Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 13 www.openhand.is Með OpenHand hefur þú fullan að- gang að tölvupósti og getur auk þess skoðað og uppfært önnur skjöl með farsímanum þínum. Ekki þarf sérframleitt tæki, heldur virkar OpenHand á snjallsímum helstu framleiðenda. Fáðu nánari upplýsingar um Open- Hand á www.openhand.is. „Ég þarf ekki lengur að taka ferðatölvuna með mér, hef allt í símanum; tölvu- póstinn, dagbókina, tengiliði og fleira.“ Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi „Lausnin er einföld, eitt tæki fyrir allar þarfir.“ Hafsteinn Ingibergsson, Danól ÖRUGGARA • ÓDÝRARA • SVEIGJANLEGRA TÖLVUPÓSTUR DAGBÓK OG FLEIRA Í FARSÍMANN ÞINN P IP A R • S ÍA • 60 56 5 Skrifstofan þín á ferðinni Farmflytjendur, tollmiðlarar og aðrir geymsluhafar fyrir ótollafgreiddar vörur Endurnýja þarf umsóknir um starfsleyfi fyrir vörugeymslur Í kjölfar nýrra tollalaga nr. 88/2005 þurfa þeir sem starfrækja vörugeymslur fyrir ótollafgreiddar vörur samkvæmt leyfi frá því fyrir gildistöku laganna hinn 1. janúar 2006 að sækja að nýju um starfsleyfi í samræmi við nýju lögin, sbr. ákvæði til bráðabirgða í þeim. Starfsleyfi frá því fyrir gildistöku laganna falla úr gildi 1. janúar 2007. Þetta gildir um þá sem starfrækja vörugeymslur skipa- og flugfélaga, almennar tollvörugeymslur, tollfrjálsar forðageymslur skipa- og flugfélaga, tollfrjálsar verslanir og frísvæði. Leyfi verður einungis veitt lögaðilum. Leyfi til að starfrækja afgreiðslugeymslur er takmarkað við skipa- og flugfélög sem stunda vöruflutninga milli Íslands og annarra landa og þá sem stunda tollmiðlun, sbr. XI. kafla tollalaga. Þeir sem veita starfsleyfi Umsóknum um starfsleyfi fyrir afgreiðslugeymslur skipa- og flugfélaga og tollmiðlara, sbr. 88. gr. tollalaga, skal beina til tollstjórans í Reykjavík, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, en umsóknum um starfsleyfi fyrir tollvörugeymslur, sbr. 91. gr., tollfrjálsar forðageymslur, sbr. 96. gr., tollfrjálsar verslanir, sbr. 101. gr., og frísvæði, sbr. 105. gr., skal beina til fjármálaráðherra, Arnarhvoli við Lindargötu, 150 Reykjavík. Umsókn, atriði sem þar skal greina og fylgigögn 1. Umsókn á að vera skrifleg, þar sem fram komi: a. nöfn, kennitölur og lögheimili umsækjanda, stjórnarmanna og daglegs stjórnanda; b. upplýsingar um þá starfsemi sem sótt er um leyfi fyrir og c. yfirlýsing umsækjanda um að fullnægt sé eða verði þeim skilyrðum sem viðkomandi starfsemi eru sett. 2. Fylgigögn með umsókn: a. Greinargerð með ítarlegri lýsingu á fyrirhugaðri starfsemi og starfsskipulagi, tilhögun bókhalds, tölvubúnaði vegna birgðabókhalds, vörslu gagna, innra eftirlit og aðstöðu til tolleftirlits. Vegna umsókna um leyfi til reksturs tollvörugeymslu, tollfrjálsrar forðageymslu eða frísvæðis þurfa og að koma fram nauðsynlegar upplýsingar um umfang fyrirhugaðrar starfsemi svo unnt sé að meta fjárhæð tryggingar sem setja þurfi vegna aðflutningsgjalda sem fyrirtækið kann að verða ábyrgt fyrir vegna starfseminnar. Sérstök athygli er vakin á 6. tl. 91. gr. tollalaga en það skilyrði er fyrir veitingu starfsleyfis að leyfishafi geymslusvæðis (afgreiðslugeymslu, tollvörugeymslu, tollfrjálsrar forðageymslu, tollfrjálsrar verslunar og frísvæðis) láti tollstjóra í té án endurgjalds fullnægjandi aðstöðu á geymslusvæðum til tolleftirlits og rannsóknar á vörum. M.a. er átt við að geymsluhafa ber að láta í té afmarkað húsrými á geymslusvæðum með nauðsynlegum húsgögnum og tölvutengingum til tolleftirlits og rannsóknar á vöru. b. Teikningar af mannvirkjum og lóð, ef við á, sem ætluð eru til starfseminnar. c. Búsforræðisvottorð og sakavottorð stjórnarmanna og daglegs stjórnanda. Að öðru leyti er vísað í skilyrði 91. gr. tollalaga sem og önnur viðeigandi ákvæði í XIII. kafla tollalaga. Kóði fyrir geymslur Við úthlutun starfsleyfis mun tollstjórinn í Reykjavík gefa hverri samþykktri geymslu kóða. Þennan kóða skal tilgreina með hverri farmsendingu við skil á farmskrá til tollstjóra. Nánari fyrirmæli um innihald rafrænna skeyta verða send farmflytjendum og öðrum leyfishöfum. Kóðinn gefur til kynna raunverulegan vörslustað vöru og jafnframt vörsluábyrgð sbr. 75. til og með 83. gr. tollalaga. Farmsendingar sem ekki tilgreina samþykktan kóða geta ekki fengið tollafgreiðslu frá og með gildistöku þessara fyrirmæla. Annað Frekari upplýsingar veita Hörður Davíð Harðarson, aðaldeildarstóri, tölvupóstfang hordur.hardarson@tollur.is, vegna umsóknar um leyfi til starfrækslu afgreiðslugeymslu, en tekju- og lagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins vegna umsókna um starfrækslu tollvörugeymslu, tollfrjálsrar forðageymslu, tollfrjálsrar verslunar og frísvæðis. TVÆR bandarískar mennta- skólastúlkur, þær Holly Jacobson and Tessa Churchill, kunna að hafa fund- ið leið til að draga úr orkuvandræð- um heimsins, en þær kynntu í gær í MIT-háskólanum uppgötvun sína á þörungategund sem hægt er að rækta til vinnslu lífræns eldsneytis. Fjallað er um stúlkurnar tvær í dagblaðinu Portland Press Herald, en þær kunna að hafa fundið aðferð til að framleiða meira magn lífræns eldsneytis úr minna magni af lífrænu hráefni en hingað til hefur tekist. Sjö milljónir í verðlaun Jacobson og Churchill hófu fyrir tveimur árum að rannsaka nátt- úrulegar fitusýrur í mismunandi þör- ungategundum, en nýlega fundu þær þörungategund sem framleiðir meiri fitu á hverja matareiningu sem þör- ungurinn innbyrðir en aðrar teg- undir gera. Eins og áður segir kynntu þær rannsóknir sínar fyrir hópi prófess- ora og fræðimanna við MIT, sem munu bera verkefnið saman við þrjú önnur verkefni ungmenna í árlegri keppni sem haldin er í samstarfi við Siemens-fyrirtækið. Verkefni MIT og Siemens er ætlað að vekja athygli á áhugaverðum vís- indaverkefnum ungs fólks og til að fá að vera með þarf unga fólkið að skrifa vísindagrein um rannsóknir sínar og senda forvalsnefnd. Í fyrstu verðlaun er námsstyrkur í háskóla að andvirði um sjö milljóna íslenskra króna. Orkuvandinn leystur? Reuters Olía Olíunotkun jarðarbúa eykst með hverju ári, en vonast er til að lífrænt eldsneyti geti að einhverju leyti komið í staðinn fyrir venjulega olíu. EF stefna Seðlabankans verður áfram aðhaldssöm og stýrivextir verða óbreyttir (14%) langt fram á næsta ár mun það hafa neikvæð áhrif á hlutabréfaverð hér á landi. Þetta segir í Morgunkorni Grein- ingar Glitnis. „Annars vegar hefur hátt vaxta- stig þau áhrif að það dregur úr fjár- festingum fyrirtækja og útlánum banka og fjármagnskostnaður eykst. Hins vegar gerir hátt vaxta- stig fjármögnun hlutabréfa dýrari og peningamarkaður sem ávöxtun- arkostur verður erfiðari fyrir hluta- bréfamarkaðinn að keppa við,“ seg- ir í Morgunkorninu. Spá 20% ávöxtun Greining Glitnis segir að þrátt fyrir háa stýrivexti spái deildin góðri ávöxtun á íslenskum hluta- bréfamarkaði í ár, eða 20% á árinu. Það samsvarar um 5% hækkun frá núverandi stöðu fram til áramóta. Hvað varðar vaxtaákvörðun Seðlabankans í síðustu viku segir greiningardeild Glitnis að óvissan í stjórn peningamála sé mikil. Stórir áhrifaþættir líkt og gengi krónunn- ar eru á mikilli hreyfingu sem getur á skömmum tíma gjörbreytt verð- bólguhorfum og -þróun. Því geti verið afar slungið og oft á tíðum nær ómögulegt að segja til um með einhverri vissu hvort ákvörðun Seðlabankans um stýri- vexti á hverjum tíma muni reynast rétt þegar upp er staðið. „Af hverju slær bankinn því á frest að hækka vexti þegar greining hans bendir sterklega til þess að það sé þörf á vaxtahækkun? Er það vegna þeirr- ar óvissu sem í greiningu hans felst? Eða er það vegna þeirrar miklu andstöðu sem nú er við frek- ari vaxtahækkun? Er það kannski hvort tveggja?“ Neikvæð áhrif vaxta STRAUMUR-Burðarás fjárfesting- arbanki hefur keypt ríflega 10% hlut í sænska upplýsingatæknifyr- irtækinu Pricer, en fyrir helgi var tilkynnt um kaup bankans á um 45 milljónum B-hluta í sænska fyr- irtækinu. Næststærsti hluthafinn Á Straumur nú 10,27% hlut í Pricer og fer með 10,18% atkvæða á aðal- fundi, og er næststærsti hluthafinn í Pricer á eftir Salvatore Grimaldi, sem fer með 11,1% atkvæða á aðal- fundi. Samkvæmt frétt Affärs- världen er markaðsvirði eign- arhlutar Straums 89 milljónir sænskra króna, eða rúmar 840 milljónir ís- lenskra króna. Sonur stofn- anda Pricer, Fredrik Daniels- son, er hluthafi í Novator, fjár- festingarfélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, stjórnarformanns Straums. Fyrir átti Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki eignarhluti í sænsku fyrirtækjunum Betsson, Scribona, SEB og Saab. Kaupir í Pricer Björgólfur Thor Björgólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.