Morgunblaðið - 07.10.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 23
SUÐURNES
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn:
NÝ HUGSUN Í
GEÐHEILBRIGÐISMÁLUM
Ráðstefna 10. október 2006 kl. 8-16 á Grand hóteli Reykjavík
Lýðheilsustöð í samvinnu við Landlæknisembættið, Landspítala – háskólasjúkrahús,
Heilsugæsluna í Reykjavík og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík, stendur
fyrir ráðstefnu á alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem í ár ber yfirskriftina:
Vaxandi vitund – aukin von. Saman eflum við geðheilsu og drögum úr sjálfsvígum.
Á undanförnum árum hefur gagnrýni á hefðbundna meðferð geðröskunar aukist. Þessi
gagnrýni beinist annars vegar að of mikilli áherslu á lyfjagjöf í meðferð og hins vegar að
of lítilli áherslu á þætti, sem auðvelda fólki með geðröskun að lifa svokölluðu eðlilegu lífi
í samfélaginu. Tímabært er að opna þessar umræður og leiða fram gagnstæð sjónarmið,
vega þau og meta.
Þátttakendur skrái sig á ráðstefnuna fyrir 8. október 2006 á vef Lýðheilsustöðvar,
www.lydheilsustod.is, eða í síma 5 800 900. Einnig verður skráning við innganginn.
Ráðstefnugjald 3000 kr. og 1500 kr. fyrir námsmenn og öryrkja.
Opnun ráðstefnu: Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Ávarp: Eydís K. Sveinbjarnardóttir, svíðsstjóri á geðsviði LSH,
Fyrirlesarar: Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur WHO EURO, Halldóra Ólafsdóttir,
geðlæknir, Halldór Júlíusson, sálfræðingur, Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Ellý
Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, Guðný Anna Arnþórsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur,
Elísabet Jökulsdóttir, fulltrúi notenda, Erna Indriðadóttir, fulltrúi aðstandenda,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
alþingismaður, Jón Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra.
Pallborðsumræður: Stjórnandi Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar og ÖBÍ.
Lokaorð: Kristófer Þorleifsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.
Ráðstefnuslit: Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar.
Ráðstefnustjóri: Egill Helgason
LANDIÐ
Akranes | Mikið hefur verið að gera
í Grundaskóla á Akranesi þessa vik-
una. Skólinn á 25 ára afmæli og hald-
ið var upp á afmælið með pomp og
prakt.
Þriðjudag og miðvikudag var opið
hús fyrir bæjarbúa, þar sem margir
litu inn og fylgdust með starfi skól-
ans. Á fimmtudag var svo húllum-
hæ-dagur í skólanum, þar sem byrj-
að var að fara í afar litríka skrúð-
göngu, þar sem bekkir klæddust
mismunandi litum. Eftir skrúðgöng-
una var safnast saman í brekkusöng
á skólalóðinni undir stjórn Flosa
Einarssonar. Allir tóku vel undir í
söngnum og þar ríkti mikil stemn-
ing, eins og myndin gefur til kynna.
Að lokum fóru krakkarnir í ýmsa
leiki og þrautir, þar sem allir, jafnt
stórir sem smáir, skemmtu sér sam-
an.
Mikið um dýrðir
í Grundaskóla
Húsavík | Opnuð verður miðstöð á
Húsavík fyrir fólk með geðraskanir
og þá sem vilja vinna markvisst að
geðrækt og geðheilbrigði. Opnunin
fer fram 10. október, á alþjóðlega
geðheilbrigðisdaginn.
Verkefnið er samstarfsverkefni
félags- og skólaþjónustu Þing-
eyinga, Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga og Húsavíkurdeildar Rauða
kross Íslands. Er þetta tilaunaverk-
efni sem á að standa í 15 mánuði,
segir í fréttatilkynningu.
Miðstöðin verður í senn athvarf
og iðja þar sem veitt verður sam-
þætt þjónusta á sviði félagsþjón-
ustu, heilbrigðisþjónusta á geð-
sviði, þjónusta við fatlaða og
samfélagsþjónusta. Aðstaðan verð-
ur opin þrjá daga í viku til að byrja
með, mánudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga, kl. 11 til 16.30.
Miðstöð fyrir fólk með
geðraskanir opnuð
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Grindavík | Vinna við stækkun
húsnæðis heilsulindarinnar við
Bláa lónið er í fullum gangi og mun
þeim ljúka fyrir vorið. Núverandi
húsnæði meira en tvöfaldast án
þess að gert sé ráð fyrir nema
óverulegri fjölgun gesta.
„Markmiðið er að auka vellíðan
gestanna svo þeir geti noti dval-
arinnar sem allra best,“ segir
Magnea Guðmundsdóttir kynning-
arstjóri um markmið fram-
kvæmdanna. Þröngt hefur verið
um gesti á mestu annatímum og
hafa stjórnendur fyrirtækisins haft
áhuga á að bæta úr því.
Vegna þess hversu þröngt er um
heilsulindina í hrauninu við Bláa
lónið þarf að byggja við húsið á
þremur stöðum. Búningsklefar eru
stækkaðir og þeir sem fyrir eru
innréttaðir upp á nýtt. Þar verða
750 læstir skápar sem er aðeins 50
skápa aukning. Jafnframt verður
boðið upp á einkaklefa, sjö klefa
sem hver er fyrir tvo til fjóra gesti.
Gestirnir hafa aðgang að innilaug
og sérútgang í lónið. Magnea segir
að eftirspurn hafi verið eftir þess-
ari þjónustu, ekki síst frá þekktu
fólki sem vilji vera út af fyrir sig.
Í annarri byggingu verður nýr
veitingastaður. Hann er byggður
inn í hraunið og er náttúrulegur
hraunhamar einn veggur staðar-
ins. Sérinngangur verður inn í nýja
veitingastaðinn og er ætlunin að
auka áherslu á þennan þátt starf-
seminnar að sögn Magneu og bjóða
þar upp á mannfagnaði af ýmsu
tagi. Núverandi veitingastaður
verður gerður að sjálfsafgreiðslu-
stað og pláss aukið fyrir móttöku
og miðaafgreiðslu. Í þriðju bygg-
ingunni fær Blue Lagoon-verslun-
in stóraukið pláss auk þess sem
starfsfólk fyrirtækisins fær betri
vinnuaðstöðu.
Það þarf mikla skipulagningu til
að vinna að framkvæmdum sem
þessum á fjölmennum viðkomustað
ferðafólks. Hartmann Kárason
fasteignastjóri segir að þetta hafi
tekist furðanlega. Reynt sé að
sprengja og vinna störf sem hávaði
stafar af á nóttunni.
Framkvæmdum við tvöföldun húsnæðis Bláa lónsins miðar vel áfram
Boðið upp á einkaklefa
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Veitingastaður í hrauninu Nýr veitingastaður er byggður inn í hraunið. Magnea Guðmundsdóttir og Hart-
mann Kárason standa hér við hraunvegg sem setja mun mikinn svip á staðinn.
Í HNOTSKURN
»Nýir búningsklefarverða teknir í gagnið
með vorinu.
»Nýr veitingastaður, rúm-góð verslun og aðstaða
starfsfólks.
HAFINN er undirbúningur átaks sem ætl-
að er að koma í veg fyrir ofsaakstur á Suð-
urnesjum og helst að útrýma bílslysum.
„Ég geng hér daglega um og ek auk þess
Reykjanesbrautina á hverjum degi. Ég hef
séð mörg slæm dæmi um ofsaakstur,“ segir
Hjálmar Árnason alþingismaður sem boð-
aði ýmsa aðila til fundar í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja til að ræða málin og undirbúa
aðgerðir. Hann segir að umræðan um hrað-
akstur og alvarleg slys á Suðurnesjum hafi
einnig ýtt við sér og hræðsla fólks við fleiri
slys. Til fundarins komu meðal annars bæj-
arstjórar á Suðurnesjum, fulltrúar trygg-
ingafélaga, lögreglunnar, sýslumanns, Um-
ferðarstofu og Vegagerðarinnar.
Hjálmar segir nauðsynlegt að koma á
samvinnu sem flestra til að breyta umferð-
armenningunni á svæðinu. Hópurinn mun
koma saman aftur til að ákveða hvernig
best sé að ná markmiðum um að koma í veg
fyrir ofsaakstur og fækka slysum.
Almenningur virkjaður
Ýmsar hugmyndir komu fram á fundin-
um, að sögn Hjálmars. Flestar miða að því
að virkja almenning. Nefnir hann að lög-
reglan sé að huga að því að koma upp sér-
stökum síma og netfangi þar sem almenn-
ingur geti tilkynnt um ofsaakstur. Ræddar
hafi verið hugmyndir hvernig hægt sé að ná
beint til ungmennanna sem þessa iðju
stunda. Hugmyndir hafi komið fram um að
foreldrum verði gert kleift að gera skriflega
samninga við börn sín um afnot af bílum og
jafnvel notka ökurita til að fylgjast með
aksturslagi. Tryggingafélögin hafi í báðum
tilvikum til athugunar að gefa fólki afslátt af
iðgjöldum.
Undirbúa átak
gegn hraðakstri
og bílslysum