Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.11.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUNNAR Svavarsson, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi í alþingiskosningunum á vori komanda, en hann hlaut 1.376 í fyrsta sæti listans í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem fram fór á laugardaginn. Katrín Júlíusdóttir hlaut örugga kosningu í 2. sætið og Þórunn Svein- bjarnardóttir hafnaði í 3. sæti, en báð- ar eiga þær sæti á Alþingi. Katrín hafði sóst eftir 2. sæti en Þórunn stefndi á það fyrsta. Árni Páll Árna- son lögfræðingur hafnaði í 4. sæti en hann gaf kost á sér í forystusæti listans, líkt og þau Þórunn og Gunnar. Á eftir Árna komu Guðmundur Stein- grímsson blaðamaður í 5. sæti, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæj- arstjóri, í 6. sæti, Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari í 7. sæti og Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður í 8. sæti. Alþingismaðurinn Valdimar Leó Friðriksson var felldur í próf- kjörinu, hann gaf kost á sér í 3. sæti en hafnaði í 14. sæti. Spennandi prófkjörsnótt Mjótt var á mununum hjá Þórunni og Gunnari allt kvöldið. Fyrstu tölur voru birtar á níunda tímanum á laug- ardagskvöldinu og var Gunnar efstur samkvæmt þeim. Þegar um 40% at- kvæða höfðu verið talin leiddi Þórunn hins vegar listann með 40 atkvæða mun. Þá er öll atkvæði nema utan- kjörfundar- og vafaatkvæði höfðu verið talin var Gunnar aftur kominn í 1. sætið, en aðeins munaði 19 atkvæð- um á þeim Þórunni. Gríðarleg spenna ríkti á Fjörukránni þegar Halldór S. Magnússon, formaður kjörstjórnar, steig í pontu og kynnti lokatölur. Samkvæmt þeim hafði Gunnar Svav- arsson unnið prófkjörið og aðeins 46 atkvæði skildu þau Þórunni að, eða um 3% greiddra atkvæða. Allir fram- bjóðendur sem Morgunblaðið ræddi við eru samdóma um það að prófkjör- snóttin hafi verið óvenju spennandi og skemmtileg og fjölmargir hafi séð sér fært að mæta á Fjörukrána og fylgj- ast með framvindu mála langt fram eftir nóttu. Breytt fyrirkomulag og aukin þátttaka Þátttakan í prófkjörinu var að sögn Halldórs S. Magnússonar, formanns kjörstjórnar, mjög góð, en um 4.600 manns tóku þátt í því. Í síðasta próf- kjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi voru aðeins 1.900 þátttak- endur, en það prófkjör var einungis opið flokksmönnum. Í ár var um svo- kallað stuðningsmannaprófkjör að ræða, en í því felst að skráðir flokks- menn og stuðningsmenn flokksins geta einir tekið þátt í því. Þeir sem eru yfirlýstir stuðningsmenn skrá sig ekki í flokkinn, en samþykkja hins vegar að haft verði samband við þá í tengslum við alþingiskosningarnar í vor. Kjörstaðir voru sjö talsins; auk íbúa allra sex nágrannabæjarfélaga Reykjavíkur var íbúum Kjósarhrepps gert kleift að kjósa í sinni heimasveit. Að sögn Halldórs er þetta í fyrsta sinn sem íbúum í Kjósinni gefst kost- ur á að kjósa í hreppnum, og mældist nýbreytnin ákaflega vel fyrir hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinn- ar á svæðinu. Gunnar bar sigur úr býtum Gunnar Svavarsson skipar fyrsta sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, en aðeins munaði 46 atkvæðum á honum og Þórunni Sveinbjarnardóttur í 1. sætið. Þórunn hafnaði í 3. sæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í HNOTSKURN »Samfylkingin fékk fjóramenn úr Suðvestur- kjördæmi kjörna í síðustu al- þingiskosningum. »Tveir þingmanna flokks-ins úr kjördæminu, þau Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, ákváðu að gefa ekki aftur kost á sér. »Um 4.600 manns tókuþátt í prófkjörinu en fyrir fjórum árum voru þátttak- endur í prófkjöri Samfylking- arinnar aðeins um 1.900. »Aukningin á að einhverjuleyti rætur að rekja til þess að prófkjörið í ár var ekki einungis opið flokks- mönnum, heldur var óflokk- bundnum stuðningsmönnum flokksins einnig boðið að taka þátt í því. »Gunnar Svavarsson, for-seti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar, hafnaði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir í 2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir í 3. sæti.                                    !"   # $ %  &" '" (" )" *" +" ," -"         . / #. 0  &"(,+ '"'+- '"(*( &"1*2 '"2(- &"*-+ '"2), '"2+* Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Stemning Fjölmenni var á Fjörukránni og spennan mikil meðan beðið var eftir niðurstöðum prófkjörsins. „ÞETTA var mjög spennandi prófkjörsnótt, tölurnar komu á víxl og um tíma munaði innan við tveimur tugum atkvæða á okkur Þórunni,“ segir Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem vann próf- kjörið á laugardaginn. „Ég hef alltaf sagt að það sé mik- ilvægt að þingkonurnar okkar, þær Þórunn og Katrín, séu í efstu sætum listans. Augljóslega vorum við Þórunn að takast á um fyrsta sætið og í þetta skiptið hafnaði ég þar.“ Að mati hans er einnig mikill fengur í þeim Árna Páli Árnasyni og Guðmundi Steingrímssyni, sem höfn- uðu í fjórða og fimmta sæti. „Árni Páll hefur unnið bak- sviðs fyrir flokkinn í áratugi og Guðmundur er þekktur maður úr þjóð- málaumræðunni sem höfðar til nýrra hópa,“ segir Gunnar. Að mati Gunnars er listinn mjög breiður og sterkur og Samfylkingin í raun hinn eini sanni sigurvegari prófkjörsins, þátttakan hafi verið mjög góð og 19 einstaklingar hafi séð sér hag í því að bjóða sig fram fyrir flokk- inn. „Ég er fyrst og fremst þakklátur þeim sem tóku þátt í prófkjörinu, ekki síst meðframbjóðendum mínum, sem hafa staðið jafnvel að þessu og raun ber vitni,“ segir Gunnar. „Það má líka geta þess að þótt tekist hafi verið á um toppsætin á listanum erum við öflug liðsheild sem stefnir á sig- ur saman hinn 12. maí næstkomandi.“ Sigurinn Samfylkingarinnar Gunnar Svavarsson KATRÍN Júlíusdóttir þingkona hlaut örugga kosningu í 2. sætið í prófkjörinu. Katrín segist vera mjög þakklát þeim fjölmörgu sem veittu henni stuðning og er bjartsýn á að sá listi sem valinn var á laugardaginn eigi eftir að ná mjög góðum árangri í vor. „Þátttakan í prófkjörinu og allur andinn í kringum það færði mér heim sannninn um það,“ segir Katrín. Katrín kveður kosningakvöldið hafa verið mjög skemmtilegt, fjölmargir hafi séð sér fært að mæta á Fjörukrána og mikil spenna verið í loftinu. Aðspurð um úrslitin í baráttunni um 1. sætið segir Katrín að allt hafi getað gerst, enda Gunnar og Þórunn mjög öflugir fram- bjóðendur. Hún telur að Samfylkingin eigi eftir að ná langt með Gunnar sem forystumann. „Gunnar er mjög öflugur maður og hefur sýnt það að hann er mikill forystumaður í þeim störfum sem hann hefur tekið að sér fyrir Samfylkinguna,“ segir Katrín. Hvað listann sjálfan varðar kveður Katrín hann tiltölulega ungan og sprækan. „Listinn er mjög sterkur og ég efast ekki um að hann muni vinna jafnaðarstefnunni mikið gagn, en það hefur aldrei verið mikilvægara að veita jafnaðarstefnunni brautargengi en akkúrat núna,“ segir Katrín að lokum. „Listinn er mjög sterkur“ Katrín Júlíusdóttir ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir alþingiskona segist vel geta unað við þriðja sætið, en hún gaf kost á sér í það fyrsta. „Ég er mjög ánægð með árangur minn í þessu prófkjöri enda gat vart tæpar staðið á milli okkar Gunn- ars; það munaði aðeins 46 atkvæðum,“ segir Þórunn. Hún kveður það hafa legið fyrir þegar fyrstu tölur hafi farið að berast að sá sem yrði undir í baráttunni um fyrsta sætið ætti á hættu að hafna í því þriðja. „Kvöldið var náttúrlega spennuþrungið en ég get ekki verið ann- að en þakklát þeim breiða stuðningi sem ég hafði í odd- vitasæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Bar- áttan hefur styrkt mig sem stjórnmálamann.“ Þórunn segir listann mjög sterkan og breiðan, ólíkir einstaklingar með ólíka reynslu og þekkingarsvið leiði þar saman hesta sína. „Mikil endurnýj- un hefur átt sér stað og við Katrín höfum fengið til liðs við okkur ferska karla,“ segir Þórunn og skellir upp úr. „Við erum með fjóra menn í Suð- vesturkjördæmi og stefnum ótrauð á að ná fimm mönnum inn í vor,“ segir Þórunn og segir það stóran persónulegan sigur fyrir Guðmund Stein- grímsson að hafa náð fimmta sæti listans, sem verður baráttusætið í vor, enda fjölgi þingmönnum kjördæmisins um einn fyrir næstu alþingiskosn- ingar. „Baráttan hefur styrkt mig“ Þórunn Sveinbjarnardóttir „ÉG stefndi að því í upphafi að ná sæti í forystusveitinni og það hefur tekist,“ segir Árni Páll Árnason lögmaður, sem lenti í 4. sæti í prófkjörinu. Árni bauð sig fram í 1. sætið en segist þó mjög þakklátur fyrir þann meðbyr sem hann hafi fengið í prófkjörinu. „Ég er að koma nýr inn og sá mikli og þétti stuðningur sem ég fékk í próf- kjörinu er mér mjög mikilvægur,“ segir Árni. Árni segist horfa fram á veginn fullur bjartsýni enda sé listinn skipaður einstaklingum með mikla pólitíska vigt; tveimur efnilegum þingkonum og forseta bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar. „Ég þekki Gunnar að góðu einu og treysti honum vel til að vera í forystu. Við höfum verið félagar frá því að við vorum saman í menntaskóla, þannig að það er ekki eins og ég sé að sjá hann í fyrsta skiptið,“ segir Árni. Hann fagnar því jafnframt að Guð- mundur Steingrímsson skyldi hafna í 5. sæti listans. „Það er spennandi til- hugsun að Guðmundur sé í fimmta sætinu, sem óneitanlega verður bar- áttusætið í vor. Hann hefur vakið mikla athygli sem pistlahöfundur og maður með frjóa pólitíska hugsun.“ Árni segir að það sem mestu máli skipti sé þó að baráttan hafi farið mjög vel fram og engin eftirmál orðið af henni. „Framundan er kosningabaráttan og ég held að þetta sé sterkur listi sem getur náð miklu fylgi í kjördæminu,“ segir hann að lokum. „Sterkur listi“ Árni Páll Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.