Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 19 STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur óskað eftir birtingu eftirfar- andi greinar sem er opið bréf til menntamálaráðherra: „Í síðustu viku fór fram ráðstefna á vegum menntamálaráðuneytisins sem bar yfirskriftina „Menntun í mótun: Þróun menntastefnu á Ís- landi í evrópsku samhengi“. Á ráð- stefnunni voru kynntar niðurstöður nokkurra umræðuhópa sem ræddu m.a. umbætur í málefnum háskól- anna. Í kjölfar ráðstefnunnar birtist frétt í Fréttablaðinu þar sem menntamálaráðherra tjáði sig um framtíð háskólastigsins hér á landi. Stúdentaráð Háskóla Íslands vill með þessu bréfi fá að spyrja mennta- málaráðherra út í nokkra punkta sem fram komu í máli hennar. „Um leið og við setjum aukið fjár- magn í háskólana þá viljum við að sú kennsla sem þar fer fram standist al- þjóðakröfur og samanburð. Það verður ekki gert nema með auknum fjárframlögum,“ sagði Þorgerður Katrín. Það er sjálfsagt að menntamála- ráðherra vilji að fjárfesting ríkisins í háskólunum skili sér í betra námi. Því er mikilvægt að öflugu gæða- matskerfi verði komið á svo unnt sé að mæla árangur háskólanna. Betra nám og leiðir til að meta námið eru þjóðfélaginu til hagsbóta en kosta vissulega peninga. Menntamálaráð- herra talar í þessu samhengi um „aukin fjárframlög“ og bætir við: „Vilji okkar er að auka fjárframlög til háskólanna því þeir þurfa á auknu fé að halda því kröfurnar til þeirra hafa aukist svo mikið.“ Ástæða er til að fagna þessum ummælum. En ráðherra segir enn fremur: „Við þurfum að finna fleiri leiðir til að fjármagna þá [háskólana]. […] Ég tel að fjármagnið til háskólanna eigi að koma úr þremur áttum: frá rík- isvaldinu, atvinnulífinu og mögulega með skólagjöldum.“ Það er skoðun Stúdentaráðs að ríkisvaldið eigi að bera ábyrgð á fjár- mögnun Háskóla Íslands í stað þess að velta þeirri byrði yfir á stúdenta með upptöku skólagjalda. Það hefur sýnt sig hjá nágrannaþjóðum okkar að skólagjöld eru ekki forsenda góðrar menntastefnu, og fjöldi há- skóla í hópi 100 bestu háskóla heims er ríkisrekinn. Spurningin um skólagjöld á að vera raunveruleg umræða, bæði í fjölmiðlum og inni á Alþingi. Ákvörð- un um upptöku slíkra gjalda á ekki að vera í höndum skólanna sjálfra því hér er um að ræða stóra spurn- ingu sem varðar samfélagsgerðina í heild: Ætla Íslendingar að hafa menntun gjaldfrjálsa og aðgengilega öllum áfram, eða á að víkja frá þessu gamalgróna grunngildi? Þessari spurningu verður þjóðfélagið að svara, því við ríkjandi aðstæður er háskólum þröngvað til þess að inn- heimta skólagjöld vegna bágra fram- laga ríkisins. Hér ber einnig að nefna að meðan einkareknir háskólar fá sama fram- lag og ríkisreknu skólarnir eru há- skólarnir í landinu að keppa á skökk- um samkeppnisgrundvelli. Það getur ekki talist eðlilegt. Einkarekn- ir háskólar kosta ríkið raunar enn meira en hinir því LÍN niðurgreiðir lán nemenda fyrir skólagjöldum. Í kjölfar þessara frétta og um- mæla menntamálaráðherra spyr Stúdentaráð: 1. Er það rétt skilið að með orð- unum „vilji okkar er að auka fjár- framlög til háskólanna“ sé fram komið löngu tímabært loforð menntamálaráðuneytisins um að rík- ið verji meiri peningum til Háskóla Íslands? 2. Hvað á menntamálaráðherra við með því að „mögulega“ standi til að taka upp skólagjöld hér á landi? Skólagjöld hafa þegar verið innleidd – fjöldi svonefndra einkarekinna há- skóla innheimtir nú þegar slík gjöld! Hvers vegna fór ekki fram upplýst umræða um kosti og galla skóla- gjalda hér á landi áður en þau voru tekin upp? 3. Stendur til að leiðrétta hlut Há- skóla Íslands sem hefur ekki heimild til að taka upp skólagjöld, t.d. með auknum framlögum á kostnað fram- laga til einkareknu skólanna? 4. Stendur til að taka upp skóla- gjöld í grunn- og/eða framhaldsnámi við Háskóla Íslands? Þegar styttist í kosningar er sjálf- sagt að kjósendur fái að þekkja af- stöðu menntamálaráðherra. Við óskum eftir skjótum og grein- argóðum svörum. Með kveðju, Stúdentaráð Háskóla Íslands.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands Opið bréf til mennta- málaráðherra  SKÚLI Guðmundsson varði dokt- orsritgerð sína, „Studies of Lightcone Worldsheet Dynamics in Pert- urbation Theory and with Monte Carlo Simulations“, 12. október sl. frá eðlisfræðideild University of Florida. Andmælendur voru prófessorarnir Charles B. Thorn, Pierre Ramond, Richard P. Wood- ard úr kennilegri háorkueðlisfræði, Gena Mits- elmakher úr til- raunaöreinda- fræði og Alexander N. Dranishnikov og dr. Sergei Shab- anov úr stærð- fræði. Prófessor Charles B. Thorn var leiðbeinandi Skúla í doktorsnám- inu og rannsóknum því tengdu við University of Florida. Doktorsritgerðin fjallar um lausn- araðferðir fyrir sérstaka gerð heims- flatarfræði (e. world-sheet theory). Venjulega eru strengjafræðilíkön sett fram sem heimsflatarkenningar en Skúli hefur unnið með leiðbein- anda sínum að því að setja hefð- bundnar skammtasviðsfræðikenn- ingar (e. quantum field theories) fram í þessu tungumáli. Þetta gerir fræði- mönnum kleift að nota aðferðir strengjafræðinnar á þessar sviðs- fræðikenningar. Ritgerðin inniheldur tvenn ólík efnistök. Þessar heimsflat- arkenningar eru skoðaðar í hefð- bundnum hnikunarreikningi (e. pert- urbation theory) og Monte Carlo- reikniriti beitt með hjálp öflugs tölvu- búnaðar til að kanna lausnir kenning- arinnar. Fyrra efni ritgerðarinnar, beitingu hefðbundins hnikunarreiknings, hef- ur verið fjallað um í grein sem Skúli og leiðbeinandi hans birtu árið 2002 (Phys. Rev. D66:076001, 2002). Einn- ig birti Skúli ásamt samstarfs- mönnum árið 2003 grein í tímaritinu Nuclear Physics B sem fjallar um umritun ofursamhverfra kvarða- kenninga (e. super-symmetric gauge theories) yfir í heimsflatarfræði (Nucl. Phys. B649:3–38, 2003), en það er bakgrunnur efnisins í ritgerðinni. Seinna efni ritgerðarinnar fjallar um hvernig flatar Feynmanmyndir sem koma upp í fylkjalíkönum (e. matrix field theory) og kvarðakenn- ingum (e. gauge theories) eru settar fram í tungumáli strengjafræði þar sem rúmvídd heimsflatarins svarar til ljóskeilubreytunnar p+ en tíma- víddin til x+. Með þessum hætti koma rúmvíddir skammtasviðsfræði fram sem svið á heimsfletinum sem verður áfram tvívíður fyrir öll áhuga- verð líkön. Í verkefninu er notast við þessa staðreynd til að setja upp Monte Carlo-hermun fyrir heimsflöt- inn í strjálli (e. discrete) framsetn- ingu. Þrátt fyrir að hugsanlega séu mörg skammtasvið á heimsfletinum þá hefur verið hönnuð og notuð al- menn útgáfa af Metropolis- reikniritinu á svipaðan hátt og gert er með tvívíð Ising-líkön. Rannsóknirnar hafa veitt nýja inn- sýn í skammtasviðsfræði, sérstaklega þar sem með þessari aðferð er hægt að sjá áhrif Feynman-rita af mjög hárri gráðu. Skoðuð voru líkön í skammtasviðsfræði með háu gildi á víxlverkunarstuðli. Þannig eru þessar rannsóknir vonandi skref í áttina að auknum skilningi á innilokun kvarka. Doktorsritgerðina og aðrar birtar greinar er að finna á slóðinni: http://www.slac.stanford.edu/ spires/find/hep/www?AUT- HOR=gudmundsson,s. Skúli Guðmundsson fæddist í Reykjavík árið 1975. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1995 og tveimur BS-prófum, í eðlisfræði og stærð- fræði, frá HÍ á haustönn 1998. Hann hóf framhaldsnám við University of Florida haustið 1999. Hann lauk rannsóknum sínum 2004 og hóf störf við áhættustýringu Landsbankans en skrifaði doktorsritgerðina „in ab- sentia“ og sneri aftur til Flórída til að verja hana í október 2006. Hann vinn- ur áfram við Landsbankann. Skúli hlaut styrk Fulbright-stofn- unar til náms í Bandaríkjunum. Hann hlaut Thors Thors-styrk úr sjóði Am- erísk-skandinavíska félagsins auk rannsóknarverðlauna hjá Institute of Fundamental Theory við University of Florida. Hann hefur sótt viðbót- arnám við Niels Bohr-stofnunina í Kaupmannahöfn og við Princeton Institute of Advanced Study í Prince- ton. Skúli er sonur Guðmundar Karls- sonar og Sigrúnar Ólafsdóttur. Hann á tvö börn, Ísar Adíel og Lísu Gabríellu, og stjúpson, Daníel Andra Pétursson. Doktorsritgerð í eðlisfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.