Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 56

Morgunblaðið - 07.10.2006, Page 56
56 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ELLEN, ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FLYTJA SAMAND OKKAR UPP Á NÆSTA STIG HVAÐ? EN ÞAÐ ER EKKI ANNAÐ STIG, ÞAÐ ER ANNAÐ LAND! JÓN ER EKKI EINS HEIMSKUR OG HANN LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA BEETHOVEN FÓR ALLTAF Í LANGAR GÖNGU- FERÐIR UM SVEITINA HANN HLAUT INNBLÁSTUR ÚR ÖLLUM FALLEGU HLJÓÐUNUM SEM HANN HEYRÐI Í SVEITINNI KOMDU MEÐ BOLTANN MINN! AUMINGI! HANN HAFÐI ÞAÐ GOTT! Í BÓKINNI STENDUR AÐ TÍGRISDÝR SÉU LEYNDARDÓMSFULL DÝR SATT, MJÖG SATT HVERNIG ÞÁ? ÞÚ MUNDIR EKKI TRÚA ÖLLUM ÞEIM LEYNDAR- MÁLUM SEM ÉG BÝ YFIR SEGÐU MÉR ÞAU HOBBES EN ÞÁ VÆRU ÞAU EKKI LEYNDARMÁL SEGÐU MÉR! ÉG LOFA AÐ KJAFTA EKKI FRÁ! GERÐU ÞAÐ! GERÐU ÞAÐ! ÖLL ÞESSI LEYNDARDÓMS- FULLU LEYNDARMÁL. ÉG HELD EKKI ÉG FÓR TIL LÆKNISINS Í DAG... HANN SAGÐI MÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ TAKA HLÉ Á DRYKKJUNNI... ÞANNIG AÐ ÉG TÓK MÉR HLÉ ÞANGAÐ TIL EFTIR HÁDEGI EFTIR ÁRALANGA LEIT FANN C3PO LOKSINS LÍFFRÆÐILEGAN FÖÐUR SINN... ER MIKIÐ AF STELPUM MEÐ ÞÉR Í BEKK SEM HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ FITNA? AUÐVITAÐ! MAÐUR VERÐUR AÐ LÍTA VEL ÚT TIL ÞESS AÐ FÁ ATHYGLI FRÁ STRÁKUNUM HVERNIG ATHYGLI FÆR MAÐUR FRÁ STRÁKUM Í FYRSTA BEKK? ÞEIR ELTA MANN OG SÍÐAN HRINDA ÞEIR MANNI ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ NASHYRNINGURINN HELDUR FANGANUM Í BÚNINGSHERBERGINU SÍNU ÉG FRELSA HANN OG SÍÐAN SÉ ÉG UM NASHYRNINGINN EF ÉG ER EKKI OF SEINN Leikkonan þokkafulla, Eva Lon-goria, slasaðist við tökur á „Að- þrengdum eiginkonum“ í gær, og var flutt á sjúkrahús. Henni mun hafa skrikað fótur þegar hún steig út úr íbúðarvagni sínum, þannig að hún datt og marði rif. Þrátt fyrir þetta var hún mætt á tökustað á ný eftir fáeinar klukku- stundir. Sýningar á nýrri þáttaröð hófust í Banda- ríkjunum í síð- asta mánuði, en engar fregnir hafa borist af því hvenær íslenskir sjónvarpsáhorf- endur megi vænta þess að sjá nýju seríuna. Fólk folk@mbl.is Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hvenær settist fólk að í Reykjavík? Rithöfundurinn og sagn-fræðingurinn AntonyBeevor mun halda fyr-irlestur þriðjudaginn 10. október næstkomandi á vegum Sagnfræðingafélags Íslands. Fyrirlesturinn er liður í fyr- irlestraröð Sagnfræðingafélagsins í vetur. Antony Beevor er heimsfrægur rithöfundur, afkastamikill fræði- maður og margverðlaunaður fyrir skrif sín. Hann hlaut meðal annars Runciman-verðlaunin fyrir bókina Crete – The Battle and the Resist- ance, Longman verðlaunin fyrir bókina Berlin – The Downfall, og bók hans Stalingrad hlaut Samuel Johnson verðlaunin, Wolfson- söguverðlaunin og Hawthornden bókmenntaverðlaunin. Síðasta bók Antonys, The Battle for Spain, er al- gjörlega endurskrifuðu útgáfa af fyrra riti hans með sama titli frá árinu 1992 og segir frá borgarastríð- inu á spáni. Bókin kom út á spænsku í september 2005 undir titlinum La Guerra Civil Española og hafnaði í fyrsta sæti metsölulista og hlaut spænsku Vanguardia-verðlaunin. „Mig hefur lengi langað að heim- sækja Ísland, en ferð mín til lands- ins nú er í tilefni af íslenskri útgáfu bókarinar Berlin – The Downfall og er það mér mikill heiður að íslenskir útgefendur skyldu gefa bókina út,“ segir Antony, en bækur hans um Stalingrad og Berlin hafa verið þýddar yfir á 25 tungumál og selst í rösklega tveimur milljónum eintaka samanlagt. Yfirskrift erindis Antonys er „Stalingrad and Berlin – Research- ing the reality of War“, sem á ís- lensku myndi útleggjast sem „Stal- íngrad og Berlín – Rannsókn á raunveruleika stríðs“: „Þar mun ég fara yfir það flókna ferli sem rann- sóknir mínar í rússneskum skjala- söfnum voru. Einnig ræði ég um þá erfiðleika sem bæði Rússland og Þýskaland fengust við þegar þjóð- irnar þurftu að horfast í augu við hörmungar fortíðarinnar, og áhrif þess á Evrópu samtímans,“ útskýrir Antony en hann var með fyrstu vest- rænu sagnfræðingum sem fengu að- gang að skjölum Varnarmálaráðu- neytis Rússlands er vörðuðu seinni heimsstyrjöldina, en með þeim upp- lýsingum sem hann aflaði þar og í skjalasöfnum í fyrrum aðildarlanda Sovétríkjanna byggði hann ítarlega endurskoðun sína á bardögum stríðsáranna og áhrifum þeirra. „Ég vona að jafnt fræðimenn á sviði sagnfræði og almenningur, sem vill kynna sér sögu seinni heimsstyrj- aldarinnar, og áhrif stríðsins allt til okkar daga, geti haft gagn og gaman af fyrirlestrinum.“ Nánari upplýsingar um Antony Beevor og verk hans um sagnfræði og önnur mál má finna á slóðinni www.antonybeevor.com. Fyrirlestur þriðjudagsins fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 12.05 en ekki í Þjóðminjasafni eins og venjan hefur verið á við- burðum fyrirlestraraðar vetrarins. Aðgangur er að vanda ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Finna má frekari upplýsingar um starfsemi Sagnfræðingafélags Ís- lands á slóðinni www.sagnfraedinga- felag.net. Sagnfræði | Antony Beevor heldur fyrirlest- ur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands Leit að sannleik- anum um stríð  Antony Beevor fæddist 1946. Hann nam við Winchester Col- lege og Kon- unglegu hern- aðarakademíuna í Sandhurst í und- anfara herþjón- ustu við Breska herinn. Antony er með dokt- orsgráðu í bókmenntum frá Háskól- anumí Kent og gestakennari við Birkbeck College við Lundúnahá- skóla. Maki Antonys er Artemis Coo- per, rithöfundur og ævisagnahöf- undur og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.