Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 33 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Páll G. Guð-jónsson fyrrver- andi kaupmaður fæddist í Hellukoti á Vatnsleysuströnd 8. janúar 1918. Hann lést á Land- spítala-Háskóla- sjúkrahúsi 31. októ- ber síðastliðinn. Hann var næst elsta barn hjónanna Guð- jóns Jónssonar, f. 4.9. 1886, d. 8.1. 1972 og Jóhönnu Pálsdóttur, f. 20.6. 1893, d. 23.12. 1966. Systkini Páls voru Sigurbjörg, f. 16.7. 1915, d. 8.5. 1961, Árnbjörn, f. 3.9. 1920, d. 21.11. 1977, Lilja, f. 28.4. 1926 og Svavar, f. 20.7. 1934. Páll var 8 2) Jóhanna Ingibjörg, f. 30.7. 1943, fyrrverandi eigimaður hennar er Paul Hansen, f. 26.1. 1936, þau eiga fjögur börn, Huldu Barböru (látin), Pál Eirík, Karl Emil (látinn) og Kristján. Eig- inmaður Jóhönnu er Axel Lund, f. 27.7. 1938, og eiga þau soninn Martin. 3) Kjartan, f. 30.11. 1945, fyrrverandi eiginkona hans er Björg Karlsdóttir, f. 20.10. 1946, þau eiga þrjár dætur, Guðnýju, Báru og Huldu Kristínu. Eig- inkona Kjartans er Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, f. 14.9. 1951. 4) Rannveig, f. 3.9. 1950, gift Sumarliða Guðbjörnssyni, f. 2.2. 1951, þau eiga þrjár dætur, Huldu, Valgerði Dagbjörtu og Lindu Björk. Alls eignuðust Hulda og Páll 25 langafa/ömmu börn og 2 langa- langafa/ömmu börn. Útför Páls verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ára gamall þegar hann fluttist með fjölskyldu sinni að Hellisgötu 21 í Hafn- arfirði. Hinn 26.10. 1940 kvæntist Páll Huldu Sigurjónsdóttur, f. 3.7 1919, d. 27.9. 2002. Foreldrar hennar voru Sig- urjón Einarsson skipstjóri, f. 25.1. 1897, d. 3.1. 1968 og Rannveig Vigfús- dóttir, f. 5.1. 1898, d. 7.10. 1991. Hulda og Páll eiga fjögur börn, þau eru: 1) Sigurjón, f. 6.8. 1941, kvæntur Þuríði Gunn- arsdóttur, f. 7.8. 1943, þau eiga tvo syni, Gunnar og Einar Bjarka. Hér vil ég minnast tengdaföður míns Páls Guðjónssonar eða Palla í Pallabúð eins og margir nefndu hann í daglegu tali. Ég hitti Pál fyrst þar sem hann var verslunar- stjóri í Kjötverslun Tómasar að Laugavegi 2 í Reykjavík síðla árs 1968. Það var mér sem ungum mann þá eftirtektarvert hversu þjónustulundaður hann var við sína viðskiptavini og ljóst að þar kom fólk daglega til þess að eiga við hann viðskipti og þá sérstaklega með heitan hádegisverð sem Palli hafði framreitt af mikilli snilld. Hann starfaði sem verslunarmað- ur og kaupmaður alla sína starfsæfi Hann hóf störf sem unglingur í Verslun Jóns Mathiesen aðeins 13 ára gamall og árið 1938 keypti hann verslun að Hverfigötu 56 Hafnar- firði sem fékk nafnið Pallabúð. Páll starfaði sem verslunarstjóri í Kjöt- verslun Tómasar frá 1958 til ársins 1977 en það ár keypti hann versl- unina Kastalann, Hverfisgötu 56 í Hafnarfirði og rak hana þar til hann var orðinn 73 ára gamall, árið 1991. Lengst af bjuggu þau Hulda á Hverfisgötu 56 í Hafnarfirði en þar í húsinu rak Palli verslanir sína bæði Pallabúð og síðar Kastalann. Þetta fyrirkomulag var ágætt að mörgu leiti. Það er að það var stutt í vinnuna hjá Palla en það gerði það líka að verkum að viðveran á vinnu- staðnum var löng á hverjum degi. Palli lagði mikið upp úr því að þjón- usta viðskiptavini sína eins vel og hægt var og hér á árum áður þegar ekki var eins auðvelt og nú að út- vega ýmsar vörur, lagði Palli mikla vinnu og útsjónasemi í það að vera með sem fjölbreyttast vöruúrval og oft meira en búast mátti við. Í störf- um sínum lagði hann alla áherslu á þjónustu við viðskiptavini sína og það er umhugsunarvert þegar á það er litið að hann rak sælgætisverslun í næsta húsi við stærsta barnaskól- ann í Hafnarfirði hversu góðum samskiptum hann náði við unga fólkið sem sótt mikið í Kastalann, í viðurkenningarskyni buðu þau hon- um eitt árið sem heiðursgesti á há- tíðarsamkomu Lækjarskóla. Eftir að Páll hætti stöfum við verslunarrekstur fluttu þau hjónin af Hverfisgötunni á Miðvang 16, þar sem þau áttu ánægjulega tíma saman og nutu þess að eyða saman dögunum í samskiptum við fjöl- skyldu og vini. Þar mátti sjá að kærleikur og vinátta þeirra var mikil og líktist það helst ungu ást- föngnu pari frekar en hjónum sem komin voru á efri ár. Árið 2002 fluttu þau hjónin á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést Hulda það ár. Þau fjögur ár sem Páll dvaldi á Hrafnistu naut hann mjög góðrar aðhlynningar og velvildar starfs- fólks Þar átti hann gott ævikvöld og þó svo hann ætti orðið erfitt með gang síðustu mánuðina var hann hress og kátur fram á síðast dag. Þegar ég kom á heimili Palla og Huldu tengdaforeldra minna árið 1968 var mér vel tekið og er ég ákaflega þakklátur fyrir þau góðu kynni sem tókust með okkur og ævilangrar vináttu og kærleik sem þau hjónin sýndu mér og fjölskyldu minni. Sérstaklega vil ég geta þess hversu vel þau sinntu afa og ömmu hlutverkum því dætur mína og barnabörn sóttu mikið í samskipti við Pál og Huldu. Blessuð sé minn- ing þeirra. Sumarliði Guðbjörnsson. Elsku tengdapabbi. Mér finnst eiga vel við að kveðja þig með sama ljóði og ég kvaddi móður mína með, fyrir fjórum árum síðan, þar sem þú kvaddir á 95 ára afmælisdegi henn- ar 31. okt. sl. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þegar við Kjartan heimsóttum þig saman síðast, þá talaðir þú um að Lykla-Pétur vildi þig ekki og við göntuðumst með það að þú yrðir sennilega að stofna þitt eigið ríki , með þínum lyklavöldum en Pétur gamli hefur heyrt til þín og ekki viljað missa af svo yndislegum og góðum manni sem þér og opnaði hann hliðið að ríki sínu fyrir þér að- eins fjórum sólarhringum síðar. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig, þar sem þú ljómaðir allt- af þegar við komum og gleðin að sjá okkur var fölskvalaus, alltaf fékk ég rembingskoss frá þér þegar ég kom og aftur þegar ég fór. Elsku tengdapabbi, ég kvaddi þig þegar þú skildir við og bað þig þá að skila kveðju til allra sem ég þekki uppi. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Þú varst yndislegur tengdafaðir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Með ást og virðingu. Þín tengdadóttir Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir. Elsku besti afi, það eru líklega margir sem segjast eiga besta afa í heimi. En ég held nú samt að það séu fáir sem komast með tærnar, þar sem þú hafðir hælana. Þú hefur alltaf hugsað svo vel um okkur syst- urnar og tekið okkur opnum örm- um. Það brást ekki að þú lumaðir á að minnsta kosti einum brandara og einhverju gotti með honum. Þú og amma hafið kennt okkur svo margar góðar lífsreglur og hjálpuðu okkur á svo margan hátt. Ást ykkar var einsog leiðarljós okk- ar og alltaf var hægt að teysta á ykkur bæði, sama hvað var. Þegar birtu tekur að halla eigum við fátt annað eftir en minningar. Við systurnar gætum setið hér dög- um saman og skrifað margar blað- síður af yndislegum minningum sem við eigum. Við munum ávallt vera þakklátar fyrir alla samveruna sem við höfum átt með þér. Allar búnar að upplifa ýmis ævintýri með þér, hvort sem var saman eða hver fyrir sig. Hulda og Valla fengu þá reynslu að vinna með þér í búðinni á sínum unglingsárum og við bjuggum í sama húsi, þannig að við höfum all- ar verið mótaðar af afa og ömmu. Afi var mikil sælkeri og munu fílak- aramelur, Linduhlaup, pönsur og ristað fransbrauð með sultu alltaf minna okkur á þig. Þú hefur alltaf verið brandarakall og við getum ekki hugsað til þín örðuvísi en að sjá þig glottandi út í annað. Á seinni árum hafa langafabörnin gefið þér mikla gleði og þau héldu mikið upp á að heimsækja hann langafa sinn og alltaf lumaðir þú á einhverju gómsætu handa þeim einsog öllum sem vildu sækja þig heim á Hrafnistu. Við munum sakna þín sárt elsku afi, en huggun okkar felst í því að þú fékkst hvíldina sem þú varst far- inn að þrá og ert nú kominn í öruggan faðm ömmu. Og við vitum að þið eruð að fylgjast með okkur og veitið okkur áfram styrka hönd þegar við þurfum á að halda. Og allt sem þið hafið kennt okkur mun fylgja okkur áfram og við munum reyna að miðla því áfram til næstu kynslóða. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hulda, Valgerður og Linda Sumarliðadætur . Elsku langafi. Mér brá þegar mamma sagði mér að þú værir dá- inn og ég mun sakna þín. Ég vann að því að fá viðurkenninguna fyrir sundið bara fyrir þig. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig og bræður mína. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pét.) Þinn vinur, Róbert Emil. Páll G. Guðjónsson Leiðsögumenn kveðja góðan vin Arngrím Sveinsson sem starfaði sem bílstjóri hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar frá árinu 1985. Þeir sem nutu þeirra for- réttinda að starfa með honum í ferðum um landið kölluðu Arn- grím alltaf Grím enda kynnti hann sig alltaf þannig. Fjölmargir leiðsögumenn nutu leiðsagnar Gríms í sínum fyrstu ferðum um hálendi Íslands í gegnum tíðina en hann þekkti há- lendið betur en flestir aðrir og þar undi hann sér alltaf best. Hann sagði þeim sögur af draug- um og útilegumönnum, benti á vegaslóða og kennileiti sem hann ávallt nefndi með nafni og gaf þeim góð ráð um gönguleiðir sem þeir e.t.v. voru að fara í fyrsta sinn. Grímur hugsaði sífellt um vel- ferð og jákvæða upplifun erlendu ferðamannanna sem hann ók með um landið í skipulögðum ferðum og hann var alltaf reiðubúinn til að leggja meira á sig til þess að veita betri þjónustu. Eflaust langaði hann til þess að tjá sig meira við gestina en skortur á tungumálakunnáttu setti honum skorður. Þrátt fyrir þetta hindr- aði það hann aldrei í því að sinna bílstjórahlutverkinu svo vel að tekið var eftir. Einhvern veginn vissi hann alltaf upp á hár hvað ferðamennirnir vildu honum þeg- ar þeir leituðu til hans um eitt- hvað, hvort sem það var að fá að komast í farangursgeymslurnar eða stilla hitann í bílnum. Grímur var rólyndur maður þótt hann stæði fast við skoðanir sínar í rökræðum og hann var sannur vinur vina sinna. Hans verður sárt saknað. Leiðsögumenn votta syni Gríms, aðstandendum, vinum og samstarfsfólki innilega samúð. Stefán Helgi Valsson. Grímur var eðalbílstjóri. Hann ók að sönnu ekki alltaf eðalvögn- um en þó alltaf traustum bílum, og helst um fjöll og firnindi. Hon- um þótti fagurt á fjöllum og á fjöllum vildi hann helst vera. Við Grímur fórum ótal ferðir saman um land allt á löngu ára- bili, hann sem bílstjóri, ég sem leiðsögumaður, og alltaf á vegum Guðmundar Jónassonar. Tjald- ferðirnar voru skemmtilegar og það voru fjallaskálaferðirnar líka en skemmtilegast þótti okkur alltaf að aka Sprengisand. Grími var ekki sama hvernig talað var um Sprengisand. Einhverju sinni Arngrímur Sveinsson ✝ ArngrímurSveinsson fædd- ist á Svarfhóli í Svínadal í Borg- arfirði 8. mars 1949. Hann lést af slysför- um 21. október síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd 28. októ- ber. sagði hann við mig: „Mér finnst að eigi að tala um Sprengi- sand sjálfan á Sprengisandi og það sem við blasir af honum en ekki þylja hagtölur.“ Og ekki líkaði honum ef farið var rangt með ör- nefni, til dæmis nöfn- in á öldunum fjórum á milli Stóraversala og Nýjadals sem heita Þveralda, Hnöttóttaalda, Skrokkalda og Kistualda og er saga á bak við hvert nafn. Sjálfur þekkti hann öll örnefni og var í raun ástríðufullur áhugamaður um þau og sögu þeirra. Minnisstætt er mér þegar hann einu sinni hélt lærðan fyrirlestur yfir mér og nokkrum kollegum sem saman voru komnir í Nýjadal um sögu Arnarfellanna tveggja sem skaga suðaustur úr Hofsjökli, hins mikla sem er 1143 metra hátt og hins litla sem er 1140 metra hátt. Þann fróðleik sem hann þarna miðlaði hafði hann grafið upp úr gömlum fáséðum skræðum og landakort- um. Ég held að Grímur hefði orðið eðalleiðsögumaður hefði hann tal- að erlend mál sem hann gerði ekki. Grímur vildi allt fyrir túristana sína gera. Þeim brá stundum í brún þegar þeir sáu hann í byrjun tólf daga ferðar, alltröllslegan ásýndum með sinn grásprengda úfna makka, rúnum ristan og með sterk gleraugu sem hann pírði fram á veginn. En eftir fyrsta nestisstopp tóku þeir nánast ást- fóstri við hann. Fyrst var þetta eiginlega bara matarást sem svo þróaðist út í eitthvað meira. Fólk sá að það gat treyst þessum manni. Það var eins og Grímur sæi þarfir fólks fyrir og hann upp- fyllti þær af inngróinni kurteisi og orðalaust og frábað sér þakkir, dró sig þá frekar í hlé. Hann var líka einn af þeim bílstjórum sem gjarnan klifu fjöll, óðu ár og gengu langar leiðir með fólkinu, leiðir sem hann var margbúinn að ganga áður og átti rétt á hvíld, en þetta gerði hann samt oft og sér- staklega ef hann vissi að einhverj- ir í hópnum voru óöruggir, til dæmis vegna fötlunar eða loft- hræðslu. Fyrir þetta allt saman uppskar Grímur ómælda virðingu allra sinna ferðafélaga. Í fréttinni í Morgunblaðinu um andlát Gríms segir: ,,Maðurinn sem lést í umferðarslysi á fáförn- um vegarslóða, sem liggur af Sprengisandsleið áleiðis að Búð- arhálsi um svonefnt Tryppavað á Þóristungum, ofan við Hrauneyj- ar, aðfaranótt sl. laugardags, hét Arngrímur Sveinsson ...“ Ég held að Grími hefði líkað þessi ná- kvæmni. Líklega var ekki nema ein leið fær fyrir Grím að kveðja þennan heim. Hann hlaut að deyja á fjöll- um og þá helst í grennd við sinn ástkæra Sprengisand. Og það gerði hann. Blessuð sé minning Gríms. Trausti Steinsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.