Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
KJÖR eldri borgara verða að
vera kosningamál. Tillögur rík-
isstjórnarinnar í þessum mála-
flokki ganga því miður allt of
skammt. Stjórnarandstaðan hef-
ur hins vegar lagt fram þingmál
sem bætir stöðu eldri borgara
til mikilla muna. Í tillögum okk-
ar er m.a. komið á frítekjumarki
fyrir 75.000 kr. atvinnutekjur á
mánuði, tengsl lífeyrisgreiðslna
við atvinnu- og lífeyristekjur
maka eru afnumin, tekjutrygg-
ingin er hækkuð og dregið er úr
skerðingarhlutföllum.
Ég er hins vegar sannfærður
um að við þurfum að grípa til
enn frekari aðgerða til að bæta
stöðu eldri borgara. Þar á ég
m.a. við leiðir til að draga úr
skattbyrði eldri borgara. Það
má gera með því að skattleggja
lífeyristekjur sem fjármagns-
tekjur. Sú leið myndi hafa í för
með sér mikla skattalækkun fyr-
ir eldri borgara og um leið
nauðsynlega kjarabót.
Ég lagði fram fyrirspurn á Al-
þingi um kostnað við þessa hug-
mynd. Í svarinu kom fram að
væru greiðslur frá lífeyr-
issjóðum skattlagðar sem fjár-
magnstekjur í 10% skattþrepi í
stað 37% þrepi tekjuskatts yrði
tekjutap hins opinbera um 3.3
milljarðar króna. Það er ekki há
upphæð fyrir ríkissjóð sem er
nú að velta um 370 milljörðum
króna á ári.
Sé farin sú leið að hækka
skattleysismörk fyrir eldri borg-
ara eldri en 70 ára upp í 150.000
kr. á mánuði kostar það rík-
issjóð um 5 milljarða króna sam-
kvæmt fyrirspurn minni á Al-
þingi.
Það er ekki boðlegt að þriðji
hver eldri borgari þurfi að lifa á
110.000 krónum á mánuði eða
minna. Við skuldum eldri borg-
urum betri lífskjör.
Ágúst Ólafur Ágústsson
Lífeyrisgreiðslur beri
fjármagnstekjuskatt
Höfundur er varaformaður
Samfylkingarinnar.
Í SKIPULAGS- og bygging-
arlögum sem Alþingi samþykkti ár-
ið 1997 var að finna ýmis merk ný-
mæli. Með þeim var m.a. ábyrgð á
gerð skipulags að verulegu leyti
flutt til sveitarfélaga.
Allt Ísland var jafn-
framt gert skipulags-
skylt og ákveðið að í
reglugerð skyldi
ákvarða um menntun
og starfsreynslu
skipulagsfulltrúa og
annarra þeirra sem
falin væri gerð skipu-
lagsáætlana. Þar með
var þetta mál úr hönd-
um Alþingis.
Nú hefði mátt ætla
að höfundar skipulags-
reglugerðar, sem gefin
var út árið eftir, hefðu mikinn
metnað fyrir hönd þjóðar sinnar og
vildu stuðla að því að þeir sem
vinna skipulag og taka faglega
ábyrgð á notkun lands og mótun
byggðar á Íslandi hefðu sem mesta
menntun og starfsreynslu á þessu
sviði. Þessi mál skipta nefnilega
hvern einasta landsmann mjög
miklu. Minnstu kröfurnar hefðu til
dæmis getað verið þær lágmarks-
kröfur sem Evrópusamband skipu-
lagsfræðinga (ECTP) eða Skipu-
lagsfræðingafélag Íslands gera til
sinna félaga. Þessu var ekki að
heilsa. Þess í stað var Skipulags-
stofnun falið að útskrifa „rétt-
indamenn“ að geðþótta og veita
þeim starfsleyfi (sjá lista Skipulags-
stofnunar: http://www.skipulag.is).
Ég leyfi mér að efast um að þetta
hafi verið tilgangur Alþingis með
ofangreindum lögum enda á al-
menningur á Íslandi betra skilið. Á
nýbyggð mannvirki á Íslandi er lagt
svokallað skipulagsgjald til að
standa straum af skipulagsvinnu og
við eigum auðvitað heimtingu á því
að þetta opinbera fé sé notað til að
kosta vinnu hæfustu sérfræðinga á
þessu sviði.
Afleiðingar þessarar reglugerðar
hafa heldur ekki látið á sér standa.
Undanfarin ár hafa víða um land
verið uppi miklar illdeilur vegna
skipulags. Meira að segja Reykvík-
ingar hafa þurft að horfa upp á að
deiliskipulag á vegum borgarinnar
væri fellt úr gildi af úrskurð-
arnefnd skipulags- og bygging-
armála og byggingarleyfi aft-
urkallað. Þetta er þó höfuðborgin
okkar og ætti tvímælalaust að hafa
forystu í þekkingu á þessu sviði og
faglegri skipulagsvinnu.
Í nýju frumvarpi til skipulags-
laga (sjá frumvarps-
drög: http://www.um-
hverfisraduneyti.is)
sem ráðgert er að
leggja fram á Alþingi í
vetur tekur þó stein-
inn úr. Þar er m.a.
lagt til að fest verði í
lög að t.d. innanhúss-
arkitektar og raf-
tæknifræðingar geti
fengið full starfsrétt-
indi á þessu sviði án
formlegrar menntunar
í skipulagsfræðum.
Allir almennilegir
menn hljóta að spyrja að því hvort
höfundum þessa frumvarps sé
sjálfrátt enda væri okkur nær að
stórauka menntunar- og starf-
reynslukröfur skipulagsaðila sem
hafa afgerandi áhrif á daglegt um-
hverfi okkar, notkun og nýtingu
alls Íslands, verðmæti lands og
annarra fasteigna að ekki sé nú
minnst á umferðar- og samgöngu-
málin. Nóg er nú bullið í skipulags-
málunum samt. Eflaust eru ofan-
greindar starfsstéttir allra góðra
gjalda verðar, en sennilega ynnu
þær löndum sínum betur á sínum
sérsviðum. En menntun þessara
aðila og starfsreynsla ein og sér er
ekki nóg. Þeir þurfa líka að und-
irgangast viðlíka siðareglur og
ECTP og Skipulagsfræðingafélag
Íslands gera sínum félagsmönnum
að hlíta til þess að almenningur
geti betur treyst því að við skipu-
lag sé verið að vinna í hans þágu.
Þetta nýja frumvarp er líka fullt
af atriðum og hugtökum sem þyrfti
að skýra betur og skilgreina og
ekki væri verra að þar væri stuðst
við alþjóðleg hugtök. Í frumvarp-
inu er t.d. engin skilgreining á því
hvað skipulag sé eða sé ekki. Hvað
þýðir t.d. að forstjóri Skipulags-
stofnunar skuli hafa háskóla-
menntun „á sviði skipulagsmála (5.
gr.)?“ Er nóg að hann sé innan-
hússarkitekt? Venjulega er land
mælt í flatarmálseiningum, en hver
er munurinn á nettó- og brúttóflat-
armáli lands (2. gr.)? Hver er líka
enska þýðingin á skipulagsáætlun?
Skipulagsstofnun gerði sennilega
líka meira gagn með því að stunda
rannsóknir á þéttbýlishagfræði eða
áhrifum háhýsa en að reyna að
kenna „réttindamönnum“ grund-
vallaratriði skipulags. Reyndar væri
rétt að þýða frumvarpið í heild t.d.
á ensku til þess að aðrar þjóðir geti
brosað að því með okkur þótt þetta
sé annars ekkert aðhlátursefni.
Erlendis hefur skipulagsfræði
verið kennd við virtustu háskóla í
meira en eina öld og það er löngu
orðið tímabært að taka upp form-
lega kennslu í skipulagsfræðum við
einhvern af þeim ágætu háskólum
sem nú eru starfandi hér á landi.
Þetta gæti hugsanlega orðið til þess
að kenna íslenskum stjórn-
málamönnum á Alþingi og í sveit-
arstjórnum hvað nútíma skipulag er
eða gæti verið. Það gæti líka orðið
til þess að börnin okkar og barna-
börnin eignuðust einhvern tíma það
„draumaland“ sem hugur þeirra
stendur til.
Við landsmenn hljótum að spyrja
Alþingi hvort það vilji í alvöru
heilsa 21. öldinni með svona skipu-
lagslögum.
Skipulagslagafrumvarp
í skötulíki
Gestur Ólafsson skrifar
um skipulagslög »Ég leyfi mér að efastum að þetta hafi ver-
ið tilgangur Alþingis
með ofangreindum lög-
um enda á almenningur
á Íslandi betra skilið.
Gestur Ólafsson
Höfundur er arkitekt og skipulags-
fræðingur og fyrrverandi kennari í
skipulagsfræðum við Háskóla Ís-
lands.
SUNNUDAGINN 24. september
sl. skrifaði Morgunblaðið eftirfarandi
í leiðara: „Í þjóðfélagsumræðum hér
er farið mjög frjálslega
með staðreyndir. Þeir
sem það gera skaða
þær opnu umræður,
sem fram fara í sam-
félagi okkar. Það er
tímabært að gera
meiri kröfur og a.m.k.
draga fram í dagsljósið
þær vitleysur, sem á
borð eru bornar í al-
mennum umræðum“.
Ég sting niður
penna til að draga
fram og leiðrétta eina
vitleysu úr umræðunni
sem birtist í Morg-
unblaðinu. Þann 3.
september gat að lesa
aðsenda grein eftir
Gunnar Örlygsson al-
þingismann Sjálfstæð-
isflokksins. Þar hæðist
hann að stjórnarand-
stöðuflokkunum þrem
fyrir að gagnrýna með
réttmætum hætti að
skýrslu Gríms Björns-
sonar jarðeðlisfræð-
ings var haldið frá
sjónum þingheims þá
örlagaríku daga sem
ákvarðanataka þings-
ins stóð yfir hvort ráð-
ast bæri í að reisa
Kárahnjúkavirkjun eða ekki. Í beinu
framhaldi af háðsglósum um stjórn-
arandstöðuna skrifaði þingmaðurinn
þetta: „Formaður Frjálslynda flokks-
ins, Guðjón Arnar Kristjánsson, hef-
ur alltaf verið einarður virkjunarsinni
og greiddi atkvæði með frumvarpi
Valgerðar.“
Þetta er alrangt. Árið 2002 sátu
tveir þingmenn á Alþingi fyrir Frjáls-
lynda flokkinn. Sverrir Hermannson
greiddi atkvæði gegn virkjuninni.
Guðjón Arnar sat hjá við atkvæða-
greiðsluna. Báðir gerðu grein fyrir
afstöðu sinni í ræðum og við atkvæða-
greiðslu. Það er hægur vandi að nálg-
ast bæði umræður og niðurstöður at-
kvæðagreiðslunnar á vef
Alþingis. Ég fjallaði svo
um atkvæðagreiðsluna á
heimasíðu minni
(www.magnusthor.is)
þann 28. september. Þar
má finna hlekki á allan
feril málsins á þingi og
atkvæðaskýringar ein-
stakra þingmanna.
Það er óskiljanlegt að
þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins skuli halda
fram svona rang-
færslum. Þjálfaðir þing-
menn sem sinna
vinnunni sinni geta
vandalaust og á örskots-
stundu leitað réttra upp-
lýsinga um ferla og nið-
urstöður þingmála á vef
Alþingis. Enn má undr-
ast það hvers vegna
þessi tiltekni þingmaður
Sjálfstæðisflokksins sér
ástæðu til að fara svo
rangt með staðreyndir
um þingstörf formanns
Frjálslynda flokksins?
Heiðursmaðurinn Guð-
jón Arnar lagði á sínum
tíma mikið á sig til að
greiða götu Gunnars og
rétta honum hjálp-
arhönd við að ná kjöri til
Alþingis. Hélt síðan hlífiskildi yfir
Gunnari þegar að honum var sótt.
Þjóðin veit hvernig þetta var launað.
Heiðarleiki og sannleiksást hafa
kannski aldrei verið sterkustu hliðar
Gunnars Arnar Örlygssonar þing-
manns Sjálfstæðisflokksins.
Vitleysa dregin fram
Magnús Þór Hafsteinsson
svarar grein Gunnars Arnar
Örlygssonar
Magnús Þór
Hafsteinsson
» Þjálfaðirþingmenn
sem sinna
vinnunni sinni
geta vandalaust
og á örskots-
stundu leitað
réttra upplýs-
inga um ferla og
niðurstöður
þingmála á vef
Alþingis.
Höfundur er alþingismaður og
varaformaður Frjálslynda flokksins.
AÐVENTISTAR og fleiri trúar-
hópar, túlka biblíuna svo, að
skammt sé í lífslok mannkynns á
jörðu. Kristnin ber í sér fjölmenn-
ustu trúarbrögð
heims og frá henni
kvíslast stórir og smá-
ir hópar, sem túlka
biblíuna á jafn marga
vegu. Biblían segir að
Jesú muni koma og
boða endalokin, sem
verði vegna illsku
mannsinns. Er hugs-
anlegt, að við ritun
helgidómsins, hafi
einhver séð sjálfan sig
í setningum sem aug-
sýnilega vantar og
þurrkað þær út. Það
er að segja, heimsku mannsins,
græðgi, eigingirni og skammsýni.
Síðastliðin ár sanna, að síðari hlut-
inn fellur vel að því fyrrnefnda.
Áður en eyðing ósonlagsins hófst,
báru vor og sumar í sér heita sól-
ardaga, en vetur kalda og dimma
og jöklarnir héldu reisn sinni. Nú
snarminnka þeir og jafnræði kemst
á árstíðirnar með auknum hita. En
ekki lengi. Golfstraumurinn, fjör-
egg Íslands, breytist og landið
verður óbyggilegt innan hundrað
ára vegna kulda. Það er vís-
indanleg staðreynd, ef fram heldur
sem horfir og því ólíklegt að guð-
dómurinn leggi drög að endalokum
lífs á jörðu. Það er trúlegra að
hann leyfi manninum að ljúka
verkinu. Hann er hvort sem er
langt komin með það, enda leggur
hann sig allan fram.
Fulltrúar Framsóknarflokksins,
halda sig þó enn við sjónarmið út-
lendra hagsmuna, sem fullyrða að
því meira sem við virkjum, því vist-
vænni verði veröldin. Er þetta ekki
dæmigerð heimska, í ljósi þess að
95 % orkunnar fer í eiturspúandi
stóriðjuskrímsli? Eða
er fylgislitla flokkn-
um, ekkert heilagt
þegar baráttan um
völdin er ann-
arsvegar? Kára-
hnjúkavirkjun, er
skelfilegasta og vit-
lausasta framkvæmd
Íslandssögunnar. Hún
stórskaðar umhverfi
sitt, auk þess sem ork-
an er notuð til að reka
eiturspúandi stóriðju
sem mengar himinn,
haf og land.
Maðurinn, sem opnaði landið
fyrir löndum sínum, hefur gefist
upp við að bera saman kosti og
galla virkjunarinnar, því kostirnir
eru vart sýnilegir, en gallarnir yf-
irþyrmandi. Það rangláta og
heimskulega gagnvart þjóðinni er,
að hann skuli, vegna hugsjónar
sinnar og baráttu fyrir velferð
hennar, þurfa að flæmast úr starf-
inu sem hann kann allra manna
best og skilar henni mestu. Öll
þjóðin veit, að hann hefur verið of-
sóttur fyrir að vera langt á undan
samtíð sinni í umhverfisvernd. Ég
lít á ofsóknarhópana sem myrkra-
öfl, enda þola þeir ekki ljósið og
reyna að færa tillögur hans undir
lið spaugarans Ómars. Fjölhæfni
föðurlandsvinarins, flækist þannig
fyrir myrkraöflunum, sem reyna
að eyðilegga þá sem ógna þeim og
þau ekki skilja. Mafía, er heiti á
öflum, sem ógna og láta finna fyrir
sér, án þess að sjást. Kannski hef-
ur leyndardómurinn sakleysislega
talsmenn á skjám landsmanna. Allt
gengur þetta fyrir sig, ásamt
hrikalegu misrétti í þjóðfélaginu.
Þar um er við þingheim að sakast.
Aldraðir hafa loks gert sér grein
fyrir því, að flestir þingmenn
hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig
og því alls ekki treystandi. Nú
keppast þingmenn hver um annan
þveran, við að endurvekja áratuga
gömlu loforðatuggurnar, sem svo
lengi hafa virkað. Fjórðungur
þjóðarinnar styður að aldraðir fari
að treysta meira á sjálfa sig en eig-
ingjarna framagosa. Flest unga
þingfólkið, hefur ekki hugmynd um
hvað almenn vinna er. Veit ekkert
um erfiði umönnunarfólks og
smánarlaun þess og enn síður um
kjör aldraðra og fatlaðra. Gamla
gengið í þinginu er lítið betra og
gengur að sínu af gömlum vana og
kemst upp með það. Tilgangurinn
er að sýnast og hafa það gott.
Nú er lag að stofna flokk sem
aldraðir og Ómar Ragnarsson
standi fyrir og gerður verði fyrir
fólkið og landið. Þar sem helst öll
þjóðin hafi hag af að vera í. Ekki
bara ríkir og velstæðir, því um-
fram allt er, að sameiginlegir hags-
munir viðhaldi þjóðareiningu. Lát-
um Hálsalón ekki verða að
veruleika. Sýnum Kárahnjúka-
virkjun ónýtta, sem sigur skyn-
seminnar yfir heimsku, græðgi og
skammsýni.
Þjóðhetjan Ómar og
flokkur aldraðra
Albert Jensen fjallar um nátt-
úruvernd og málefni aldraðra
»Nú er lag að stofnaflokk sem aldraðir
og Ómar Ragnarsson
standi fyrir og gerður
verði fyrir fólkið og
landið.
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.