Morgunblaðið - 06.11.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 06.11.2006, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Bagdad. AFP. | Fyrrverandi forseti Íraks, Saddam Hussein, og sex sam- verkamenn hans fengu í gær dóm fyrir morð á 148 sjítum fyrir um 24 árum. Saddam Hussein og tveir aðr- ir fengu dauðadóm, einn var dæmd- ur í lífstíðarfangelsi, þrír fengu 15 ára fangelsisdóm hver og einn var sýknaður. Dómnum hefur verið áfrýjað og verði hann staðfestur verður Saddam Hussein hengdur innan 30 daga frá staðfestingu hans. Glæpir gegn mannkyninu Saddam Hussein var dæmdur til dauða fyrir glæpi gagnvart mann- kyninu, þegar hann fyrirskipaði líf- lát 148 sjíta í þorpinu Dujail norður af Bagdad 1982. Þar hafði áður verið gerð tilraun til að taka hann af lífi. Barzan al-Tikriti, fyrrverandi yfir- maður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Husseins, og Awad Ahmed al-Bandar, fyrrverandi yfir- maður byltingardómsstólsins, voru einnig dæmdir til dauða. Taha Yass- in Ramadan, fyrrverandi varafor- seti, var dæmdur í lífstíðarfangelsi, þrír fyrrverandi yfirmenn Baath- flokksins voru dæmdir í 15 ára fang- elsi og sá fjórði var sýknaður af morðunum. Réttarhöld í ár Saddam Hussein er 69 ára. Hann fæddist nálægt Tikrit, kvæntist þrisvar og eignaðist sex börn. Hann vakti fyrst athygli þegar hann reyndi að myrða Íraksleiðtogann Abdul Karim Kassem 1959. Hann varð for- seti Íraks 20 árum síðar. Réttarhöldin yfir Saddam Huss- ein og samverkamönnum hans hóf- ust í október í fyrra. Þegar dómarinn las upp dóminn í gær hrópaði Sadd- am: „Írak lengi lifi. Íraska þjóðin lengi lifi.“ Hann átti von á dauðarefs- ingu en vildi verða skotinn frekar en hengdur. Vegna dómsins var íröskum her- sveitum skipað að vera í viðbragðs- stöðu. Öryggiseftirlit var eflt í land- inu og var útgöngubann víða í höfuðborginni Bagdad, Diyala og Salaheddin. Hussein dæmdur til dauða Reuters Fögnuður Sjítar fögnuðu dauðadómnum yfir Saddam Hussein og fjölmenntu á götur í Bagdad. Þrír fengu dauða- dóm og einn lífstíðarfangelsi AFP. | Viðbrögð við dauðadómnum yfir Saddam Hussein voru misjöfn. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði dómnum og sjítar í Bagdad dönsuðu á götum úti af gleði og veifuðu fánum. „Komið með hann til okkar og við göngum frá honum,“ kallaði fólkið, en súnnítar í Tikrit mótmæltu dómnum. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði dómnum og sagði hann marka þáttaskil í stefnu Íraks í lýðræðisátt. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, tók í sama streng og sagði, eins og forsetinn að tímasetning dómsins hefði ekkert að gera með kosningarnar í Bandaríkjunum á morgun. Howard Dean, formaður demó- krataflokksins, fagnaði einnig dómn- um og sagði hann ekki hafa áhrif á kosningarnar. Hann sagði að Sadd- am Hussein væri glæpamaður og fengi þá refsingu sem hann ætti skil- ið. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að dóm- urinn sýndi Írökum að lög gætu sigrað ótta og réttlæti væri betra en hefnd. Margaret Beckett, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði að réttlætið hefði sigrað. Hussein hefði framið hræðilega glæpi og það væri sann- gjarnt að þeir sem hefðu framið slíka glæpi gagnvart írösku þjóðinni yrðu dæmdir samkvæmt írösku réttlæti. Dómnum var fagnað í Kuwait og Íran. Frakkar viðurkenndu úrskurð- inn en áréttuðu að þeir væru á móti dauðarefsingu. Alþjóðamannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn. Malcolm Smart, sem hefur meðal annars með málefni í Miðaust- urlöndum að gera, sagði að réttar- höldin hefðu átt að vera liður í því að koma á réttlæti og lögum í Írak en þau hefðu verið óréttlát. Renato Raffaele Martino, kardin- áli í páfagarði, sagði að ekki væri rétt að refsa fyrir glæp með öðrum glæp, að hefna með drápi. Dauða- refsins ætti ekki rétt á sér. Saddam Hussein hefði ekki verið dæmdur til dauða hjá Alþjóðasakadómnum. Rússar vöruðu við afleiðingunum í Írak ef Saddam Hussein yrði hengd- ur en lýstu yfir efasemdum um að dómnum yrði fullnægt. Konstantin Kosachev, forseti utanríkismála- nefndar þingsins, sagði að dómurinn myndi kljúfa írösku þjóðina enn frekar því súnnítar tækju ekki mark á honum. Fögnuður og fordæming Skiptar skoðanir um dauðadóminn yfir Saddam Hussein og samverkamönnum Reuters Viðbrögð Saddam Hussein bregst við dauðadómnum í Bagdad í gær. Kaupmannahöfn. Politiken. | Tveir menn eru eftirlýstir eftir að hafa skotið á fólk og myrt einn gest á krá í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Verknaðurinn átti sér stað rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Tveir menn af erlendum uppruna komu inn á Cafe Louise á Norðurbrú, svip- uðust um og fóru síðan aftur út. Skömmu síðar gengu þeir aftur í sal- inn, þar sem um 50 manns voru, gengu að einum gestanna og annar mannanna hóf að skjóta á hann. Þeir drápu 24 ára gamlan Íraka og særðu alvarlega 34 ára gamlan mann frá Marokkó auk tveggja annarra gesta. Skotárás á krá í Kaup- mannahöfn Einn týndi lífi og þrír særðust á Norðurbrú Indlandi. AFP. | Að minnsta kosti tólf manns létust og meira en 40 særðust í tveimur sprengjuárásum í Guw- ahati á Indlandi skömmu eftir há- degi í gær. Sprengjurnar sprungu nánast á sama tíma. Önnur sprakk á markaði í miðbænum og létust að minnsta kosti átta manns. Mikið fjölmenni var á staðnum og slösuðust að minnsta kosti 15 manns alvarlega auk þess sem margir bílar skemmd- ust. Hin sprengjan sprakk í úthverfi borgarinnar og týndu fjórir lífi. Tólf féllu í árásum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.