá fyrirtæki sem hafi nánast eingöngu fagmenn í vinnu, og því þjónusti fagmenn fagaðila. „Okkar stefna er að vera með bestu, ákjós- anlegustu vöruna í hverjum verð- flokki fyrir sig og sameinum við há gæði og góð verð,“ segir Þórður. Súperbygg á rætur að rekja til danska byggingavörufyrirtækisins Dansk Trælast A/S sem árið 1991 stofnaði starfsstöð á Íslandi undir merkjum Superbyg. 2003 var starf- semin seld íslenskum starfsmönnum og nafninu breytt í Súperbygg. MEST varð til við sameiningu Merk- úrs og Steypustöðvarinnar um síð- ustu áramót. Ný verslun í Norðlingaholti Eftir sameininguna rekur MEST nú verslanir á Bæjarflöt og Malarhöfða í Reykjavík og í Bæjarhrauni í Hafn- arfirði þar sem m.a. er selt hráefni til innréttingaiðnaðarins. Unnið er að byggingu nýrrar 3.600 fermetra byggingavöruverslunar í Norð- lingaholti sem ráðgert er að opna í vetur. Ennfremur er fyrirhugað að reisa 2.000 fermetra verslunar- og þjónustuhúsnæði á Malarhöfða. MEST rekur einnig söluskrifstofur á Hringhellu í Hafnarfirði, á Reyð- arfirði og Selfossi. MEST og Súper- bygg sameinast Starfsemin öll undir merkjum MEST Ánægðir Þórður Birgir Bogason, forstjóri MEST, og Pétur Hans Pét- ursson, áður framkvæmdastjóri Súperbyggs og nú framkvæmdastjóri byggingasviðs MEST, ánægðir með sameininguna. OMX eignast 10% í norsku kauphöllinni SÆNSKA kauphallarsamstæðan OMX hefur eignast 10% hlut í norsku kauphöllinni, Oslo Børs Holding. Kaupverðið er 287,5 millj- ónir sænskra króna, jafnvirði tæp- lega 3,0 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint í frétt á frétta- vef norska blaðsins Dagens Nær- ingsliv (DN). Norska kauphöllin verður vænt- anlega eina norræna kauphöllin sem ekki er í eigu OMX, sem í síðasta mánuði undirritaði viljayfirlýsingu um kaup á Kauphöll Íslands. OMX rekur kauphallirnar í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn auk kauphallanna í Eystrasaltsríkjun- um. Per Eikrem hjá kauphöllinni í Ósló segir í samtali við DN að Sví- arnir séu velkomnir í hóp hluthafa kauphallarinnar. Segir hann að þeir telji kaupin væntanlega vera góða fjárfestingu. Haft er eftir Magnusi Boecker, forstjóra OMX, í fréttatil- kynningu að norska kauphöllin sé spennandi fjárfestingartækifæri, OMX þekki vel til kauphallarinnar og hlakki til frekara samstarfs við hana. Eftir að greint var frá viljayfirlýs- ingunni um kaup OMX á Kauphöll Íslands í síðasta mánuði sagði Bente Landsnes, forstjóri norsku kauphall- arinnar, að hún hefði ekki trú á því að það myndi gagnast norskum hlutabréfamarkaði að norsk hluta- félög yrðu með á hinum svokallaða norræna lista OMX, sem áætlað er að hleypa af stokkunum á næstunni.                                           !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5     !" 67   &#   8 *   9:4  ;<## #/ 2 !2   =   !2   #" $" % & 03># 02*  %' ()" 8?6@ 0A2   2 2                    < # 3 <  2 2   1 1 1     1 1  1 1 1 1 1 1 B CD B 1CD B CD B 1CD B CD 1 B CD B CD B CD 1 B CD B 1CD B CD B CD B CD B CD B 1 CD 1 1 1 1 1 B  CD E * 2   *#  ; $2 A  *# F ( 0                            1 1 1 1                                    1 1  = 2   A )%   ;E G #  &4!*  2          1 1 1 1  9 *H 0I-     C C &;06 " J      C C ? ? K,J 0    C C K,J (! 9     C C 8?6J "L M     C C FYRSTA eintak af Nyhedsavisen, fríblaði Dagsbrúnar í Danmörku, kom út í gær. Ekki gekk þó allt áfallalaust fyrir sig fyrsta daginn en vegna bilunar í prentvél var upplagið aðeins um 250 þúsund eintök í stað þeirra 500 þúsund sem dreifa átti. Nyhedsavisen kom út í nokkurn veg- inn réttu upplagi í bæði Óðinsvéum og Árósum en hins vegar vantaði um 250 þúsund eintök upp á upplagið í Kaupmannahöfn og þeir voru því ófáir sem fóru fýluferð í póstkassann til þess að sjá hið nýja dagblað. „Þetta var að sjálfsögðu gremju- legt en hafði ekki neitt með dreif- inguna að gera. Ástæðan var vanda- mál í prentsmiðjunni og strax á morgun [í dag] verður þetta komið í betra lag,“ segir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóri Nyhed- savisen. „Ég er ekki í vafa um að það er mest spunnið í Nyhedsavisen [af frí- blöðunum] en þeir þurfa að vinna betur með forsíðuna,“ sagði Henrik Qvortrup ritstjóri Se & Hør í dómi sínum um blaðið. „Ég vil ganga svo langt að gefa þeim 10 [af 13] í ein- kunn. Þeir eru með góðar fréttir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim að þora að vera með þyngra efni sem greinir þá frá hinum fríblöðunum.“ Qvortrup telur að Nyhedsavisen muni ekki veita áskriftarblöðunum minni samkeppni en fríblöðunum, svo fremi sem ritstjórnin nái að halda sömu gæðum í fréttaskrifum. DNY / Alda Lóa Leifsdóttir Andað léttar Ritstjórn Nyhedsavisen eftir útkomu fyrsta eintaksins. Nyhedsavisen fær jákvæða dóma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.