Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 31 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is BÍLASTÆÐAVANDINN í miðbæ Reykjavíkur er slíkur að íbúar krefj- ast úrbóta. Vandann er hægt að leysa með því að flytja Mennta- skólann í Reykja- vík og Kvenna- skólann úr miðbænum, eða byggja bíla- stæðahús. Fram- kvæmdasvið Reykjavík- urborgar ætti fremur að leggja áherslu á byggingu bílastæðahúss í Þingholtunum en að fela Bílastæða- sjóði það miður skemmtilega verk- efni að setja upp stöðumæla og selja íbúum aðgang að bílastæðum fram- an við heimili þeirra. Árgjald Bíla- stæðasjóðs fyrir íbúakort sem gildir fyrir einn bíl er 3.000 krónur en íbú- ar geta mest fengið leyfi fyrir tveim- ur bílum sem sannanlega tilheyra fólki búsettu í hverfinu. Helstu rök Bílastæðasjóðs fyrir uppsetningu stöðumæla og sölu íbúakorts eru þau að færri komi til með að nota bílastæðin en áður og þar af leiðandi verði fleiri laus bíla- stæði fyrir íbúana. En gjaldtaka á daginn leysir að- eins helming vandans vegna þess að það vantar einnig bílastæði í Þing- holtunum á kvöldin og á nóttunni, einkum um helgar. Og stefna borg- aryfirvalda um þéttingu byggðar gerir illt verra. Byggingarverktakar ásælast byggingareiti og vilja byggja háhýsi hvar sem mögulegt er í þessu rótgróna hverfi í algerri mót- sögn við byggingarsöguleg einkenni þess, íbúafjölda og bílastæðaskort. Ég mótmæli harðlega þessari nýju skattheimtu borgarinnar sem bílastæðagjald við heimili fólks óneitanlega er og skora á borgaryf- irvöld að byggja niðurgrafið bíla- stæðahús í Þingholtunum þar sem íbúum verður frjálst að leggja bif- reiðum sínum gjaldfrítt en að öðrum kosti flytja MR og Kvennaskólann úr miðbænum. STEFÁN HELGI VALSSON, Grundarstíg 6, Reykjavík Flytjum MR og Kvenna- skólann úr miðbænum Frá Stefáni Helga Valssyni: Stefán Valur Valsson MÓTMÆLIN gegn virkj- unarframkvæmdum við Kárahnjúka halda enn áfram. Mér finnst að það séu raunverulega mótmæli gegn betri lífskjörum okkar. Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki virkjað t.d. Sogið og Þjórsá? Rökstuðningur mótmælenda er að við þurfum ekki á virkjunum að halda og getum gert annað. Hver bannar mönnum að gera eitthvað annað? Ég las Draumalandið eftir Andra Snæ og ég fellst á að bókin er vel skrifuð á hófsaman hátt, en mér finnst ummæli leigubílstjórans í upphafi bókarinnar nokkuð góð en hann segir: „Þið skáldin eruð ekki í neinum tengslum við raunveruleik- ann.“ Samanburður við athafnir Egypta við byggingu pýramídanna í Egyptalandi fyrir 4.500 árum og virkjanir við Kárahnjúka í dag virk- aði ekki sannfærandi á mig. Ég er sannfærður um að Jakob Björnsson fer með rétt mál þegar hann segir: „Sannleikurinn er sá að nýting þeirrar vatnsorku sem borg- ar sig að nýta á Íslandi leggur að- eins hald á lítinn hluta öræfa og óbyggða landsins.“ Er þá tekið tillit til náttúrperla sem allir eru sam- mála um að varðveita. Vinstri grænir hafa gert málið pólitískt og nota það sér til fram- dráttar. „Fjallræða“ Steingríms for- manns er góður vitnisburður um hvað vel greindir þingmenn geta flutt heimskulegar ræður og það í sínu eigin kjördæmi. Á tímabili var umdeild frétt varla sögð í rík- isútvarpinu án þess að leita álits Steingríms á undan öðrum. Við höfum oft hlegið að góðum brandara frá Ómari og sá síðasti er líklega bestur: „Ég er hættur að vera hlutlaus.“ Hefði fréttastofan ekki átt að boða svipaða yfirlýs- ingu? Vinkona mín Marta Eiríksdóttir skrifar fallega grein um málið í Morgunblaðið í ágúst. Hún grætur yfir landinu. En ég segi við hana: Gráttu ekki, fagnaðu heldur þessari stórkoslegu framkvæmd sem gerir okkur og unga fólkinu lífið léttara í allri framtið. Óspillt náttúra er varla til í okkar landi. Í þúsund ár höfum við lifað hér og notfært okkur nátt- úruna og breytt henni á marga vegu. Það sama gera allar þjóðir í kring um okkur. Þær nýta sér auð- æfi landsins. Við erum ekki að spilla landinu. Þú missir fallegt landslag, sanda, holt og móa, og færð í staðinn fal- legt heiðarvatn sem nýtist þér og þinni þjóð um ókomna framtíð. Það er ástæða til að óska Austfirðingum sérstaklega til hamingju með virkj- unina við Kárahnjúka. GUNNAR SVEINSSON, fyrrverandi kaupfélagsstjóri. Mótmæli gegn betri lífskjörum Frá Gunnari Sveinssyni: Í GÆR birtust í leiðara Morg- unblaðsins hugleið- ingar um frétt sem fram kom í fjöl- miðlum á föstudaginn síðastliðinn, þar sem ályktað var út frá grein í vísindaritinu Science, að við blasti algjört hrun allra fiskistofna í heim- inum innan 50 ára. Í forystugreininni er lagt út af stuttu við- tali blaðsins við und- irritaðan og látið að því liggja að sú stað- reynd gleymist að ástand þorsk- stofnsins á Íslandsmiðum sé ekki viðunandi. Skýtur það nokkuð skökku við ef haft er í huga hver skilaboð Hafrannsóknastofnunar- innar hafa verið mörg undanfarin ár, í árlegum skýrslum um ástand fiskistofna og í fjölmiðlum. Ábyrgð vísinda- og fræðimanna í samfélaginu er mikil. Í fyrsta lagi eru verkefni þeirra að leita sannleikans, varpa ljósi á eðli hlutanna með þeim aðferðum sem viðurkenndar eru í fræðunum. Hins vegar hvílir sú skylda á þeim að koma niðurstöðum rannsókna á framfæri við notendur þekking- arinnar, m.a. við almenning og stjórnvöld. Það er ekki síður vandasamt verk og varðar oft hagsmuni samfélagsins og velferð að það sé vel gert. Þó það kunni að henta málstaðnum, fiskvernd- inni, að hræða með fréttum af því tagi sem fram komu í kjölfar um- ræddrar greinar í Science, þá væri það ekki í anda skyldu okkar fag- fólks um að veita hlutlausa, öfga- lausa sýn á viðfangsefnið. Kjarni málsins er sá að þó erfitt sé að spá langt fram í tímann, gef- ur umrædd grein í Science engan veginn tilefni til að gefa al- menningi þá sýn á fiskveiðarnar í heim- inum, hvað þá á Ís- landsmiðum, að ástæða sé til ætla að þær muni líða undir lok eftir hálfa öld. Höfundar hennar gerðu athugun á af- mörkuðum þáttum málsins og komust að þeirri niðurstöðu, að ofveiði og mengun hefðu leitt til þess að gengið hefði verið á fjölbreytileika lífríkis sjáv- ar undanfarna áratugi. Þetta væri ástæða þess að margir fiskistofnar hefðu nánast hrunið. Bent var jafnframt á að hægt væri að snúa við þróuninni með bættri fisk- veiðistjórnun, takmörkun veiða, víðtækum svæðafriðunum og öfl- ugari mengunarvörnum. Í viðtali við blaðamann Morg- unblaðsins, gat ég þess að vita- skuld væri ástæða til að líta til svona rannsóknar og draga af henni lærdóm, en gæta þyrfti m.a. að forsendum hennar. Enginn vafi er á að margt hefur vel tekist varðandi nýtingu fiskistofnanna við Ísland á liðnum áratugum, sem m.a. má rekja til þess að hér eru stundaðar fiskirannsóknir og vegna þess að skilningur er í sam- félaginu á að veiðistjórnun miðist við sjálfbærar veiðar. Það er hins vegar rétt hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins að spyrja má sig þess hvort sá skilningur end- urspeglist nægilega vel í verki, þar sem ljóst er að með markviss- ari aðgerðum stjórnvalda hefði mátt ná betri árangri og fyr- irbyggja þá lægð sem þorskstofn- inn er nú í. Það er trú mín að með öflugum rannsóknum og miðlun upplýsinga í þekkingarsamfélagi framtíð- arinnar, þar sem stjórnvöld fylgi ráðleggingum færustu sérfræð- inga, þá auðnist okkur að færa hlutina til betri vegar þannig að heimsendaspá af þessu tagi eigi alls ekki við rök að styðjast. Þar reynir m.a. áfram á stuðning Morgunblaðsins að halda úti upp- lýstri umræðu um þessi mikilvægu málefni. Undirritaður fagnar því að blaðið gefi rúm fyrir þetta efni í leiðara sínum og telur stuðning þess til þess fallinn að auka skiln- ing stjórnmálamanna, aðila í at- vinnugreininni og almennings um nauðsyn þess að efla rannsókn- irnar og fara að tillögum um að- gerðir sem tryggi skynsamlega nýtingu og vernd fiskistofnanna, ekki síst þorskstofnsins. Umræðan um hrun fiskistofna, fiskvernd og miðlun upplýsinga Jóhann Sigurjónsson svarar leiðara Morgunblaðsins » ...gefur umræddgrein í Science eng- an veginn tilefni til að gefa almenningi þá sýn á fiskveiðarnar í heim- inum, hvað þá á Íslands- miðum, að ástæða sé til ætla að þær muni líða undir lok eftir hálfa öld. Jóhann Sigurjónsson Höfundur er forstjóri Hafrannsóknastofnunar. ÞAÐ ER athyglisvert að hlusta á framsóknarmenn allra flokka full- yrða að nú eigi eina ferðina enn að rústa landbúnaðinn. Það er nefni- lega staðreynd að það er ekki hægt vegna þess að hann er í rúst. Land- búnaðar- og byggðastefna genginna ríkisstjórna hefur fyrir löngu rústað landbúnað sem atvinnuveg með framtíð og umhverfi hans, áratuga starf landbúnaðarráðuneyt- isins og Byggðastofn- unar að svokölluðum byggðamálum hefur ekki orðið til neins annars en að fækka í sveitum og festa fá- tækt í sessi. Það er nöturlegt en satt að það er ekki hægt að benda á eina einustu byggðaáætlun á veg- um Byggðastofnunar sem hefur náð settum markmiðum, nema auðvitað væri ef tilgangurinn var að rústa allt saman og leggja byggð- irnar í eyði eða undir tóm- stundabúskap frístundaframsókn- armanna. Sú staðreynd að skattgreiðendur borga um það bil 65% beinna tekna íslenskra bænda segir ekkert um íslenska bændur en er óumdeilanleg fratyfirlýsing á landbúnaðarstefnuna og þá sem styðja hana. Landbúnaður kann að vera elsta atvinnugreinin í landinu en hvaðan honum kemur einhver erfðaréttur og opið veiðileyfi á sparifé allra landsmanna er erfitt að sjá. Það má einu gilda hvort rík- issjóður borgar sex, tólf eða sextán milljarða á ári með landbúnaðinum, ein króna í misheppnaðan atvinnu- rekstur er einni krónu of mikið. Það eina sem getur bjargað landbúnaði sem atvinnugrein á Íslandi er að stjórnmálamenn hætti afskiptum af honum. Landbúnaðarstefna ís- lenskra stjórnvalda á sér rætur í miðöldum, stefnan hefur falið í sér það sjálfseyðandi markmið að halda öllum bújörðum í byggð, innan Evr- ópusambandsins var það orðað sem ljós í hverjum glugga. Á miðöldum voru bú- jarðir á Íslandi í kring- um 4.000, sá fjöldi hélst óbreyttur út all- an þann tíma sem ís- lenskt samfélag var fyrst og fremst sjálfs- þurftarsamfélag. Smá- ar einingar hentuðu vel til þeirrar fram- leiðslu sem stunduð var, ullarvinnslu og fiskverkunar til út- flutnings þegar fóður- öflun fyrir fénað og fólk sleppti. Markaðsvæðingin svokallaða krefst annarra framleiðsluhátta. Í land- búnaði verður hagkvæmni ann- aðhvort náð með stærri búum eða minni fjárfestingu. Ef 3.000 bændur eiga að brauðfæða þjóðina verða þeir að selja vélarnar og taka allt aftur á bakið og sennilega að end- urvekja vistarbandið, þrjú þúsund bújarðir geta hvorki staðið undir nauðsynlegri hagræðingu né fjár- festingu. Gallinn við landbún- aðarframtíð framsóknarmanna er sá að hún gerir ekki ráð fyrir mark- aði eða neytendum. Bújarðir sem urðu til á landnámsöld eru engan veginn nægilega stórar til að bera nútímabúskap, þær henta ágætlega fyrir sumarbústaða- eða frí- stundamarkaðinn. En sem alvöru matvælaverksmiðjur eiga þær enga framtíð. Ég held að jákvæðir menn hafi reiknað út að 1.500 bændur á jafnmörgum bújörðum og að sama skapi stærri gætu séð Íslendingum fyrir matvælum á vel samkeppn- ishæfu verði. Það verður að gefa bændum færi á að stækka jarðirnar og búa til rekstrargrundvöllinn góða. Það er þess vegna óhjá- kvæmilegt að gera greinarmun á landnýtingu, á sama hátt og gert er hvað varðar atvinnuhúsnæði og lóð- ir undir það. Slíkt er háð öðrum skilyrðum en íbúðarhúsnæði. Brýnt er að gera greinarmun á frí- stundabúskap og landbúnaðarfram- leiðslu. Þeir snillingar sem hafa komið íslenskum landbúnaði í ein- hverja verstu skulda- og fátækt- arsúpu sem um getur ættu að láta bændum sjálfum eftir súpugerðina. Í rauninni verður ekki betur séð en að sú staðfasta trú að utanrík- ismálum sé best borgið hjá sjálf- stæðismönnum og landbúnaðinum hjá framsóknarmönnum hafi verið hrapallegur misskilningur. Landbúnaðurinn lagður í rúst Kristófer Már Kristinsson skrifar um landbúnað » Gallinn við landbún-aðarframtíð fram- sóknarmanna er sá að hún gerir ekki ráð fyrir markaði eða neytendum. Kristófer Már Kristinsson Höfundur er háskólanemi. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.