Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 15 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,36% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildi hennar 6.320,71 stig við lok markaða. Mest hækkuðu bréf Össurar eða um 0,85%. Bakkavör lækkaði um 0,98%, Fl Group 0,87%. Gengi krónunnar styrktist um 0,17% samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Velta á millibankamarkaði nam 5,7 milljörðum. Gengi dollarans er 68,05 krónur, pundsins 129,05 og evrunnar 86,5. Úrvalsvísitalan lækkar um 0,36% ● ÍSLAND telst með- al þeirra landa í heiminum þar sem spilling er minnst, samkvæmt nýrri skýrslu Transparency International, sem birt var í gær. Finnland er talið það land þar sem spilling er minnst, en Hahíti tekur viðaf Bangladesh sem spillt- asta land í heimi. Ísland er í öðru sæti á eftir Finnlandi á listanum yfir minnst spilltu löndin. Spilling er enn útbreidd í fyrrver- andi kommúnistaríkjum sem gengu í Evrópusambandið fyrir tveim árum. Gefnar voru einkunnir frá tíu (eng- in spilling) niður í núll (mikil), og hlaut Finnland 9,6 í einkunn. Af þeim átta fyrrverandi komm- únistaríkjum sem gengu í ESB í maí 2004 fengu einungis Eistland (6,7 stig) og Slóvenía (6,4) viðunandi út- komu, að mati TI. Pólland fékk 3,7 stig. Spilling næstminnst á Íslandi HAGNAÐUR SPRON eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam 9,8 milljörðum króna. Er hagn- aðurinn nú þegar orðinn mun meiri en hann var allt síðasta ár, sem þó var langbesta ár SPRON frá upphafi, að því er segir í tilkynningu. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam hagnaður SPRON 2,2 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var 87,1% og hreinar rekstr- artekjur námu tæpum 14,8 milljörðum króna, sem er um 200% aukning frá fyrra ári. „Almennur rekstur SPRON og dótturfélaga gekk mjög vel en gengishagnaðar af eignarhlut sparisjóðsins í Exista sem myndaðist við skrán- ingu félagsins í Kauphöll Íslands og jákvæð al- menn þróun á hlutabréfamarkaði skapa þó stærst- an hluta hagnaðarins, segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON í fréttatilkynn- ingu. Rekstrarhorfur jákvæðar Eigið fé SPRON er nú komið yfir 26 milljarða króna og heildareignir samstæðunnar nema rúm- um 166 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall (CAD) SPRON er nú 14,2%, en var 10,4% um síðustu ára- mót, en eiginfjárþáttur A nam 27,8% miðað við 12,3% um áramótin. Útlán til viðskiptamanna námu um 116 millj- örðum króna í lok september og hækkuðu um 36,9% á fyrstu níu mánuðum ársins. Segir í tilkynningu að rekstrarhorfur allra fé- laga í samstæðu SPRON séu jákvæðar en áfram muni þróun á fjármálamarkaði hafa mikil áhrif á heildarafkomu SPRON. SPRON skilar methagnaði ● AVION Group hefur gengið frá greiðslu á 86% hlutafjár í Atlas Cold Storage. Atlas var af- skráð úr Kaup- höllinni í Toronto í Kanada á föstu- dag og Atlas mun einnig leitast eftir að losna undan skyldum sem útgefandi verðbréfa sem fyrst. Í kjölfar yfirtökunnar hafa stjórn- armeðlimir Atlas Cold Storage In- come Trust og Atlas Cold Storage In- come Trust hætt störfum og frá 3. nóvember 2006 er stjórn Atlas Cold Storage Income Trust skipuð Magn- úsi Þorsteinssyni, Jon Love og Jo- seph Mazzocco. Stjórn Atlas Cold Storage Holding Inc. verður skipuð Baldri Guðnasyni, Joe Mazzocco og Reyni Gíslasyni. Reynir Gíslason, forstjóri Eimskip Ameríku hefur tekið við stöðu for- stjóra Atlas af David Williamsson. Avion Group hefur lokið yfirtöku á Atlas fyrir 630 milljónir Kanadadoll- ara. Kaupin eru fjármögnuð með láni frá Royal Bank of Canada að upp- hæð 260 milljónir dala, láni frá KingStreet að upphæð 130 milljónir dala og eigin fé frá Avion Group að upphæð 230 milljónir dala, þar af eru 100 milljónir dala í víkjandi láni frá KingStreet. Avion Group áformar að selja hluta af eignum Atlas á næstu 18 mánuðum. Áætlað mark- aðsviði eignanna er um 500 til 600 milljónir Kanadadala. Tekur við rekstri Atlas Magnús Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.