Morgunblaðið - 07.11.2006, Side 20

Morgunblaðið - 07.11.2006, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SJALLINN á Akureyri er líklega einn þekkt- asti skemmtistaður landsins, en ef hugmyndir verktaka í bænum ganga eftir gæti farið svo að húsið yrði rifið og nýtt byggt á lóðinni. Rétt er þó að geta þess að alls er óvíst hvort af því verður. Samkvæmt nýlega samþykktu aðalskipulagi Akureyrar er fyrirhuguð uppbygging í fimm reitum í miðbænum og eru hugmyndir verktaka nú til skoðunar í bæjarkerfinu. Sjallareitur, svo- kallaður, er einn þessara fimm, en hann afmark- ast af Gránufélagsgötu, Glerárgötu, Strandgötu og Geislagötu. Ljóst er að þar verða rifin nokkuð mörg hús en á svæðinu er gert ráð fyrir íbúðabyggð, auk verslunar og þjónustu. Sjallahúsið er ekki á lista yfir hús, sem hugsanlega verða rifin, en SS- byggir, verktakinn sem sýndi reitnum áhuga, þegar auglýst var eftir því í sumar, hefur skv. heimildum Morgunblaðsins fengið leyfi eigenda hússins til þess að láta teikna nýja byggingu á lóðinni, sem hluta af heildarmynd Sjallareitsins. Verður Sjallahúsið rifið? Verktaki fékk leyfi eig- enda hússins til þess að teikna nýtt hús á lóðinni MIKILL reykur gaus upp í íbúð í fjöl- býlishúsi í Síðuhverfi síðdegis í gær. Reykkafarar leituðu að fólki en íbúðin var mannlaus. Húsráðendur voru reyndar ekki langt undan; þeir höfðu brugðið sér í heimsókn á hæðina fyrir ofan en urðu þessa áskynja þegar reykskynjari lét í sér heyra. Engum varð meint af, en mjög þykkur reykur var í íbúðinni þegar reykkafarar komu inn og talsverðar skemmdir urðu á innréttingu í eldhúsi af völdum elds og nokkrar skemmdir urðu af völdum reyks og sóts. Morgunblaðið/Skapti Reykur Slökkviliðsmenn að störf- um fyrir utan húsið síðdegis í gær. Þykkur reykur fyllti íbúð Reykskynjari gerði íbúunum viðvart Náttúrulækningafélag Akureyrar tók um helgina í notkun nýtt félags- heimili í fögru umhverfi norðan Kjarnalundar. Ásdís Árnadóttir formaður segir að það verði notað til námskeiðahalda og málþinga og „alls kyns upp- fræðslu í sambandi við holla lifnaðarhætti“. Húsið sem er 170 fm verður einnig leigt út til funda og veisluhalda. Það var Stefán Jóhannesson, smið- ur og varaformaður félagsins, sem sá um byggingu hússins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glæsilegt hús NLFA HELGI Vilberg, skólastjóri Mynd- listarskólans á Akureyri og ritstjóri vefrits fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í bænum, segir í pistli á síðunni nýverið að það sé synd og skömm að listaverk sem prýddi vesturgafl gamla íþróttahússins við Laugar- götu skuli hafa verið eyðilegt. „Margir Akureyringar hafa veitt því athygli að veggmálverkið á íþróttahúsinu við Laugargötu hefur verið afmáð. Þegar húsið var málað í haust þarfnaðist múrklæðningin lag- færingar og án umræðu var sú ákvörðun tekin að mála yfir lista- verkið,“ skrifar Helgi. Síðan segir hann: „Það var íþróttaráð Akureyrar sem átti frum- kvæði að því að efnt var til sam- keppni meðal nemenda í framhalds- flokki í málun við Myndlistaskólann á Akureyri í byrjun árs 1979. Tillög- urnar voru kynntar á vorsýningu skólans þar sem sýningargestum gafst kostur á að greiða atkvæði um tillögurnar. Flest atkvæði hlaut til- laga Kolbrúnar Ólafsdóttur og veitti íþróttaráð verðlaun og viðurkenn- ingu þeim sem best þóttu standa sig.“ Helgi segir að vandað hafi verið til verksins og verkfræðingar Efna- verksmiðjunnar Sjafnar blandað sérstaka málningu og veitt tækni- lega ráðgjöf. Meðal þeirra sem þátt tóku í að mála listaverkið voru, auk Kolbrúnar, Birta Einarsdóttir, Guð- rún Leonardsdóttir, Jónas Viðar Sveinsson, Ruth Hansen, Sigurður Randversson, Soffía Árnadóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. „Það er synd og skömm að þetta líflega listaverk sem prýtt hefur gafl íþróttahússins við Laugargötu í 27 ár skuli hafa verið eyðilagt. Það er afleitur vitnisburður um skeytingar- leysi og valdhroka bæjaryfirvalda að brjóta gegn höfundalögum með þessum hætti. Slíkt má ekki henda aftur,“ segir Helgi Vilberg. Skömm að lista- verk var eyðilagt Í HNOTSKURN »Nemendur í framhaldsflokkií málun við Myndlistaskólann á Akureyri máluðu myndina í vegg íþróttahússins 1979. »Sú ákvörðun var tekin án umræðu að mála yfir lista- verkið, að sögn Helga Vilberg. Myndin Unnið að listaverkinu 1979. Egilsstaðir | „Við Austfirðingar eig- um ýmislegt sameiginlegt með frændum okkar í Norður-Noregi,“ segir Arndís Þorvaldsdóttir á Egils- stöðum, sem fyrir skömmu vitjaði ásamt sendinefnd menningar- og ferðaþjónustuaðila á Austurlandi Vesturáls í Norður-Noregi. Samstarf hefur verið á milli Austfirðinga og Vesturálsbúa í menningar- og ferða- málum um hríð. Segist Arndísi svo frá: „Í bænum Lødingen á Hinney er símaminjasafn líkt og á Seyðisfirði, en ritsíma- strengur kom á land í Lødingen árið 1875. Fyrir stuttu hafði þá verið opn- uð verslun og pósthús í þessu litla fá- menna þorpi sem lá vel við sam- göngum á sjó með góða höfn frá náttúrunnar hendi svo skip og bátar leituðu þar vars í vondum veðrum. Símstöð á hjara veraldar Ekki voru menn á eitt sáttir um staðsetningu stöðvarinnar í upphafi, þótti staðurinn eyðilegur og ekki lík- legur til að freista ungra símritara til búsetu. Þær spár gengu ekki eftir, Lødingen óx fljótlega fiskur um hrygg, varð ritsímastöðin ein sú stærsta í Noregi, þar sem tekið var á móti skeytum og þau send í þrjár höfuðáttir, í norður, suður og vestur til Lofoten. Mikill uppgangur var þá á þessu svæði vegna góðrar síldveiði og var eitt af hlutverkum stöðv- arinnar að senda út veðurfréttir sem síðan voru prentaðar og festar upp á veggi símstöðvanna svo að sjómenn og íbúar viðkomandi þorpa gætu fylgst með hvers mátti vænta af veðrinu. Þegar flest var störfuðu 17 símrit- arar á ritsímastöðinni í Lødingen og voru starfsmenn í allt á fjórða tuginn. Frá Lødingen voru lagðar símalín- ur norður um Noreg til Finnmerkur. Það hefur tekið tímann sinn því sag- an segir að flokkar norskra síma- manna sem lögðu línuna frá Seyð- isfirði til Reykjavíkur sumarið 1906, 30 árum eftir að ritsímastrengur kom til Lødingen, hafi verið vanir erfiðum aðstæðum eftir að hafa unn- ið við símalagningu í Finnmörku. Allir sem komið hafa til Noregs, eða ferðast þangað í huganum með hjálp landakorts, hafa sjálfsagt veitt hinni löngu strandlengju landsins eftirtekt með sínum þröngu fjörðum, víkum og vogum, eyjum og skerjum. Saga símans og hafnsögumanna Safnið í Lødingen segir ekki bara sögu símans, þar er líka safn um sögu hafnsögumanna sem höfðu það starf að koma skipum sem voru í áætl- unarferðum meðfram ströndinni, eða áttu önnur erindi á hafnir í Norður- Noregi, áfallalaust á áfangastað. Sagt er að þrátt fyrir þá miklu ábyrgð að lóðsa skip á hættulegum siglingaleiðum meðfram ströndum Noregs hafi starfið oftast gengið frá föður til sonar og dæmi séu um fjöl- skyldur þar sem heimilisfeðurnir hafi haft þetta starf á hendi í margar kyn- slóðir. Starf lóðsins er enn í fullu gildi og enn hafa hafnsögumenn bæki- stöðvar sínar í Lødingen.“ Sömu línugengin við símalagnir á Seyðisfirði 1906 og í Finnmörku Ljósmynd/Arndís Þorvaldsdóttir Símaminjar Þau Soffía Lárusdóttir og Ólafur Sigurðsson, sveitarstjórnarmenn af Austurlandi, skoða símasafn. Í HNOTSKURN »Austfirsk ferðaþjónusta ogmenningarráð hefur und- anfarin misseri kynnt sér verkefni og hugmyndir norskra kollega sinna í Norð- ur-Noregi, sem aftur hafa skoðað málin hjá Austfirð- ingum. »Heimsótt var símaminja-safn í Vesturáli og kom í ljós að norskir línumenn sem lögðu ritsímastreng í Finn- mörku við erfiðar aðstæður lögðu einnig strenginn frá Seyðisfirði til Reykjavíkur 1906. AUSTURLAND BÆJARSTJÓRN Akureyrar fund- ar í dag, skv. dagskrá, en fundurinn fer að þessu sinni fram í Hrísey. Meðal þess sem er á dagskrá fund- arins er að staðfesta samþykkt bæj- arráðs um að ráða Karl Guðmunds- son í nýtt embætti bæjarritara. ♦♦♦ Karl verður ráðinn bæjarritari í Hrísey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.