Morgunblaðið - 07.10.2006, Síða 29
Morgunblaðið/RAX
Hundar Forðast ætti að gefa hundum sætuefnið
xynitol sem m.a. er í sykurlausu tyggigúmmíi.
BANDARÍSKIR dýralæknar hafa varað við því,
að því að greint var frá á fréttavef AP, að al-
gengt sætuefni, xynitol, geti valdið lifrarbilun í
hundum og jafnvel dregið þá til dauða. Xynitol
er m.a. í mörgum tegundum sykurlauss tyggi-
gúmmís, ýmsu sælgæti, kökum og tannkremi.
Rannsóknarmenn við eiturefnadeild Dýra-
verndarsamtaka Bandaríkjanna söfnuðu upp-
lýsingum um átta hunda sem þurftu lækn-
ismeðferð eftir að hafa étið vörur sem
innihéldu xynitol.
Hundarnir veiktust allir og fimm þeirra
drápust eða voru aflífaðir vegna lifrarbilunar,
hugsanlega af völdum xynitols.
„Fólk veit ekki að hundar geta drepist af
völdum sykurlauss tyggigúmmís. Ég vissi þetta
ekki fyrr en ég tók þátt í þessari rannsókn. En
fólk ætti að hafa þetta í huga,“ sagði Sharon
Gwaltney-Brant, annar höfunda greinar um
rannsóknina í tímariti samtaka bandarískra
dýralækna.
Gwaltney-Brant sagði að lítið magn af xyni-
tol gæti aukið innsúlínlosun frá briskirtli og
það gæti síðan leitt til blóðsykursskorts og
jafnvel valdið dauða.
„Ellefu kílógramma hundur sem étur gramm
af xynitol ætti að fá læknismeðferð,“ sagði
Gwaltney-Brant.
Vara hundaeigendur
við sætuefninu xynitol
Sýrukennd Sumarlínan hjá Emm-
anuel Ungaro-tískuhúsinu.
Stjörnustælar Viktor & Rolf feta
aldrei troðnar slóðir.
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 29
Danska neytendatímaritið Tænk
hefur látið rannsaka 16 samfellur
fyrir ungbörn frá hálfs árs aldri til
tveggja ára aldurs. Í ljós hefur
komið að sex af þeim innihalda efni
sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu
fólks. Fatnaður merktur Disney
kom verst út í prófuninni þar sem
samfella með þrykkimynd innihélt
efnið DEHP sem er talið slæmt af-
brigði Þalats.
Efnið sem um ræðir er bannað að
nota í leikfangaframleiðslu, en þó
einungis í leikföng sem börn geta
stungið upp í munninn og þar með
gildir bannið ekki fyrir fatnað og
ekki heldur fyrir leikföng fyrir
stóra krakka.
Fatnaðurinn var m.a. til sölu í hjá
ISO-verslanakeðjunni í Danmörku
en þar hefur hann verið tekinn úr
sölu.
Varasöm
efni í
smábarna-
fatnaði
EF STÆRÐIN Á ÍBÚÐINNI
ÞINNI KEMUR Í VEG FYRIR AÐ
ÞÚ GETIR BOÐIÐ GESTUM
HEIM
EKKI KENNA OKKUR UM
Hnota
Tilboð 89.000
Hæð 75 cm x lengd 183/263 x breidd 91,5
Ný gerð
Fáðu frían vörulista í verslun okkar
BoConcept®Íslandi
Faxafeni 8, 108 Reykjavík.
Sími 577 1170 - Faxnúmer 577 1172
www.boconcept.is
Hvar fást húsgögn sem sameina notagildi og frábæra hönnun?
Jú, hjá BoConcept® þar sem við leggjum metnað okkar í að ná fram því besta í öllum fram-
leiðsluvörum okkar - allt frá heildarhönnun til minnstu smáatriða.
Þú munt einnig sjá að verðið er jafn úthugsað og húsgögnin og aukahlutirnir.