Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 29
ÉG ÆTTI kannski ekki að vera
að upplýsa það opinberlega en sann-
leikurinn er sá, að ég hef ekki ennþá
beðið nokkurn mann um að kjósa
mig í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Ekki einu sinni krakkana mína.
Ekki hringt eitt einasta símtal, ekki
auglýst, bara setið
auðum höndum og
beðið. Og þá kann ein-
hver að spyrja: til
hvers ertu þá að gefa
kost á þér?
Svarið er þetta: Ég
býð mig fram til að
lýsa yfir stuðningi með
málstað og hugsjón.
Ég býð kjósendum upp
á val, ég er þarna með
á körseðlinum, nafnið
mitt stendur þar skýr-
um stöfum og þátttak-
endur ráða því sjálfir
hvort þeir vilji kjósa mig eða ekki.
Hvort eð er. Hvort sem ég hringi
eða ekki. Hvort sem ég falast eftir
atkvæðinu eða ekki. Þeir sem telja
mig geta gert gagn, þeir kjósa mig.
Þeir sem telja lista Samfylking-
arinnar sigurstranglegri án mín,
þeir kjósa mig ekki. Svo einfalt er
það.
Samfylkingin er að fara í kosn-
ingar á næsta vori og hún er flokkur
jafnaðar, réttlætis og samábyrgðar.
Hún er andvíg lögmáli frumskóg-
arins, hún berst gegn óheftri mark-
aðshyggju, Samfylkingin er samtök
fólks sem byggir skoðanir sínar á
þeirri einlægu sannfæringu að við,
hvert og eitt, berum ábyrgð á sam-
borgurum okkar, að okkur komi við
hvernig öðru fólki liður og vegnar.
Samfylkingin, forysta hennar og
talsmenn geta gert mistök og þar
eru kynlegir kvistar innan um. En
hugsunin er sú sama: aukinnn jöfn-
uður, aukið frelsi, öryggi og sam-
hyggð. Ég er algjörlega sannfærður
um að þetta er hugsun sem býr með
okkur flestum. En hin kalda stað-
reynd er hinsvegar sú, að þjóðfélag-
ið, hið íslenska samfélag er á hraðri
leið frá þessum meg-
instoðum velferð-
arríksins. Það er firr-
ing allt í kringum
okkur, við horfum upp
á dansinn í kringum
gullkálfinn, misskipt-
ingu, misrétti, og við
horfum upp á firr-
inguna í vaxandi heim-
ilisofbeldi, óreglu og
vanrækslu á gagnvart
þeim sem minna mega
sín. Skattbyrði hinna
efnaminni eykst meðan
hún lækkar hjá þeim
betur stæðu. Litið er á almanna-
tryggingar sem ölmusu, fátæku
fólki fjölgar og græðgin hefur náð
tökum á okkur, tillitsleysið gagnvart
okkar minnsta bróður er í lágmarki
og lífsgæðin, frelsið og gleðin breyt-
ast í strit og vonleysi og eilífan elt-
ingarleik við skottið á sjálfum sér.
Skilningsleysi á högum eldri borg-
ara er svo kapituli út af fyrir sig. Og
öllum til skammar.
Við þurfum að breyta þessu. Það
þarf að gera á vettvangi stjórnmál-
anna, á alþingi og fyrir forgöngu
nýrrar ríkisstjórnar. Nota ríkidæmi
okkar til að sem flestir geti notið
þess. Fátækt eru fjötrar. Vansæld
er helsi og þegar sú rót er rifin upp
sem felst í samkennd og samúð og
samfélagslegri ábyrgð, þá er mál að
skipta um gír, skipta um stjórn-
endur og stefnu. Enda er það eng-
um til góðs að völdin séu lengi á
sömu hendi. Hvorki valdhöfunum
sjálfum né þegnunum.
Þegar svona er komið má enginn
liggja á liði sínu. Okkur kemur það
öllum við í hverskonar þjóðfélagi við
viljum lifa í, börnin okkar og barna-
börnin. Það getur enginn skorast
undan í þeim leik, í þeirri baráttu,
sem framundan er.
Það er á þessum forsendum sem
ég býð fram krafta mína og svara
þessu kalli samtímans. Ekki fram-
ans vegna, ekki af persónulegum
metnaði, heldur í þeirri einlægu trú
og vissu, að það munar um hvern og
einn. Í framboði, í atkvæði, í skyldu
okkar að axla ábyrgð og fylgja sann-
færingu og samvisku.
Samfylkingin er að safna liði og
stilla því upp. Það á enginn neitt
þegar að því kemur að velja þessa
framvarðarsveit. Persóna mín er
ekkert aðalatriði. Þess vegna bið ég
ekki neinn um neitt. En ég er til í
þennan slag ef eftir því er leitað.
Ég er til í þennan slag
Ellert B Schram segir frá
ástæðum þess að hann gefur
kost á sér í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík
» Þeir sem telja miggeta gert gagn, þeir
kjósa mig. Þeir sem
telja lista Samfylking-
arinnar sigurstrang-
legri án mín, þeir kjósa
mig ekki.
Ellert B. Schram
Höfundur býður sig fram í hvaða sæti
sem er á lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík .
HORFI maður á myndir frá
Hubble sjónaukanum og sér þangað
sem sólirnar fæðast, þá getur maður
eiginlega fundið til stolts yfir því að
tilheyra mannkyninu. Þessum ör-
smáu lífverum í risavöxnum geimn-
um, sem vita um þetta og sjá. Hugs-
anir mannsins og
tiltektir á vísindasvið-
inu eru furðuverk, sem
gætu fyllt hvern mann
stolti. Það eru til-
tölulega fáir ein-
staklingar, sem hafa
skipt einhverju meg-
inmáli fyrir mann-
kynið. Einn af þeim var
Einstein og hugmyndir
hans um himngeiminn.
Maðurinn á kannske
ekki sameiginlegt
nema nafnið, þó aðrar
skoðanir séu í tízku.
Það er önnur hlið á þessu mann-
kyni, sem lætur mann efast um að
þetta sé í raun sama dýrategundin.
Einstein skrifaði með öðrum vís-
indamönnum bréf til Bandaríkja-
forseta í byrjun heimstyrjaldar, að
ráðast mætti í smíði sprengju eftir
jöfnunni um orkuna, massann og
ljóshraðann í öðru veldi. Sprengjan
varð þó líklega til þess að 3. heim-
styrjöld hefur ekki brotist út enn, þó
að manndráp gangi víðast hvar alveg
þokkalega án atómsins.
Mikill hluti mannkyns játast undir
fornaldarkenningar, sem boða heilög
stríð gegn vantrúuðum. Nú láta
réttrúaðir austur í Íran vinna að
bombusmíði fyrir sig samkvæmt
jöfnum Einsteins. Þá vantar hvorki
sannfæringuna né réttlætinguna
fyrir beitingu slíkra meðala svo að
féndur þeirra megi öðlast eilífa virð-
ingu fyrir hinni helgu bók. Hvar fær
vísindaleg hugsun hæli ef mann-
kynið verður ofurselt alræði og ólæsi
Ayjatollanna í Íran eða Talibananna
í Afganistan? Er furða þó einhverjir
velti vöngum yfir gagnsemi trúar-
bragða fyrir mannkynið yfirleitt?
Einskonar hugsanalögregla virð-
ist hindra hér umræður um innflytj-
endamál. Sá sem lætur uppi
ákveðnar skoðanir sínar í kynþátta-
málum er hýddur af dómstólum
landsins. Er ekki tjáningarfrelsið í
raun takmarkað hér eins og Íran ?
Enginn ritstjóra íslenzkra blaða
hefur birt myndirnar úr Jyllands-
póstinum, þó þeir
skrifi langt mál um
nauðsyn tjáning-
arfrelsisins? Skaðaðu
ei skálkinn svo hann
skemmi þig ekki er
auðvitað skynsamleg
afstaða.
Þær tölur heyrðust
frá Bretlandi, að þeir
telja að 17 % þarlendra
múslima séu strang-
trúarmenn. 4 % þeirra
séu reiðubúnir til að
deyja í stríði gegn
óvinum Islams. Sé
þetta rétt tölfræði þá getur hver
hugsað sitt. Múhameðsfólki frá suð-
lægum ríkjum virðist líka gjarnt að
lifa fremur eftir framandi venjum
sínum en landslögum fósturlandsins
Ísland siglir nú hraðbyri til hins
opna fjölmenningarsamfélags, sem
enginn vill þó kannast við að hafa
markmiðssamþykkt. Nýinnfluttar
eiginkonur verða vandamál þjóð-
arinnar ef sambúðin slitnar. Útlend-
ir eiturlyfjasalar yfirfylla fangelsin
okkar en hið forna útlegðarhugtak
virðist hafa týnst í áranna rás.
Mætti ekki nýta byggingar á Kefla-
víkurflugvelli til að bæta úr aðkall-
andi skorti á fangelsaplássi ?
Mörgum finnst ofbeldi of útbreitt
í íslenzku þjóðfélagi og að misynd-
ismönnum sé of oft sleppt út að
morgni. Sálarlíf gerendanna virðist
stundum vekja meiri athygli en
fórnardýranna. Eitthvert kristilegt
umburðarlyndi, opin fangelsi og
skilningur til handa hinna agalausu
virðast eiga að koma í stað beinna
refsinga. Af hverju skyldi þá ekkert
eiturlyfjavandamál vera til í Singa-
púr meðan það vex hér?
Munu trúflokkar fara brátt að
hafa áhrif á Alþingi Íslendinga?
Einhver vill kannske velta því fyrir
sér hvernig Íran fór að því að breyt-
ast úr hugsanalega frjálsu framþró-
unarsamfélagi undir keisaranum í
miðaldaríki réttrúnaðar? Hvernig
þriðjaríki Hitlers varð til í landi
Göthes og Einsteins?
Andvaraleysi getur haft ófyr-
irséðar afleiðingar. Þjóð, sem leiðir
sífellt hjá sér óþægilega hluti, getur
vaknað við vondan draum. Hvernig
skyldu menn sjá framtíð Íslands
þegar hér verða þúsundir súnní- og
sjítamúslima, auk annarra þúsunda
fólks af framandi kynstofnum? Er-
um við ekki þegar búin að opna
landamæri okkar öllu meira en
sumar nágrannaþjóðirnar? Getur
sundurlynd þjóð verið andlega
viðbúin innrás? Fengist þjóðin núna
í nýtt landhelgisstríð fyrir kvóta-
greifana? Munum við eiga eitthvað
sameiginlegt þjóðerni að verja?
Það blasir við örbirgðarfólki
heimsins, að hér er feitt land, sem
innfæddir virðast ekki láta sér sér-
lega annt um. Þegar ýmsum for-
ystumönnum þess virðist meira að
segja liggja beinlínis á að afhenda
landið vaxandi straumi óflokkaðra
innflytjenda, þá er skiljanlegt að
biðraðirnar lengist. Og þó að marg-
ir innflytjenda okkar séu til muna
betri en ýmsir þeirra sem fyrir eru,
þá telja margir ekki liggja svona
mikið á., Hvernig skyldi innflytj-
endamálum annars vera háttað í
Lichtenstein?
Hverskonar þjóð kýs til Alþingis í
vor? Um hvað verður kosið? Hvers-
konar þjóð eru eiginlega Íslend-
ingar?
Hverskonar þjóð ?
Halldór Jónsson skrifar um af-
stöðu Íslendinga til fjölþjóða-
samfélagsins
» Andvaraleysi geturhaft ófyrirséðar af-
leiðingar.
Halldór Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
MENNTAMÁLARÁÐU-
NEYTIÐ stóð nýlega fyrir mál-
þinginu „Háskólastig á tímamót-
um“ þar sem m.a. var
kynnt nýútkomin
skýrsla OECD um há-
skólastigið á Íslandi,
sem er sú fyrsta sem
kemur út í skýrsluröð
um háskólastigið í 24
löndum. Almennt er
skýrslan litin jákvæð-
um augum og hún tal-
in vera mikilvægt inn-
legg í umræðu um
háskólamál. Það vakti
hins vegar athygli
undirritaðs hvað um-
fjöllun um al-
þjóðavæðingu há-
skólastigsins eru í litlu
samræmi við umræðu
um slík mál í Evrópu
og víðar í dag. Í
skýrslunni er farið
mjög lofsamlegum
orðum um al-
þjóðavæðingu háskóla
á Íslandi og bent á
fjölda íslenskra stúd-
enta og kennara sem
sækja sér menntun er-
lendis því til stuðn-
ings. Hins vegar er lítið sem ekkert
fjallað um aðgengi erlendra að ís-
lenskum háskólum né heldur um
samskipti íslenskra stúdenta við
erlenda stúdenta og kennara í ís-
lenskum háskólum.
Árið 1999 birti Bengt Nilsson
grein sem fjallar um „alþjóðavæð-
ingu heima fyrir“. Í greininni segir
frá verkefni í Háskólanum í Malmö
sem hafði það að markmiði að auka
þátttöku innflytjenda í háskól-
anum, sem þá voru um 60% íbúa í
borginni, og um leið að skapa al-
þjóðlegt umhverfi fyrir alla stúd-
enta í háskólanum. Rök Nilssons
fyrir þessari nálgun á alþjóðavæð-
ingu eru að þótt 10% stúdenta í
skólanum fari í nám erlendis eru
um 90% sem ekki gera það. Með
verkefninu var stefnt að því að
nýta bæði fjölþjóðlegt umhverfi í
borginni og reynslu stúdenta og
kennara sem tóku þátt í stúdenta-
og kennaraskiptum til að skapa al-
þjóðlegt háskólasamfélag. Greinin
vakti gífurlega athygli og er „al-
þjóðavæðing heima fyrir“ eitt um-
ræddasta hugtak á ráðstefnum og í
fræðiritum um alþjóðavæðingu
menntunar um þessar mundir.
Í kjölfar skrifa Nilssons hefur al-
mennt verið litið svo á að al-
þjóðavæðing sé tvíþætt. Annars
vegar er „menntun yfir landa-
mæri“, en þá er átt við nemenda-
og kennaraskipti og önnur sam-
skipti sem stuðla að flutningi þekk-
ingar milli landa og hins vegar er
„alþjóðavæðing heima fyrir“. Í
fréttabréfi OECD-verkefnisins
„Institutional Management in Hig-
her Education“ frá mars 2004 er al-
þjóðavæðing skilgreind með þess-
um hætti. Því má ætla að þessi
tvíþætta skilgreining sé þekkt og
notuð innan stofnunarinnar. En í
skýrslu OECD um háskólastigið á
Íslandi er hugtakið „alþjóðavæðing
háskólastigsins“ ekki skilgreint og
snýst umfjöllunin um alþjóðavæð-
ingu nær eingöngu um „menntun
yfir landamæri“. Sem slík, er um-
fjöllunin mjög jákvæð og vissulega
getum við verið hreykin af okkar
háskólasamfélagi fyrir það hversu
vel meðvituð við erum um það sem
er að gerast á alþjóðlegum vett-
vangi. Það hefur líka mikið að
segja að frá Íslandi fara hlutfalls-
lega margir stúdentar í nám er-
lendis og að háskólakennarar eru
langflestir menntaðir erlendis.
Samt er það staðreynd
að langflestir íslenskir
stúdentar fara ekki í
nám erlendis. Enn-
fremur er hæpið að
líta svo á að það að ís-
lenskir stúdentar skuli
læra af kennurum sem
hafa hlotið sína
menntun erlendis
komi í staðinn fyrir
samneyti við erlenda
kennara og skóla-
félaga í akademísku
umhverfi. Því þó svo
að kennarar hljóti sína
menntun erlendis og
komi heim til að kenna
eru þeir samt sem áð-
ur Íslendingar að
miðla þekkingu til ís-
lenskra stúdenta í ís-
lensku samfélagi.
Stúdentarnir þurfa að
mjög takmörkuðu leyti
að vinna sjálfir úr
menningarlegum
hindrunum. En hnatt-
vædda þekkingarsam-
félagið sem við erum
að búa okkar stúdenta undir að
taka þátt í krefst þess að ein-
staklingar hafi hæfni til að taka á
móti, miðla og skapa þekkingu í
fjölmenningarlegu umhverfi.
Ef háskólastigið á Íslandi ætlar
sér að standast samanburð við þau
lönd sem við berum okkur gjarnan
við, eins og t.d. Finnland, þar sem
skólar og yfirvöld hafa sameinast
um að efla alþjóðavæðingu heima
fyrir, þarf að vera meiri samvinna
milli háskóla og yfirvalda í stefnu-
mótun. Eins og er, er margt sem
hindrar alþjóðavæðingu sem há-
skólarnir sjálfir fá lítt ráðið við.
T.d. tekur um þrjá mánuði fyrir
stúdenta utan EES að fá nauðsyn-
leg leyfi til að stunda hér nám.
Ennfremur felur stúdentaleyfið
ekki í sér heimild til að starfa í
landinu og þess er krafist að stúd-
entar séu í fullu námi. Það hlýtur
að vera augljóst að þetta takmark-
ar mjög möguleika þeirra sem vilja
koma hingað frá löndum utan EES.
Það verður afar athyglisvert að
bera skýrsluna um háskólastigið á
Íslandi saman við skýrslur annarra
landa, sérstaklega þau lönd þar
sem markviss heildræn stefnumót-
un í alþjóðavæðingu háskólastigs-
ins er lengra á veg komin en hér.
En þar til það gerist er ólíklegt að
skýrsla OECD gagnist mikið við þá
stefnumótunarvinnu sem þarf að
fara fram þar sem fjöldi íslenskra
stúdenta sem fer erlendis í nám er
mjög takmarkaður mælikvarði á al-
þjóðavæðingu háskóla.
Alþjóðavæðing
háskólastigsins
Tryggvi Thayer fjallar um al-
þjóðavæðingu háskólastigsins
Tryggvi Thayer
» Það verðurafar athygl-
isvert að bera
skýrsluna um
háskólastigið á
Íslandi saman
við skýrslur
annarra
landa …
Höfundur hefur lokið MA-námi í
stjórnsýslu alþjóðlegrar menntunar
og þróunar.
Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
Engin gerviefni
í rúmfötunum
frá okkur
Fréttir
í tölvupósti