Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 47 Leikarinn Robert De Niro ograpparinn 50 Cent eru í samn- ingaviðræðum um að leika saman í myndinni New Orleans sem er löggumynd þar sem bakgrunnurinn er fellibylurinn Katrín sem gekk yfir New Orleans í Bandaríkjunum í fyrra. De Niro á að leika gamalreyndan lögreglumann sem missti félaga sinn í afleiðingum flóðanna. 50 Cent á að leika nýjan félaga De Niro í lögg- unni sem mun hjálpa honum að fletta ofan af spillingu innan lögregl- unnar. Myndin, sem átti upphaflega að taka upp í Los Angeles, verður tekin upp í Louisiana í febrúar á næsta ári. New Orleans er byggð á handriti eftir Eugene Hess og fjármögnuð af Millennium Films. Leikstjóri verður Tim Hunter sem er þekktastur fyrir myndina River’s Edge og að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttunum Deadwood, Homicide og Twin Peaks. Fólk folk@mbl.is Það er óhætt að segja aðsöngkonan Shakira hafi„átt“ sjöundu suðuramerísku(latin) Grammy-verðlaunahá- tíðina sem var haldin í New York nýlega. Shakira fór heim með fern verðlaun; fyrir plötu ársins og bestu plötu poppsöngkonu fyr- ir Fijacion Oral Vol. 1 og besta lagið og bestu upptöku ársins fyrir „La Tortura“ sem hún syngur ásamt Alejandro Sanz. Reggíhljómsveitin Calle 13 frá Puerto Rico vann til þrennra verðlauna, m.a. sem bestu nýliðarnir, og argent- ínska rokkstjarnan Gustavo Cerati fékk verðlaun fyrir besta rokklagið og bestu rokk- plötuna. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru Ricky Martin, Andrea Bocelli og Shakira. Fyrirsætan Kate Moss hrepptititilinn ,,fyrirsæta ársins“ á breskri verðlaunahátíð tískugeirans í gær, British Fashion Awards. Fyrir um ári komst upp um eitur- lyfjaneyslu Moss. Voru birtar af henni myndir við slíka iðju og þykir því mörgum að hún sé ekki vel að titlinum komin. Í kjölfar eiturlyfjahneykslisins varð Moss af fjölda samninga við tísku- og snyrtivörufyrirtæki en hún virðist nú vinsælli en nokkru sinni.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.