Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is F yrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðar- lega í Þjórsá; Hvamms- virkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, en vinna tengd þessum virkjunum er í ákveðinni biðstöðu eins og stað- an er í dag, segir Guðlaugur Þór- arinsson, verkefnisstjóri Lands- virkjunar vegna undirbúnings virkj- ana í Neðri-Þjórsá. Sú biðstaða helgast af því að beðið er niðurstöðu viðræðna milli Lands- virkjunar og Alcan, sem hefur hug á að tryggja sér orku til að geta stækkað álver sitt í Straumsvík. Framtíð virkjananna er því í bið- stöðu þar til búið er að ná samn- ingum um sölu á orku sem þær geta framleitt. Rannsóknir hófust á virkjunar- kostum neðarlega í Þjórsá árið 2000, segir Guðlaugur. Árið 2001 hófst svokölluð verkkönnun þar sem grunnhönnun virkjananna var unnin – staðsetning, hæð stíflna o.fl. – og þær útfærðar tæknilega. Samhliða grunnhönnun var farið í mat á umhverfisáhrifum, sem stóð yfir til 2002, og fór síðan til Skipu- lagsstofnunar, sem féllst á fram- kvæmdina með nokkrum skilyrðum. Framkvæmdirnar voru kærðar en umhverfisráðherra féllst á þær vorið 2004. Umhverfismat var unnið sam- eiginlega fyrir efri virkjanirnar tvær, Hvammsvirkjun og Holta- virkjun, en sérmat var unnið fyrir Urriðafossvirkjun. Hvort tveggja matið var þó unnið samhliða. Ekki sótt um virkjanaleyfi Ekki hefur verið sótt um virkj- analeyfi fyrir virkjanir í Neðri- Þjórsá. Helgi Bjarnason, verkefnis- stjóri hjá Landsvirkjun, segir að það verði ekki gert fyrr en samningar hafa tekist um raforkusölu. Til að virkjanaleyfi séu veitt þarf að vera búið að staðsetja mannvirki, vegi og tengingar við flutningskerfi, og sýna fram á að búið sé að selja orkuna. Iðnaðarráðherra hefur það verkefni að gefa út virkjanaleyfi. Við undirbúning virkjana í Þjórsá hefur ekki þurft að sækja um sér- stakt rannsóknarleyfi til að vinna rannsóknir, ekki frekar en vegna vatnsaflsvirkjana í gegnum tíðina, heldur hefur Landsvirkjun einfald- lega haft þau leyfi sem þarf til að gera slíkar rannsóknir. Með lagabreytingu árið 2003 var það leyfi Landsvirkjunar afnumið, en ekki sett inn í lög að sækja þyrfti um leyfi vegna vatnsaflsvirkjana. Því var Landsvirkjun synjað um rannsóknarleyfi við Þjórsá þar sem ekki voru lagaheimildir til að heimila veitingu slíks leyfis, segir Helgi. Fyrr á þessu ári var svo bætt úr þeirri lagagloppu, og hefur nú verið sótt formlega um rannsóknarleyfi á nýjan leik. Áður en framkvæmdir hefjast þarf að fá framkvæmdaleyfi en þau gefa viðkomandi sveitarfélög út. Framkvæmdaleyfi er ekki gefið út nema búið sé að skipuleggja svæðið. Að virkjunum neðarlega í Þjórsá þurfa að koma fjórir hreppar; Rang- árþing ytra og Ásahreppur sem eru austan við Þjórsá, og Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur vestan árinnar. Guðlaugur Þórarinsson hjá Landsvirkjun segir að staðan sé sú í dag að aðalskipulag austan árinnar sé tilbúið og þar sé gert ráð fyrir virkjununum. Enn eigi þó eftir að gera breytingar á aðalskipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi. Pétur Ingi Haraldsson skipulags- fulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir að staða aðalskipulagsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sé sú að sveit- arstjórnin hafi samþykkt að auglýsa breytt aðalskipulag á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir virkjununum. Nú þurfi Skipulagsstofnun að taka málið fyrir og samþykkja að breyt- ingin verði auglýst. Þegar tillaga að breyttu aðal- skipulagi hefur verið auglýst verður hún í kynningu í fjórar vikur og í þann tíma, auk næstu tveggja vikna þar á eftir, er hægt að skila inn at- hugasemdum við tillöguna. Sveitar- stjórnin tekur að þeim tíma liðnum tillöguna og athugasemdirnar til meðferðar, og samþykkir þá eða hafnar skipulaginu, mögulega með breytingum. Sú samþykkt fer svo til Skipulagsstofnunar og ef hún hlýtur samþykki þar þarf umhverfisráð- herra að staðfesta hana. Í Flóahreppi, sem er sameinað sveitarfélag Villingaholtshrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverja- bæjarhrepps, er nú verið að vinna að aðalskipulagi fyrir það svæði sem áður tilheyrði Villingaholtshreppi. Margrét Sigurðardóttir, sveitar- stjóri Flóahrepps, segir að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til virkjunar í sveitarstjórninni. Vinna við aðalskipulagið muni þó komast á fullt skrið á næstunni, og hún vonist til þess að það verði auglýst á kom- andi vori, og fari svo í eðlilegan far- veg í kjölfarið. Deiliskipulag eftir áramót Helgi Bjarnason hjá Landsvirkj- un segir að hafist verði handa við að gera tillögur að deiliskipulagi vegna virkjananna fljótlega eftir áramót, en ekki er hægt að ljúka þeirri vinnu fyrr en aðalskipulag liggur fyrir. Þar sem það liggur fyrir í Rang- árþingi ytra og Ásahreppi sé hægt að vinna töluvert stóran hluta af deiliskipulaginu fyrir efri virkjan- irnar tvær, og ljúka svo verkinu þegar aðalskipulag hefur verið sam- þykkt í hinum hreppunum. Síðastliðið sumar voru unnar rannsóknir á svæðinu, þegar ljóst var að viðræður um orkusölu færu fram af alvöru milli Landsvirkjunar og Alcan. Þar er fyrst og fremst um jarðfræðirannsóknir að ræða, og eru þær að nálgast það að komast á lokastig, að sögn Guðlaugs hjá Landsvirkjun. Er þar um að ræða nákvæmari rannsóknir en áður hafði verið ráðist í. Ef virkjana- og framkvæmdaleyfi fást þarf að hanna virkjanirnar þrjár og undirbúa útboð. Útboðs- gagnagerð og lokahönnun virkjana fer líklega af stað ef samkomulag næst um raforkusölu við Alcan. Guð- laugur segir að eins og staðan sé núna sé reiknað með því að virkj- anirnar þrjár verði reistar allar í einu og verktíminn gæti þá verið frá lokum árs 2007 til byrjun árs 2010. Um gríðarstórt verk yrði að ræða, þó ekki sé það í líkingu við Kára- hnjúkavirkjun. Guðlaugur segir að reiknað sé með því að framkvæmd- irnar verði að umfangi um 35–40% af umfangi Kárahnjúkavirkjunar. Hann segir að þarna verði allar teg- undir af virkjunarmannvirkjum; stíflur, neðanjarðarstöðvarhús, skurðir og jarðgöng. Ekki verði þó hentugt að nota risabora á borð við þá sem notaðir hafa verið á Kára- hnjúkum við verkið. Kostar 36–37 milljarða Reiknað er með því að kostnaður við virkjanirnar þrjár verði á bilinu 36–37 milljarðar króna. Inni í þeirri tölu eru allar rannsóknir og forvinna sem þegar hefur átt sér stað. Þetta er um þriðjungur af kostn- aði við Kárahnjúkavirkjun. Sigurður St. Arnalds, talsmaður Kárahnjúka- virkjunar, staðfestir að kostnaður við Kárahnjúkavirkjunina verði lík- lega um 105 milljarðar króna, á upp- reiknuðu verðlagi haustið 2006. Orkuframleiðsla Hvammsvirkjun- ar, Holtavirkjunar og Urriðafoss- virkjunar verður svipuð og fram- leiðsla Búrfellsvirkjunar, segir Guðlaugur. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir því að Hvammsvirkjun geti skilað 80 MW, Holtavirkjun skili 50 MW, og Urriðafossvirkjun 125 MW, eða samtals 255 MW. Til samanburðar er gert ráð fyrir því að Kárahnjúkavirkjun skili um 690 MW. Tún og beitarland undir vatn Þrjú uppistöðulón munu sjá virkj- unum fyrir vatni. Hagalón verður við Hvammsvirkjun, Árneslón við Holtavirkjun og Heiðarlón við Urr- iðafossvirkjun. Guðlaugur segir að það land sem fara muni undir þessi lón sé bæði árfarvegur Þjórsár, beit- arlönd bænda og í einhverjum til- vikum tún. Heildarflatarmál lón- anna þriggja verður um 23,8 ferkílómetrar. Hagalón mun fara yfir hluta af túnum jarðarinnar Haga, yfir neðstu túnin sem liggja meðfram ánni. Annars er það að stærstum hluta beitiland sem fer undir lónið. Í Árneslóni fer hluti af túnum í landi Hjallaness, auk óræktaðs lands. Heiðarlón mun fyrst og fremst ná yfir óræktað beitiland, en fer þó inn á nokkrar minni jarðir, einkum vot- lendissvæði og mýrar, segir Guð- laugur. Almennt séð er litið svo á að virkj- anirnar eigi ekki að hafa áhrif á bú- skap á jörðunum, þótt þetta snerti nokkuð margar jarðir, mismikið þó. Biðstaðan sem mál virkjananna eru í um þessar mundir hefur þó áhrif á landeigendur því ekki er samið við þá um bætur og landauppkaup fyrr en búið er að ná samkomulagi um orkusölu. Þó hefur Landsvirkjun kynnt fyrir bændum og öðrum land- eigendum hver áhrifin verða. Allt land sem þarf að semja um er í einkaeigu og þegar raforkusamn- ingar hafa náðst þarf að semja við hvern og einn landeiganda, kaupa land sem raskast og bæta tjón sem verður. Náist ekki samkomulag við bændur eru heimildir fyrir því að láta nokkurs konar gerðardóm meta verðmæti þess sem spillist. Einnig verður að huga að vatns- réttindum, en ríkið á um 95% af vatnsréttindum í Neðri-Þjórsá. Við- ræður eru nú í gangi um yfirtöku Landsvirkjunar á réttindunum. Virkjanir bíða raforkusamnings Morgunblaðið/RAX Þjórsá virkjuð Áætlanir gera ráð fyrir þremur virkjunum í Þjórsá með þremur uppistöðulónum og verða þau samtals 23,8 ferkílómetrar að stærð. VIÐRÆÐUR milli Landsvirkjunar og Alcan um orkukaup til að hægt sé að stækka álver Alcan í Straumsvík hafa staðið yfir frá upphafi árs 2006, og staðfestir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að á meðan þær samningaviðræður séu í gangi muni Landsvirkjun ekki ræða við aðra sem sýna áhuga á orkukaupum á Suðurlandi. Alcan reiknar með aukinni orkuþörf, verði af stækkun í Straumsvík. Ekki hefur þó verið tekin endanleg ákvörðun um að stækka álverið, og verður ekki tekin ákvörðun um það þar til niðurstaða viðræðna við Lands- virkjun er komin, segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan. Þar er verið að leita samninga um 60% af orkuþörfinni vegna stækk- unarinnar, en þegar hefur verið samið við Orkuveitu Reykjavíkur um 40%. Reiknað er með að raforkan úr virkjunum í Þjórsá dugi ekki til, heldur þurfi þar við að bætast raforka frá Búðarhálsvirkjun í Tungnaá. Hrannar segir að þegar liggi fyrir samþykkt umhverfismat vegna stækkunarinnar og starfsleyfi hafi verið gefið út í nóvember 2005. Ef samningar nást við Landsvirkjun á því einungis eftir að fá samþykkt deiliskipulag vegna svæðisins og framkvæmdaleyfi, en hvort tveggja snýr að Hafnarfjarðarbæ. Hrannar segir að ekki verði sótt um framkvæmda- leyfi fyrr en niðurstaða sé fengin í viðræðum við Landsvirkjun. Stækkun í Straumsvík? # $%&'( & ) % '& *+    $    # -2%7   # *2%7 8 6  # &'*%7                               9 #  :     Fréttaskýring | Þrjár virkjanir eru í undirbúningi í neðri hluta Þjórsár sem gætu skilað orku árið 2010 Farið er að sjá fyrir end- ann á byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og kast- ljósið farið að beinast að fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Umhverfismat fyrir virkjanirnar hefur þegar verið staðfest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.