Morgunblaðið - 06.11.2006, Page 27

Morgunblaðið - 06.11.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 27 MEÐ því að breyta skattreglum í átt að því sem tíðkast í mörgum grannlandanna væri hægt að auka verulega fjármagn til mannúðar- og líknarmála, til menn- ingarstarfs, þar á meðal íþrótta, og til vísinda- rannsókna. Í nýrri tillögu leggj- um við til, sjö Samfylk- ingarmenn, að gerð verði gangskör að breyttum skattareglum um framlög til mann- úðar- og menningar- starfs. Tilgangurinn er að greiða fyrir fjár- magni til þessarar starfsemi með því að samfélagið leggi sitt fé saman við framlög einstakra gefenda. Með sérstökum reglum væri einnig hvatt til þess að framlögin takmarkist ekki við smekk eða geðþótta gefand- ans og taki síður mið af þröngum við- skiptahagsmunum. Stóraukin framlög Undanfarin ár hafa framlög stór- fyrirtækja og einstakra efnamanna stóraukist á þessu sviði. Þá hefur all- ur almenningur tekið vel undir í ein- stökum söfnunum en ekki er síður mikils um vert að regluleg framlög og sjálfboðið starf mynda hryggj- arstykkið í félagasamtökum á sviði mannúðarstarfa, menningar og íþrótta um allt land. Nú er staðan sú að fyrirtækjum er leyfilegt að draga frá skatti þá upp- hæð sem lögð er fram. Frádrátt- arbært framlag getur aldrei orðið hærra en nemur 0,5% tekna. Þó sýna tölur frá ríkisskattstjóra að í fyrra námu framlög af þessu tagi a.m.k. 1,3 milljörðum króna, samanber úttekt Ragnhildar Sverrisdóttur í Morg- unblaðinu 17. september. Þar koma líka fram að forystumenn í mann- úðar- og menningarstarfi telja að breyttar skattareglur gætu orðið til þess að þessi framlög ykjust stórlega. Í tillögu okkar er lagt til að bæði einstaklingar og fyrirtæki geti fengið skattaívilnun vegna slíkra framlaga, en nú geta aðeins fyrirtæki fengið frádrátt. Lagt er til að ívilnunin gildi um framlög til líkn- arstarfs og ýmiskonar hjálparstarfs, til vís- indarannsókna og til menningarstarfsemi af ýmsu tagi, þar á meðal til íþróttastarfs, sem er nýjung frá fyrri þing- málum um þetta frá fé- lögum okkar Ágústi Einarssyni og Einari Karli Haraldssyni. Tvær tillögur Tveir kostir eru sér- staklega nefndir í tillög- unni um skattívilnanir. Annarsvegar að tvöföld gjafarupphæð dragist frá skatti í stað einfaldrar nú. Sá sem leggur fram 100 þúsund krónur getur dregið þær, og aðeins þær, frá skatti. Með framlagið er farið einsog hvern annan rekstrarkostnað. Víða erlendis felst hinsvegar beinn gjafandhvati í skattareglum með því að framlagið afli gefandanum tvöfalds afsláttar. Fyrir 100 þúsund fengist þannig af- sláttur fyrir 200 þúsund. Hinsvegar er hlutallið 0,5% ótrúlega lágt. Í Dan- mörku er þetta hlutfall 15%, í Banda- ríkjunum 10% með ýmsum af- brigðum. Við leggjum líka til að skattaíviln- un aukist ef einstaklingar eða fyr- irtæki leggja framlög sín í við- urkennda styrktarsjóði þar sem fénu er ráðstafað á fyrirfram skilgreindum faglegum forsendum. Þá er gert ráð fyrir að engin tengsl séu milli gefand- ans og sjóðsins. Þannig væru gef- endur hvattir til framlaga án beinna áhrifa á þá starfsemi sem styrksins nýtur. Þetta gæti tryggt fé til menn- ingar-, mannúðar- og rannsókna- starfs sem af ýmsum ástæðum fer halloka við núverandi aðstæður. Nefna má ýmsa nýsköpun í listum, og nauðsynlegar rannsóknir sem ekki hafa fyrirfram svokallað hagnýtt gildi. Ívilnun sem skilar sér Aukin skattívilnun vegna framlaga af þessu tagi gæti auðvitað þrengt skattstofn frá því sem nú er. Þessar ráðstafanir mundu hinsvegar efla bæði rannsóknir, margvíslegt menn- ingarstarf og skapandi atvinnugrein- ar svokallaðar sem þeim tengjast. Hlutur menningarinnar er nú þegar um 4% af landsframleiðslu, og greini- legt að þar liggur einn af helstu vaxt- arsprotum atvinnulífsins í næstu framtíð. Líklegt er því að skattíviln- unin skilaði sér nær samstundis í auknum skatttekjum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þá yrði líknar- og hjálparstarf miklu öflugra, og íþróttahreyfingunni gæfist færi á að sinna betur þeim verkefnum sem nú skortir helst fé til þrátt fyrir margvíslegt viðskipta- samstarf við fyrirtækin, ekki síst barna- og unglingastarfi, almanna- íþróttum nú og afrekshópum kvenna! Ég er íhaldsmaður í skattamálum, tek tillögum um undantekningar og afslætti með tortryggni, trúi á fagn- aðarerindið Einfalt, Skilvirkt, Rétt- látt. Heilbrigð skynsemi segir mér hinsvegar að hér sé á ferðinni aug- ljóst framfaramál. Skattreglur greiði veg menningar og mannúðar Mörður Árnason fjallar um skattamál og tillögur Samfylk- ingarinnar þar að lútandi » Í nýrri tillögu leggj-um við til, sjö Sam- fylkingarmenn, að gerð verði gangskör að breyttum skattareglum um framlög til mann- úðar- og menningar- starfs. Mörður Árnason Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. NORÐURLANDARÁÐ sem er formlegur samstarfsvettvangur stjórnmálamanna Norðurlandanna var stofnað 1952. Grunninn að sam- starfi Norðurlandanna má þó að mestu rekja til grasrótarinnar í nor- rænu ríkjunum fremur en stjórnvalda enda hafa Norðurlandabúar um langt skeið fundið til mikillar sam- kenndar, frændsemi og vilja til samvinnu á breiðum grunni. Norrænu félögin, frjáls félagasamtök, voru stofnuð í Skandin- avíu árið 1919 og fáum árum síðar á Íslandi og í Finnlandi. Félögin höfðu að mark- miði að styrkja samstarf Norður- landanna, meðal annars með því að standa fyrir nemenda- og kenn- araskiptum milli landanna. Í þeim til- gangi beittu félögin stjórnvöld land- anna pólitískum þrýstingi til að auka norrænt samstarf og gera Norður- landabúum auðveldara að taka þátt í sameiginlegum verkefnum milli landanna. Í dag eru margvíslegar áætlanir á vegum Norðurlandaráðs sem vinna að þessum markmiðum og styður ráðið við þær fjárhagslega. Eitt slíkt verkefni, norrænt sam- starfsnet fólks með þroskaskerðingu, var nýlega kynnt á Norðurlöndunum af Steindóri Jónssyni en það gefur einstaklingum eins og honum tæki- færi á að vinna, nema og búa í öðru norrænu landi líkt og okkur sem höf- um átt þess kost að taka þátt í nor- rænum áætlunum eins og Nordjobb og Nordplus. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á Norðurlöndunum í októ- ber telja borgarar þeirra norrænt samstarf mikilvægt. Þannig telja 69% Ís- lendinga samstarf Norðurlandanna mjög mikilvægt til lengri tíma litið, 71% Norð- manna sömuleiðis og 74% Dana. Í heildina eru það 64% Norð- urlandabúa sem telja samstarf Norður- landanna mjög mik- ilvægt. Aðeins eitt pró- sent Norðurlandabúa telja að samstarf þjóð- anna ætti að vera minna en það er í dag, sem er óbreytt frá könnun sem gerð var árið 1993. Könnunin staðfestir að almenningi finnist norrænt samstarf enn sérlega mikilvægt. Í opinberri heimsókn Torbjørn Jagland, forseta norska Stórþings- ins, til Íslands á dögunum sagði hann að mikilvægt væri að auka samvinnu Íslands og Noregs við eftirlit á Norð- ur-Atlantshafinu vegna aukinnar ski- paumferðar, meðal annars olíuskipa. Sagði hann löndin þurfa í sameiningu að geta tekist á við mögulegar björg- unaraðgerðir og mengunarslys á hafi úti. Morgunblaðið tók undir orð Jagl- and og hvatti til að slíkt samstarf yrði kjarninn í nýrri utanríkis- og ör- yggismálastefnu Íslands. Það er rétt að taka undir þau orð. Ísland og Noregur hafa að und- anförnu átt viðræður um sameig- inleg þyrlukaup fyrir strandgæslur sínar. Vonandi bendir sú samvinna til að stefnt sé að víðtæku samstarfi landanna á sviði öryggismála. Þá stunda Danir einnig eftirlit á hafinu í kringum Færeyjar og Grænland sem gerir þá sömuleiðis að vænlegum kosti til samstarfs á sviði öryggis- mála. Það er víðtækur stuðningur al- mennings á Íslandi og hinum Norð- urlöndunum við norrænt samstarf. Það er því eðlilegt að íslensk stjórn- völd beini augum sínum í auknum mæli til Norðurlandanna á þessu sviði. Landfræðilegar og pólitískar ástæður ættu þar einnig að vega þungt enda eiga þjóðirnar náið sam- band á stjórnmálasviðinu. Íslendingar eiga einfaldlega mikla samleið með hinum Norðurlönd- unum. Að loknu þingi Norðurlandaráðs Bjarki Már Magnússon skrifar um norrænt samstarf » Það er víðtækurstuðningur meðal al- mennings við norrænt samstarf sem ætti að vera íslenskum stjórn- völdum leiðarljós í mót- un nýrrar öryggisstefnu landsins. Bjarki Már Magnússon Höfundur er stjórnmálafræðingur og stundar framhaldsnám í Danmörku með sérstaka áherslu á norræna sam- vinnu. NÝLEGA birtist eftir mig grein á miðopnu Morgunblaðsins um há- hitarannsóknir og rannsóknabor- anir. Tilgangur hennar var að skýra hvernig háhitarannsóknir fara fram, af hverju þyrfti rann- sóknaboranir og hvert væri hlutverk rannsóknaleyfis og laga um mat á um- hverfisáhrifum í því samhengi. Þessa grein má einnig finna á vefsíðu minni, www.isor.is/̃ogf. Í greininni lagði ég áherslu á mikilvægi þess að fleyta fram rannsóknum á auð- lindum gosbeltisins, t.d. með því að reita- skipta því og auglýsa eftir umsóknum um rannsóknaleyfi í því öllu. Með því móti fengjum við hraðast haldgóða þekkingu á auðlindum og nátt- úrufari gosbeltisins. Út frá þeirri þekk- ingu mætti taka upp- lýsta ákvörðun nátt- úruvernd og nýtingu. Ég tók hvergi af- stöðu til verndunar eða nýtingar á til- teknum svæðum, að- eins til öflunar þekk- ingar. Grein Valdimars Ég hef fengið nokkur viðbrögð við grein minni, flest jákvæð en fáeinir virðast hafa misskilið greinina sem mér þykir miður. Meðal þeirra eru Valdimar Leó Friðriksson, sem svaraði grein minni í Morgunblaðinu 23. okt. Þar segir hann m.a. „Ólafur reynir í grein sinni að telja lesendum trú um að með veitingu rann- sóknaleyfis sé á engan hátt verið að stefna náttúru svæðisins í voða. Það sé engan veginn ávísun á leyfi til að bora rannsóknarholur. Þessu trúir auðvitað ekki nokkur mað- ur.“ Hann bendir á að í Hverahlíð og á Ölkelduhálsi séu 2–3 rann- sóknarholur sem aldrei voru send- ar í umhverfismat og bæði svæðið séu sköðuð eftir rannsóknir í kjöl- far rannsóknaleyfis. Þarna ruglar Valdimar því miður saman því sem ég var að reyna að útskýra í grein minni, nefnilega muninum á rann- sóknaleyfi og leyfi til borunar á tilteknum stað. Ég ætla því hér á eftir að reyna að útskýra þetta að- eins betur. Rannsóknaleyfi veitir hvorki leyfi né hafnar borun á tilteknum stað. Það er Skipulagsstofnun, sem er undir umhverfisráðuneyti, sem metur hvort leyfa beri borun á háhitasvæði án umhverfismats eða ekki og það er hún sem úr- skurðar hvort borun skuli sam- þykkt að loknu umhverfismati. Úr- skurðir Skipulagsstofnunar eru kæranlegir til umhverfisráðherra sem hefur lokavald í málinu. Þess fyrir utan þarf framkvæmdaleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Þetta ferli tryggir auðvitað ekki að kom- ið sé í veg fyrir borun á við- kvæmum svæðum en það tryggir að ákvörðunin um það sé byggð á bestu upplýsingum um umhverfis- áhrifin og mismunandi sjónarmið komi fram. Rannsóknaleyfi Samkvæmt auðlindalögum á eig- andi jarðhita undir landi sínu en hefur mjög takmarkaðan rétt til að nýta hann án opinbers leyfis. Honum er þó heimilt að rannsaka hann eða leyfa öðrum að gera það. Eigandi háhitasvæðis getur því borað rannsóknaholu eða heimilað það öðrum, ekki þarf opinbert rannsóknaleyfi. Hins vegar gilda lög um umhverfismat um bor- unina. Þeim er ætlað að tryggja að landeigandinn geti ekki raskað náttúrunni meir en umhverfisyfirvöld leyfa. Þannig háttar til með bæði dæmin sem Valdimar nefnir, Ölkelduháls og Hvera- hlíð, bæði eru þau eign Reykjavík- urborgar og hún gæti látið bora þar þótt hún hefði ekki rann- sóknaleyfi. Skipulags- stofnun hefur auðvitað þurft að úrskurða hvort umhverfismats hafi verið þörf í þess- um tilvikum og bor- anirnar voru sam- þykktar að afloknu því ferli öllu. Iðn- aðarráðherra getur hins vegar veitt hverj- um sem er rannsókn- arleyfi án tillits til eignarhalds á landi. Það felur í sér rétt til að rannsaka auð- lindina hvar sem er innan rannsóknasvæð- is óháð því hver á landið. Leyfinu fylgir oftast forgangur að leyfi til nýtingar á svæðinu í tiltekinn tíma verði slík nýting á annað borð leyfð. Þess vegna er kostur fyrir orkufyrirtækin að fá rann- sóknarleyfi í eigin landi en ekki nauðsyn. Kjarni málsins er að rannsóknarleyfi jafngildir ekki heimild til rannsóknaborana eins og margir virðast halda. Þetta sést ef menn lesa auðlindalögin. Þekking er grundvöllur ákvarðana Ég tek undir að þörf er á nýrri sýn á málin og heildstæðri áætlun um nýtingu náttúruauðlindanna og verndun náttúrufyrirbæra. Sú áætlun verður að byggjast á stað- góðri þekkingu og á ekki að tak- markast við orkuiðnaðinn. Við þurfum að þekkja hin ýmsu nátt- úrfyrirbæri og hversu algeng þau eru til að leggja mat á vernd- argildi. Við þurfum að vita hvar virkjanlegur jarðhiti er til að geta metið hvaða svæði koma til greina til orkuvinnslu og þá er óhjá- kvæmilegt að bora rann- sóknaholur. Það er hins vegar vandalítið að ganga þannig frá umhverfi rannsóknarholna að rannsóknum loknum að þær verði lítið áberandi. Benda má á mörg dæmi um háhitaholur sem eru nánast horfnar, frá öðrum hefur verið gengið snyrtilega en vissu- lega eru dæmi um frágang sem er ábótavant. Valdmar bendir réttilega á að lítið fé fáist til rannsókna á nátt- úrufari á háhitasvæðum. Mestur hluti þess kemur nú frá orkugeir- anum, annars vegar frá ríkinu og hins vegar frá orkufyrirtækjum til náttúrufarsrannsókna á svæðum sem þau hafa rannsóknaleyfi á. Með því að leggjast gegn veitingu rannsóknaleyfa er verið að hafna fjármagni til rannsókna og öflunar nýrrar þekkingar og verið að auka hættu á að teknar verði óskyn- samlegar ákvarðanir um virkjun, aðra nýtingu eða verndun. Rannsóknaleyfi Ólafur G. Flóvenz skrifar um háhitarannsóknir og rann- sóknaboranir Ólafur G. Flóvenz »Með því aðleggjast gegn veitingu rannsóknaleyfa er verið að auka hættu á að tekn- ar verði óskyn- samlegar ákvarðanir um virkjun, aðra nýtingu eða verndun. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og forstjóri ÍSOR. Sagt var: Þingið hefst á morgun og lýkur á laugardag. BETRA VÆRI: Þingið hefst á morgun og því lýkur á laugardag. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.