Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Var „kjúllinn“ ekki góður? Ég er nú bara þjónn, frú, það hafa orðið mannabreytingar í
eldhúsinu, kominn nýr listakokkur.
VEÐUR
Loksins, loksins sagði Kristján heit-inn Albertsson í einum frægasta
ritdómi Íslandssögunnar um Vef-
arann mikla frá Kasmír eftir Halldór
Laxness.
Morgunblaðið leyfir sér að að notasömu orð um grein eftir Jó-
hönnu Sigurðardóttur, alþingismann
Samfylkingar, sem birtist hér í
blaðinu í gær.
Loksins, loksinsheyrist rödd
úr röðum sam-
fylkingarmanna,
sem gerir at-
hugasemdir við
að fáeinir auðkýf-
ingar eignist allt
Ísland.
Jóhanna segir:
„Stóru valda-
blokkirnar eru á
góðri leið með að eignast Ísland, eins
og kvótakóngarnir fiskimiðin, og því
hlýtur það að verða rætt á vettvangi
stjórnmálanna hvort með lögum eigi
ekki að setja skorður við þessari þró-
un. Það er sannanlega í þágu almenn-
ings og þjóðarheildarinnar. Liður í
því er að skoða betur starfshætti líf-
eyrissjóðanna og setu fulltrúa þeirra í
stjórnum fyrirtækja og hvaða áhrif
þeir geta haft m.a. með fjárfesting-
arstefnu sinni. Einnig þarf að setja
frekari skorður við eignatengslum og
hagsmunaárekstrum í viðskiptalífinu,
ekki sízt á banka- og fjármálamark-
aði, m.a. um þátttöku banka í annarri
atvinnustarfsemi. Sporna þarf líka
gegn því, að auðkýfingarnir geti
komið tekjum sínum fyrir í skatta-
paradísum erlendis til að komast hjá
skattlagningu …“
Það er merkilegt að þessi gam-alreynda baráttukona skuli
verða fyrst samfylkingarfólks til þess
að rísa upp og slá þennan tón. Þögn
forystumanna Samfylkingarinnar um
þetta mál hefur verið ótrúlega há-
vær.
Grein Jóhönnu Sigurðardóttur eyk-ur bjartsýni um að Alþingi eigi
eftir að taka í sig kjark og setja lög-
gjöf, sem kemur í veg fyrir að örfáir
menn eignist Ísland allt. Það er tími
til kominn.
STAKSTEINAR
Jóhanna
Sigurðardóttir
Loksins, loksins
SIGMUND
'()'**
' #
+, -
.
/
0 $
$0
.1
2 $
345$ ,0
$
&
$
$ #
6
7% "
$4
8$$
9
.#
#
6
#%$ /
-
$
!! "" #" #
!! "" #" #
!! "" #" #
/$
.
!%
'
%
:
3
;
<
!
#
"" #" #
!
$ "" !!%
$"" #" #
!
!!
!! " " $%
= '(>'**
""
!" # $ %& &'&
& ' (" "'"
)
# #
# #
#
& (! "* !% +",
!-
?'#%
##
. / !%"
!! !" " "
0
!""%" 1%%
" " !
!!
"
!! !" "' !2"!
"! !0" "
! !% #
3 ! !%"'
#
4( ""0"+ " ""! !0
!% 2"!"' !" "
!! !#
5 "
" " !%""-!
""" " #
;
&
( " "-1 "" "%
1%%
"' ! !% 2"!"
!
!0" "
! !% #
3"""" 2"!"'( " "
4
0" "6
!%#
71 ""
88 !
"".
"* !%
5!:.-@!
@ .:A BC
D"8C:A BC
7:E9D-&"C
2
02
2
# 2
2
2
2
2
2
02
2
2
2
2
2 2
MEIRA en helmingur landsmanna
er jákvæður gagnvart því að Ís-
land leggi áherslu á að vera fjöl-
menningarsamfélag, að því er fram
kemur í nóvemberhefti Þjóðarpúls
Gallup. Um þriðjungurinn var
hlutlaus og tæplega 15% neikvæð.
Í könnuninni var spurt um al-
mennt viðhorf svarenda til þess að
Ísland legði áherslu á að vera fjöl-
menningarsamfélag, hvort það
væri jákvætt, hlutlaust eða nei-
kvætt?
Ekki reyndist vera munur á við-
horfi fólks eftir kyni þess eða aldri.
Reykvíkingar voru talsvert já-
kvæðari gagnvart þessari áherslu
en íbúar annarra sveitarfélaga.
Háskólamenntaðir reyndust já-
kvæðari en aðrir gagnvart því að
Ísland legði áherslu á að vera fjöl-
menningarsamfélag. Væri horft til
stjórnmálaskoðana reyndust kjós-
endur Sjálfstæðisflokksins síst já-
kvæðir gagnvart þessari áherslu
en Vinstri grænir jákvæðastir.
Rúmlega þriðjungur svarenda
taldi það skipta miklu máli hvaðan
innflytjendur væru og litlu fleiri
töldu það engu máli skipta. Rúm-
lega fjórðungur sagði það skipta
litlu.
Meira en helmingi svarenda var
sama um hvaðan innflytjendur
kæmu, en ríflega 31% nefndi að
það vildi fá fólk frá Evrópu og tæp
8% nefndu Norðurlöndin.
Niðurstöður Capacent Gallup
um viðhorf til fjölmenningar og
annarra landa eru úr könnun sem
gerð var 11.–24. október síðastlið-
inn.
Úrtakið var 1.222 einstaklingar
úr þjóðskrá. Svarhlutfall var
61,3%. Svarendur voru á aldrinum
18–75 ára og af öllu landinu.
Flestir hlynntir
fjölmenningu
Íslendingar eru langjákvæðastir gagn-
vart Danmörku af öllum löndum
Í HNOTSKURN
» Þegar spurt er um viðhorftil einstakra landa eru Ís-
lendingar langjákvæðastir
gagnvart Danmörku. Hin
Norðurlöndin fylgja á eftir.
» Um og yfir 25% svarendavoru mjög jákvæð gagn-
vart öðrum löndum Vestur-
Evrópu sem spurt var um.
AÐFARANÓTT sunnudags stóð
Jafningjafræðslan fyrir göngu niður
Laugaveginn. Markmiðið með göng-
unni var að fá sem flesta úr öllum
þjóðfélagshópum til að taka höndum
saman í baráttunni gegn nauðgunum
og snúa við óheillaþróun í þeim efn-
um. Var gangan liður í átakinu Nóv-
ember gegn nauðgunum.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
tóku mun færri þátt í göngunni en
reiknað hafði verið með og var mjög
slæmri veðurspá kennt um. Taldi
lögreglan að göngumenn hefðu verið
70–80 talsins.
Gangan hófst um miðnætti á
Hlemmi og var gengið niður í Póst-
hússtræti þar sem göngufólkið leit-
aði skjóls í Hinu húsinu. Þar
skemmti trúbadorinn Toggi göngu-
fólkinu og lék ljúfa tóna af nýútgef-
inni plötu sinni.
Gengu á miðnætti
gegn nauðgunum
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Komin í skjól Trúbadorinn Toggi skemmti göngufólkinu með tónlist sinni.
ÁRNI Þór Helgason arkitekt gefur
kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
11. nóvember.
Árni Þór hefur
verið búsettur í
Hafnarfirði í
nokkur ár. Hann
varð stúdent frá
MR og lauk námi
frá Arkitektaskól-
anum í Árósum í
Danmörku. Hann
hefur alltaf starf-
að sem arkitekt
og þar af um 10 ár á eigin teikni-
stofu.
Eiginkona Árna Þórs er Kristín
Sveinsdóttir og eiga þau níu börn á
aldrinum 4 til 27 ára.
Árni Þór hefur setið í mörgum
stjórnum og deildum í frjálsum fé-
lagasamtökum og íþróttafélögum.
Hann hefur lagt stund á íþróttir til
fjölda ára, allt frá unglingsárum, og
var í landsliðinu í lyftingum, að því
er segir í tilkynningu um framboð
Árna Þórs. Hann á sæti í stjórn
Landsmálafélagsins Fram og í full-
trúaráði Sjálfstæðisflokksins í Hafn-
arfirði og kjördæmisráði. Hann var
á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafn-
arfirði í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum. Árni Þór opnaði kosninga-
skrifstofu í gær á Strandgötu 11.
Gefur kost
á sér í
5. sæti
Árni Þór
Helgason