Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 50
Ein athyglisverðasta kvikmyndin sem nú er sýnd á Aljóðlegu kvikmyndahátíðinni íReykjavík kallast Electroma og er eftir þá Thomas Bangalter og Guy-Manuel De Ho-mem-Christo en þá þekkja eflaust fleiri sem danstónlistardúettinn Daft Punk. Sveitinvar stofnuð árið 1992 en sló fyrst í gegn á heimsvísu árið 2001 þegar önnur plata sveit-
arinnar Discovery kom út. Var þeirri plötu lýst sem ferskum andblæ inn í annars staðnaða
danstónlistarsenu og ekki skemmdu tónlistarmyndbönd sveitarinnar sem snillingar á borð við
Michel Gondry og Spike Jonze leikstýrðu en þau þóttu í senn nýstárleg, aðgengileg og ótrú-
lega töff.
Erum ekki að keppa við neinn
Þeir Thomas og Guy-Manuel eru staddir hér á landi í tilefni af sýningu myndarinnar en þá
mun sá fyrrnefndi þeyta skífum á NASA í kvöld og það gerir hann eftir tíu ára hlé frá skífuþeyt-
ing- um – hvorki meira né minna.
Electroma er ekki síður listaverk en kvikmynd og Thomas segir að þeir hafi ráðist í gerð hennar vegna
þess að þá langaði til að gera tilraun með kvikmyndaformið og þá í listrænu samhengi við elektróníska tónlist.
En tónlistin í Electroma er ekki eftir þá Daft Punk-félaga.
Af hverju ekki?
„Ég held að það sé út af því að við vildum einbeita okkur að hinum sjónræna þætti eingöngu. Við höfum unnið
að tónlist til fjölda ára og þurfum ekki að sanna neitt fyrir sjálfum okkur lengur. Okkur fannst það auðveldara að
láta aðra um að skapa hljóðheiminn því þá fengjum við meira frelsi til að leika okkur með allt hitt sem þurfti að
gera.“
Endurtökum okkur ekki
Thomas er spurður hvort þeir félagar séu hræddir um að mistakast á kvikmyndasviðinu, bæði með tilliti til
góðs árangurs í tónlistinni og svo í ljósi þess að þeir hafi í tónlistarmyndböndum sínum notið liðsinnis snillinga á
borð við Michel Gondry og Spike Jonze.
„Nei, ég get ekki sagt það,“ svarar Thomas og hlær. „Hvað Michel og Spike varðar þá hvöttu þeir okkur
báðir til að reyna fyrir okkur í kvikmyndum. En við erum ekki í þessu til að keppa við einhvern eða ná frama
á þessu sviði. Það eina sem vakir fyrir okkur er að deila listrænni sýn okkar með kvikmynda-
áhugamönnum. Við gerðum þessa mynd af auðmýkt og hógværð og þannig
á líka að upplifa hana.“
Búist þið við að halda áfram á þessari braut og gera fleiri myndir?
„Við erum mjög spenntir fyrir því að vinna með þennan miðil aftur
en hvort við gerum aðra mynd eins og þessa veit ég ekki. Við lifum
eftir þeirri heimspeki að endurtaka okkur ekki. Hins vegar höfum
við mikinn áhuga, eins
og ég sagði, á þessum
miðli og það eru allar
líkur á því að við munum taka
þátt í einhvers konar kvikmyndaframleiðslu aftur.“
Einhvern veginn svona
lítur raftónlist út
|laugardagur|7. 10. 2006| mbl.is
Staðurstund
Árni Matthíasson segir frá leit
sinni að geislaplötum með pí-
anóleikaranum Angelu Hewitt í
íslenskum verslunum. » 52
af listum
Jónas Sen upplifði bæði
skemmtun og leiðindi á Sinfón-
íutónleikum síðastliðið fimmtu-
dagskvöld. » 53
gagnrýni
Evanescence er gotarokksband
sem notið hefur mikillar hylli,
en önnur plata sveitarinnar, The
Open Door, er nýkomin út. » 52
tónlist
Danska rokkbandið Gasolin er
viðfangsefni samnefndrar
heimildarmyndar á RIFF, sem
hlýtur fjórar stjörnur. » 54
kvikmynd
„Af Miðnesheiði horfinn er her,
en draslið blífur“ – og botnaðu
nú! Orð skulu standa er á dag-
skrá Rásar 1 í dag. » 55
íslenska
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
JAKOB S. Jónsson, leikhúsmaður í
Jönköbing í Svíþjóð, hyggst láta
skrá nafn sitt í heimsmetabók Guin-
ness í dag en þá hefur hann lestur á
Njálssögu frá upphafi til enda á
Borgarbókasafninu þar í borg.
Upplesturinn er liður í dagskránni
Menningardagur, -nótt, og segir
Jakob að markmiðið sé að vekja at-
hygli á því að upplestur góðra bók-
mennta sé hin besta skemmtun, en
jafnfram að láta skrá þennan at-
burð á spjöld Heimsmetabókar Gu-
inness, „enda mun þetta vera í
fyrsta sinn sem einstaklingur les
heilt bókmenntaverk frá upphafi til
enda í einni lotu,“ segir hann.
Jakob verður þó ekki einn við
upplesturinn því hann hefur alls tíu
manna hóp sænskumælandi aðstoð-
armanna sem sjá um að allt fari
fram eins og áætlað er.
Jakob hefur verið búsettur í Sví-
þjóð um nokkurra ára skeið og
starfar þar að leikhús- og menning-
artengdum verkefnum. „Það má
búast við því að það verði nokkur
þrekraun að lesa alla Njálu í einum
upplestri. Þetta er reyndar ekki í
fyrsta skipti sem ég geri þetta því
fyrir tveimur árum las ég hana alla
og tók það á fjórtándu klukkustund
að ljúka upplestrinum. En þá náð-
um við ekki að setja okkur í sam-
band við skrásetjara hjá Heims-
metabók Guinness. Það er nú lítið
gaman að þessu nema þetta sé
skráð og maður fái skjal upp á það.
Það kitlar auðvitað líka met-
orðagirndina að vera heimsmets-
hafi á einhverju sviði,“ segir Jakob.
Hann segir að öðrum þræði sé til-
gangurinn vissulega sá að fá við-
urkennt heimsmet í upplestri. „En
svo er ég líka að þessu í þeim til-
gangi að vekja athygli á upplestri
sem listformi og sem ákjósanlegri
leið til þess að takast á við bók-
menntir og sagnahefð, bæði sem
flytjandi og hlustandi. Við sjáum
það ekki síst á öllum þeim hljóð-
bókum sem gefnar eru út að þetta
er vinsælt list- og afþreyingarform
og svo er auðvitað ennþá meira
gaman ef flutningurinn er lifandi,“
segir Jakob.
Jakob les Njálu á sænsku í þýð-
ingu Ingegerd Fries, sem gerð var
á sjöunda áratug síðustu aldar. Jak-
ob segir að þýðingin sé afar nú-
tímaleg, læsileg og þægileg til upp-
lestrar. Njála er til í að minnsta
kosti þremur sænskum þýðingum
en stendur þó langt að baki þýð-
ingum á Völuspá, sem er til í fjórtán
útgáfum.
Les upp Njálu í einni lotu
Miðasala á dansveisluna á NASA í kvöld fer fram á midi.is
og Thorvaldsen Bar.
Gunnar Hámundarson og félagar Myndin er úr Brennu-Njálssögu eftir
Björn Brynjúlf Björnsson sem gerður var árið 2003.