Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 17
AÐALFUNDUR Samtaka fisk-
vinnslustöðva lýsir furðu á þeim að-
gerðum í efnahags- og peningamál-
um sem beinlínis leiða af sér
gengishækkun krónunnar, en slíkar
aðgerðir grafa um leið undan rekstri
útflutningsfyrirtækja í landinu.
Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, sem haldinn var í gær, voru
lagðar fram upplýsingar og útreikn-
ingar um þróun heildarafla, afurða-
verðs, gengis, hráefniskostnaðar og
annarra liða er ráða miklu um af-
komu í sjávarútvegi.
„Þessir útreikningar staðfesta
mismunandi afkomu einstakra
vinnslugreina og sjávarútvegsins í
heild. Verðlag á íslenskum sjávaraf-
urðum í erlendri mynt hefur áfram
haldist hagstætt að frátöldum afurð-
um rækjuvinnslunnar. Síðbúin lækk-
un á gengi krónunnar fyrr á þessu
ári, eftir langt tímabil hágengis, hef-
ur átt sinn þátt í bættri afkomu fyr-
irtækjanna á þessu ári.
Barátta Seðlabankans við of-
þenslueinkennin með sífelldri hækk-
un stýrivaxta er afar ómarkviss og
bitnar harkalega á fyrirtækjum í út-
flutnings- og samkeppnisgreinum.
Áhrif peningastefnunnar virka fyrst
og fremst til hækkunar á gengi krón-
unnar en áhrif stýrivaxta á vaxtakjör
til fjárfestinga í atvinnulífi eða íbúð-
arhúsnæði eru nær engin. Frá síð-
ustu hækkun stýrivaxta Seðlabank-
ans, sem kom til framkvæmda seinni
hluta september sl., hefur gengi
krónunnar hækkað um 3% og hefur
þá gengi krónunnar hækkað samtals
um 10% frá miðju þessu ári. Aðal-
fundur Samtaka fiskvinnslustöðva
leggur áherslu á mikilvægi þess að
fjölbreytt og öflugt atvinnulíf haldi
áfram að þróast hér á landi. Það
skiptir gríðarlegu máli fyrir þjóð-
arbúið og lífskjörin í landinu að við
nýtum þau tækifæri sem felast í eðli-
legri nýtingu á auðlindum þjóðarinn-
ar. Við þurfum jafnframt að kapp-
kosta að slík nýting verði innan
skynsamlegra marka og vandað
verði til alls undirbúnings með hlið-
sjón af umhverfi og náttúruvernd.
Formlegur
samstarfsvettvangur
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslu-
stöðva samþykkir að SF beiti sér
fyrir stofnun formlegs samstarfs-
vettvangs samtaka atvinnurekenda í
sjávarútvegi sem starfa innan Sam-
taka atvinnulífsins. Meginhlutverk
samstarfsins felist í nánara sam-
starfi og samþættingu verkefna er
varða kynningu og ímyndarmál sjáv-
arútvegsins auk umhverfismála og
annarra verkefna sem varða sameig-
inlega hagsmuni sjávarútvegsins.“
Morgunblaðið/Sverrir
Gagnrýni Arnar Sigurmundsson, formaður SF, flytur skýrslu samtakanna.
Deilt á Seðlabankann
á aðalfundi SF
Áhrif peningastefnunnar virka fyrst og
fremst til hækkunar á gengi krónunnar
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
ÚR VERINU
www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra›
Hótel Loftlei›ir, beinn sími : 444 4500 S: 444 4040 fundir@icehotels.is
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Valfrelsi og skapandi umhverfi
www.guðfinna.is
Á morgun, sunnudaginn 8. október kl. 16:00, opnum við kosningaskrifstofu
Guðfinnu S. Bjarnadóttur í Landsímahúsinu við Austurvöll.
Við bjóðum alla velkomna til að kynna sér málefni frambjóðandans,
þiggja kaffiveitingar og njóta dagsins með okkur.
Við hlökkum til að sjá þig!
Stuðningsfólk Guðfinnu S. Bjarnadóttur
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006
Kosningaskrifstofa
- opnum við Austurvöll