Morgunblaðið - 06.11.2006, Side 20

Morgunblaðið - 06.11.2006, Side 20
Morgunblaðið/Sverrir Sigurvegarar María Birta Bjarnadóttir með nokkrum af félögum sínum úr sigurliðinu en alls voru sex strákar með henni í liðinu. Eins og elding hleypur húnyfir mela og móa, millifiskikara og hjólagrinda.Fimlega víkur hún sér undan skæðri skothríð andstæðing- anna og skelfist ekkert. Hér er ekki verið að lýsa hasarhetju úr tölvuleik heldur ósköp venjulegri, 18 ára menntaskólastelpu, Maríu Birtu Bjarnadóttur. Ásamt vöskum félögum úr MH sigraði hún fram- haldsskólamótið í litbolta á dög- unum. Alls tóku 25 framhaldsskólar þátt í keppninni að loknum und- ankeppnum. „Það voru a.m.k. 12 lið sem tóku þátt í undankeppninni í MH,“ útskýrir María en sjö manns eru í hverju liði. „Keppendurnir eru búnir byssum sem litboltum er skotið úr á andstæðinginn. Kúl- urnar innihalda matarlit og ein- hvers konar fitu en utan um þær er hörð skurn. Ef hún springur á keppanda er hann úr leik og þá er alveg sama hvort hún hæfir hann í litlaputtann, rassinn eða annan stað á líkamanum. Það er fremur sárs- aukafullt að fá svona kúlu í sig og þess vegna er flestum mikið í mun að halda sér á lífi í keppninni.“ Hraðar hendur Leikurinn fer fram á þar til gerðum velli sem við álverið í Straumsvík. Auk þess að vera þak- inn mosa, grjóti og háu grasi eru á honum lítið hús, fiskikör og ým- iskonar dót, sem María segir koma sér vel til að skýla sér fyrir kúlna- hríðinni. „Takmarkið er að ná fána sem er falinn á vellinum og flagga honum en sá sem nær því er búinn að sigra. Í rauninni skiptir engu hversu margir eru þá eftir á lífi í liðinu og t.d. náði ég að flagga í einni keppninni þótt ég væri ein eftir í liðinu. En auðvitað er erf- iðara að sigra eftir því sem færri eru til að berjast.“ Dómarar fylgjast svo með því að allt fari fram eftir kúnstarinnar reglum auk þess sem þeir passa upp á tímann. Ekki veitir af því hver leikur varir aðeins í fimm mínútur og því um að gera að hafa hraðar hendur ætli maður sér að sigra. „Maður áttar sig ekkert á því hvað tímanum líður því adrenalínið er alveg á fullu á meðan keppnin er,“ segir María. Hún bætir því við að strangar kröfur séu gerðar til búnaðar þeirra sem keppa og sér- staklega sé mikilvægt að klæðast andlitshlíf til að koma í veg fyrir meiðsl í andliti og augum. Sex strákar voru með Maríu í sigurliðinu en hún segir stelpur í miklum minnihluta keppenda. „Það eru dæmi um stelpulið en almennt er ekki algengt að stelpur keppi á framhaldsskólamótinu. Núna vorum við þrjár í keppninni en ég var eina stelpan sem keppti meðal fjögurra efstu liðanna.“ Keppni Þátttakendur eru búnir byssum sem litboltum er skotið úr. Með adrenalínið á fullu |mánudagur|6. 11. 2006| mbl.is daglegtlíf Dr. Keith Amachts- heer kynnt sér stöðu lífeyrismála í heiminum í dag.»22 fjármál Hundurinn Stubbi er lágur vexti og einn af örfáum þrífæt- lingum þessa lands. » 21 gæludýr Á þessu ári setti Póri í Laxnesi þolreiðarkeppni á laggirnar í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og nú síðast í Svíþjóð. » 23 hestar NÝ rannsókn í Bandaríkjunum bendir til þess að karlmenn séu með miklu minna af kyn- hormóninu testósteróni en jafnaldrar þeirra fyrir 10 eða 20 árum, að því er fram kemur á vef tímaritsins Journal of Clinical Endocrin- ology. Vísindamenn við NERI-rannsóknastofn- unina á Nýja-Englandi mældu testósterónið í blóðsýnum sem tekin voru á sautján árum úr 1.500 heilbrigðum karlmönnum á aldrinum 45–79 ára í Boston og nágrenni. Vís- indamennirnir báru síðan niðurstöðuna í hverjum aldurshópi saman við niðurstöður rannsókna á jafnöldrum þeirra á öðrum ára- tugum. „Við komumst að því að testósterónið minnkaði um eitt prósent á ári í sömu aldurs- hópum,“ hafði fréttavefur Newsweek eftir Thomas G. Travison, líftölfræðingi NERI, sem stjórnaði rannsókninni. „Með öðrum orð- um er venjulegur fimmtugur karlmaður með um 20% minna af testósteróni en faðir hans fyrir 20 árum. Það sem kom mest á óvart við þessa niðurstöðu var að við vitum svo lítið um hvað veldur þessu.“ Vísindamenn hafa lengi vitað að testóster- ónið í karlmönnum byrjar að minnka af eðli- legum ástæðum á þriðja áratug ævinnar en þetta er fyrsta rannsóknin sem bendir til þess að mikill munur sé á kynslóðum að þessu leyti. Ekki er vitað hvað veldur þessari þróun. Vísindamennirnir könnuðu hvort rekja mætti hana til aukinnar offitu eða minni reykinga en hvorugt reyndist útskýra breytinguna. „Ef til vill má rekja þetta til efna í umhverfinu sem notuð eru sem meindýraeitur, skor- dýraeitur eða sveppaeyðar,“ sagði Mitchell Harman, framkvæmdastjóri Kronos- rannsóknastofnunarinnar í Arizona. „Í þess- um efnasamböndum eru sameindir sem verka eins og estrógen og gefa heiladinglinum merki um að draga úr myndun testósteróns.“ Testósterón hefur minnkað í körlum Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.