Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn KONAN SEM ÉG FÓR ÚT AÐ BORÐA MEÐ REYNDI AÐ LÁTA HANDTAKA MIG FYRIR AÐ VERA LEIÐINLEGUR... OG ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ EKKI EINU SINNI ÓLÖGLEGT! TAKTU EFTIR ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT EKKI EINU SINNI AÐ REYNA AÐ HALDA FRAM SAKLEYSI ÞÍNU LANGAR ÞIG AÐ HEYRA SVOLÍTIÐ SÆTT SEM AÐ SYSTIR MÍN GERÐI Í GÆR? JÁ... ENDILEGA ÞETTA VAR ÞANNIG AÐ HÚN VAR... SJÖ... ÁTTA... NÍU... TÍU... HÉR KEM ÉG!! ALLT Í LAGI! KOMDU MEÐ BLÖÐIN! ÞÚ ERT ALLTAF AÐ VINNA! AF HVERJU GETURÐU EKKI VERIÐ MEIRA MEÐ FJÖSYLDUNNI? ÞAÐ ER GÓÐ HUGMYND NÆST ÞEGAR ÉG KEM HEIM, ÞÁ SKULUM VIÐ ÖLL BORÐA SAMAN KVITTAÐU HÉRNA TAKK! HVAÐ ER ÞETTA? EKKERT SÉRSTAKT, KVITTAÐU BARA Á ÞETTA GRÍMUR, ÉG SKRIFA EKKI UNDIR NEITT SEM ÉG ER EKKI BÚIN AÐ LESA SLEPPUM ÞESSU ÞÁ BARA! KOMDU MEÐ ÞETTA! ÞETTA ER EINKUNNABÓKIN ÞÍN ÚR HUNDASKÓLANUM! OG ÞÚ HEFUR FENGIÐ Ó ALLS STAÐAR! NEI EKKI ALLS STAÐAR. ÞAÐ ER S HÉRNA Í SLEFA! PÆLDU Í ÞVÍ AÐ Á SAMA TÍMA Á MORGUN ÞÁ VERÐUM VIÐ Í MÚSA- VERÖLD! ÉG VEIT EKKI LALLI VERÐUR EKKI SKRÍTIÐ AÐ FARA Í FRÍ Á STAÐ ÞAR SEM EKKERT ER RAUNVERULEGT? ÞETTA ER SAMT FREKAR FLOTTUR STAÐUR. ÞETTA VERÐUR BARA GAMAN MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ HVAÐ VIÐ ERUM AÐ BORGA ÞÁ ER ÞAÐ LÍKA EINS GOTT HÉRNA TÖKUM VIÐ UPP SLAGSMÁLIIN SÍÐAN ELTI ÉG NASHYRNINGINN, BJARGA FÖNGUNUM HANS OG SET HANN BAK VIÐ LÁS OG SLÁ GET ÉG FENGIÐ AÐ TALA VIÐ NASHYRNINGINN? ER LÖGGAN BÚIN AÐ KOMA UPP UM MIG? Endurmenntun Háskóla Ís-lands og Hjartaverndstanda fyrir málstofu umSameindamyndgreiningu næstkomandi föstudag. Vilmundur Guðnason er einn af skipuleggjendum málstofunnar: „Við höfum fengið hingað til lands Mark von Bucheim sem er einn af fremstu myndgreiningarsérfræð- ingum Evrópu í dag og leiðir þróun sameindamyndgreiningar í Hol- land,“ segir Vilmundur. „Hann mun veita okkur innsýn inn í hvar sam- eindamyndgreining er stödd i dag, og hvers er að vænta í framtíðinni.“ Að loknu erindi Marks von Buc- heim verða pallborðsumræður þar sem þátt taka, auk Vilmundar, Guð- mundur Þorgeirsson hjartalæknir og prófessor, Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir og prófessor, Ólafur Kjartansson röntgenlæknir og Sigurður Sigurðsson yfirgeisla- fræðingur Hjartaverndar. „Sameindamyndgreining byggir á þeirri aðferð að merkja sameindir í líkamanum s.s. með geislamerkingu. Þetta merki er numið með þar til gerðum nemum og þannig hægt að staðsetja þær sameindir sem leitað er að,“ útskýrir Vilmundur. „Sam- eindamyndgreining hefur mun meiri greiningarhæfni en hefðbundin myndgreining með segulómun eða tölvusneiðmyndum því sameinda- myndgreining er ekki háð því að hægt sé að finna sjáanlegar breyt- ingar á þeim líffærum sem skoðuð eru. Segulómun og tölvusneiðmynd- ir nýtast ekki ein sér nema sjúk- dómar séu töluvert langt gengnir, og er þá hættan sú að sjúkdómurinn sé of langt genginn til að meðferð skili árangri.“ Vilmundur segir sameindamynd- greiningu bjóða upp á miklar fram- farir og spennandi möguleika í framtíðinni: „Sameindamyndgrein- ing gerir kleift að greina sjúkdóma mjög snemma. Sem dæmi má nefna að sameindamyndgreining getur orðið mjög öflugt tæki til að stað- setja og kanna útbreiðslu krabba- meins í einstaklingum. Hægt er að finna meinvörp með aukinni ná- kvæmni áður en aðgerð fer fram og hægt að fylgjast vel með hvernig sjúkdómar bregðast við lyfja- meðferð.“ Vilmundur nefnir einnig mögu- leika í meðferð og fyrirbyggingu hjarta- og æðasjúkdóma: „Einn helsti vandinn við meðferð hjarta- og æðasjúkdóma í dag er að erfitt er að greina með venjulegum blóðmæl- ingum hvaða einstaklingar eru í mestri hættu. Sameindamyndgrein- ing getur hjálpað okkur að skilja betur þá þætti sem valdið geta hjarta- og æðasjúkdómum og greina t.d. samsetningu skemmda í æða- veggjum með tilliti til hættu á kransæðastíflu.“ Málstofa föstudagsins verður haldin í húsakynnum Endurmennt- unarstofnunar frá kl. 13 til 16. Mál- stofan fer fram á ensku og er opin öllum sem áhuga hafa á myndgrein- ingu. Finna má nánari upplýsingar á slóðinni www.endurmenntun.is Læknavísindi | Málstofa um stöðu og framtíð sameindamyndgreiningar á föstudag kl. 13 Möguleikar myndgreiningar  Vilmundur Guðnason fædd- ist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1979, læknaprófi frá Háskóla Ís- lands 1985 og doktorsprófi í erfðafræði frá Lund- únaháskóla 1995. Vilmundur starf- aði sem vísindamaður við Univers- ity College í Lundúnum frá 1995 til 2003 og dósent við Háskóla Íslands frá 1997. Hann hafði umsjón með stofnun erfðafræðirannsóknarstofu Hjartaverndar 1995 og tók við starfi forstöðulæknis rannsókn- arstöðvarinnar 1999. Vilmundur er gestavísindamaður í faraldsfræði við Cambridgeháskóla. Vilmundur er kvæntur Guðrúnu Nielsen mynd- höggvara og eiga þau þrjá syni. Leikarinn Russel Crowe, sem ját-aði að hafa gerst sekur um of- beldi í Bandaríkjunum í fyrra, held- ur því fram að ekki hefði verið gert jafnmikið úr umræddu atviki í heimalandi sínu, Ástralíu. Crowe, sem er 42ja ára gamall, segist sjá eftir því að hafa kastað síma í hótelstarfsmann í júní í fyrra. Í viðtali við bandarísku CBS- sjónvarpsstöðina segir leikarinn að bandaríska réttarkerfið bjóði upp á misnotkun. „Á mínum heimaslóðum hefði jafneinfaldur ágreiningur og þetta var verið afgreiddur með handa- bandi og afsökunarbeiðni,“ sagði hann. Crowe var handtekinn eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á hót- elherbergi á Mer- cer-hótelinu í New York er hann átti í vand- ræðum með að hringja í eig- inkonu sína sem var stödd í Ástr- alíu. „Já, fjanda- kornið! Ég er svo sannarlega með skap,“ sagði leikarinn. „Þú veist hvað gerist ef þú er ekki með svoleiðis. Einn daginn ertu að ganga úti á götu og þú bara tapar þér,“ bætti hann við. Crowe baðst afsökunar á atvikinu á sínum tíma og í viðtali við þátta- stjórnandann David Lettermen við- urkenndi hann að það væri fátt sem hann skammaðist sín meira fyrir en símakastið. Þá náði hann að komast að sam- komulagi við hótelstarfsmanninn sem kærði Crowe vegna atviksins. Fólk folk@mbl.is PALESTÍNSK dragdrottning kemur fram á sýningu á skemmtistað fyrir samkynhneigða karlmenn í Jerúsalem á laugardagskvöldið. Áætlað er að halda „Gay pride“-hátíð í Jerú- salem næstkomandi föstudag en sú áætlun hefur vakið mjög mikla reiði hjá strangtrúuð- um gyðingum sem búa í borginni. Nýlega áttu sér stað ofbeldisfull mótmæli gegn hátíðinni þar sem þrír lögreglumenn slösuðust og tutt- ugu strangtrúaðir gyðingar voru handteknir fyrir að kasta steinum og kveikja elda um borgina. „Gay pride“-hátíð í Jerúsalem Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.