Morgunblaðið - 07.11.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.11.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 17 ERLENT NORSK hraðlest fór út af sporinu nálægt Flå, á leiðinni milli Óslóar og Bergen, um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt að staðartíma. Enginn fórst og aðeins nokkrir farþeg- anna urðu fyrir minniháttar meiðslum. Lestin fór út af sporinu eftir að hafa rekist á tré sem höfðu fallið á járnbrautina. Í lestinni voru um 220 farþegar og erfiðlega gekk að koma rútum á slysstaðinn til að flytja þá í burtu. Síðustu farþeg- arnir voru sóttir um níuleytið í gærmorgun, að sögn Aftenposten. Lestarslys í Noregi Reuters Mílanó. AFP. | Dómstóll í Mílanó á Ítalíu dæmdi í gær Egyptan Rabei Ousmane Sayed Ahmed í tíu ára fangelsi fyrir aðild að samtökum sem tengjast al-Qaeda hryðjuverk- anetinu. Annar Egypti, Yahya Ma- wad Mohamed Rajeh, fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir að tengjast sama hópi sem undirbjó árásir í Evrópu. Þá er Ahmed grunaður um að tengjast aðilum er skipulögðu hryðjuverkaárásina í Madrid 2004, þar sem 191 maður lét lífið. Á sama tíma bárust fregnir um að spænskur saksóknari færi fram á 270.000 ára fangelsi yfir 29 aðilum sem sagðir eru tengjast árásinni, en ákærurnar verða kynntar í dag. Undirbjó árásir í London Til frekari tíðinda dró í barátt- unni gegn hryðjuverkum í gær, þegar skýrt var frá því fyrir rétti, að íslamistinn Dhiren Barot hefði undirbúið að valda stórkostlegum mannskaða í London með hryðju- verkaárásum. Tíu ár í fangelsi fyrir tengsl við al-Qaeda IMELDA Marcos, ekkja Ferdinands Marcos, einræðisherra Filippseyja, puntar sig á hóteli í Manila í gær. Hún var að kynna skartgripi sem hún hefur hannað og verða seldir undir nafninu „Safn Imeldu“. Hún bjó skartgripina til úr gömlu skarti sem hún „endurvann“ og bætti við nýjum gimsteinum og öðru efni. Imelda Marcos, sem er 77 ára, var þekkt fyrir að safna skóm og mjög áberandi skartgripum sem hún keypti í dýrustu verslunum New York meðan fátæktin svarf að þjóð hennar. AP Selur endur- unnið skart Beit Lahiya. | Sautján ára námsmað- ur og liðsmaður herskárrar hreyf- ingar Palestínumanna biðu bana í árásum Ísraela á Gaza-svæðinu í gær. Þar með hafa 52 Palestínumenn látið lífið í árásunum á síðustu sex dögum. Hernaður Ísraela síðustu fjóra mánuði hefur kostað alls 300 Palest- ínumenn lífið. Námsmaðurinn Mahmud Ashrafi beið bana og níu aðrir Palestínu- menn særðust þegar ísraelsk her- flugvél skaut flugskeyti á bæinn Beit Lahiya á norðanverðu Gaza-svæð- inu. Meðal þeirra sem særðust voru tveir fimm ára drengir. Ísraelar sögðu að árásin hefði beinst að Palestínumönnum sem hefðu verið að sækja vopn sem beitt hefði verið til að skjóta tveimur flug- skeytum á Ísrael á sunnudag. Sjónarvottar sögðu að palestínsku skæruliðarnir hefðu ekki særst í árásinni en flugskeytið hefði sprung- ið nálægt rútu sem flutti börn í skóla. Liðsmaður vopnaðs hóps Hamas- samtakanna beið bana í flugskeyta- árás á Gazaborg í gær og nítján ára Palestínumaður lést af sárum sem hann fékk í árás Ísraelshers á laug- ardag. Um 50 féllu á tæpri viku Við styðjum Bryndi´si Haralds. . . Kosningaskrifstofa Bryndísar er að Bæjarlind 14 í Kópavogi. Upplýsingasími 554 1508 O´lafur G. Einarsson fyrrv. ra´ðherra Sigri´ður Anna Þo´rðardo´ttir þingmaður Salome Þorkelsdo´ttir fyrrv. forseti Alþingis Almar Gri´msson Baejarfulltru´i og lyfjafraeðingur Gullveig Saemundsdo´ttir fyrrv. ritstjo´ri Haraldur Sverrisson baejarfulltru´i Bjarki Sigurðsson handboltamaður Helga Guðru´n Jo´nsdo´ttir kynningarstjo´ri Kristinn Andersen verkfraeðingur Stefa´n Hilmarsson to´nlistarmaður Ro´sa Guðbjartsdo´ttir baejarfulltru´i So´lveig Pa´lsdo´ttir framhaldssko´lakennari og varabaejarfulltru´i Ragnhildur Inga Guðbjartsdo´ttir baejarfulltru´i A´sthildur Helgado´ttir fo´tboltakona og baejarfulltru´i Sigri´ður Ro´sa Magnu´sdo´ttir baejarfulltru´i Mari´a Kristi´n Gylfado´ttir formaður Heimilis og sko´la og varabaejarfulltru´i Guðru´n Brynja Vilhja´lmsdo´ttir framkvaemdastjo´ri Borgar Þo´r Einarsson formaður SUS Hafsteinn Þo´r Hauksson fyrrv. formaður SUS Ragnheiður Guðmundsdo´ttir varabaejarfulltru´i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.