Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 20
Höfundurinn Johnny Depp sem
Barry í Finding Neverland.
VERÐLAUNA-rithöfundurinn Ger-
aldine McCaughrean hefur sent frá
sér framhald á hinni geysivinsælu
sögu skoska rithöfundarins og leik-
skáldsins, J. M. Barry um Pétur Pan,
strákinn sem vildi ekki verða stór.
Sagan sem heitir Peter Pan in Scar-
let (Pétur Pan í skarlatsrauðu) hefst
tuttugu árum eftir að upprunalegu
sögunni sleppir en í millitíðinni hefur
Wendy, vinkona, Péturs Pan, eignast
börn og Týndu strákarnir hafa allir
vaxið úr grasi – þar af leiðandi neyðst
til að yfirgefa Hvergiland. Þegar
Wendy og Týndu strákarnir snúa aft-
ur hefur Hvergiland breyst til muna.
Þar er nú hrikalegt um að litast,
kuldalegt og hættulegt að vera.
Gefin út í fjölmörgum löndum
Fjölmargar framhaldsbækur hafa
birst um ævintýri Péturs Pan í Hver-
gilandi en saga Geraldines McCaug-
hrean er sérstök fyrir þær sakir að
hún er gerð í fullu samstarfi við rétt-
hafa upprunalegu bókarinnar, barna-
spítalann Great Ormond Street sem
J. M. Barry arfleiddi að útgáfurétt-
inum.
McCaughrean er enginn byrjandi á
barnabókasviðinu og hefur meðal
annars unnið til Whitbread-
barnabókaverðlaunanna fyrir út-
gáfur sínar á klassísku sögunum um
Örkina hans Nóa, Moby Dick og
Kantaraborgarsögur.
Hún var valin úr hópi 200 rithöf-
unda til að taka verkið að sér.
Samkvæmt útgefanda gengur sal-
an á nýju bókinni framar öllum von-
um og reiknað er með að hún koma
út í þrjátíu löndum og á þrjátíu og
fjórum tungumálum.
Í viðtali við BBC sagði McCaug-
hrean að hún hefði ekki gert sér í
hugarlund hvað hún væri að koma
sér út í þegar hún féllst á að skrifa
framhaldið að Pétri Pan.
„Ég er taugastrekktari núna en
þegar ég skrifaði undir samninginn –
ég áttaði mig ekki á því hversu vinsæl
bókin yrði.“
Pétur Pan
í skarlats-
rauðu
Framhald uppruna-
legu sögunnar gefið út
20 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MEÐAL þeirra verðlauna sem
veitt verða í lokahófi Kvik-
myndahátíðar í kvöld, verða
Kvikmyndaverðlaun kirkj-
unnar veitt í fyrsta sinn. Ein
fyrirmynd verðlaunanna er
kvikmyndaverðlaun sænsku
kirkjunnar, en árið 2003 féllu
þau í skaut íslensku myndinni
Nóa Albinóa. Verðlaunin verða
veitt mynd sem þykir vekja
með áhorfendum áhugaverðar
tilvistarspurningar. Dómnefnd skipa Árni Svanur
Daníelsson, guðfræðingur, dr. Gunnlaugur A.
Jónsson, prófessor, Gunnar J. Gunnarsson, lekt-
or, og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur.
Verðlaunaveiting
Kirkjan veitir kvik-
myndaverðlaun
Oddný
Sen
DANSLEIKHÚSIÐ frumsýnir
fjögur ný dans- og tónverk í
Verinu við Loftkastalann kl.
20 í kvöld, en sýningin er af-
rakstur samstarfs íslenskra
danshöfunda og erlendra tón-
skálda. Í sýningunni er áhersla
á samspil tónverka við dans –
söng og vídeólist.
Danshöfundar og dansarar
eru Jóhann Björgvinsson, Irma Gunnarsdóttir,
Halla Ólafsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Inga
Maren Rúnarsdóttir og Þórdís Schram, en tón-
verkin eru eftir Jóhannes Bergmark, Hildi
Guðnadóttur, Jukka Ruohomäki og Jean Francois
Laporte.
Danssýning
Dansað á Norræn-
um músíkdögum
EINKASÝNING á verkum
Valgerðar Hauksdóttur verður
opnuð í Hafnarborg í dag. Á
efri hæð sýnir Valgerður ný
verk unnin á tímabilinu 2003 til
2006, ljósmyndir og grafíkverk
unnin með blandaðri tækni. Á
neðri hæð, Sverrissal, gefur að
líta kynningu á hugmyndum og
aðferðum er liggja að baki
myndsköpun hennr. Valgerður
er menntuð sem graf-
íklistamaður með sérhæfingu í steinþrykki og æt-
ingu. Hún nam myndlist í Bandaríkjunum og lauk
meistaragráðu 1983. Hún hefur haldið fjölda sýn-
inga á Íslandi og erlendis.
Myndlistarsýning
Verkin og það sem
að baki þeim liggur
Valgerður
Hauksdóttir
ÁRLEG Tónleikaröð kennara Tón-
listarskóla Kópavogs (TKTK) hefst í
dag með sembal-, fagott- og óbótón-
leikum í Salnum. Tónleikaröðinni var
hleypt af stokkunum af Kópavogsbæ
í samvinnu við kennara skólans og
Salinn haustið 2000 og eru fimm tón-
leikar áformaðir í TKTK-röðinni á
þessu starfsári.
„Þessi tónleikaröð hófst í tengslum
við flutning tónlistarskólans í nýja
tónlistarhúsið í Hamraborg þar sem
við erum til húsa ásamt Salnum,“
segir Árni Harðarson, skólastjóri
Tónlistarskólans í Kópavogi. „Við
hlutum velvild bæjaryfirvalda til að
hrinda þessu af stað og nýta tengsl
skólans og Salarins. Með tónleikun-
um er kennurum búinn ákjósanlegur
vettvangur til að vinna að þeirri
frumsköpun, sem er svo mikilvægur
þáttur í þjálfun hvers tónlistar-
manns. Nemendum og aðstandend-
um þeirra gefst líka kostur á að
hlusta á kennara skólans og kynnast
þeim betur sem listamönnum á tón-
leikunum og við samtvinnum stund-
um tónleikana kennslunni hjá nem-
endum.“
Kynna möguleika sembalsins
Aðspurður segir Árni að það sé
enginn sameiginlegur þráður í tón-
leikunum fimm í vetur. „Við byrjum á
því að vera með tónleika í kringum
sembalinn sem er nýjasta hljóðfærið í
okkar eigu. Við fengum hann að gjöf
frá Kópavogsbæ á 40 ára afmæli skól-
ans. Hann var vígður seinasta vetur
og við höfum fullan hug á að nýta
okkur það vel og erum þegar byrjuð
að bjóða upp á sembalkennslu.“
Töfratónar er yfirskrift tón-
leikanna sem fara fram í Salnum kl.
13 í dag. Flytjendur eru þær Guðrún
Óskarsdóttir semballeikari, Kristín
Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og
Eydís Franzdóttir óbóleikari og efn-
isskrá þessara fyrstu tónleika raðar-
innar miðast við að kynna möguleika
sembalsins í einleik og samleik og
munu þær flytja verk eftir tónskáldin
Louis Couperin, Jónas Tómasson,
Dan Locklair og Thomas Vincent.
Tónlist | Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs hefst í Salnum í dag
Byrja á töfratón-
um sembalsins
Í HNOTSKURN
»Á tónleikunum verðurfrumflutt tónverkið Són-
ata XIII eftir Jónas Tóm-
asson, skrifað fyrir fagott og
sembal.
»Þetta er fimmti veturinnsem Tónleikaröð kennara
Tónlistarskóla Kópavogs fer
fram í Salnum.
»Tónleikarnir eru opniröllum og miðasala fer
fram í Salnum.
Guðrún Óskarsdóttir semballeikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleik-
ari og Eydís Franzdóttir óbóleikari eru kennarar við Tónlistarskóla Kópa-
vogs og munu spila saman á kennaratónleikum í Salnum í dag.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Semball, fagott og óbó
DAGSKRÁ: Laugardag 7. okt.
HÁSKÓLABÍÓ Salur 1
Kl. 15.45 Half Moon
Kl. 18.00 Boss of it All
Kl. 20.20 We Shall Overcome
Kl. 22.35 Paradise Now
HÁSKÓLABÍÓ Salur 2
Kl. 16.00 Keane
Kl. 18.20 Gasolin
Kl. 20.00 Frozen City
Kl. 22.00 Life in Loops
HÁSKÓLABÍÓ Salur 3
Kl. 18.00 Claire Dolan
Kl. 20.00 Crows
Kl. 22.00 Nothing
HÁSKÓLABÍÓ Salur 4
Kl. 20.00 Turtles Can Fly
TJARNARBÍÓ
Kl. 14.00 Fresh Air
Kl. 16.00 Wrath of Gods
Kl. 18.00 Glue
Kl. 20.00 Elegy of Life
Kl. 22.00 The Road to Guantanamo
IÐNÓ
Kl. 14.00 When Children Play
in the Sky
Kl. 16.00 Act Normal
Kl. 18.00 In Between Days
Kl. 20.00 Unfolding Florence
Kl. 22.00 The Cats of Mirikitani
TENGLAR
..............................................
www.filmfest.is
Dómar um myndir Kvik-
myndahátíðar eru á síðum xx-xx
Kvikmyndahátíð
í Reykjavík
HÉR á landi er
staddur fiðlusmið-
urinn Andreas Aug-
ustin frá Staufen í
Þýskalandi, en
hann verður með
kynningu á hljóð-
færum sínum í
Hráa sal Listahá-
skóla Íslands kl.
13.30 í dag. Milli kl.
11 og 17 tekur
hann á móti gest-
um, og þeim sem vilja skoða og prófa
hljóðfærin hans.
Andreas Augustin hefur 25 ára
reynslu í fiðlusmíði; hann smíðar
fiðlur, víólur og selló, og hefur unnið
til fjölda alþjóðlegra verðlauna.
Hann fékk til dæmis 1. verðlaun í
Stradivariusarkeppninni í Cremona
1979, og 1.- og heiðursverðlaun fyrir
selló í alþjóðlegri fiðlusmiðakeppni,
Jacobus Stainer, 2001. Andreas
Augustin kemur með þrjár fiðlur,
tvær víólur og eitt selló með sér til
landsins.
Fiðlusmiður
kynnir hljóð-
færi sín
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn