Morgunblaðið - 07.11.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 07.11.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ólafur Hannibalsson Ragnar Aðalsteinsson Í HNOTSKURN » Ólafur Hannibalssonkrefst aðgangs að öllum gögnum um hleranir en til vara einungis þeim sem varða hleranir hjá föður hans, Hannibal Valdimarssyni. » Hannibal var forseti Al-þýðusambands Íslands 1954–1971 og sat á Alþingi um nærfellt þriggja áratuga skeið, frá 1946–1974. » Hannibal var ráðherra1956–1958 og aftur 1971– 1973, auk annarra starfa. ÓLAFUR Hannibalsson, sonur Hannibals Valdimarssonar, krefst þess að Þjóðskjalasafnið veiti honum almennan aðgang að öllum gögnum um símhleranir í vörslu safnsins frá árinu 1949 til þessa dags. Til vara krefst hann sambærilegs aðgangs og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur hlaut árið 2005 og til þrauta- vara krefst hann gagna er varða sím- hleranir hjá föður hans sem lést árið 1991. Í bréfi frá Ragnari Aðalsteinssyni hrl., lögmanni Ólafs segir m.a. að þar sem reglur Þjóðskjalasafnsins um aðgang að gögnunum hafi hvergi ver- ið birtar séu þær ekki bindandi fyrir borgarana. Verði safnið ekki við kröfum Ólafs verður málið sótt fyrir dómstólum, að sögn Ragnars. Safnið ekki með lagaheimild Í bréfi sem Ragnar sendi Þjóð- skjalasafninu í gær fyrir hönd Ólafs, segir að Ólafur eigi rétt á almennum aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli meginreglu íslenskrar stjórnskipunar um frjálsan aðgang að opinberum gögnum. Það sé auk þess brot á meginreglu um skoðana- og upplýsingafrelsi að synja um al- mennan aðgang að þessum gögnum. „Gögn þau sem hér er beðið um varða ekki öryggi landsins og hafa ekki varðað öryggi landsins,“ segir í bréfinu. Um varakröfuna, þ.e. að Ólafur fái sambærilegan aðgang og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, segir að Guðni hafi fengið aðgang að órit- skoðuðum gögnum. Síðan hafi Þjóð- skjalasafnið borið því við að það breyti reglum frá degi til dags eftir því hverjir eigi í hlut hverju sinni, en slíkt sé óheimilt. Þar að auki hafi safnið vitnað til reglna sem hvergi hafi birst og séu því ekki bindandi fyrir borgarana. Hvergi í lögum sé að finna lagaheimildir fyrir því að koma í veg fyrir að Ólafur Hannibalsson fái aðgang að umræddum gögnum. Þá blasi við að Þjóðskjalasafnið brjóti gegn jafnræðisreglu íslenskrar stjórnskipunar ef það veiti sumum aðgang að gögnum safnsins með skil- yrðum en komi í veg fyrir að aðrir fái sambærilegan aðgang. „Í íslenskum stjórnsýslurétti er þetta kallað vald- níðsla,“ segir í bréfinu. Um þá kröfu að fá einungis aðgang að gögnum sem varða Hannibal segir að upplýst hafi verið að stjórnvöld fylgdust með aðgerðum verkalýðs- hreyfingarinnar með símahlerunum og hafi þær hleranir einnig beinst að Hannibal. Jafnframt virðist sem hlerunum hafi verið beitt gegn þeim sem „stjórnvöld töldu andstæðar skoðunum ríkisstjórnarinnar“ og því sé ekki ólíklegt að símar Hannibals sem alþingismanns hafi verið hler- aðir. Ekki sé heldur hægt að útiloka að símar hans sem ráðherra hafi ver- ið hleraðir. Vill gögn um hleranir hjá Hannibal Valdimarssyni „Í íslenskum stjórnsýslurétti er þetta kallað valdníðsla“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ráðherra Hannibal Valdimarsson samgöngu- og félagsmálaráðherra á Al- þingi árið 1973. Við hlið hans eru Einar Ágústsson (t.v.) og Ólafur Jóhann- esson. Róbert R. Spanó, dósent við laga- deild Háskóla Íslands og ritstjóri Tímarits lögfræðinga, skrifar grein í nýtt tölublað þess þar sem hann fjallar um þá spurningu hvort starfsmenn fyrirtækja geti borið refsiábyrgð á grundvelli 10. eða 11. greinar samkeppnislaga nr. 44/ 2005. Niðurstaða hans er sú að „vafi leiki á því að mælt sé fyrir um refsiverða háttsemi starfsmanna fyrirtækja í 10. og 11. grein sam- keppnislaga nr. 44/2005 þannig að fullnægt sé kröfum stjórnarskrár- innar“. Höfundur segir ennfremur: „Því er ítrekuð sú meginregla refsiréttar, sem leiðir af hinni stjórnarskrárbundnu reglu um skýrleika refsiheimilda, að leiki vafi á því, hvort háttsemi verði heimfærð til refsiheimilda ber að skýra þann vafa sakborningi í hag.“ Þau álitamál, sem Róbert R. Spanó fjallar um í grein sinni koma m.a. til meðferðar í sambandi við meint verðsamráð olíufélaganna og þáverandi starfs- manna þeirra. Höfundur kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa metið heildstætt ýmis sjónarmið í þessu sambandi „með meginreglu 1. mgr. 69. grein- ar stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda að leiðarljósi … texta 10. og 11. greinar samkeppnislaga, lögskýringargögn, samræmisskýr- ingar við önnur ákvæði samkeppn- islaga og eldri ákvæði laga nr. 8/ 1993, dómaframkvæmdir og al- mennar reglur hegningarlaga um refsiábyrgð lögaðila, markmið og tilurð 10. og 11. greinar og samspil þeirra við 53. og 54. grein EES- samningsins og 81. og 82. grein Rómarsamningsins.“ Róbert R. Spanó segir í lok greinar sinnar í Tímariti lögfræð- inga að ástæða sé til að huga að því sem fyrst að móta heildstæð refsi- ákvæði, þar sem væri að finna sér- greindar lýsingar á refsinæmu hátterni einstaklinga í tengslum við ólögmætt samráð milli fyrir- tækja og/eða misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu, ef Alþingi telji rök standa til þess að fyrirsvars- menn og aðrir starfsmenn fyrir- tækja geti borðið refsiábyrgð vegna brota á bannákvæðum 10. og 11. greinar samkeppnislaga. Vafi leikur á refsiábyrgð starfs- manna fyrirtækis Stjórnarskrá kveður á um að vafi verði skýrður sakborningi í hag Í HNOTSKURN » Geta starfsmenn fyr-irtækis borið refsiábyrgð á grundvelli 10. og 11. greinar samkeppnislaga? » Á því leikur vafi eigi aðfullnægja kröfum stjórn- arskrár, segir Róbert R. Spanó. » Álitaefnin, sem Róbertfjallar um, munu meðal annars koma til meðferðar í sambandi við mál olíufélag- anna um verðsamráð. Róbert R. Spanó Reiddi blóðug- an hnífinn á loft Morgunblaðið/Hafþór Ónýtt Húsið er gamalt steinhús sem var einangrað með torfi. Slökkviliðið varð að rífa klæðningu frá til að komast að eld og glóð. Lögregla bjargaði særðri konu úr brennandi húsi LITLU mátti skeika þegar lög- reglumenn drógu meðvitundarlausa konu sem hafði hlotið lífshættulegt stungusár auk brunasára út úr brenn- andi húsi á Húsavík á laugardags- kvöld. Maður sem er grunaður um að hafa stungið konuna og annan mann og síðan kveikt í húsinu sneri aftur þegar lögregla var að hlúa að konunni og ógnaði lögreglumönnum með því að halda blóðugum hnífi hátt á loft. Hnífstungan kom í bak konunnar og náði að lungum en einnig hlaut hún brunasár. Málið er rannsakað sem til- raun til manndráps og var maðurinn á þeim grundvelli úrskurðaður í gæslu- varðhald til 21. nóvember nk. af Hér- aðsdómi Norðurlands eystra í gær. Að sögn læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri er konan úr lífshættu en verður um sinn á gjörgæsludeild. Maðurinn sem var stunginn hlaut ekki eins alvarleg sár. Að sögn Sigurðar Brynjúlfssonar, yfirlögregluþjóns á Húsavík, hringdi konan í Neyðarlínuna um klukkan ell- efu á laugardagskvöld og sagðist hafa verið stungin með hnífi í húsi við Ket- ilsbraut. Skömmu síðar hringdi hús- ráðandi hússins í Neyðarlínu og sagð- ist hann einnig hafa verið stunginn en komist til nágranna. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún að eldur logaði í húsinu og magnaðist hann hratt. Sig- urður segir að reykurinn hafi verið svo mikill að ófært hafi verið fyrir lög- reglumenn að komast inn. Þeir hafi þó reynt að fara inn í forstofuna en orðið frá að hverfa. Eftir smástund hafi þeir síðan séð að konan hafði komist í for- stofuna þar sem hún hneig niður. Þeg- ar lögreglumenn stumruðu yfir kon- unni á gangstéttinni við húsið kom maðurinn sem grunaður er um árás- irnar aftur á vettvang og hélt hann blóðugum hnífi hátt yfir höfði sér. Hann var snarlega yfirbugaður af lög- reglu og handtekinn. Maðurinn var verulega ölvaður og hafði hann setið að sumbli í húsinu um kvöldið ásamt þeim sem hann er grunaður um að hafa stungið. Hnífurinn sem mað- urinn beitti er með um 12 sentimetra löngu blaði. Eldsupptök eru ókunn en húsið er talið ónýtt Tæknideild lögreglunnar í Reykja- vík aðstoðar við rannsókn málsins. FJÖRUTÍU og sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um liðna helgi en nær öll voru þau minniháttar. Í fimm tilfell- um stungu þeir sem ollu umferðar- óhöppunum af. Tæplega þrjátíu öku- menn voru teknir fyrir hraðakstur. Þeir sem hraðast óku voru stöðvaðir á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Þá var einn ökumaður stöðvaður í Hraunbæ en bíll hans mældist á tvö- földum leyfilegum hámarkshraða. Ellefu voru teknir fyrir ölvunar- akstur í Reykjavík um helgina. Einn ók undir áhrifum lyfja og annar undir áhrifum fíkniefna. Fimm ökumenn stungu af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.