Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 45 / ÁLFABAKKA THE DEPARTED kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10:10 B.i. 16 THE DEPARTED VIP kl. 5:30 - 8:30 THE LAST KISS kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:30 B.i. 12 THE GUARDIAN kl. 8 - 10:30 B.i. 12 BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ BARNYARD m/ensku tali kl. 6 - 10:10 LEYFÐ JACKASS NUMBER 2 kl. 4 - 8 B.i. 12 ÓBYGGÐIRNAR m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA Vel gerð og rómantísk með þeim Zach Braff („Scrubs“, „Garden State“), Rachel Bilson („The O.C.“ þættirnir) ofl. SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍMA Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI „THE DEPARTED ER EÐAL GLÆPAMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR OG ER ENN EIN RÓSIN Í HNAPPAGAT SCORSESES.“ eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL FRÁ HANDRITSHÖFUNDI „MILLION DOLLAR BABY“ OG „CRASH“ ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! „...groddalegur og beinskeyttur húmor... þannig að maður ælir nánast af hlátri“ Þ.Þ. - FRÉTTABLAÐIÐ Sýnd í Sambíóunum í Kringlunni og Keflavík SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. UPPRUNALEGU PARTÝ-DÝRIN ERU MÆTTÞú átt eftir að skemmta þér sjúklega vel. eeee H.Ó. MBL eee LIB Topp5.is KEVIN COSTNER ASHTON KUTCHER Þegar hættan steðjar að ... fórna þeir öllu the last kiss eee EMPIRE Mogga Bíó í bíófyrir2 1 T.V. - Kvikmyndir.com eeeee THE MIRROR eeeee EMPIRE eeeee V.J.V. - Topp5.is Eruð þið tilbúin fyrir eina fyndnustu mynd allra tíma? sjá miða framan á morgunblaðinu í dag gildir ekki á Borat né mýrina * / KRINGLUNNI BORAT mogga tilb. gildir ekki kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 THE DEPARTED kl. 8 - 10:10 B.i. 16 DIGITAL BÆJARHLAÐIÐ kl. 6 LEYFÐ m/ísl. tali MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ BEERFEST kl. 8 B.i. 12 / KEFLAVÍK BORAT mogga tilb. gildir ekki kl. 8 - 10 B.I. 12 MÝRIN mogga tilb. gildir ekki kl. 8 B.I. 12 THE DEPARTED kl. 10:10 B.I. 12 / AKUREYRI THE DEPARTED kl. 8 b.i. 16 BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ MATERIAL GIRLS kl. 6 LEYFÐ THE GUARDIAN kl. 8 b.i. 12 eeee EMPIRE MAGAZINE Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn getur átt von á ýmsu í dag; láttu berast með straumnum, viðhorfið skiptir öllu máli. Ef þú neyðir þig til þess að vera glaður í bragði, finnur þú eitt- hvað til þess að gleðjast yfir. Ef nei- kvæðnin nær tökum á þér finnur þú leið- ir til þess að halda henni við líka. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Ekki láta rugling koma í veg fyrir að þú þorir að tjá þig í framtíðinni. Ef fyrirætlanir þín- ar eru heiðarlegar, verður engin viðleitni til einskis. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Annríki þitt kallar á tíma fyrir slökun. Reyndu að fara eitthvað upp í fjöll ef þú mögulega getur. Farðu þangað sem út- sýnið er. Það er fátt sem ekki er hægt að leysa á meðan maður virðir fyrir sér fal- lega náttúru. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn á erfitt með að ná sambandi við ástvini sína vegna ólíkra áherslna og tímaskorts. Ekki reyna að neyða ráð- gerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlut- unum að ráðast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið gerir dagsdaglega tilveru að nokkurs konar listformi, hvort sem það raðar púðum á sófa eða tekur þátt í líf- legum samræðum við vin. Haltu sköp- unargáfunni við með því að umgangast þá sem kunna að meta hana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu djarfari svona almennt séð. Settu markið nógu hátt til þess að þú getir gortað af mistökunum síðar. Það er betra að hafa næstum því náð háleitu markmiði en að monta sig af einhverju lítilræði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Félagslífið getur tekið sinn toll, ef maður sinnir því með tilþrifum. Þú þarft hugs- anlega á uppörvun að halda síðar í dag. Farðu eitthvað þangað sem þú verður örugglega huggulegasta manneskjan á staðnum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert ekki beint sléttur og felldur. En hey, ef maður teygar lífið í botn, má allt eins búast við því að maður sulli niður á sig. Gerðu þig ánægðan með stöku bletti, þeir eru merki þess að þú hafir verið til. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn hefur yfirleitt mikið sjálfs- traust. En óöryggi þitt tekur skyndilega völdin stutta stund í kvöld og skýtur þér skelk í bringu. Þú jafnar þig um leið og þú áttar þig á því hvað þú átt að segja við manneskjuna sem sló þig út af laginu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kemur svo sannarlega miklu í verk þessa dagana. Til allrar óhamingju hefur þú lítinn eða nánast engan tíma til þess að laga það sem betur mætti fara, tryggðu þér því svigrúm til þess að gera vel í fyrstu atrennu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vikunnar. Ef þær eru sagðar upphátt hafa þær svo gott sem ræst. Þú færð tækifæri til þess að minna einhvern á að þjáningu má stundum forðast en eymdin er val. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Viðkvæmnin ræður ríkjum. Fortíð og nútíð renna saman í eitt. Færðu frá það sem þér er unnt. Það kann ekki góðri lukku að stýra að taka ákvarðanir á al- mennum forsendum. Láttu hreinskilnina ráða för, annars festistu í fari. Stjörnuspá Holiday Mathis Venus og Neptúnus eru ekki á eitt sátt. Venus segir að ástin sigri allt og Nep- túnus segir að það sem maður heldur að sé ást, sé oft ekki ekta og gæti því ekki einu sinni yfirbugað flugu. Bæði hafa rétt fyrir sér. Nýtum okkur þessa af- stöðu til þess að viðurkenna að óskilyrta ást þar sem hana er að finna og skilja að sum ást er heldur ekki ekta. KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó, Laug- arásbíó, Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Borat (Borat: Cultural Learnings of Am- erica for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan)  Leikstjóri: Larry Charles. Aðalleikendur: Sacha Baron Cohen, Ken Davitian, Lue- nell, Pamela Anderson (sem hún sjálf). 90 mín. Bandaríkin 2006. MAÐUR er nefndur Sacha Baron Cohen (Borat), breskur gam- anleikari og háðfugl, kunnastur fyrir sjónvarpsþættina Da Ali G Show, sem hafa m.a. verið sýndir hérlendis. Í þeim hefur hann skapað þrjá afar furðulega og óforskammaða rugludalla; tit- ilpersónuna (sem var einnig um- fjöllunarefni gamanmyndarinnar Ali G Indahouse), sem er hvítur Lundúnabúi sem gefur sig út fyrir að vera rappari frá Jamaíku; sjón- varpsfréttamanninn Borat frá Ka- sakstan og austurríska viðundrið og tískusérfræðinginn Bruno (sem verður aðalpersóna næstu myndar Cohens). Trúðurinn fór á kostum sem Ali G, en var þó ekki nema svipur hjá sjón hjá Borat, sem er enn yf- irgengilegri og jafnan í seiling- arfjarlægð frá mörkum þess að ganga gjörsamlega fram af áhorf- endum. Cohen sýnir einstaka snilli í ólýsanlegum línudansi á mörkum þess að hneyksla og hrella bíó- gesti, en tekst jafnan að láta háðið og spottið, og sinn mjög svo per- sónulega húmor, verða yfirsterk- ari. Hann er lengst af að spauga með bannhelgar samfélagsins; kynþáttafordóma, sifjaspell, klám- kjafta, íbúa vanþróaðra ríkja og afbrigðilega kynhneigð, svo eitt- hvað sé nefnt, auk þess sem sjálf- umglaðir „fréttaskýrendur“ fá það óþvegið ásamt trúarbrögðum, ekki síst gyðingdómurinn (en höfund- urinn er vitaskuld gyðingur og þykir einstaklega notalegur og fágaður í hversdagslífinu). Á sinn dæmalausa hátt kemst hann upp með klúrheitin, því hann fær bíó- gesti oftar en ekki til að gráta af hlátri undir atburðarás sem fengi minni spámenn til að gera allt bandbrjálað og áhorfendur til að ganga í hópum út af sýningunni. Vafalaust hneykslar hann ein- hverjar sálir því Borat lúrir á at- riðum sem engan hefði grunað að hann ætti eftir að sjá á almennri kvikmyndasýningu. Maður á bágt með að trúa sínum eigin augum þegar Cohen fer fullum seglum á tjaldinu. Í einu atriðinu eru þeir að berjast, allsberir, Borat og hinn sílspikaði ferðafélagi hans frá Kasakstan, framleiðandinn Aza- mat (Davitian). Þeir enda í hinum klúrustu fangbrögðum í rúmum sínum og berst leikurinn vítt um hótelið. En sjón er sögu ríkari og það má segja um Borat frá upp- hafi til enda. Söguþráðurinn fjallar um sjón- varpsmanninn sem heldur til U S og A (eins og hann nefnir jafnan Bandaríkin) til að fræðast um gós- enríkið og koma til baka með reynslu sem getur nýst hans nið- urnídda heimalandi á hjara ver- aldar. Borat er e.k. vegamynd, þeir félagarnir velkjast stranda á milli, frá New York til Los Angel- es. Meginástæðan fyrir Kaliforn- íureisunni er Strandvarða-gellan Pamela Anderson, sem Borat sér á skjánum og verður það ást við fyrstu sýn. Galdur Cohens að láta bíógesti skemmta sér stórkostlega í stað þess að hrista höfuðið er vits- munalegi þátturinn í ósvífninni og subbuskapnum. Í smekklausum fá- ránleikanum tekst honum að gera okkur ljóst að þrátt fyrir allt er aðeins örmjó lína milli hinna rík- ustu og snauðustu, klúrustu og siðfáguðustu. Borat verður örugg- legasta yfirgengilegasti gleðigjafi ársins og ein af bestu myndum þess. Sæbjörn Valdimarsson Borubrattur, geðbætandi Borat Skemmtilegur „Vafalaust hneykslar hann einhverjar sálir því Borat lúrir á atriðum sem engann hefur grunað að eiga eftir að sjá á almennri kvik- myndasýningu, “ segir Sæbjörn m.a í dómnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.