Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 41 dægradvöl 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Bb4 5. exd5 Dxd5 6. Bxf6 Bxc3+ 7. bxc3 gxf6 8. Dd2 Da5 9. Bd3 Bd7 10. Re2 Bc6 11. Rf4 e5 12. dxe5 fxe5 13. Rh5 Rd7 14. Rg7+ Kf8 15. Rh5 e4 16. Be2 Ke7 17. Hd1 Hag8 18. Rg3 De5 19. De3 b6 20. Hd4 Kd8 21. O-O f5 22. f4 Df6 23. Hfd1 h5 24. Rxh5 Dh4 Staðan kom upp í fyrri hluta Flug- félagsdeildar Íslands-móts skák- félaga sem fór fram fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Alþjóðlegi meistarinn Stefán Krist- jánsson (2482) hafði hvítt gegn Dan- anum Torbjorn Bromann (2379). 25. Hxd7+! Bxd7 26. Dd4 Hh7 Hvítur hefði einnig haft unnið tafl eftir 26 … De7 27. Rf6. 27. Df6+! Dxf6 28. Rxf6 Hgg7 29. Rxh7 Hxh7 30. Bb5 Hvítur tryggir sér nú unnið peðsendatafl. 30…Kc8 31. Bxd7+ Hxd7 32. Hxd7 Kxd7 33. Kf2 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Upplýsingaþvingun. Norður ♠Á7543 ♥986 ♦G6 ♣862 Vestur Austur ♠D9 ♠1086 ♥102 ♥ÁDG743 ♦98532 ♦74 ♣9754 ♣103 Suður ♠KG2 ♥K5 ♦ÁKD10 ♣ÁKDG Suður spilar 6G og fær út hjartatíu. Eftir útspilið sér sagnhafi ellefu slagi og þarf að finna spaðadrottn- inguna til að ná þeim tólfta. En það verður ekki vandamál, því austur vakti á tveimur hjörtum (af og því helgast útspilið) og þegar austur svo sýnir 2-2 í láglitunum teiknast upp hjá honum þrír spaðar. Segjum að suður fái fyrsta slaginn á hjartakóng. Sagnhafi tekur alla láglitaslagina og fer niður á fjögur spil: Í borði á hann Á7 í spaða og 98 í hjarta, en heima KG2 í spaða og eitt hjarta. Austur verður að henda spaða (annars má fría hjartað) og þá er vitað að spaðinn sem eftir er fellur í tvo efstu. Svokölluð upplýsingaþving- un. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 höggs út í loft- ið, 8 öldu, 9 þoli, 10 græn- meti, 11 veiða, 13 vísa veg, 15 skammt, 18 mæli- eining, 21 hestur, 22 ósanna, 23 ungbarn, 24 óhemja. Lóðrétt | 2 duglegar, 3 tilbiðja, 4 iðinn, 5 æli, 6 áll, 7 ósoðna, 12 liðin tíð, 14 málmur, 15 svengd, 16 reiki, 17 fell, 18 vaxin, 19 héldu, 20 keyrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 topps, 4 burst, 7 síðan, 8 teppi, 9 nýt, 11 apar, 13 bali, 14 úrill, 15 barm, 17 Ægir, 20 úti, 22 lýsir, 23 losti, 24 arðan, 25 neiti. Lóðrétt: 1 tuska, 2 peðra, 3 senn, 4 bætt, 5 rupla, 6 teiti, 10 ýmist, 12 rúm, 13 blæ, 15 bylta, 16 ræsið, 18 gusti, 19 reiki, 20 úrin, 21 ilin. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Frægur bandarískur rithöfundur,William Styron, lést í síðustu viku, 81 árs að aldri. Ein af frægari bókum hans var Sofie’s Choice og var hún m.a. kvikmynduð. Hver fór með aðalhlutverkið? 2 Samningur hefur verið gerðurum að kanna möguleika á menningar- og náttúrusetri á Álfta- nesi. Hver er bæjarstjóri þar? 3 Sr. Sigurður Árni Þórðarson erhelsti forsprakki kyrrðardaga í Neskirkju. Hann er einnig liðtækur djassleikari. Á hvaða hljóðfæri leikur hann? 4Magga Stína hefur gefið útgeisladisk þar sem hún túlkar lög eins ástsælasta söngvahöfundar okkar. Hver er hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Lögreglan handtók mann fyrir að stela gínu. Hvaða skýringu gaf maðurinn? Svar: Hann var einmana og ætlaði að hafa hana heim með sér. 2. Tvö trúfélög fengu fyr- irheit um lóðir. Hvaða félög eru þetta? Svar: Ásatrúarfélagið og Trúfélag rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. 3. Ungur matreiðslumaður, var valinn í Bo- cuse d’Or-matgæðingakeppninni . Hvar er keppnin haldin? Svar: Í Lyon í Frakklandi. 4. Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverð- launanna. Hvað kallast þau? Svar: Eddan. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    EF EINHVER vill endurnýja kynni sín af myndum um austurlenska bardagalist eða endurvekja áhugann á verkum um íþróttina (eftir mikið framboð af ruslmyndum) er þeim hinum sama bent á að drífa sig á Ótta- lausan. Hún er dálítið misjöfn fyrir augu Vesturlandabúa sem eru óvanir kurteislegri framkomu og agaðri hegðun hinna aust- urlensku, sem m.a. nota færri og markviss- ari orð í tjáskiptum, ekki síst þegar ástin er annars vegar. Á hinn bóginn býr Óttalaus yfir ein- hverjum glæsilegustu og raunsæjustu bar- dagaatriðum sem undirritaður hefur séð í myndum um þetta afmarkaða efni. Engar ofurbrellur að hætti Ang Lee í Crouching Tiger … heldur virka þau svo fullkomlega eðlileg að maður heldur niðri í sér andanum þegar átökin eru sem hörðust. Óttalaus segir ævisögu garpsins Huo Yu- an Jia (1869–1910), þjóðsagnapersónu og þjóðhetju í Kína. Hann lagði grundvöllinn að Jingwu-skólanum og varð frægasti bar- dagamaður Kína, þar sem goðsögnin lifir enn og Ronny Yu gefur endurnýjaðan kraft með mikilfenglegri mynd. Huo Yuan Jia hlaut strangt uppeldi hjá bardagamanninum föður sínum sem lagði mikla áherslu á drengilega baráttu til síð- ustu hreyfingar. Huo Yuan Jia gekk lengra, með dapurlegum afleiðingum, og árum sam- an sleikti hann sár sín úti í sveit. Reis upp að nýju og vann frækna sigra uns hann féll fyrir hendi eiturbyrlara. Mikil áhersla er lögð á þátt Huo Yuan Jia í sjálfstæðisbaráttu Kína upp úr aldamót- unum 1900. Þá var þetta mikla land í helj- argreipum útlendinga, sem ekki aðeins blóðmjólkuðu íbúana heldur gerðu lítið úr þeim á allan hátt. Huo Yuan Jia barðist ekki aðeins til sigurs heldur til að end- urvekja sært stolt þjóðar sinnar. Svo lengi sem atburðarásin fer fram í keppnishringnum er Óttalaus kynngimögn- uð upplifun. Utan hans er hún áhugaverð og óvænt skemmtun úr þessari átt. Kaflinn þegar Huo Yuan Jia fer í sjálfskipaða út- legð og andlega endurhæfingu út á lands- byggðina er nokkuð langdreginn en hefur vafalaust undirstöðugildi fyrir hina kín- versku þjóðarsál, og aðrir geta rifjað upp hversu mikilvægt er að plægja vel akur sinn. Jet Li er góður leikari þegar á þarf að halda og sem bardagamaður er enginn hon- um fremri. Kóreógrafía ótrúlegra átakaat- riðanna, sem eru bæði fjölbreytt og magn- þrungin, er þó aðal myndarinnar. Bardagar og boðskapur KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Ronny Yu. Aðalleikendur: Jet Li, Nakam- ura Shidou, Sun Li,Dong Yong. 105 mín. Kína/Hong Kong/Bandaríkin 2006. Óttalaus (Fearless/Huo Yuan Jia)  Glæsileg „Á hinn bóginn býr Óttalaus yfir einhverjum glæsilegustu og raunsæustu bardagaat- riðum sem undirritaður hefur séð í myndum um þetta afmarkaða efni,“ segir m.a í dómnum. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.