Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja 29. nóvember í 3 vikur á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 29. nóvember frá kr. 29.990 3 vikna ferð - síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna með 2 börn í íbúð. Innifalið flug, gisting í 3 vikur og skattar. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó. Innifalið flug, gisting í 3 vikur og skattar. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LANDFESTAR sem héldu tveimur skipum við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn slitnuðu í veðri sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gærmorgun og strönduðu þau á sandbakka skammt frá bryggj- unni. Ekki er talið að tjón hafi orðið á skipunum. Um var að ræða grænlenska togarann Ikkam- iat og línubátinn Serene sem er í eigu Íslendinga. Dráttarbátum tókst að losa línubátinn um tveim- ur tímum eftir strandið en togarinn losnaði ekki fyrr en fór að flæða að um kl. 15. Skipin voru bundin saman og höfðu verið fest við þriðja skipið sem lá við bryggju í Hafnarfjarð- arhöfn. Ekki gekk að ná skipunum saman af strandstaðnum og var því gripið til þess ráðs að losa minna skipið frá Ikkamiat og náðist þá að draga það af strandstað og að bryggjunni. Landfestar orðnar lélegar? Að sögn skipstjóra á skipi sem bundið var við bryggju nærri skipunum tveimur voru reipin sem héldu Ikkamiat orðin fremur léleg. Kristinn Aad- negard yfirhafnsögumaður sagði skipið hafa legið við bryggju í rúmlega tvö ár og þegar viðhaldi væri ekki sinnt gæfu hlutir sig á endanum. Tilkynnt var um óhappið um kl. 8.30 og voru þá skipin þegar strönduð, samkvæmt lögreglunni í Hafnarfirði. Tveir dráttarbátar frá Hafnarfjarð- arhöfn, auk björgunarbáts og björgunarskipsins Einars Sigurjónssonar frá Björgunarsveit Hafn- arfjarðar, voru þegar kallaðir á vettvang. Björg- unarmenn fóru um borð í skipin og dráttarbát- arnir reyndu að draga og ýta skipunum á flot. Tvö skip slitnuðu frá bryggju Morgunblaðið/Árni Sæberg Flaut upp Grænlenski togarinn Ikkamiat sat fastur á strandstað þar til kl. 15 þegar fór að flæða að og hann flaut upp. ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir landið í gær truflaði samgöngur umtals- vert. Millilandaflug lá niðri fyrri- part dags, svo til allt innanlandsflug féll niður og öllum ferðum Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs var aflýst. Seinkanir á millilandaflugi gætu haft áhrif á flug í dag þar sem vinna þarf upp seinkanir frá því í gær. Stormurinn gekk yfir Suðurnesin snemma í gærmorgun, á versta tíma sólarhringsins fyrir millilanda- flugið, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Fjór- um vélum Icelandair sem voru að koma frá Bandaríkjunum var vísað til Glasgow í Skotlandi og vélar sem fara áttu frá Keflavík biðu af sér veðrið fram yfir hádegi. Guðjón segir að af þeim um 500 farþegum sem enduðu í Glasgow hafi stór hópur aðeins ætlað að millilenda í Keflavík á leið til ann- arra áfangastaða í Evrópu. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að safna saman farþegum úr vélunum í fjóra mismunandi hópa. Ein vél flutti svo flesta þeirra sem ætluðu til Íslands til Keflavíkur seinnipart dags í gær en hinar flugu með farþega til Ósló- ar, Stokkhólms og Amsterdam. Þúsundir urðu fyrir töfum Seinkanir á flugi Icelandair höfðu áhrif á þúsundir farþega, bæði beið mikill fjöldi í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og mikill fjöldi einnig á áfangastöðum félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi röskun gæti haft áhrif á flug í dag en Guðjón segir að ekki sé það samt víst. Verið sé að reyna að koma áætlun á öllum leiðum á. Þannig hafi einhverjir far- þegar sem voru á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna verið fluttir með öðrum flugfélögum til að liðka fyrir. Guðjón segir það alltaf koma fyr- ir af og til, e.t.v. einu sinni á ári eða svo, að millilandaflugi sé frestað vegna veðurs. Í gær var þó óvenju- mikil seinkun á óvenjumörgum flugleiðum meðan óveðrið gekk yfir suðvesturhorn landsins. Þúsundir farþega biðu af sér veðrið Morgunblaðið/Árni Sæberg Veðurofsi Í björgunarmiðstöðinni höfðu menn nákvæma yfirsýn yfir veð- urofsann og hvernig úrkoman gekk norður og austur yfir landið í gærdag. JÓN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins Landsbjargar (t.h.), stóð ásamt fleirum vaktina í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð frá því snemma í gærmorgun. Þaðan var stýrt þeim gríðarlega fjölda björgunarsveitarmanna sem fóru um höfuðborgar- svæðið til að bjarga fjúkandi lausamunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðgerðum stýrt úr björgunarmiðstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.