Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 35 Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Fræðslufundur Tölvunotkun barna og unglinga með ADHD ADHD samtökin, til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, halda fræðslufund í Safnað- arheimili Háteigskirkju þriðjudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00. Fyrirlesari er Haukur Haraldsson sálfræðingur. Allir velkomnir. Myndakvöld verður 6. nóv. kl. 20 í Húnabúð, Skeifunni 11. Sýndar verða myndir úr Útivist- arferð sl. júlí þegar gengið var frá Landmannalaugum í Strút. Fararstjórinn, Friðbjörn Steins- son, lýsir myndunum. Aðgangs- eyrir er 700 kr. og er innifalið glæsilegt kökuhlaðborð í lok sýningar. Sjá nánar á www.utivist.is  MÍMIR 6006110619 II  HEKLA 6006110619 VI  Hamar 6006110619 III  GIMLI 6006110619 III I.O.O.F. 19  18711068  Félagsstarf Eftir nóttu aftur kemur dagur allt á jörðu ennþá lifnar við. Blóm í brekku, fuglasöngur fagur í fjarska heyrist fossins mjúka nið. Lömbin leika kát og hress í haga af hafi golan kitlar létt við kinn. Ennþá sannast endurtekin saga að undur lífsins hvarvetna ég finn. (S. Bj.) Þessar ljóðlínur eru eftir Sig- rúnu Bjarnadóttur sem nú er kvödd hinsta sinni langt um aldur fram. Ég átti því láni að fagna að góð kynni tókust með okkur Sig- rúnu fljótlega eftir að ég fluttist austur að Keldum. Minningarnar eru margar um Sigrúnu og Val, manninn hennar, því þar sem Sig- rún var, þar var Valur og öfugt. Minningar um þær stundir þegar við hópur ungra kvenna æfðum og sungum saman lög með heima- gerðum textum eftir eina úr hópnum á ýmsum mannamótum og þá var mikið hlegið og gert að gamni sínu. Sigrún var einstaklega hlátur- mild, skemmtileg og kraftmikil kona og kunni svo sannarlega að lifa lífinu lifandi. Leiðir okkar Sigrúnar lágu einnig saman í störfum á vegum kvenfélaganna og eins í Grunn- skólanum á Hellu en þar kenndi Sigrún um árabil og var einstak- lega farsæll og góður kennari. Sigrún var mörgum góðum kostum búin, það lék allt í hennar höndum, hún var afar listræn, málaði myndir, saumaði, spilaði á mörg hljóðfæri og samdi bæði ljóð og lög. Sigrún og Valur voru mikið úti- vistarfólk og voru afar dugleg að Sigrún Bjarnadóttir ✝ Sigrún Bjarna-dóttir fæddist í Landsveit 15. júní 1944. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árbæj- arkirkju í Holtum 28. október. ferðast um landið, það voru skemmti- legar stundir þegar þau komu við á Keldum hjá okkur Skúla eftir að hafa brunað á vélsleðan- um um Rangárvalla- afrétt. Sigrún var stofnfélagi Harmon- ikufélags Rangæinga og var þar í forystu í mörg ár, þar naut hún sín afar vel í skemmtilegum fé- lagsskap góðra fé- laga. Síðustu ár hafa verið þeim Val erfið, því bæði hafa þau glímt við mikil veikindi en aldrei heyrði ég þau kvarta. Alltaf voru þau jafn ágæt á að hitta og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka allan stuðning þeirra við mig á mínum stjórnmálaferli. Sigrún var gæfumanneskja og þau Valur áttu saman góða ævi og saman áttu þau glæsilegan hóp afkomenda sem þau voru stolt af. Að leiðarlokum vottum við Skúli elskulegum Val og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Sigrúnar Bjarnadóttur. Drífa Hjartardóttir, Keldum. Það er erfitt að finna orð, til að kveðja góða vini. Ekki síst það, að fara að tala í þátíð um þá, sem hafa verið hluti af nútíðinni. En nú er komið að því að kveðja Sig- rúnu Bjarnadóttur, sem ég hef mátt kalla vinkonu mína síðast- liðin 15 ár. Kynni okkar hófust í Tónlistaskóla Rangæinga, en þangað kom ég með yngsta son minn, Svan, sem var að læra á harmóníku. Hún var þá líka að læra, hafði reyndar spilað á harmóníku frá unga aldri, en vildi læra meira. Ég komst seinna að því, að það var einkennandi fyrir hana. Hún gerði aldrei neitt hálft, vildi alltaf bæta sig. Nokkru seinna varð ég heima- gangur hjá þeim hjónum, þegar þau opnuðu heimilið sitt fyrir okkur, og Grétar Geirsson, kenn- ari þeirra Svans, kom þangað og kenndi þeim báðum í stofunni hennar. Ég sat í eldhúsinu á með- an Svanur var í tíma, og þá töl- uðum við Sigrún saman á meðan. Seinna kom ég oft í eldhúsið, og alltaf tóku þau hjónin á móti mér, sem velkomnum og langþráðum gesti. Umræðuefnin voru óþrjót- andi og margt að sjá, því Sigrún var ekki aðeins gædd tónlistar- hæfileikum, heldur lék allt í hönd- um hennar. Hún ræktaði rósir, saumaði og prjónaði, málaði og teiknaði. Mörg ár var hún handa- vinnukennari og tónmenntakenn- ari við Grunnskólann á Hellu, en hafði fyrir nokkrum árum látið af því starfi. En listsköpun hennar hélt áfram, og þegar við töluðum síðast saman, sagði hún mér frá málverkunum sínum, og ég hlakk- aði til að heimsækja hana og fá að skoða þau. Mennirnir áætla, en Guð ræður. Mig langar að lokum til að þakka allar samverustundirnar og alla góðvildina við mig og mína fjölskyldu, ekki síst Svan Bjarka. Þau hjónin tóku honum, eins og þau ættu hann, og sama má reyndar segja um harmóníku- hljómsveitina alla, en hann byrj- aði ungur að spila í henni. Það var ómetanlegur skóli, fyrir ung- an dreng, að kynnast öllu því góða fólki. Kæri Valur, við Úlfar og Svan- ur Bjarki biðjum Guð að styrkja þig og fjölskylduna á þessum erf- iðu tímum, um leið og við þökkum allar góðu minningarnar. Rósa. Fallegur himinninn, algjörlega heiðskír, við tvö og hestastóðið allt í kringum okkur. Var hægt að hugsa sér það betra, einn með minni uppáhaldsfrænku lengst uppi í sveit? Ég man ekki hvernig stóð á því að þér datt í hug að keyra út á túnið, en þarna áttum við ógleym- anlega stund saman, pikkföst í græna Saabnum þínum. Það var liðið langt fram á kvöld og við ákváðum að bíða fram á morgun með að finna hjálp sem var gott vegna þess að þarna átti ég stund með þér sem fer aldrei úr minni mínu. Við sváfum lít- ið þessa nótt en töluðum mikið sam- an og horfðum á hestastóðið leika sér og slást allt í kringum Saabinn. Mér fannst eins og þeir tækju ekkert eftir okkur, kannski vegna þess að Saab- inn gat alveg eins verið eins og hver annar grashaugur, svona grasgrænn eins og hann var. Svona eru allir dag- ar sem ég átti með þér, fallegir og bjartir í minningunni. Ofboðslega leið mér alltaf vel hjá þér, ég var reyndar svo heppinn að þið Mummi nenntuð endalaust að vera með mig, alveg frá því ég var smákrakki. Þú Ósk Hilmarsdóttir ✝ Ósk Hilm-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 19. desember 1952. Hún lést á heimili sínu 21. október síðast- liðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey. hjálpaðir mér í gegn- um próflesturinn, kenndir mér fyrstu gripin á gítarinn, kenndir mér að spila og syngja House of the rising sun. Mér fannst alltaf eins og þú gætir allt og hefðir svör við öllu. Þú varst alltaf jafn glæsileg, hafðir ekkert fyrir því, krull- aðir á þér hárið og brostir síðan bara. Þú varst einstaklega vel gerð, gafst alltaf mikið af þér, varst alltaf tilbúin að hlusta og eyða þinni orku og tíma í þá sem leituðu til þín, aldrei of upptekin til að ræða málin. Ég man eftir því þegar ég var að byrja með heildsöluna að ég kom einn sunnudaginn til ykkar Mumma og ræddi við ykkur um það hvað það væri nú erfitt að fá þessa viðskipta- vini úti á landi til að borga reikn- ingana. Það endaði auðvitað þannig að þú varst mætt á skrifstofuna að rukka fyrir mig daginn eftir og varst þar næstu mánuðina að hjálpa mér í því. Svona varst þú nákvæmlega, ekkert röfl, bara að drífa í hlutunum og klára verkefnið. Seinna þegar við ræddum þennan tíma sagðir þú mér að þér hefði nú fundist þetta skemmtilegur tími að fá að vinna aft- ur í miðbænum, í menningunni, rétt hjá Kaffi Tár og gamla pósthúsinu. þú gafst mér mikið og einhvern veg- inn var ég aldrei tilbúinn að sætta mig við hvert stefndi. Ég vonaðist til í öll þessi ár að þú mundir ná þér. Við töluðum aldrei saman eins og þú værir að fara neitt enda finnst mér þú enn vera hér, ég vona að ég muni alltaf finna fyrir þér, elsku frænka. Ég óska þess innilega að gimstein- arnir þínir, Kolbeinn, Brynja og Saga og Mummi og amma Brynja, muni komast yfir þessa erfiðu tíma. Ég veit að þér líður vel núna og ert örugglega búinn að finna hann Malla þinn aftur. Hvíl þú í friði, elsku Ósk. Þinn frændi Hilmar Finnur. Við í Lágholti 15 viljum minnast Óskar með nokkrum orðum. Hún Ósk eða „mamma hennar Sögu“ eins og hún var jafnan kölluð hjá okkur var hreinskiptin kona sem aldrei lá á skoðunum sínum. Hún tók vel á móti okkur þegar við fluttum í Mosó á sín- um tíma og eftir því sem árin liðu kynntumst við betur. En best kynnt- umst við er ég tók að mér afleysingar í Varmárskóla þar sem hún var að vinna. Hún minnti mig alltaf á mömmu mína og ég sagði henni það oft. Báðar háar, grannar, ljóshærðar og stundum óþægilega hreinskilnar; meira að segja fæddar á sama árinu, árið 1952 á „ári drekans“. En hrein- skilni hennar kunni ég sko að meta. Hún hafði bein í nefinu og vissi sínu viti. Við nánari kynni varð okkur ljóst að skoðanir okkar fóru saman. Hvort sem við ræddum um uppeldis- mál, brjóstagjöf eða bara mataræði. Sýn okkar á lífið var með líkum hætti og við bjuggum yfir svipaðri heim- speki. Það var okkar heiður að fá að kynnast Ósk og hennar fallegu, ljúfu fjölskyldu. Börn hennar bera henni fagurt vitni og það fór ekki fram hjá okkur hve geislaði af allri fjölskyld- unni. Öll ætíð boðin og búin að að- stoða okkur ef þurfti og ævinlega fannst okkur við vera velkomin á heimili hennar. Einkum Eldey, eldri dóttir okkar sem verið hefur heima- gangur hjá Ósk og fjölskyldu síðan við fluttum í götuna. Elsku Guðmundur, Kolbeinn, Brynja og Saga, hjarta okkar og hugur eru hjá ykkur í ykkar miklu sorg. Samúðarkveðja frá Sævari, Eldeyju og Íseyju. Erna. Góðir grannar eru gulli betri. Við höfum ætíð verið heppin með góða granna í litla raðhúsinu okkar í Mos- fellsbæ. Nú fréttum við að Ósk Hilm- arsdóttir einn af okkur eftirminni- legustu nágrönnunum væri látin. Mikill samgangur var á milli fjöl- skyldna okkar enda börnin flest á áþekkum aldri. Á heimilunum voru ýmis dýr, kettir og meira að segja hænsni. Dýrin höfðu mikið uppeld- isgildi ekki aðeins fyrir börn Óskar og Guðmundar, heldur einnig okkar börn og sennilega miklu fleiri börn í grenndinni. Ósk var náttúrubarn, hún var mikið fyrir útiveru og sveitin heillaði hana mjög. Ósk starfaði síðast sem stuðnings- fulltrúi í Varmárskóla. Það var gott að fá hana inn í bekkina því hún sinnti starfi sínu af áhuga og krafti. Jafnvel þegar ljóst var að hún átti við alvarleg veikindi að stríða gaf hún ekki eftir. Fram á síðustu vikurnar reyndi hún að mæta til vinnu eins og hún gat og dáðumst við að þeirri orku sem enn í henni bjó. Við eigum góðar minningar um Ósk. Hún skilur eftir sig ógleyman- leg spor. Við þökkum samfylgdina og sendum Guðmundi og börnunum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Úrsúla Jünemann, Guðjón Jensson. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sig. frá Hlöðum) Þú varst bara þriggja ára þegar ég og Siggi, eldri sonur minn, kynnt- umst þér. Þar sem þið voruð jafn- gamlir og innan sömu fjölskyldu urð- uð þið fljótt góðir vinir og voruð það alla tíð á meðan Siggi lifði. Svo oft komst þú hingað niðureftir og sagðir: „Siggi, viltu leika?“ Og það skipti orðið ekki máli hvort Siggi væri viðlátinn. Þú fékkst lánaðar teiknimyndabækur, t.d. Lukku- Láka og Tinna, settist í bekkinn í sjónvarpsholinu og last svo tímunum skipti. Það var ósköp notalegt að vita af þér þarna. Á unglingsárunum komstu líka oft, þú varst með ýmis áhugamál og leitaðir mikið til Óskars frænda þíns, sem átti ráð við mörgu. Úr þessu Jóhann Fannar Ingibjörnsson ✝ Jóhann FannarIngibjörnsson fæddist í Reykjavík 17. júní 1972. Hann lést af slysförum 16. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 26. ágúst. varð mikil væntum- þykja ykkar á milli. Ég gleymi aldrei þeg- ar þú hjálpaðir okkur við að skipta um ofn í vandræðum okkar. Við vildum að sjálf- sögðu borga þér fyrir þetta, þar sem þetta var orðin atvinna þín. En þú sagðir: „Nei, ég er svo ánægður að geta loksins gert eitt- hvað fyrir Óskar frænda minn, hann er búinn að gera svo mik- ið fyrir mig.“ Við urðum orðlaus. Eftir að Siggi dó, varðst þú yngri syni okkar Óskari Inga sem stóri bróðir. Hve oft komst þú ekki til okkar seinni árin að horfa á Liverpool-leiki og lifðir þig þvílíkt inn í leikina með frændum þínum hér. Og hve gaman þú hafðir af því að fara í íþróttahúsið með öllum frænd- unum að leika þér í fótbolta. Elsku Jóhann, við komum til með að sakna þín. Þú lífgaðir tilveru okk- ar ómetanlega á allan hátt. Guð varðveiti þig að eilífu og ást- arþakkir fyrir allt. Elsku Gréta og litlu sólargeislarn- ir: Ástríður Halla, Júlía Steinunn og Katrín Ósk, megi Guð styrkja ykkur og vernda alla tíð. Votta ykkur og öll- um öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Bjarney Finnbogadóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.