Morgunblaðið - 06.11.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 06.11.2006, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13 sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Omega 3-6-9 FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Fjölómettaðar fitusýrur NNFA QUALITY APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Ný skurðarbretti Margar gerðir Kr. 1.995 Klapparstig 44 • sími 562 3614 ÚR VERINU VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI ● ÁVÖXTUNARKRAFA íbúðabréfa hækkaði umtalsvert í október eða um 40-148 punkta. Stysti flokkur íbúðabréfa (HFF14) hækkaði mest og var mikill söluþrýstingur á markaði að því er segir í Hálffimm fréttum greining- ardeildar KB banka. „Vaxta- kúrfa íbúðabréfa er nú mun brattari en hún var í byrj- un mánaðarins sem þýðir m.ö.o. að munur milli skammtíma- og lang- tímavaxta hefur aukist. Rekja má miklar sviftingar á markaðnum í október til lægri verðbólguvæntinga næstu tvo til þrjá ársfjórðunga – ekki síst vegna fyrirhugaðra mat- arskattslækkana ríkisstjórnarinnar í mars á næsta ári.“ segir í Hálffimm- fréttum. Verðbólguálag til 3 og 5 ára lækk- aði umtalsvert í október eða um 30 til 70 punkta og virðast fyrrnefndar matarskattslækkanir því hafa dreg- ið úr verðbólguvæntingum. Verð- bólguálag til þriggja ára stóð í 3,05% undir lok mánaðarins. Verðbólguálag til 5 ára fór úr 2,92% í byrjun mán- aðarins í 2,62% undir lokin. Krafan hækkar ● HEILDARSKULDIR ríkissjóðs hafa lækkað úr 46% af landsframleiðslu árið 1997 niður í um 17% á þessu ári samkvæmt því sem segir í frétta- bréfi Fjár- málaráðuneyt- isins. Segir þar að hafa verði í huga að tals- verður hluti af lánum sem tekin eru af hálfu rík- issjóðs sé ætl- aður til endurlána til Lánasjóðs námsmanna og fleiri aðila og aukast því samtímis kröfur ríkissjóðs á þá aðila. Þá eigi ríkissjóður útistand- andi verulegar skammtímakröfur í lok hvers árs, einkum vegna skatt- tekna ársins sem innheimtar eru ár- ið eftir. „Með því að draga slíkar lán- veitingar og kröfur frá heildarlántökunum fást hreinar lán- tökur sem gefa betri mynd af eig- inlegri skuldabyrði ríkissjóðs og hvernig hún hefur þróast. Á þennan mælikvarða var skuldabyrðin um 33% af landsframleiðslu árið 1997 en lækkar samkvæmt áætlun niður í um 4% í lok þessa árs.“ Heildarskuldir lækka ● SEÐLABANKI Íslands hefur, í umboði fjár- málaráðherra, falið Barclays Capital, Citigroup and Dresdner Kleinwort að hefja undirbúning að lántöku á evr- umarkaði. And- virði væntanlegrar lántöku verður varið að fullu til styrkingar á gjald- eyrisforða bankans, að því er segir í fréttatilkynningu. Segir í tilkynningunni að fjár- málaráðherra og bankastjórn Seðla- banka Íslands hafi undanfarna mánuði átt viðræður um styrkingu á gjaldeyrisforða bankans. Umsvif innlendra fjármálastofnana hafi aukist mikið undanfarin ár auk þess sem erlendir fjárfestar séu orðnir virkir í viðskiptum á inn- lendum fjármálamörkuðum. Þetta gefi tilefni til styrkingar á erlendri stöðu bankans. Styrkja forðann Davíð Oddsson Eftir Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur Mæðgurnar Ester Ólafs-dóttir og Elva BjörkEinarsdóttir starfa báð-ar við fiskvinnslu í Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum. Fjögur ár eru síðan Godthaab hóf starfsemi en fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu á frystum afurðum auk þess sem þar er harðfisk- og saltfisk- vinnsla. Í sumar hefst framleiðsla á reyktum fiski en hjá fyrirtækinu vinna nú um sjötíu manns. Ester og Elva gáfu sér tíma í spjall um fiskvinnslustarfið þrátt fyrir miklar annir en mikil vinna hefur verið hjá Godthaab á árinu. Byrjaði sem sumarvinna „Ég byrjaði að vinna í humri í Fiskiðjunni, hjá Stebba Run frænda mínum, þegar ég var ellefu ára,“ seg- ir Ester þegar hún er spurð hvenær hún hafi byrjað að starfa við fisk- vinnslu. „Ég var auðvitað í skóla á veturna en vann alltaf í fiski á sumrin fram að gosi. Við bjuggum uppi á landi í nokkur ár og fluttum aftur til Eyja 1978 og ég held ég hafi unnið við fiskvinnslu síðan. Ég vann hjá Hraðfrystistöðinni sem síðan var sameinuð Ísfélaginu og hef unnið hjá Godthaab sl. fjögur ár. Starfshlut- fallið hefur verið mishátt eftir að- stæðum hverju sinni,“ segir Ester. Elva var líka ung þegar hún fór að vinna á sumrin, var þrettán ára þeg- ar hún byrjaði í humarvinnslu. „Ég hef verið í fiski með hléum og hef meðal annars starfað í sjoppu og við önnur verslunarstörf. Um tíma var ég dagmamma en ég leita alltaf í fisk- inn aftur því mér líkar vinnan mjög vel. Ég hef sem sagt hoppað út úr þessu starfi en kem alltaf inn aftur.“ Félagsskapurinn góður Elva sinnir ýmsum störfum innan fyrirtækisins og flakkar svolítið á milli. „Það á mjög vel við mig og vinnan er þar af leiðandi fjölbreytt og skemmtileg. Ég er á línunni, inni á vélum, í pappanum, hakka og pakka,“ segir Elva og brosir sínu blíðasta. „Ég er á línunni, nánar tiltekið í „fatlaða stæðinu“, af því að ég er örv- hent, og það eru bara tvö stæði á lín- unni sem henta svoleiðis fólki,“ segir Ester og hlær og bætir því að hún sé því alltaf á sínum stað. Þegar þær eru spurðar hver sé helsti kosturinn við að vinna í fiski nefna þær báðar vinnutímann. „Elva vinnur fulla vinnu en ég er í hluta- starfi. Ég vinn frá klukkan sjö á morgnana til klukkan eitt á daginn og passa svo barnabörnin þar til Elva kemur heim,“ segir Ester og lítur á dóttur sína en Elva á tvær dætur sem eru fjögurra og sex ára. „Já, ég vinn til þrjú á daginn og mér finnst mikill kostur að vera búin svona snemma,“ segir Elva. „Félagsskapurinn skiptir líka miklu máli því hann er mjög góður. Mér finnst það kostur að geta spjall- að við vinnufélagana á meðan maður er að vinna. Sumir geta reyndar ekki gert hvort tveggja í einu. Daði verk- stjóri segir stundum: „Gerið eins og Ester, ef hún gæti þetta ekki þá myndi hún ekkert vinna.“ Það er ekki hægt að taka því öðruvísi en að ég tali svolítið mikið og það fari ágætlega saman við vinnuna hjá mér,“ segir Ester og bætir því við að mórallinn á vinnustaðnum sé ein- staklega góður. „Reyndar hefur vinnufyr- irkomulagið breyst. Nú vinnum við í 50 mínútur og fáum pásu í 10 mín- útur. Þetta var tekið upp í fyrrasum- ar og mér finnst þetta svolítið stress og maður hittir ekki alla í einu,“ segir Ester en Elva er ekki alveg sam- mála. „Mér finnst þetta allt í lagi og tíminn er fljótur að líða. Fyrir mína parta finnst mér mikill kostur að hafa þennan hreyfanleika í vinnunni, ég gæti ekki verið á línunni alla daga. Það er líka yfirleitt gott að fá frí ef á þarf að halda,“ bætir Elva við. Viðhorfið hefur breyst Þegar þær mæðgur eru spurðar hvort þeim finnist fiskvinnslustörf nægilega metin í þjóðfélaginu segja þær það ekki vera. „Nei, almennt ekki,“ segir Ester. „Sumir halda reyndar að það sé hægt að koma og fá vinnu og hlaupa svo út og suður þegar þeim hentar. Það var kannski hægt þegar allt var fullt af fiski og vandræði að fá fólk til að vinna hann. Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað vegna mikilla tækni- framfara og minna framboðs á hrá- efni. Kröfurnar eru miklu meiri og við fiskvinnslu starfar sérhæft fisk- vinnslufólk sem býr yfir mikilli reynslu. Hins vegar tala margir um að þeir vinni „bara“ í fiski, þetta er eins konar „bara húsmóðir“-dæmi. Staðreyndin er sú að ef maður ber ekki virðingu fyrir vinnu sinni og vinnuframlagi gerir það enginn. Við erum að framleiða vöru fyrir mark- aði þar sem gerðar eru miklar kröfur og öllu skiptir að vel takist til. Fisk- vinnslufólk vinnur þar af leiðandi mikilvæg störf.“ Elva tekur undir með Ester en tel- ur að viðhorf til fiskvinnslufólks hafi breyst síðustu ár. „Fólk er eiginlega hætt að spyrja hvort ég vinni í fiski, heldur spyr frekar í hvaða frystihúsi ég starfi.“ Ester segir að það skipti miklu að allur aðbúnaður í frystihúsum hafi breyst mjög mikið. „Í gamla daga þurfti maður að fara með nesti með sér í vinnu en nú eru þessar fínu kaffistofur með öllu tilheyrandi. All- ur aðbúnaður er því mjög góður.“ Elva tekur undir það og segir skipta miklu að fyrirtækin skaffi hlífðarfatnað eins og sloppa, húfur, svuntur og hanska. „Maður þarf ekki að klæða sig í einhver drusluföt áður en maður fer í vinnu á morgnana eins og þetta var hér áður. Vinnan er snyrtileg enda mikið lagt upp úr hreinlæti í matvælaiðnaði.“ Launin mættu vera hærri Því hefur oft verið haldið fram að fiskvinnslufólk sé láglaunastétt, ætli sú sé raunin? „Launin eru ekkert spes en ábyggilega ekkert verri en hjá versl- unarfólki,“ segir Elva og Ester tekur undir það. „Ég held þau séu ekkert verri en gengur og gerist í verslun og þjónustu en auðvitað vill maður alltaf meira. Við erum með hópbónus en ég vildi miklu frekar hafa einstak- lingsbónus. Það eru alltof margir „farþegar“ í hópbónus, það er alveg staðreynd, og viðurkennt af verka- lýðsfélögum og öllum.“ Þær neita báðar þegar þær eru spurðar hvort þetta sé erfiðisvinna. „Vinnan var auðvitað erfiðari þegar unnið var á borðum og það þurfti að vera að lyfta bökkum þannig að þetta er léttara síðan flæðilínurnar komu,“ segir Ester og Elva tekur við: „Mér fannst skemmtilegra þegar það voru borð og það var verið að taka niður pönnur og svona. Ég vil hafa læti í kringum þetta,“ segir Elva sem vill vera á hreyfingu og er illa við kyrr- stöðu. Allt fiskvinnslufólk á kost á að taka fiskvinnslunámskeið en að mati Est- erar má gera enn betur. „Það mætti bæta menntun innan starfsgrein- arinnar og það vantar fleiri nám- skeið. Þetta er matvælaiðnaður og það má gera fólki betri grein fyrir markaðsmálum og hvert afurðirnar fara. Fólk sem er að koma inn í þetta starf þekkir ekki nógu vel hvernig þetta virkar. Það vantar kynningu á starfinu og öllu sem fylgir sjávar- útvegi. Það vantar framhald eða við- bót við það sem hefur verið í boði, þ.e.a.s. nánari útlistum á framleiðslu- og markaðsmálum,“ segir Elva. Ljósmynd/Fréttir Hlið við hlið Mæðgurnar Elva Björk Einarsdóttir (t.v.) og Ester Ólafsdóttir starfa saman í fiski hjá Godthaab í Nöf. Verður að bera virð- ingu fyrir starfinu sínu Mæðgurnar Ester og Elva Björk starfa saman í fiskvinnslu Í HNOTSKURN »Mæðgunum Ester og ElvuBjörk líkar vel að vinna við fiskvinnslu og þær segja fisk- vinnslufólk vinna mikilvæg störf. »Fiskvinnslustarfið þótti erfiðara þegar unnið var á borðum en er léttara síðan flæðilínurnar komu til sög- unnar. ÞETTA HELST ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.