Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMVIZKUSPURNING
Vésteinn Lúðvíksson rithöfund-ur leggur samvizkuspurningufyrir íslenzku þjóðina í grein í
Lesbók Morgunblaðsins í gær.
Rithöfundurinn segir:
„Bangladesh er að flatarmáli
minna en eitt og hálft Ísland og íbú-
arnir samt tæplega 150 milljónir,
sem gerir það eitt af allra þéttbýl-
ustu löndum heims. Þjóðartekjur á
mann eru um 60% minni en hjá næsta
nágranna, Indlandi. Barnadauði er
með því hæsta sem þekkist. Aðalat-
vinnugreinin er frumstæður land-
búnaður … Það rignir meira á
skemmri tíma en áður, stormar eru
tíðari og kröftugri, auk þess sem
bráðnun íss í Himalajafjallgarðinum
eykur á vatnsmagnið í þeim stórfljót-
um, sem renna til sjávar í Bangla-
desh. Afleiðingin er meiri og tíðari
flóð en áður þekktust. Ræktanlegt
land er undir vatni langtímum sam-
an, skortur á góðum varnargörðum
veldur svo því, að í kraftmestu flóð-
unum brjóta flóðin stór skörð í bakk-
ana og landrýmið minnkar. Við þetta
bætist að þurrkatíminn hefur lengst
með tilheyrandi uppskerubresti og
enn viðkvæmari árbökkum. Af öllum
þessum sökum hefur mikill fjöldi
fólks flosnað upp og setzt að í fá-
tækrahverfum borganna, þar sem
hann skrimtir á hungurmörkum eða
lætur lífið fyrir skort á næringu og
heilbrigðisþjónustu.“
Síðan segir Vésteinn Lúðvíksson:
„Bangladesh er aðeins eitt dæmi af
mörgum um fátækt land, sem líður
nú þegar fyrir loftslagsbreytingar,
sem rekja má til gróðurhúsaáhrifa.
Og um það er ekki lengur deilt hvort
þau séu af mannavöldum eða ekki
heldur að hversu miklu leyti (Brezka
vísindaakademían skrifar 95–6%
þeirra á reikning manna).“
Loks segir Vésteinn:
„Á Íslandi er losun gróðurhúsaloft-
tegunda á mann orðin meiri en í Evr-
ópusambandinu. Þessum „árangri“
höfum við ekki sízt náð með meng-
andi stóriðju. Og verði af þeirri ál-
væðingu, sem að er stefnt á næstu ár-
um, getum við hugsanlega stært
okkur af því að vera komin í meng-
unarflokk með Bandaríkjunum, sem
nú eiga heimsmetið.
Með hliðsjón af því að alvarlegustu
afleiðingar loftmengunar eru ekki
staðbundnar heldur koma niður á
vistkerfinu öllu og verst þar sem fá-
tæktin er mest, með hliðsjón af því að
árlega deyja milljónir beint og óbeint
af völdum mengunar og loftslags-
breytinga og með hliðsjón af því að
ástandið á eftir að versna til muna …
þá er ástæða til að spyrja með hvers
konar rökum Íslendingar geti varið
hegðun sína í þessum efnum … Fyrir
eða eftir Ríóráðstefnuna, 1992, viss-
um við (eða áttum að vita) að um-
hyggjan fyrir eigin efnahag nægði
ekki sem réttlæting fyrir frekari los-
un gróðurhúsalofts. Samt hefur þetta
verið megináherzlan í málflutningi
þeirra, sem talað hafa fyrir aukinni
stóriðju. Þetta er gott fyrir OKKUR.
Þetta er gott fyrir ákveðin byggð-
arlög, gott fyrir „atvinnustigið“, gott
fyrir hagvöxtinn, gott fyrir almenna
velsæld, gott fyrir ÍSLAND.“
Og Vésteinn Lúðvíksson bætir við
þessa ádrepu eftirfarandi orðum:
„Eigingirnin í þessu sjónarmiði
(sem er gott dæmi um skilningsvana
nytjahugsun) hefur með árunum orð-
ið pínlega ber, ekki sízt með tilliti til
þess að landið er langt frá því að vera
í hópi þeirra fátækustu.“
Langt er síðan einstaklingur hefur
með jafn sterkum rökum beint slíkri
samvizkuspurningu að íslenzku þjóð-
inni. En í raun er þetta samvizku-
spurning, sem allar hinar ríku þjóðir
heims standa frammi fyrir.
Með stöðugri eftirsókn eftir meiri
peningum, betra lífi, erum við að
draga úr möguleikum fátæku þjóð-
anna á að komast frá fátækt til bjarg-
álna.
Við reynum að horfast ekki í augu
við þennan veruleika með svonefndri
aðstoð við fátæku þjóðirnar í þriðja
heiminum en jafnvel sú aðstoð er af
skornum skammti og endar kannski
með því að færa okkur enn meiri auð.
Við höfum lært að græða á fátæka
fólkinu.
Morgunblaðið hefur áður lýst
þeirri skoðun að fari fram sem horfir
muni fátæka fólkið í heminum gera
aðsúg að borgarhliðum ríku þjóðanna
og ryðjast þar inn. Það getur m.a.
gerzt með því, að fátæka fólkið eigi
engra kosta völ. Loftslagsbreytingar
geri það ómögulegt fyrir fólk að lifa
jafnvel í suðurhluta Evrópu eins og
Trausti Valsson skipulagsfræðingur
hefur m.a. vakið athygli á og mann-
fjöldinn muni einfaldlega streyma á
norðurslóðir.
Þetta er langstærsta viðfangsefn-
ið, sem heimsbyggðin stendur
frammi fyrir. Ástandið í Mið-Aust-
urlöndum, stríðið í Írak, átökin við
hryðjuverkamenn eru allt smámunir
á borð við þá heimsmynd, sem Vé-
steinn Lúðvíksson bregður upp og
aðrir hafa gert. Þótt enginn Íslend-
ingur hafi beint spjótum sínum að
eigin þjóð með svo markvissum
hætti, sem Vésteinn gerir nú.
Hvað ætlum við að gera? Hvernig
ætlum við að svara þeirri samvizku-
spurningu, sem að okkur er beint nú?
Ætlum við ekki að svara henni? Ætl-
um við að láta sem henni hafi aldrei
verið beint að okkur?
Það eru nýir straumar að byrja að
leika um íslenzkt samfélag. Það er
ekki endilega víst, að tími græðginn-
ar verði endalaus. Það er meira að
segja hugsanlegt að hann sé nú þegar
liðinn.
Þingkosningarnar í vor geta orðið
tímamótakosningar. Kannski sjáum
við í þeim vísbendingar um hvert nýj-
ar kynslóðir Íslendinga vilja stefna.
Stjórnmálaflokkarnir eru einn
helzti farvegur fyrir skoðanir fólks-
ins í landinu. Ef þeir endurspegla
ekki nýja og breytta strauma eru
þeir í hættu staddir. Þá taka aðrir að
sér það hlutverk. Það er t.d. spurn-
ing, hvort Framtíðarlandið tekur að
sér að verða farvegur fyrir skoðanir
náttúruverndarsinna í kosningunum
í vor.
Þess vegna verður fróðlegt að sjá,
hvort einhverjir talsmenn stjórn-
málaflokkanna taka að sér að ræða
samvizkuspurningu Vésteins Lúð-
víkssonar. Þeir þurfa ekki endilega
að vera sammála þeim sjónarmiðum,
sem rithöfundurinn setur fram, en
það verður fróðlegt að sjá, hvort ein-
hverjir þeirra telji það þess virði að
taka þau til umræðu.
HÁTT á annað hundrað björgunarsveit-
armanna úr tíu björgunarsveitum óku um
höfuðborgarsvæðið í gærmorgun þegar
stormur gekk þar yfir. Þar fuku þakplötur,
steypumót við nýbyggingar fóru af stað,
garðhýsi tókst á loft, tjaldvagn valt og rúður
brotnuðu.
Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að
þegar mest var hafi tuttugu hópar verið að
sinna verkefnum af ýmsu tagi, en alls barst
á sjöunda tug hjálparbeiðna. Hann segir að
ekki sé vitað til þess að slys hafi orðið á fólki
í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu, hvorki
björgunarsveitarmönnum né öðrum.
Aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu var
stýrt úr björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð,
þar sem verkefnin voru flokkuð eftir mik-
ilvægi og hópar sendir þangað sem þörfin
var brýnust hverju sinni.
Jón segir að björgunarsveitir á höf-
uðborgarsvæðinu hafi ekki staðið í jafn um-
fangsmiklum björgunaraðgerðum vegna
óveðurs undanfarin nokkur ár, en veðrið
var að mestu gengið yfir höfuðborgar-
svæðið um hádegið. Hann segir mildi að hiti
hafi ekki verið undir frostmarki, enda hefði
þá trúlega fylgt veðrinu mikil ófærð.
Fyrs
uðborg
an fjög
þegar t
háttar
arútka
uninn o
manns
uðborg
Sam
unni va
milli kl
eftir þa
Reykja
Steypumót, garðhýsi
fuku um á höfuðborg
Landfestar treystar Sjómenn könnuðu landfestarnar og landsmenn reyndu flestir að
ganga frá lausamunum utandyra áður en veðrið brast á, þó ekki hafi allir verið svo forsjálir.
Þakplö
lausar
Víða skemmd
Suðvestanstormviðrið sem gekk yfir landið í gær í fyrstu meiriháttar lægð
Björgunarsveitir þurftu víða að fergja þakplötur og bjarga verðmætum. B
STORMVIÐRIÐ sem gekk yfir landið olli
miklu annríki hjá björgunarsveitarmönnum
víða um land við að hemja fjúkandi þakplötur
og lausamuni sem ekki hafði verið gengið
nægilega tryggilega frá.
Í Grundarfirði geisaði óveðrið frá því klukk-
an sex í gærmorgun til hádegis og hafði björg-
unarsveitin Klakkur í nógu að snúast við að
tína upp fjúkandi hluti, líkt og raunin var víða
annars staðar á landinu. Mesta tjónið í Grund-
arfirði varð er þakplötur fuku af einni álmu
grunnskólans en björgunarsveitarmönnum
tókst að fyrirbyggja frekari skaða.
Stærstu hviðurnar komu um tíuleytið en þá
náði vindhraðinn 43,9 metrum samkvæmt
sjálfvirkum mæli veðurstofunnar í Grund-
arfirði. Þá fuku þakplötur af gamla íþróttahús-
inu í Reykjaskóla í Hrútafirði og voru björg-
unarsveitamenn úr Káraborg sendir á
vettvang.
Togarinn Margrét SK-20 slitnaði frá
bryggju á Skagaströnd en björgunarsveit-
armenn náðu að festa skipið við bryggju á ný.
Í Vestmannaeyjum voru björgunarsveit-
armenn kallaðir út til að hefta járnplötur og
sömu sögu var að segja um björgunarsveitir í
Árborg sem kallaðar voru út. Á Stokkseyri
fauk hjólhýsi á hliðina og lausamunir fuku til.
Hættuástand á Akranesi
Félagar í Björgunarfélagi Akraness stóðu
þá í ströngu aðfaranótt sunnudags og skap-
aðist hættuástand í tíu hæða nýbyggingu í nýj-
um miðbæjarreit Akraness þar sem steypu-
mót á efstu hæð losnuðu. Betur fór þó en á
horfðist. Þá var óttast að gamall skúr á Vest-
urgötu myndi springa vegna vindkrafts en því
var afstýrt með því að stafla gámum í kringum
skúrinn. Margar götur voru illfærar eftir
hvassviðrið og stórstraumsflóð og varð Faxa-
braut ófær vegna sjógangs og grjótburðar.
Sjór gekk einnig á land í Sandgerði með
þeim af
nýjum
Sandge
og fjöld
Bílskúr
björgun
kallaða
unnu fy
Þakið
Óveð
og var e
sem á M
fjarðar
þess rá
en að sö
þar var
bílum. B
upp öry
stoða þ
Þaki
Morgunblaðið/Sigurður Elvar Þórólfsson
Fagmennska Félagar í Björgunarfélagi
Akraness báru sig fagmannlega að við að
festa þakkant á verkstæði á Akranesi.
Fiskikö
bænum
Bílrúður sp
lakk skemm
Þakplötur fuku Aftakaveður var á Grund-
arfirði til hádegis, og þuku þakplötur af
einni álmu grunnskólans.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson