Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 22
fjármál fjölskyldunnar 22 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Þ að ætla flestir að hafa það gott í ellinni – það eru hins vegar mun færri sem hafa gert áætlun um hvernig þeir ætli að fara að því", segir Dr. Keith Amachtsheer. „Það hafa orðið gríðarlega breytingar á þjóðfélögum iðnríkja frá fyrstu áratugum seinni heimsstyrjaldar. Tækni, vísindi, framfarir og almennt betri lífskjör hafa breytt aldurssamsetningu þjóða svo að annað eins þekkist ekki í mannkynssögunni. Dánartíðni hef- ur lækkað og lífslíkur fólks aukist stórkostlega sem þýðir að það fjölg- ar í elstu aldurshópunum. En á sama tíma hefur fæðingartíðni í flestum ríkjunum snarminnkað svo það fækkar í þeim yngri. Þetta þýðir ein- faldlega að í framtíðinni munu færri vinnandi hendur þurfa að fjármagna almannatryggingar sem sífellt fleiri þurfa á að halda með hækkandi aldri. Það mun verða þungur biti fyr- ir ríkisbúskapinn. Þess vegna þarf að endurskoða lífeyriskerfið í heild sinni. Á síðastliðnum árum hafa ríki heims leitað leiða til þess að tryggja fólki sanngjarnan lífeyri en draga jafnframt úr áhrifum þess mikla ójafnvægis sem breytt aldurs- samsetning hefur á rekstur ríkisins. Það er ekki auðvelt verkefni og eru lífeyrismálin aðeins einn hluti þess en mjög mikilvægur. Það verður að gera kerfið sjálfbærara en nú er.“ Hinn kanadíski hagfræðingur hef- ur um margra ára skeið starfað sem ráðgjafi og aðstoðað jafnt stjórnvöld ríkja sem stjórnir fyrirtækja og hagsmunasamtaka við upptöku og/ eða endurskoðun lífeyriskerfa. Íslendingar á réttri leið „Ég byggi tillögur mína á þriggja stoða kerfinu sem Alþjóðabankinn lagði fram árið 1994 en forskriftin byggist á samtryggingu, sjóðsöfnun og eigin sparnaði. Undir fyrstu stoð- ina heyra því almannatryggingar, undir aðra fellur skylduaðild að líf- eyrissjóðum í gegnum vinnumarkað- inn en þriðju stoðina, viðbótarlífeyri, tryggir fólk með eigin sparnaði. Þið Íslendingar eruð samt vel staddir miðað við mörg önnur ríki því þið hafið í raun allar þessar þrjár stoðir hér og starfsævin hér er lengri en víða eða um 40 ár að því er mér skilst.“ Hann segir að víða sé veruleikinn dökkur, hvort sem er í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. ,,Lífeyris- kerfi landa eru mjög misjöfn. Norð- urlandaþjóðirnar standa ágætlega að vígi því önnur stoðin hjá þeim hef- ur verið sterk í gegnum skylduaðild vinnandi fólks að söfnunarlífeyris- sjóðum. Slíkir sjóðir þekkjast varla í Bandaríkjunum þar sem eigin líf- eyrissparnaður er langalgengastur enda veita almannatryggingar líf- eyri sem oftast er undir eðlilegum framfærsluviðmiðunum. Í Evrópu get ég tekið sem dæmi Ítalíu en þar sem nýlega voru erfiðar en nauðsynlegar umbætur á lífeyris- kerfinu. Starfsævin var bæði stutt, eða um 30 ár að meðaltali, og fólk fór snemma á eftirlaun, jafnvel fyrir sextugt. Raunveruleikinn sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir var að 40% af skatttekjum vinnuaflsins fara beint í að greiða eftirlaun. Hærri skattar letja fólk iðulega til vinnu svo að úr verður vítahringur fyrir þjóðfélagið.“ Engar einfaldar lausnir En eru einhverjar lausnir í sjón- máli ? „Það eru engar einfaldar lausnir í sjónmáli en lengri starfsævi og þriggja stoða kerfið tryggja meiri sjálfbærni en verið hefur hingað til og mörg ríki eru að vinna að því. Ég tel farsælast og hef í minni ráðgjöf lagt áherslu á að efla stoð 2, þ.e. sjálfvirka aðild vinnuafls að söfn- unarlífeyrissjóði. Það þýðir einfald- lega að hefji einstaklingur störf á vinnumarkaði greiðir hann sjálf- krafa í söfnunarlífeyrissjóð. Það er ekki lögbundin skylda en vilji ein- staklingur ekki greiða í sjóðinn verð- ur hann sjálfur að segja sig formlega úr honum. Þetta sjálfvirka kerfi var tekið upp fyrir skömmu í Bretlandi og reynslan er sú að afskaplega fáir hafa nýtt sér þetta útgönguákvæði. Sjálfvirknin styrkir hins vegar líf- eyriskerfið í heild sinni, því eins og flestir vita þá ætlar mannskepnan að gera ýmislegt á morgun eins og að gera áætlun um lífeyri en gerir það svo aldrei. Þessir sjóðir, sem eru í eigu vinnuaflsins, verja síðan mikil- vægu fjármagni inn í atvinnulífið til fjárfestinga og uppbyggingar. Það má því segja að kenningar Karl Marx séu hér framkvæmdar á vissan hátt, að verkamennirnir eignist framleiðslutækin,“ segir Ambachts- heer og brosir. Eigin sparnaður gefur möguleika Dr. Ambachtsheer segir að í dag verði fólk að gera sér grein fyrir, að vilji það hafa sambærileg eftirlaun og meðaltekjur þess voru á vinnu- markaði, þarf það að gera áætlun um eftirlaunalífeyri og það sem fyrst á starfsævinni. „Almannatryggingar, sem falla undir fyrstu stoðina munu í fæstum tilfellum tryggja þau laun. Þess vegna þarf fólk að skoða hvern- ig það getur tryggt sér það sem upp á vantar með hinum stoðunum tveimur, skyldu- og viðbótar- sparnaði. Í rauninni má skipta lífs- ferli nútímafólks upp í þrjá hluta. Á fyrsta þriðjungnum aflar það sér menntunar. Það er mjög mikilvægt að huga að henni á þessu tímabili því það er þekkingin og reynslan sem oftar en ekki leggur grunninn að tekjuöflun framtíðarinnar. Öðrum þriðjungi eyðir fólk síðan á vinnu- markaði og byggir upp lífeyris- sparnað, bæði skyldusparnað og sinn eigin og á þeim þriðja eyðir það þessum sama sparnaði.“ Hann bendir samt á að fólk hafi möguleika á að taka út eigin sparnað fyrr á lífsleiðinni. „Það er ekki að- eins þjóðfélagið sem breytist, þarfir fólks breytast oft líka. Fólk þarf stöðugt að vera í símenntun og sum- ir kjósa að skipta um starfssvið þeg- ar líður á. Eigin sparnaður gefur oft möguleika á meiri sveigjanleika á milli vinnu og náms. Fólk hefur líka möguleika á að taka út eigin sparnað fyrr á lífsleiðinni, vilji það minnka við sig vinnu eða fara fyrr á eftir- laun. Þetta kerfi ætti því líka að auka sveigjanleika á vinnumarkaði.“ – Þetta virðist gott og gilt kerfi en hvað með eftirlaun þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði og láglaunafólk? „Það er þessi sígilda spurning: Hvernig á ég að komast þangað sem ég vil fara þaðan sem ég er. Þetta er ein af stóru spurningunum sem við þurfum að finna svarið við. Ef við hverfum aftur til Ítalíu og spyrjum: Hvernig ætla þeir að leysa eftir- launavandamálið þar? Ég veit það ekki, við verðum bara að bíða og sjá. En núverandi kerfi leysti heldur ekki vandann. Ef við tökum Banda- ríkin þar sem dæmi. Þar er fjöldi verkamanna sem unnið hafa alla sína ævi í stál- og bílaiðnaði að komast á eftirlaun, sem samanstendur af líf- eyri úr stoðum eitt og þrjú, ef menn hafa verið svo forsjálir að leggja fyr- ir. Lífeyririnn er hins vegar svo lág- ur að það skapar önnur þjóðfélags- vandamál sem þarf að leysa. Þeir sem eru tekjuhærri fá vissulega hærri lífeyri í þessu kerfi, þar sem greitt er af hlutfalli af launum til skyldusöfnunarlífeyris sjóðsins, og eins geta þeir lagt meira fyrir. Þeir sem eru tekjulægstir gera áreið- anlega ekki ráð fyrir hærri tekjum í eftirlaun en þeir hafa á vinnumark- aði og fyrstu tvær stoðirnar ættu að fara langt með að ná þeirri upphæð. Það sem ekki síður máli í þessu sam- hengi er að þriggja stoða kerfið er gott fyrir heildina og tryggir betur afkomu hennar í framtíðinni.“ Hver er þín lífeyrisáætlun? Ertu búinn að gera líf- eyrisáætlun? Hvernig er hún nákvæmlega? Ef þú ert með svör við þessum spurningum á reiðum höndum þarftu ekki að hafa áhyggjur. Ef ekki þarftu að hugsa þinn gang eins og Unnur H. Jóhannsdóttir komst að þegar hún ræddi við hag- fræðinginn Dr. Keith Amachtsheer. Hann er einn þeirra fræðimanna sem hafa ýtarlega kynnt sér stöðu lífeyrismála í heiminum í dag. Morgunblaðið/Ásdís Lífeyrir Dr. Keith Ambaachsheer segir Íslendinga vel stadda miðað við íbúa í mörgum öðrum ríkjum.               !          $      Í HNOTSKURN »Dr. Keith Ambaachtsheerhélt fyrirlestur á ráðstefnu KB banka fyrir helgina um leiðir til að stytta starfsævina og tryggja sér fjárhagslegt frelsi. »Hann hefur gefið út bók-ina Eftirlaunakreppan (e. Pension Crisis) og í byrjun næsta árs er önnur á leiðinni sem nefnist Eftirlaunabylting- in:Lausn á eftirlaunakrepp- unni (e. Pension Revolution: A Solution to the Pension Crisis) á leiðinni. »Hagfræðingurinn telursjálfvirka aðild að söfn- unarlífeyrissjóðum og eigin sparnað verða meginstoðir líf- eyriskerfa framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.