Morgunblaðið - 07.11.2006, Side 1

Morgunblaðið - 07.11.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 303. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ENGAN DÓNASKAP MARGRÉT REYNISDÓTTIR KENNIR MIKILVÆGI KURTEISLEGRA TÖLVUPÓSTSSAMSKIPTA >> 22 PRINSESSUR BLEIKKLÆDDAR OG BERJAST VIÐ DREKA AF LISTUM >> 41 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÓMETANLEG og óbætanleg náttúruverðmæti fóru forgörðum þegar eigendur frystiklefa, sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur verið með á leigu, ákváðu að farga öllu innihaldi klefans að stofnuninni óspurðri. Var innihaldinu fargað sökum þess að rafmagn fór af frystiklefanum sl. vor með þeim afleiðingum að kjöt sem þar var geymt úldnaði. Ekki er vitað hvort um bilun hafi verið að ræða eða rafmagnið verið tekið af vís- vitandi. Að sögn Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Nátt- úrufræðistofnunarinnar, hefur stofnunin haft 8–10 rúmmetra frystiklefa á leigu sl. 16 ár þar sem geymd hafa verið meira en tvö þúsund fuglasýni, smáhvalur og ým- is minni sýni. Meðal þeirra fugla sem í geymslunni voru má nefna sex erni og fimm- tíu fálka, auk ýmissa sjald- gæfra flækingsfugla og afar verðmætrar seríu af teistum sem eru fuglar af svartfuglsætt. Seg- ir hann sum sýnanna allt að þrjátíu ára gömul og því nær útilokað að hægt verði að bæta það tjón sem orðið hafi, en fjárhagslega nemur tjón- ið tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Tildrög þess að sýnum NÍ var fargað má rekja til þess að skipt var um eigendur frysti- klefaleigunnar fyrir nokkru. Að sögn Jóns Gunnars hefur hann nú komist að því að Heil- brigðiseftirlitið hafði afskipti af nýju eigendun- um í maí sl. vegna ábendingar þess efnis að þeir hefðu ekki starfsleyfi. „Þeim var þá tjáð af eig- endum að þeir hefðu í hyggju að loka frysti- geymslunni og myndu láta alla leigjendur vita,“ segir Jón Gunnar, en starfsmenn NÍ fréttu fyrst af málinu í síðasta mánuði þegar þeir áttu erindi í frystiklefann. „Okkur er tjáð af eigandanum að þetta hafi allt úldnað og því verið hent á haug- ana,“ segir Jón Gunnar, en bendir á að mörg verðmæt sýni hefðu ekki verið ónýt þó frost færi úr þeim. Nefnir hann í því samhengi bæði dýra- bein og arnarhami. Aðspurður segir Jón Gunnar stofnunina vera að hugsa sinn gang en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málið verður kært til lög- reglunnar. Óbætanlegt tjón Náttúrufræðistofnunar Um 2.000 sýnum var fargað að stofnuninni forspurðri en m.a. var um að ræða fálka og erni Jón Gunnar Ottósson EFTIR að hafa mælst með yfir tíu pró- sentustiga forskot hjá líklegum kjósendum á síðustu vikum búa demókratar sig nú und- ir mun jafnari þingkosningar í Bandaríkj- unum í dag, eftir að nýjustu kannanir benda til að repúblikanar hafi sótt í sig veðrið. Til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa demókratar að vinna 15 sæti af repú- blikönum, sem talið er alllíklegt að þeim muni takast. Til að ná meirihluta í öldunga- deildinni þurfa demókratar hins vegar að sækja sex sæti af andstæðingum sínum og er alls óvíst að það gangi eftir. Aðeins eru nokkrar dagar frá því að tíma- ritið Newsweek birti könnun þar sem demó- kratar höfðu 15 prósentustiga forskot á repúblikana sem margt bendir til að hafi tekist að höfða til óákveðinna kjósenda á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Ken Mehlman, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, sagði í gær að flokk- urinn hefði fengið byr í seglin síðustu daga og hann spáði því að bilið væri enn minna en síðustu kannanir gæfu til kynna. Chuck Schumer, sem stjórnar kosninga- baráttu Demókrataflokksins, spáði góðu gengi hjá sínum mönnum en vildi þó ekki vera með neina sérstaka spádóma. Hann kvaðst þó viss um að demókratar fengju meirihluta í fulltrúadeildinni. Talið er að kjörsókn verði í meira lagi á bandaríska vísu að þessu sinni en það veit yfirleitt á gott fyrir demókrata. Reuters Barátta Al Gore, fyrrverandi varaforseti, lagði demókrötum í Maryland lið í gær. Forskot demókrata minnkar Bandarískir kjósendur að kjörborðinu í dag  Miðopna | Hægrisveifla Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is BROTIST var inn í heimabanka og peningar millifærðir milli íslenskra banka og að lokum til banka í Úkraínu. Talið er að Íslendingur hafi verið blekktur til að millifæra peningana úr landi. Atvikið átti sér stað í síðustu viku. „Ég fór inn á heimabankann minn og sá strax að það var ekki allt með felldu og það höfðu horfið einhverjir peningar,“ segir karl- maður á þrítugsaldri sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann segist hafa séð færslur sem hann kann- aðist ekki við og um 200 þúsund kr. vantaði á reikninga hans. „Ég hringdi í bankann og þeir sáu strax að það var eitthvað óeðli- legt. Ég hringdi svo aftur til að at- huga hvort einhver villa hefði kom- ið upp hjá þeim og þeir sögðu að þetta hefði komið úr heimabank- anum mínum. Þá sneri ég mér beint til lögreglunnar og kærði.“ Maðurinn fékk þær upplýsingar hjá lögreglunni að peningarnir hefðu verið millifærðir á reikning hjá öðrum banka hér á landi og þaðan á bankareikning í Úkraínu þar sem peningarnir hefðu verið frystir. Banki mannsins tók ábyrgð á þessari færslu og millifærði upp- hæðina aftur á reikning mannsins. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að við- skiptavinir frá öllum bönkum hafi lent í því að óprúttnir aðilar komist inn á heimabanka og reyni að milli- færa fé, þótt tilvik sem þessi séu ekki algeng. Bankar og sparisjóðir meti hvert tilvik fyrir sig en í þeim tilvikum þar sem notandi heima- banka sé grunlaust fórnarlamb tölvuþrjóta hafi bankar og spari- sjóðir tekið á sig ábyrgðina. Rændu 200 þúsundum í gegnum heimabanka Peningarnir voru komnir til Úkraínu en voru frystir þegar málið komst upp Í HNOTSKURN » Notuð var sama svika-mylla til að koma pening- unum úr landi, með aðstoð grunlausra einstaklinga, og ríkislögreglustjóri varaði við fyrir helgi. » Peningarnir voru milli-færðir á reikning Íslend- ings sem svo millifærði þá áfram til Úkraínu. Hann taldi sig vera að vinna lögmæta vinnu við markaðsstörf á Net- inu.  Íslendingur flutti féð | 4 VERIÐ er að leggja lokahönd á vinnslu tvísköttunarsamnings milli Íslands og Úkraínu, og við- ræður hafnar um gerð fjárfest- ingarsamnings. Þetta kom fram í ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra á viðskiptaráð- stefnu í Kænugarði í Úkraínu. Hún sagði jafnframt að til stæði að hefja viðræður um loftferða- samning og undirbúning fríversl- unarsamnings á vegum EFTA. Fyrr um daginn átti Valgerður fundi með Viktor Jústsjenkó, for- seta Úkraínu, og sjást þau saman á myndinni. Valgerður hitti einn- ig Borys Tarasjúk utanrík- isráðherra. Á fundunum var m.a. rætt um áform Úkraínu um að gerast aðili að NATO og tengsl landsins við Evrópusambandið. AP Samningar við Úkraínu ræddir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.