Morgunblaðið - 07.10.2006, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Haustmessa
í Krýsuvíkurkirkju
MESSAÐ verður í Krýsuvíkurkirkju
sunnudaginn 8. október kl 14.00. Sr.
Kjartan Jónsson prédikar en sr.
Gunnþór Þ. Ingason þjónar fyrir alt-
ari. Sveinn Sveinsson leikur á þver-
flautu og Stefán Ómar Jakobsson á
harmonikku. Sætaferð verður frá
Hafnarfjarðarkirkju kl. 13:00.
Eftir messu verður boðið upp á
messukaffi í Sveinshúsi. Þar stend-
ur yfir ný sýning á verkum Sveins
Björnssonar sem nefnist: „Siglingin
mín“.
Hafa trúarbrögðin
komið óorði á Guð?
GUÐSÞJÓNUSTA sunnudagsins kl.
14.00 verður helguð spurningunni
um það hvort skipulögð og stofn-
unarvædd trúarbrögð hafi ekki
komið óorði á Guð. Trú manna á
æðri mátt hefur í gegnum aldirnar
átt stóran þátt í því að móta sjálfs-
mynd og sjálfsvitund bæði ein-
staklinga sem og heilu menningar-
samfélaganna. Æði oft hefur trú
manna verið notuð til að aðgreina,
skapa fjarlægðir, fordóma og ótta á
milli samfélaga. Hvað veldur? Getur
verið að hinir sjálfsréttlátu og rétt-
trúuðu hafi alið um of á ótta og for-
dómum í stað þess að byggja brýr
gagnkvæms skilnings, umburð-
arlyndis og kærleika í Guðs fjöl-
breytilegu sköpun?
Minnum einnig á bænastundir í
safnaðarheimilinu á þriðjudögum
kl. 11:30 og kyrrðarstundir með alt-
arisgöngu í kirkjunni á fimmtudög-
um kl. 12:00–12:30.
Helgihald í Seljakirkju
8. október
SUNNUDAGASKÓLINN verður á
sínum stað kl. 11.00. Mikill söngur,
biblíusagan og ný mynd í möppuna.
Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Sr.
Bolli Pétur Bollason prédikar.
Kirkjukórinn leiðir sönginn undir
stjórn tónlistarstjóra kirkjunnar
Jóns Bjarnasonar. Sjá nánar um
starf kirkjunnar á seljakirkja.is
Námskeið um bænina
í Breiðholtskirkju
ÞRIÐJUDAGINN 10. október hefst í
Breiðholtskirkju í Mjódd fræðslu-
námskeið um bænina þar sem m.a.
verður fjallað um notkun bæna-
bandsins.
Námskeiðið verður í umsjá presta
kirkjunnar og verða samverurnar
alls fjórar, þriðjudagana 10., 17., 24.
og 31. október kl. 20:00–22:00.
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðið má fá í kirkjunni í síma
587 1500 og þar er einnig tekið við
skráningum. Einnig getur fólk
skráð sig við upphaf samverunnar á
þriðjudaginn.
Kaffisala í
Kristniboðssalnum
ÁRLEG kaffisala Kristniboðsfélags
karla í Reykjavík verður í Kristni-
boðssalnum, Háaleitisbraut 58–60,
norðurenda og 3. hæð, sunnudaginn
8. október kl. 14–17. Karlarnir í fé-
laginu hafa lengi haft þann sið að
bjóða hverjum sem vill að kaupa
kaffi hjá sér og renna því –tesop-
anum eða gosdrykknum – niður
með gómsætum kökum og brauði
og styðja um leið málefnið. Allur
ágóði af kaffisölunni rennur til
starfs Kristniboðssambandsins í
Eþíópíu, Kenýu og Asíu. Þrír
starfsmenn eru að verki í Kenýu,
fjórir í Eþíópíu og tveir í Suð-
austur-Asíu.
Kvöldmessa í
Laugarneskirkju
NÚ er komið að kvöldmessu októ-
bermánaðar. Þær eru ólíkar öðru
þessar messur, þar rennur saman
tónlist, tilbeiðsla og samtal um rétt-
læti og trú með þeim hætti að
margar raddir heyrast. Við erum
samferðamenn í óvissu lífsins og
höfum öll margt að læra hvert af
öðru. Kór Laugarneskirkju leiðir
gospelsönginn ásamt djasskvartetti
Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni
Karlsson prédikar en sr. Hildur Eir
þjónar við altarisgönguna ásamt
Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálp-
ara en hópur unglinga mun flytja
frumsamdar bænir. Messukaffi
Gunnhildar Einarsdóttur kirkju-
varðar bíður svo allra að messu lok-
inni. Hafið hugfast að djasskvartett
Gunnars Gunnarssonar leikur síð-
asta hálftímann á undan messu, svo
gott er að koma tímanlega í góð
sæti og njóta alls frá byrjun.
Trúfræðsla
Laugarneskirkju
NÚ verður fram haldið þeirri dag-
skrá í trúfræðslu Laugarneskirkju,
sem riðlaðist vegna umræðu um
virkjanamál. Sr. Bjarni Karlsson
sóknarprestur mun halda áfram að
svara með skipulögðum hætti
spurningunni „Hvers vegna lækkar
trúin kvíða?“Trúfræðslan fer fram
í safnaðarheimili Laugarneskirkju
hvert þriðjudagskvöld kl. 20:30 og
er öllum frjálst að koma og fara að
vild. Hálftíma áður, kl. 20:00, er
kvöldsöngur í kirkjunni sem jafnan
er fjölsóttur, þar sem tónlist-
armennirnir Þorvaldur Hall-
dórsson og Gunnar Gunnarsson
leiða gospelsönginn. Er kjörið að
koma fyrst til kirkjunnar og ganga
svo yfir í safnaðarheimilið í trú-
fræðslutímann.
Klassísk messa
í Bústaðakirkju
LUX Aeterna, sem er áhugahópur
um klassíska messu og iðkun greg-
orssöngs, stendur fyrir messu með
gregorslagi 2. sunnudag hvers
mánaðar kl. 20 í Bústaðakirkju.
Hópurinn kallar til helgiþjónustu
ýmsa presta. Kynning og æfingar á
messunum verða hálfri klukku-
stund fyrir messuna sjálfa eða kl.
19:30 í Bústaðakirkju.
Næsta messa verður sunnudag-
inn 8. október kl. 20, prestur er sr.
Birgir Ásgeirsson. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Klassísk messa og greg-
orssöngur er dýrmætur arfur kirkj-
unnar og kjarnmikið andlegt fóður.
Það er von þeirra sem að þessari
messuröð standa að með henni
skapist vettvangur fyrir þau sem
gleði hafa af því að iðka klassíska
tilbeiðsluhætti, hins elsta söngs
kirkjunnar, sem tjáningarform trú-
arinnar.
Kirkja, trú og
samkynhneigð
ÞRIÐJUDAGINN 10. október kl.
18.00 hefst í Leikmannaskóla þjóð-
kirkjunnar námskeið þar sem
fjallað verður ítarlega um kirkju,
trú og samkynhneigð. Kennarar á
námskeiðinu eru þau dr. Kristinn
Ólason, dr. Arnfríður Guðmunds-
dóttir, sr. Kristján Valur Ingólfsson
og Grétar Einarsson. Fjallað verð-
ur um hvernig við túlkum Biblíuna
þegar kemur að málum sem þess-
um og farið verður yfir drög að
áliti kenningarnefndar þjóðkirkj-
unnar og guðfræðilegan bakgrunn
þess. Kynntar verðar tillögur að
ritúali til notkunar við blessun á
staðfestri samvist. Einnig verður
fjallað um trú, kirkju og samkyn-
hneigð út frá sjónarhorni samkyn-
hneigðra, reynslu og veruleika.
Kennt er í Grensáskirkju, 4
þriðjudaga 10.–31. október, 2 tíma í
senn. Skráning fer fram í síma
535 1500 eða á vef Leikmannaskól-
ans, www.kirkjan.is/leik-
mannaskoli .
Haustlitaferð
Neskirkju
ELDRI borgarar fara í ferð í Hval-
fjörð og á Akranes miðvikudaginn
11.
október. Ferðin hefst kl. 13. Á
Saurbæ mun sr. Kristinn Jens Sig-
urþórsson taka á móti hópnum í
Hallgrímskirkju og segja frá stað
og kirkju. Þaðan verður haldið til
Akraness þar sem safnasvæðið
verður skoðað. Sr. Eðvarð Ingólfs-
son rithöfundur mun ræða við
ferðalanga.
Fararstjórar eru Úrsúla Árna-
dóttir og Sigurður Árni Þórðarson.
Skráning í Neskirkju.
Sálmaæfing
í Neskirkju
MARGA langar til að syngja með í
messunum, en eru ekki alveg viss
um lag, eigin rödd og hvort þau eigi
að þora. Nú er tækifæri til að und-
irbúa sönginn. Steingrímur Þór-
hallsson, organisti Neskirkju við
Hagatorg, efnir til söng- og sálma-
kennslu, á undan sunnudagsmess-
unum.
Sálmakennslan hefst kl. 10.40 og
er öllum opin. Svo hefst messan kl.
11 og söfnuðurinn syngur. Allar
raddir velkomnar.
Krúttakór og barna-
leikrit í Langholts-
kirkju
BÖRN og fullorðnir eiga saman
stund í Langholtskirkju á sunnu-
daginn kl. 11, þar sem að krútta-
kórinn syngur, en í honum eru börn
4–7 ára, og sýnt verður leikritið
Týndi vinurinn. Allir eru velkomn-
ir.
Kvikmyndasýning
í Landakoti
„Inside the Vatican“ – „Í páfa-
garði“ (III. hluti)
Páfagarður er ein elsta stofnun í
heiminum og miðstöð kirkjunnar
fyrir u.þ.b. 1 milljarð kaþólskra.
Tveggja þúsalda gömul saga hans
hefur verið mjög viðburðarík.
Sir Peter Ustinov, áhugamaður
mikill á list og sögu, leiðir okkur á
bæði fróðlegan og skemmtilegan
hátt í stórkostlega ferð í gegnum
sögu páfagarðsins og kirkjunnar.
Hann mætir mörgum af þeim
áhrifaríku sögulegu mönnum (sem
eru settir á svið af leikurum), eins
og í III. hluta Marteini Lúther eða
Galíleo Galílei.
Að sýningunni lokinni gefst svig-
rúm fyrir spurningar og at-
hugasemdir.
Sýning þriðja hluta myndarinnar
hefst mánudaginn 9. október 2006
kl. 20.00 í safnaðarheimili kaþ-
ólskra á Hávallagötu 16.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
áhugasamir velkomnir.
Hvað er kærleiksþjón-
usta? Hvaðer djákni?
Nk. sunnudag, 8. október, verður
„Kærleiksþjónusta og hjálparstarf“
til umfjöllunar á Fræðslumorgni í
Hallgrímskirkju , en sú er áherslan
í starfi þjóðkirkjunnar starfsárið
2006–2007. Ragnheiður Sverr-
isdóttir, djákni og verkefnisstjóri
kærleiksþjónustusviðs á Bisk-
upsstofu, fjallar um efnið á lifandi
og skemmtilegan hátt ásamt Magn-
eu Sverrisdóttur, djákna Hall-
grímssóknar, sem veitir innsýn í
það mikilvæga starf sem unnið er
undir merkjum kærleiksþjónustu í
Hallgrímssókn. Fræðslumorgunn
hefst kl. 10 í suðursal Hallgríms-
kirkju og stendur fram undir kl. 11
þegar messa og barnastarf kalla
söfnuðinn til kirkju. Allir eru hjart-
anlega velkomnir og heitt á könn-
unni.
Sorg og sorgarvið-
brögð í Árbæjarkirkju
ÞRIÐJUDAGINN 17. október
kl.18.00–19.30 og næstu þrjá
þriðjudaga á eftir á sama tíma
bjóða prestar kirkjunnar sr. Þór
Hauksson og sr. Sigrún Ósk-
arsdóttir upp á samveru og samtal
um sorg og sorgarviðbrögð. Farið
verður í helstu þætti sorgar og
margvíslegra viðbragða við áföll-
um. Þátttakendur tjá sig um
reynslu sína og á hvern hátt þeir
hafa glímt við áfall og sorg. Eftir að
námskeiðinu lýkur þriðjudaginn 7.
nóvember verða tvær samverur eft-
ir áramótin. Áhugasamir vinsam-
legast skrái sig í síma 587-2405 á
milli kl.9.00 og 12.00 virka daga.
Fjölskylduguðsþjón-
usta Árbæjarkirkju
EINS og hefð er fyrir í Árbæj-
arkirkju annan sunnudag hvers
mánaðar er boðið upp á fjölskyldu-
guðsþjónustu. Stundin hefst
kl.11.00 og á eftir er boðið upp á
hressingu í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Í fjölskylduguðsþjónustum í
Árbæjarkirkju er boðið upp á líf-
lega fræðslu og skemmtun. Rebbi
refur og örugglega fleiri góðir
gestir líta inn til að læra af þeim
fjölmörgu börnum, feðrum, mæðr-
um, öfum og ömmum sem sækja
þessar stundir.
Kirkjudagurinn í
Óháða söfnuðinum
Á sunnudaginn kemur 8, október
kl. 14;00 verður Kirkjudagurinn
haldinn hátíðlegur í Óháða söfn-
uðinum. Að vanda er fjölskyldan
boðin velkomin í þessa fjölskyldu-
guðsþjónustu, sem og allir aðrir
líka. Að lokinni guðsþjónustunni
verður kaffisala kvenfélagsins, þar
sem heilu fermetrarnir af margs
konar góðgerðum bíða þess að
verða bitnir. Rennur ágóðinn af
kaffisölunni til safnaðarstarfsins.
Allir eru hjartanlega velkomnir í
þessa fjölskylduguðsþjónustu.
Haustfundur Safn-
aðarfélags Grafarvogs-
kirkju
SAFNAÐARFÉlAG Grafarvogs-
kirkju heldur haustfund sinn í safn-
aðarsal kirkjunnar mánudaginn 9.
október kl. 20.
Ingrid Kuhlman, ráðgjafi og
framkvæmdastjóri Þekkingarmiðl-
unar ehf., flytur fyrirlestur um
Tímastjórnun í starfi og einkalífi
Í fyrirlestri sínum kemur Ingrid
inn á mikilvægi þess að skapa tíma
fyrir mikilvægustu verkefnin með
góðri forgangsröðun og skipulagn-
ingu og takast á við truflanir af
ýmsum toga.
Tekin eru fyrir atriði eins og al-
gengir tímaþjófar, frestun, að segja
nei og jákvætt hugarfar.
Kaffiveitingar og fyrirspurnir.
Mætum vel og tökum með okkur
gesti.
Stjórnin.
Messuheimsókn í
Seltjarnarneskirkju
KIRKJUKÓR Möðruvallaklaust-
ursprestakalls heimsækir Seltjarn-
arneskirkju sunnudaginn 8. októ-
ber. Kórinn mun syngja við messu
sem verður í kirkjunni kl. 11:00 f.h.
Kórinn syngur undir stjórn org-
anistans á Möðruvöllum, Helgu
Bryndísar Magnúsdóttur. Í mess-
unni syngja systkinin Ingunn Ara-
dóttir og Erlingur Arason einsöng.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir,
sóknarprestur á Möðruvöllum, pre-
dikar, en hún var sóknarprestur á
Seltjarnarnesi í 14 ár. Sr. Sigurður
Grétar Helgason, núverandi sókn-
arprestur á Seltjarnarnesi, þjónar
fyrir altari. Eftir messuna verður
boðið upp á veitingar í safn-
aðarheimilinu, en þar mun kórinn
syngja nokkur létt og skemmtileg
lög undir stjórn Helgu Bryndísar.
Verið velkomin.
Seltjarnarneskirkja.
Vinnuskúr óskast. Óska eftir
vinnuskúr fyrir lítið, má þarfnast
lagfæringa. Hafðu samband í
síma 897 1368.
Heimilistæki
Til sölu þvottavél, General El-
ectric, sem ný. Sparneytin. Verð
kr. 30.000. Upplýsingar í síma 869
8916.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu verslunar-/iðnaðarhús-
næði 141 fm til leigu á Smiðju-
vegi 4. Snyrtilegt umhverfi og
næg bílastæði. Laust fljótlega.
Uppl. í síma 698 9030.
Til leigu í Skeifunni 200 fm í
Faxafeni 12. Upplýs. 899 7059.Geymslur
Vetrargeymsla
Geymum fellihýsi, tjaldvagna o.fl.
í upphituðu rými. Nú fer hver að
verða síðastur að panta pláss fyr-
ir veturinn. Sanngjarnt verð.
Upplýsingar í síma 899 7012
Sólhús
Geymum
hjólhýsi, fjallabíla og fleira.
Húsnæðið er loftræst, upphitað
og vaktað.
Stafnhús ehf.,
sími 862 1936.
Tjald- og húsvagnageymsla.
Geymsluhúsnæði fyrir tjaldvagna
og fellihýsi. Upplýsingar í símum
893 6354 og 898 8838 eða fyrir-
spurn á melarkjal@simnet.is.
Fyrirtæki
Hjólbarðar
Matador vörubílahjólbarðar
385/65 R 22.5 kr. 49.900
295/80 R 22.5 kr. 36.900
12 R 22.5 kr. 29.900
1100 R 20 kr. 33.900
Kaldasel ehf.,
Dalvegur 16b, Kópavogur,
s. 544 4333.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2006, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Vélstjórar, vélvirkjar og raf-
virkjar! Til sölu er viðgerðarfyrir-
tæki í fullum rekstri með húsnæði
undir reksturinn og einstaklings-
íbúð. Selst allt í einum pakka sem
ehf. Upplýsingar í síma 895 3211.
Bókhald
Bókhald fyrir þig. Ég er að leita
að bókhaldsverkefnum/-hluta-
störfum. Ég tek 1.600 kr. + vsk á
tímann. Tómas, dími 659 5031.
Hjólhýsi
Knaus 400T Sudwind hjólhýsi til
sölu. Árg. '02, lítið notað, mjög vel
með farið. Uppl. í síma 822 4971.
Húsbílar
Mercedes Benz árg. 1983. Ek.
218 þús. km. Benz 307D. Vaskur,
helluborð og svefnpláss fyrir 3-4.
Ný topplúga, rafgeymir o.fl.
Skoðaður '06. Verð 560 þús. Nán-
ari uppl. í s. 661 0222, Ármann.
Varahlutir
JEPPAPARTAR EHF.,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Patrol '91-05, Terr-
ano II '96-'03, Subaru Legacy '90-
'00, Impreza '97-04, Kia Sportage
'03 og fleiri japanskir jeppar.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Byggingavörur