Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg SA-læg eða breytileg átt. Skúrir eða slydduél um land- ið vestanvert, víða létt- skýjað austan til. » 8 Heitast Kaldast 5°C -1°C HJÓLHÝSI og sumarbústaður í Norðfirði skemmdust þegar grjóti rigndi yfir þau af völdum spreng- inga á vegum verktaka í grjótnámi þar skammt frá. Lögreglan á Eskifirði hefur tekið málið til rannsóknar og segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis við sprengingarnar. Tjónið átti sér stað á þriðjudag en uppgötvaðist í gær þegar eig- endur bústaðanna ætluðu að vitja þeirra vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Kom þá í ljós að grjóti hafði rignt yfir eignirnar með þeim afleiðingum að tvær rúð- ur brotnuðu í hjólhýsinu og minni- háttar skemmdir urðu á sumar- bústaðnum að sögn lögreglunnar sem kvað engan hafa verið í hættu vegna atviksins. Grjóti rigndi yfir bústaði Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TILBOÐ í þrjú verk sem Vegagerðin bauð út, og voru opnuð sl. þriðjudag, benda eindregið til þess að verkefnaskortur sé yfirvofandi hjá jarðvinnuverk- tökum. Alls bárust 35 tilboð í verkin og voru nítján þeirra undir kostnaðaráætlun. Árni Jóhannsson, talsmaður verktaka hjá Sam- tökum iðnaðarins, sagði ljóst að þessi hluti hagkerf- isins hefði kólnað mikið. Þetta hefði verið vitað um tíma og uppsagnir verið yfirvofandi hjá ýmsum jarðvinnuverktökum. „Það mátti ekki dragast miklu lengur að aflétta þessu útboðsbanni,“ sagði Árni. Hann sagði tvennt gefa gleggsta mynd af ástandinu í greininni. Annars vegar hvað lægstu boð væru langt undir kostnaðaráætlun. Sú mæli- stika væri ekki einhlít því kostnaðaráætlanir væru ekki heilagar. Hin mælistikan, sem væri mjög af- gerandi, væri útboðsþátttakan. „Þetta er afgerandi merki um að lítið sé framundan hjá þessari gerð verktakafyrirtækja,“ sagði Árni um mikla þátttöku í fyrrgreindum útboðum Vegagerðarinnar. Nú er sá árstími sem er hvað erfiðastur í þessari grein og algengur skilatími á framkvæmdum. Þrjú verk boðin út Í frétt á vef samgönguráðuneytisins um útboðin er vitnað í Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra. Hann segir niðurstöður útboðanna sýna að umsvif séu far- in að minnka hjá verktökum. Því séu margir sem bjóði og talsvert um tilboð undir áætlun Vegagerð- arinnar. Stærst verkefnanna þriggja er lagning nýs 7,7 km vegarkafla milli Ármótasels og Skjöldólfsstaða á hringveginum á Austurlandi, auk heimreiða við Skjöldólfsstaði og víðar. Tíu fyrirtæki buðu í verkið og var lægsta tilboðið frá Héraðsverki 246,9 millj- ónir króna, næstlægst bauð KNH ehf., 287,4 millj- ónir, þá Árni Helgason ehf. 318,3 milljónir og Suð- urverk hf. 341,5 milljónir. Kostnaðaráætlun var upp á 360,9 milljónir. Sex tilboð yfir þeirri áætlun bár- ust, það hæsta 547,8 milljónir. Þá voru opnuð tilboð í 9,7 km kafla Uxahryggja- vegar milli Sandkluftavatns og Kaldadalsvegar. Er það malarvegur og á honum 20 m löng brú. Tólf af nítján tilboðum voru undir kostnaðaráætlun sem var 129 milljónir króna. Lægst bauð Borgarvirki ehf., 78,9 milljónir, þá Nesey ehf., 91,7 milljónir, KNH ehf. bauð 105,4 milljónir króna. Sjö tilboð voru yfir kostnaðaráætlun, það hæsta 180 milljónir króna. Endurbygging og styrking Ferjubakkavegar milli Krumshóla og Ferjubakka, alls 1,9 km, var þriðja verkið og bárust sex tilboð í það. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 16,9 milljónir og voru þrjú til- boðanna undir henni. Lægst bauð Borgarvirki ehf., 11,9 milljónir, þá Borgarverk ehf., 14,4 milljónir, og Þróttur ehf. bauð 16,8 milljónir. Þrjú hærri tilboðin voru á bilinu 20 til 26,8 milljónir króna. Samdráttur í jarðvinnu Niðurstöður nýlegra verkútboða Vegagerðarinnar eru taldar afgerandi merki um kólnun í þeim geira hagkerfisins sem snýr að jarðvinnuverktökum KJÖRSTJÓRN í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi ákvað í gærkvöldi að fresta talningu atkvæða þar sem ekki reyndist unnt að koma kjörgögnum úr Vestmannaeyjum til lands vegna veðurs. Talning hefst upp úr hádegi í dag og má búast við fyrstu tölum um sexleytið. Alls kusu 5.146 í prófkjörinu. Gunnar Svavarsson varð í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Aðeins munaði 46 atkvæðum á honum og Þórunni Sveinbjarnardóttur í efsta sætið. Þór- unn hafnaði í 3. sætinu en Katrín Júl- íusdóttir var kosin í 2. sætið. Þingmennirnir Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson höfnuðu í fyrsta og öðru sæti í póstkosningu Samfylkingarinnar í Norðausturkjör- dæmi en niðurstöður hennar voru kynntar á Akureyri á laugardags- kvöldið. Lára Stefánsdóttir varaþing- maður lenti í þriðja sætinu. | 6 og 10 Frestuðu talningu vegna veðurs HAFIST verður handa við að vinna deiliskipulag fyrir þrjár virkjanir í Þjórsá eftir áramót, en allar virkj- anirnar hafa þegar staðist um- hverfismat. Framtíð virkjana í ánni veltur nú á viðræðum Landsvirkjunar við Alcan um orkukaup vegna mögu- legrar stækkunar álversins í Straumsvík, sem standa nú yfir. Ekki verður sótt um virkj- analeyfi fyrr en búið er að selja orkuna sem frá virkjununum kem- ur, en samanlagt er áætlað að um 255 MW geti komið frá Hvamms- virkjun, Holtavirkjun og Urr- iðafossvirkjun. Uppistöðulónin við virkjanirnar verða samtals um 24 ferkílómetrar og munu bæði tún og beitarlönd fara undir vatn verði virkjanirnar að veruleika. | 18 Virkjanir í biðstöðu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kemur lón? Urriðafoss í Þjórsá. ♦♦♦ ♦♦♦ HUNDAR og eigendur þeirra spásseruðu niður Laugaveginn í Reykjavík sl. laugardag. Hunda- ræktarfélag Íslands stóð fyrir göngunni. Að sögn lögreglu var þátttaka meiri en reiknað hafði verið með og ljóst að fætur voru hlutfalls- lega fleiri, miðað við fjölda þátttakenda, en dags daglega á Laugavegi því þar eru hundar ekki velkomnir aðra daga ársins. Í göngunni mátti sjá hunda af mörgum gerð- um, jafnt kjölturakka og vinnuhunda, hunda sem aðstoða við löggæslu og hunda sem notaðir eru í heimsóknaþjónustu Rauða krossins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölfætt á Laugavegi „MÉR fannst ég vera að segja frá jólasveininum þegar ég reyndi að sannfæra Þjóðverjana um að á end- anum yrði sendur bíll til okkar. Það er rosalega gott að vita það,“ sagði Logi Ragnarsson ökumaður nýkominn til byggða í gærkvöldi eftir rúmlega sól- arhringsdvöl ásamt þremur Þjóðverj- um, karli og tveimur konum, í bíl sem festist á Kaldadal. Þau eru öll nálægt þrítugu. Þau höfðu verið í útsýnisferð um Suðurland og ætluðu til Blönduóss. Leiðin lá um Þingvelli þar sem þau voru um kl. 15 í fyrradag og létu vita af ferðum sínum. Ekki uppgötvaðist fyrr en síðdegis í gær að þau höfðu ekki skilað sér norður og þá var lög- reglunni í Borgarnesi gert viðvart. Hún ákvað þegar að hefja leit og fóru björgunarsveitir úr Borgarfirði og Grímsnesi til leitar. Logi kvaðst hafa ákveðið að kanna hvernig færðin væri um Kaldadal. Þau voru á óbreyttum fjórhjóladrifn- um Cherokee-jeppa. Mjög hvasst en ekki kalt „Við ætluðum allavega að fara í átt- ina inn á Kaldadal og beygja svo niður í byggð,“ sagði Logi. Færðin var þokkaleg til að byrja með, en um leið og færið versnaði ákvað hann að snúa við. Þá festist bíllinn. „Okkur tókst að festa okkur í fyrsta snjóskaflinum á leiðinni. Það var klakakambur sem lenti undir bílnum,“ sagði Logi. Þau ákváðu að halda kyrru fyrir í bílnum og hírðust þar meðan óveðrið gekk yfir landið. „Það var mjög hvasst en ekkert sérstaklega kalt. Það var 9°C hiti mestallan tímann og fór ekki að kólna fyrr en hvassviðrið var gengið yfir. Hitinn var kominn í -1°C þegar við vorum sótt. Við ræst- um bílinn á klukkutíma fresti og hit- uðum hann aðeins. Svo hjúfruðum við okkur saman þess á milli,“ sagði Logi. Með þessu móti spöruðu þau elds- neytið og var hálfur tankur eftir þeg- ar þau voru sótt. Þau voru með svolít- ið nesti, aðallega sælgæti og banana, nokkrar gosflöskur og appelsínusafa. Þau treinuðu nestið og áttu nokkuð eftir í gærkvöldi. Það var svo um klukkan 19 í gær- kvöldi og orðið aldimmt að bílljós sáust nálgast úr tveimur áttum. Hjálparsveitin Tintron úr Grímsnesi fann bílinn kl. 18.59 í gær og áttu þá björgunarsveitarmenn úr Borgarfirði skammt eftir að bílnum. Tintron- menn voru snöggir að kippa jeppan- um úr skaflinum. Þeir fylgdu jeppan- um svo að Þingvöllum og ferðalang- arnir óku til Reykjavíkur, fegnir að komast til byggða og – síðast en ekki síst – heilir á húfi. Hjúfruðu sig saman og biðu Fjórir ferðalangar festu bíl sinn á Kaldadal og héldu þar kyrru fyrir í sólarhring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.