Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.11.2006, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KJARNINN í vatnsaflsvirkj- unum, þ.e. hráefnið til framleiðslu raforkunnar, eru vatnsréttindi. Nánar tiltekið fallréttindi, þ.e. einkaeignarréttur landeigenda til að framleiða raforku úr eðlisbundnu falli rennandi vatns. Í þjóðlendum fer forsætisráðuneytið þó með ráð- stöfunarrétt yfir fallréttindum. Með raforkulögum sem tóku gildi 1. júní 2003 var kveðið á um að samkeppni yrði um vinnslu og sölu raf- orku. Með lögunum hafa einkaaðilar öðlast raunhæfa möguleika til að framleiða og selja raforku í mark- aðsumhverfi. Raforkulögin nýju fela í sér að ákvörðun um nýtingu vatnsrétt- inda verður háð lög- málum markaðarins. Samanburður á eldra og núver- andi ástandi lýsir þessu einfaldleg- ast. Fyrir gildistöku nýrra raf- orkulaga voru ákvarðanir um nýjar vatnsaflsvirkjanir sem nýta skyldi til almennrar orkuframleiðslu fyrst og fremst í höndum stjórnvalda. Þannig var ákvörðun um það í hvaða virkjun skyldi ráðist og hvaða aðili skyldi virkja tekin í samræmi við stefnu í orkumálum og svæðis- og hlutverkabundið starfssvið orku- fyrirtækja í eigu opinberra aðila. Þannig var t.d. jafnan ákveðið með lögum að RARIK, Orkubú Vest- fjarða eða Landsvirkjun skyldi virkja tiltekið vatnsfall. Með því voru lögð höft á ráðstöfunarrétt eig- enda vatnsréttindanna og eigendum vatnsréttindanna þannig gert að sæta nýtingu hins lögákveðna virkj- unaraðila, enda möguleiki til frjálsra samninga ekki til staðar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar yfirlýst markmið nýrra raforkulaga að lögmál markaðarins eigi að ráða því, að teknu tilliti til almennrar löggjafar um ýmiss konar leyfisveit- ingar, hvaða vatnsfall verður virkj- að og hver virkjar. Þannig verður það að miklu leyti í höndum eiganda vatnsréttinda hvort og hver nýti vatnsréttindi þeirra. Til hliðsjónar nefni ég þá skoðun mína að bótaskylda geti vaknað gagnvart eiganda vatnsréttinda ef honum er meinað að nýta réttindi sín til orkuframleiðslu, s.s. af hálfu yfirvalda á sviði skipulags- og/eða náttúruverndar. Sem dæmi mætti nefna að ef vatnsréttarhafar við Skógafoss hygðust virkja Skógaá en fossinn yrði friðlýstur, gætu vatns- réttarhafar krafist bóta með vísan til verðmætis nýtingar vatnsréttind- anna. Mönnum kann að þykja dæmið ógeð- fellt, en það er engu að síður óeðlilegt að ein- stakir landeigendur beri kostnað af skert- um nýtingarheimildum yfir réttindum þeirra vegna friðlýsinga sem gerðar eru í almanna- þágu. Nánari umfjöll- un um bótasjónarmið vegna takmarkana á ráðstöfunarheimildum verður þó ekki komið við í svo stuttri grein. Vegna þess hve stutt er liðið síð- an raforkumarkaðurinn var sam- keppnisvæddur, er verðmyndun vatnsréttinda ennþá nokkuð óljós. Nokkur viðskipti með vatnsréttindi hafa þó orðið þótt þau hafi alls ekki náð því umfangi sem var á árunum 1900–1915. Þau dæmi sem eru um viðskipti með vatnsréttindi frá gildistöku raf- orkulaga fela jafnan í sér að eigandi vatnsréttinda semur um að fá til- tekna ársgreiðslu frá virkjunaraðila fyrir nýtingu réttindanna. Árs- greiðslan er jafnan hugsuð sem ákveðið hlutfall af brúttótekjum af raforkusölu frá viðkomandi virkjun, að norskri fyrirmynd. Dæmi um slíkt hlutfall er t.d. 5% í samningum landeigenda sem gerðir voru strax eftir gildistöku nýrra raforkulaga. Samkvæmt því fær eigandi vatns- réttinda 5% af orkuverði frá vegg stöðvarhúss. Verðmyndun vatnsréttinda sem ársgreiðsla af brúttóorkusölu er eðlileg og heppileg aðferð í mark- aðsvæddu umhverfi, bæði fyrir eig- anda vatnsréttinda og virkjunar- aðila. Þannig nýtur eigandi vatnsréttinda þess ef orkuverð hækkar, ef orkuframleiðsla er mikil, t.d. vegna hagstæðs tíðarfars, auk þess sem ársgreiðslur eru skatt- lagðar sem fjármagnstekjur ef eign er utan rekstrar. Að sama skapi nýtur virkjunaraðili þess með lægra afgjaldi ef ekki er unnt að selja alla orku virkjunar, orkuverð lækkar og/eða orkuframleiðsla er lítil. Samningar sem gerðir voru í kjölfar gildistöku raforkulaga kváðu á um að hlutfallið væri um 5%. Nú þremur árum síðar hafa komið upp dæmi um að hlutfall í þokkalegum virkjunarkosti nálgast 10%. Eru þetta dæmi um samninga sem gerð- ir hafa verið á grundvelli frjáls markaðar milli ótengdra aðila. Öll tilvikin eru vegna virkjana undir 10 MW og því ekki grundvöllur til lengri orkusölusamninga en u.þ.b. áratugar, með meðfylgjandi áhættu af fjárfestingunni. Dæmi um verðmæti vatnsrétt- inda m.v. 10% hlutfall af brúttó- tekjum af fullnýttri 500 KW virkjun (0,5 MW), sem framleiddi því 4.380.000 kwh. á ári, er ársgreiðsla upp á um 1,1 milljón (m.v. 2,5 kr. á kwst). Verðmæti slíkra réttinda í varanlegri sölu gæti verið um 25–35 milljónir m.v. hefðbundna ein- greiðsluútreikninga. Er þá t.a.m. ekki tekið tillit til hugsanlegra væntinga um hækkun raforkuverðs og möguleika á sölu grænna vott- orða vegna framleiðslu raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Að lokum má spyrja, ef markaðs- verð vatnsréttinda vegna smávirkj- unar nemur tugum milljóna, hver eru þá verðmæti vatnsréttinda 690 MW virkjunar sem mun að lág- marki framleiða 4.600 GWst á ári og hefur tryggða orkusölu til 40 ára? Verðmæti vatnsréttinda Jón Jónsson skrifar um vatnsréttindi » Verðmyndun vatns-réttinda sem árs- greiðsla af brúttóorku- sölu er eðlileg og heppileg aðferð í mark- aðsvæddu umhverfi, bæði fyrir eiganda vatnsréttinda og virkj- unaraðila. Jón Jónsson Höfundur er lögmaður á Regula lögmannsstofu. ÓJÖFNUÐUR hefur aukist örar á Íslandi en í Bandaríkjum Reagans, Bretlandi Thatchers eða Chile Pinoc- hets. Hvergi á Vesturlöndum síðustu þrjátíu ár hefur ójöfnuður aukist jafn hratt og hér. Ísland er undir með- altali OECD í lífeyr- iskjörum. Þetta stað- hæfir Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ, og máli sínu til stuðnings bendir hann á nýjustu tölur frá Efnahags-og framfarastofnuninni, OECD. Það sorglega við þessar staðreyndir er að ríkisstjórnin hefur markvisst og kerf- isbundið unnið að þess- ari hröðu aukningu ójafnaðar því skatta- stefna hennar hefur leikið lykilhlut- verk í að mynda hyldýpisgjá á milli ofurlaunaðra annars vegar og þorra almennings og hinna lægst launuðu hins vegar. „Hvergi annars staðar á Vesturlöndum hafi verið svo ör aukn- ing á ójöfnuði síðustu 30 árin“ segir Stefán. Kröpp eru kjör „Skattastefnan hefur verið að gjör- breytast á síðustu tíu árum og hún hefur gríðarleg áhrif til aukningar á ójöfnuði. Lífeyrisþróunin hefur þessi áhrif líka en skattastefnan er í lyk- ilhlutverki. Það er óhætt að segja að þessi aukni ójöfnuður vegna skatta- stefnunnar sé einstakur að því leyti að við höfum ekki séð svona öra aukn- ingu á ójöfnuði neins staðar á Vest- urlöndum á síðustu þrjátíu árum,“ segir Stefán. Þessi þróun í átt til ójafnaðar á sér stað á mestu velmeg- unartímum Íslandssög- unnar. Kröpp eru kjör! Kröpp eru kjör lífeyr- isþega, öryrkja, ein- stæðra mæðra. Kröpp eru kjör þótt akrar alls- nægtanna dafni sem aldrei fyrr. Kröpp eru kjör þótt Ísland sé fimmta til sjöunda rík- asta þjóða í heimi. Hvernig má það vera? Svona gera menn ekki! Og hvað skal gera? Við höfum efni á því Í fyrsta lagi þarf að hækka skatt- leysismörk og tengja þau við launa- vísitölu eins og upphaflega var gert 1988 þegar staðgreiðslukerfi skatta var komið á. Í öðru lagi þarf heildar- endurskoðun á gagnvirkum tekju- skerðingum almannatrygginga og líf- eyrissjóða. Moldríkt samfélag hefur efni á því. Skattakerfið á aldrei að letja fólk frá vinnu og sparnaði. Líf- eyrissjóðirnir eru uppsafnaður skyldusparnaður. Verulegur hluti greiðslna úr lífeyrissjóðum eru fjár- magnstekjur. Því ættu greiðslur úr sjóðnum að vera skattlagðar sem slík- ar. Í þriðja lagi þarf að minnka bilið á milli fjármagnstekjuskatts og launa- tekjuskatts, innan skynsamlegra marka. Dýrt? Já þetta er dýrt en moldrík smáþjóð sem Ísland hefur efni á því að draga stórlega úr mismunun og fá- tækt í samfélaginu og losa hina verst settu úr þeirri fátæktargildru sem innbyggð er í núverandi skatt- og líf- eyriskerfi. Það er hyldýpisgjá á milli ríkra og fátækra þjóða veraldarinnar hvað skiptingu auðs og valda varðar. Það er eitt meginverkefni alþjóðastjórn- mála að brúa þá gjá. Það er í þágu hinna ríku þjóða því með því verða til nýjir markaðir og með því dregur úr ógn af hryðjuverkum og stríðs- átökum. Með því myndast stöð- ugleiki. Að sama skapi er nauðsynlegt að draga úr ójöfnuði innan ríkja. Ekk- ert samfélag þolir ójöfnuð til lengri tíma. Megin verkefni nýrrar rík- isstjórnar verður að snúa litla Íslandi aftur á braut samfélags jafnaðar og réttlætis að norrænni fyrirmynd. Svona gera menn ekki Glúmur Baldvinsson skrifar um ójöfnuð í íslensku samfélagi »Ekkert samfélag þol-ir ójöfnuð til lengri tíma. Glúmur Baldvinsson Höfundur er alþjóðastjórnmálafræð- ingur og sækist eftir 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. HÁTT menntunarstig þjóðar er besta og raunhæfasta fjárfesting til framtíðar, bæði fyrir einstaklinga og þjóðarina í heild. Góð menntun er und- irstaða velsældar og velferðar. En hún er líka menning, siðferði, siðmenning, lífsgæði sem allir eiga njóta sem mest og best. Eðli sínu sam- kvæmt verður menntun að miðast við ókomna framtíð sem enginn veit nákvæmlega hvernig verður. Það verður því að styðjast við nú- tímann, ljós sögunnar og reynslunnar og varða þannig veginn til framtíðar. Það hafa orðið gíf- urlegar breytingar á samfélaginu und- anfarna áratugi því ís- lenska og heiminum öll- um – og verða eflaust enn meiri og hraðari í náinni framtíð. Nú er talað um að við séum á hraðri leið inn í það sem kallað er sköpunarsam- félagið og tekur við af upplýsingasamfélaginu. Það einkennist af breyttum atvinnuhátt- um og hugmyndum. Skapandi atvinnugrein- ar og þekkingariðnaður verða sífellt stærri hluti landsframleiðslu. Aukin þekking og upplýsingar fæða af sér nýjar hug- myndir, nýja þekkingu og nýjar lausnir. Það blasa líka við sí- fellt ný vandamál sem krefjast nýrra lausna. Allt bendir til hins sama nýr veruleiki, ný hugsun. Menntun á öllum skólastigum, skólastarfið allt, innihald þess og að- ferðir, menntun kennara og aðbúnaður allur þarf því að vera í sífelldri endur- skoðun. Markmiðið hlýtur að vera frjó- ir, skapandi, sjálfstæðir einstaklingar sem geta tekist á við síbreytilegan veruleika framtíðarinnar. Einstaklinga með sterka lýðræðis- og siðferðisvit- und sem eru meðvitaðir um að saman og sem einstaklingar berum við ábyrgð á öðru fólki, náttúrinni og um- heiminum öllum. Þetta eru auðvitað engin ný sannindi og margt er vel gert. En við þurfum að gera miklu betur. Það nær auðvitað engri átt að þriðj- ungur þjóðarinnar hafi einungis grunnmenntun og að brottfall úr fram- haldsskólum sé viðvarandi vandamál. Með sama áframhaldi verður þjóðin ekki vel undir framtíðina búin. Nema vilji standi til þess að festast í fortíðinni og vera illa í stakk búinn að mæta nýju samfélagi. Innihald náms og aðferðir skifta meginmáli. Námið þarf að vera innihaldsríkt og umfram allt skapandi. Það verður ekki bara gert með því að auka kennslu í list- og verk- greinum, sem er þó brýn nauðsyn að gera, heldur verður skapandi, frjó og gagnrýnin hugsun að einkenna nám og kennslu í öllum greinum á öllum skólastigum. Það hlýtur að vera eitt stærsta verkefni stjórn- málanna að sjá til þess að menntun sé í hávegum höfð og henni verði búin sem best skilyrði. Það þýðir m.a. aukin fjár- framlög til allra skóla- stiga. Undan því verður ekki vikist. Yfirlýst meg- inmarkmið verða að vera ljós, en þar ættu stjórn- málamenn að láta staðar numið. Heildarlausnir of- an frá, samræming og stöðlun eru kannski ekki heilladrýgstar í mennt- unarmálum, fremur en atvinnumálum. Stjórn- málamenn og konur þurfa að læra að þeirra er að skapa skilyrði ekki alltaf að stjórna. Vel menntuðu skólafólki er best treystandi til að móta starfið í hverjum skóla. Það er vel hægt að við- hafa virkt gæðaeftirlit til að fylgjast með árangri án þess að vilja hlutast til um innihald og tilhögun náms. Ábyrgð og sjálfstæði hvetur til frumkvæðis og nýsköpunar. Myndi ekki aukið sjálfstæði skólanna leysa úr læðingi sköpnarkraft og frumkvæði sem tryggði fjölbreyttari og frjórri menntun? Allavega umhugsunar og umræðu virði. Að mæta framtíð Þórhildur Þorleifsdóttir skrifar um kennslu- og menntamál Þórhildur Þorleifsdóttir » Það nær auð-vitað engri átt að þriðj- ungur þjóð- arinnar hafi ein- ungis grunnmenntun og að brottfall úr framhalds- skólum sé við- varandi vanda- mál. Höfundur er leikstjóri og sækist eftir 6.-8. sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í Reykjavík. SAMFYLKINGIN gengur nú inn í einn mikilvægasta vetur í sögu flokksins. Við þurfum að halda vel á spilunum til að ná því höfuðmark- miði okkar að fella ríkisstjórnina, þannig að hér taki við ríkisstjórn jafnaðarmanna. Við verðum að koma frá þeirri rík- isstjórn sem hefur sett Ísland á lista viljugra þjóða. Þjóða sem vildu ráð- ast inn í Írak. Við verðum að koma frá rík- isstjórn sem hefur hundsað hags- muni öryrkja og aldraðra. Við eigum að fella ríkisstjórn sem neitar að tak- ast á við grundvallarmál eins og kyn- bundinn launamun og kynbundið of- beldi. En er þess í stað verið staðföst í þeirri stefnu að lækka skatta á þau 10% þjóðarinnar sem hæstar hafa tekjurnar, samhliða því sem skatt- byrði allra hinna hefur aukist jafnt og þétt. Og við verðum að koma frá rík- isstjórn sem fjársveltir menntakerfið og misbýður náttúrunni. Umhverf- ismál eru eitt veigamesta hagsmuna- mál þjóðarinnar sem varðar alla okk- ar framtíð og það gengur ekki að umhverfismál víki eilíflega fyrir hagsmunum iðnaðarráðuneytisins. Við eigum að tala skýrt um hvers konar samfélag við viljum. Sam- félag þar sem allir fá að njóta sín og enginn er skilinn eftir. En til að geta aukið við velferðina þurfum við traustan efnahag. Efna- hagsstjórn þessarar ríkisstjórnar hefur hvorki verið traust né hefur hún leitt af sér aukna velferð. Efn- hagsstjórn og velferðarstjórn okkar jafnaðarmanna mun hins vegar tvinnast saman. Hjá okkur ríkir skilningur á því að forsenda velferð- arstjórnar er traustur efnahagur. Með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi hef ég einsett mér að tala máli almennings í landinu, þannig að hagsmunir venjulegs fólks verði aftur settir á dagskrá í íslenskum stjórnmálum, t.d með því að beina sjónum að alltof háu verðlagi hér- lendis, hvort sem litið er til lyfja, matvæla, húsnæðis eða peninga í formi hárra vaxta og verðbólgu- skatts sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Samfylkingin er flokkur al- mannahagsmuna. Ágúst Ólafur Ágústsson Ríkisstjórn jafnaðarmanna Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.