Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag íþrótti Sir Alex Ferguson heldur upp á 20 ára starfsafmælið í efsta sæt MEISTARAR LAGÐIR SNÆFELL VARÐ FYRST LIÐA TIL AÐ LEGGJA ÍSLANDSMEISTARA NJARÐVÍKUR Í KÖRFU KARLA >> 7 Ef ti V l i F F ið i k i í d ð f i í l ik ið F í KVENNASVEIT Gerplu vann á laugardag til silfurverðlauna á Evrópumeist- aramótinu í hóp- fimleikum í Ost- rava í Tékklandi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk sveit vinnur til verðlauna á Evr- ópumeistaramóti í hópfimleikum. Sænsk sveit varð Evrópumeistari fékk 26,15 í einkunn en Gerpla hlaut samtals 25,25. Sveit frá Sla- gelse í Danmörku hreppti þriðja sætið með 25,10. „Stelpurnar stóðu sig alveg frá- bærlega í jafnri og spennandi keppni þar sem litlu munaði á öðru og fjórða sætinu,“ sagði Anna Möller, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, við Morgunblaðið, en Anna var í Ost- rava. Lið Gerplu skipa eftirtaldar stúlkur: Íris Mist Magnúsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Ásdís Dag- mar Þorsteinsdóttir, Sara Rut Ágústsdóttir, Svava Björk Örlygs- dóttir, Rut Valgeirsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Auður Ólafsdóttir, H f Þ Hák dótti K lb ú Gerpla vann silfrið Anna Möller Yf ir l i t Innlent  Stormur gekk yfir landið allt í gær og hafði för með sér talsverðar skemmdir á eignum víða um land. Ekki er vitað til þess að slys hafi orð- ið á fólki en þakplötur, trampólín og annað lauslegt fauk um og skip slitn- uðu frá bryggju. Gríðarlegur fjöldi björgunarsveit- armanna var kallaður út og segir Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að á höfuðborgarsvæðinu einu hafi um 150 björgunarsveitarmenn á öll- um tiltækum ökutækjum verið við störf. » 1  Mjótt var á mununum milli Gunn- ars Svavarssonar, forseta bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar, og Þór- unnar Sveinbjarnardóttur alþingiskonu í baráttunni um efsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um helgina. Gunnar bar sigur úr býtum en 46 at- kvæði skildu þau að. Þórunn hafnaði í þriðja sæti þar sem Katrín Júlíus- dóttir alþingiskona fékk afgerandi kosningu í annað sætið. Í Norðausturkjördæmi var efnt til póstkosningar og héldu þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Krist- ján L. Möller og Einar Már Sigurð- arson, velli og höfnuðu í fyrsta og öðru sæti. » 48  Tilboð í þrjú verk sem Vega- gerðin bauð út, og voru opnuð síðast- liðinn þriðjudag, benda eindregið til þess að verkefnaskortur sé yfirvof- andi hjá jarðvinnuverktökum. Alls bárust 35 tilboð í verkefnin og voru nítján þeirra undir kostnaðaráætlun og segir Árni Jóhannsson, talsmaður verktaka hjá SA, ljóst að þessi hluti hagkerfisins hafi kólnað mikið. Þetta hafi verið vitað um tíma og upp- sagnir verið yfirvofandi hjá ýmsum jarðvinnuverktökum. „Það mátti ekki dragast miklu lengur að aflétta þessu útboðsbanni,“ segir Árni. » 48 Erlent  Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, og sex samverkamenn hans voru í gær dæmdir fyrir morð á 148 sjítum 1982. Saddam Hussein og tveir aðrir voru dæmdir til dauða, einn var dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrír fengu 15 ára fangelsisdóm hver. » 14  Tveir menn eru eftirlýstir eftir að hafa skotið á fólk og myrt einn gest á krá í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Þrír lágu slasaðir eftir. » 14  Samkvæmt skoðanakönnunum verða demókratar sigurvegarar í þingkosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Spáð er að þeir nái meiri- hluta í fulltrúadeildinni og jafnvel einnig í öldungadeildinni. » 15  Víða var rafmagnslaust í Evrópu á laugardag og voru milljónir manna án rafmagns um stund. » 15 GUÐNI Ágústs- son, landbúnaðar- ráðherra og vara- formaður Fram- sóknarflokksins, gefur kost á sér í 1. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Suður- kjördæmi fyrir komandi alþingis- kosningar. Þetta kom fram á kjör- dæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem haldið var í Reykjanesbæ um nýliðna helgi. Þá tilkynntu þau Hjálmar Árna- son, alþingismaður og þingflokksfor- maður, Bjarni Harðarson blaðamað- ur, Eygló Harðardóttir fram- kvæmdastjóri og Björn Jónsson, formaður UMFÍ, að þau myndu sækjast eftir 2. sæti og Kjartan Lár- usson, bóndi og íþróttakennaranemi, gefur kost á sér í 3. sæti listans. Tillaga stjórnar kjördæmissam- bandsins um framkvæmd vals á framboðslista flokksins í Suðurkjör- dæmi var samþykkt á kjördæmis- þinginu í gær. Samkvæmt tillögunni mun prófkjör fara fram laugar- daginn 20. janúar 2007 og verður þar kosið um sex efstu sæti framboðslist- ans. Kosningin er bindandi. Félagsmenn í framsóknarfélögun- um í kjördæminu og þeir sem und- irrita inntökubeiðni í framsóknar- félag í kjördæminu fyrir lok kjör- fundar geta tekið þátt í prófkjörinu. Kjördæmisþingið kaus einnig sex manna kjörstjórn og jafnmarga til vara til að annast framkvæmd próf- kjörsins. Kjörstjórn mun raða fulltrúum í þau sæti listans sem ekki er kosið í og leggja endanlegan lista flokksins fyrir aukakjördæmisþing laugardaginn 27. janúar 2007 á Sel- fossi. Einungis flokksbundnir fram- sóknarmenn geta tekið sæti á fram- boðslista flokksins í Suðurkjördæmi. Skúli Þ. Skúlason, nýkjörinn for- maður kjörstjórnar flokksins í Suð- urkjördæmi, sagði að um miðjan þennan mánuð yrði væntanlega aug- lýst eftir frambjóðendum og fram- boðsfrestur stæði líklega til næstu mánaðamóta. Guðni Ágústsson vill fyrsta sæti listans Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi efna til prófkjörs Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknar- flokksins. NÝR yfirmaður Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO) verður valinn í vikunni og eru frambjóð- endur frá Kína, Japan og Mexíkó taldir sigur- stranglegastir en Davíð H. Gunn- arsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, er í framboði fyrir Íslands hönd. Þrátt fyrir að fulltrúar áður- nefndra landa séu taldir líklegastir til að bera sigur úr býtum benda reyndir diplómatar á að fyrrverandi yfirmaður WHO, Lee Jong-Wook frá Suður-Kóreu, endaði í embætti árið 2003 þrátt fyrir að vera lengi vel ekki í hópi þeirra sem sigurstranglegastir þóttu þá og því megi ekki dæma aðra frambjóðendur úr leik fyrirfram. Þrjátíu og fjögurra manna fram- kvæmdastjórn WHO mun á miðviku- dag velja lista með nöfnum fimm frambjóðenda og daginn eftir mun aðalþing WHO kjósa nýjan yfir- mann. Margaret Chan frá Hong Kong, Shigeru Omi frá Japan og Julio Frenk frá Mexíkó eru, eins og áður segir, talin sigurstrangleg. Í frétt Reuters segir að talið sé að Davíð geti liðið fyrir að næstsíðasti yfirmaður WHO, Gro Harlem Brundtland, er einnig Norður- landabúi. Kjör yfirmanns WHO í vikunni Fulltrúar Kína, Japans og Mexíkó taldir líklegastir til að verða fyrir valinu Davíð Á. Gunnarsson Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is JÓN Kristjánsson, formaður stjórn- arskrárnefndar, segist binda vonir við að nefndin komist að niðurstöðu á miðvikudaginn um hvernig vinnu hennar verður háttað næstu mánuði. Hann telur nauðsynlegt að nefndin gefi út áfangaskýrslu og móti sér stefnu um framhaldið en ekki ríkir sátt í nefndinni um það grundvallarat- riði hvort taka eigi alla stjórnar- skrána til gagngerrar endurskoðunar eða horfa aðeins til ákveðinna þátta hennar við endurskoðunina. Jón telur brýnt að nefndinni verði veittur lengri frestur til að skila tillögum, en skv. er- indisbréfi átti nefndin að afhenda for- sætisráðherra frumvarp um breyt- ingu á stjórnskipunarlögum fyrir 1. september, eða í síðasta lagi fyrir árs- lok 2006. „Við þurfum að fá lengri frest og erum meðal annars að reyna að komast að niðurstöðu um hvernig við stílum það bréf,“ segir Jón. Fyrir utan það grundvallaratriði hvernig standa eigi að endurskoðun stjórnarskrárinnar segir Jón mesta styrinn standa um málskotsréttar- ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar en þar skiptast menn í tvær fylkingar, vilja ýmist að ákvæðið standi óbreytt, eða verði tekið til endurskoðunar. „Við höfum eytt ansi miklum tíma í þetta, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki náð sátt um önnur smærri atriði við endurskoðunina.“ Að sögn Jóns kemur vel til greina að kynna fyrir almenningi þær grein- argerðir sem sérfræðinganefndin hefur unnið fyrir hina eiginlegu stjórnarskrárnefnd. „Það efni yrði þá grundvöllur að frekari umræðu um stjórnarskrána, sama hver niðurstað- an verður hjá okkur,“ segir Jón að lokum. Vill að stjórnarskrár- nefnd fái lengri frest Í HNOTSKURN » Stjórnarskrárnefnd varskipuð af forsætisráðherra hinn 4. janúar 2005. »Fulltrúar allra þingflokk-anna eiga sæti í nefndinni. KLUKKAN sjö á laugardagskvöld lauk 35 klukkustunda skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar, en hann tefldi á þessum tíma 250 skákir og var til- gangurinn að safna fyrir starfi skák- félagsins Hróksins á Grænlandi. Var þetta þriðja skákmaraþon Hrafns. Meðal þeirra sem öttu kappi við Hrafn þetta árið voru Katrín Júl- íusdóttir þingmaður, Eva María Jónsdóttir þáttastjórnandi og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri. Áhugamenn um skáklistina gátu fylgst með maraþoninu á Netinu, en Hrafn hélt úti bloggi meðan á því stóð sem hann uppfærði á milli skáka. Þá var einnig hægt að horfa á beina sjónvarpsútsendingu frá maraþoninu á Netinu af heimasíðu Hróksins. Síðasta bloggfærsla Hrafns end- aði á þessum orðum: „Ég byrjaði að tefla klukkan 09:00 á föstudags- morgni og síðustu skák lauk á slag- inu klukkan 19 á laugardegi. Þetta tók okkur ekki nema 34 klukku- stundir. Gleðin sigraði, málstaður Grænlands sigraði. Allt var þetta í anda kjörorða Hróksins: Við erum ein fjölskylda.“Morgunblaðið/Ómar Við erum ein fjöl- skylda Í dag Sigmund 8 Umræðan 26/30 Staksteinar 8 Bréf 30 Veður 8 Minningar 31/34 Úr verinu 12 Brids 35 Viðskipti 13 Menning 3739 Erlent 14/15 Myndasögur 40 Menning 16 Dægradvöl 41 Vesturland 17 Staður og stund 42 Fréttaskýring 18 Víkverji 44 Daglegt líf 20/23 Velvakandi 44 Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 50 * * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.