Morgunblaðið - 07.11.2006, Page 23

Morgunblaðið - 07.11.2006, Page 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 23 Strandamenn fóru ekki varhluta af storm- inum sem gekk yfir landið á sunnudaginn. Á Ennishálsi fóru vindhviður í 37 metra á sek- úndu á sunnudagsmorgun og voru hátt í 50 metrar í verstu hviðunum, samkvæmt sjálf- virkum veðurathugunum á vef Vegagerð- arinnar. Veðrið setur jafnan strik í reikning- inn þegar mannfagnaðir eru annars vegar og þurfti m.a. að fresta fundi Framsóknarflokks- ins, þar sem til stóð að kynna kjósendum helstu stefnumálin. Í gær var orðið vetrarlegt um að litast á Hólmavík, hvítt yfir og fremur þungbúið. Skólabörnin kunnu þó vel að meta snjóinn og nýttu sér hann í þá leiki sem slíkt veðurfar býður upp á.    Þessa dagana er unnið að mikilvægum sam- göngubótum í Skeljavíkurklifi, rétt sunnan Hólmavíkur, þar sem verið er að taka af vara- sama blindhæð. Mikil umferð akandi jafnt sem gangandi og hjólandi vegfarenda hefur verið um þessa blindhæð enda margir sem stunda reglulega útivist á þessum slóðum. Bæði golfvöllur og fótboltagrasvöllur stað- arins eru í Skeljavík og því mikið um að úti- vistariðkendur á staðnum eigi leið þarna um. Það er verktakafyrirtækið Fylling á Hólmavík sem sér um verkið og hefur það gengið greið- lega fram til þessa.    Á síðasta fundi sveitarstjórnar Stranda- byggðar var ákveðið að rífa tvö mannvirki sem lengi hafa sett svip sinn á Hólmavík og óskað hefur verið eftir tilboðum í niðurrif þeirra. Er þar annars vegar um að ræða gamla barnaskólahúsið sem einnig hefur gegnt hlutverki slökkvistöðvar og var byggt árið 1913. Í húsinu var skóli fram til 1948. Húsið var einnig notað fyrir ýmiss konar sam- komuhald. Áform þessi hafa skapað töluverða umræðu meðal brottfluttra jafnt sem heima- manna, enda kemur fram í húsakönnun sem gerð var á árunum 1997–2000 að Gamli barna- skólinn hafi mest varðveislugildi allra húsa á Hólmavík. Húsið er hins vegar í afar bágu ásigkomulagi og mun hafa verið ákveðið að rífa það þar sem það hefur ekki verið notað um árabil. Vatnstankurinn sem rífa á er rúm- lega hálfrar aldar gamall og eru um fimmtán ár síðan nýr miðlunartankur leysti hann af hólmi. Tankurinn stendur hátt uppi og er áberandi og eflaust þykir bágt útlit hans orðið lýti á bænum í dag. HÓLMAVÍK Eftir Kristínu Sigurrós Einarsdóttur fréttaritara Kristján Bersi Ólafsson sá ekki fullt tunglið fyrir skýjabakka: Haustmyrkrið kalda kvelur mig og knýr mig í skjól að flýja. Tunglið er fullt, en felur sig feimið á milli skýja. Hann hafði ekki fyrr lokið við að yrkja en honum varð litið út og sá tunglið í allri sinni dýrð: Tunglið hefur töframátt og trekkir upp marga, sé það fullt. Margir ósjálfrátt hafa hátt sem horfa á það ljóma skært og gult. Hólmfríður Bjartmarsdóttir stóð í trjágarði, fullt tungl skein milli greina á laufhrúgurnar, en músíkin kom úr næsta húsi. Hún orti: Laufið fallið, fullt er tungl, fegurð hrífur rekka. Á svona kvöldum elska ungl- ingar helst að drekka. Og hún bætti við vegna vondrar veðurspár: Yfir heiði, fjöll og fjörð fullur máninn gengur. Veðrið ágætt, auð er jörð en ekki miklu lengur. Davíð Hjálmar lagði orð í belg: Gaman er að glápa á tungl en góði farð’ekki yfir strikið og þú verður eflaust þungl- yndur horfirðu of mikið. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af fullu tungli vaxtaauki! 10% Fréttir á SMS Gjafahandbók Flugstöðvarinnar er komin út Dagana 12. október – 21. nóvember geta farþegar nálgast Gjafahandbók Flugstöðvarinnar í öllum verslunum Flugstöðvarinnar og á heimasíðunni www.airport.is. Gjafahandbókin er jafnframt happadrættismiði og geta heppnir farþegar unnið til glæsilegra vinninga. Dregið er út vikulega og eru vinningsnúmer auglýst á heimasíðu Flug- stöðvarinnar www.airport.is Góðir farþegar Vegna framkvæmda í flugstöðinni og aukinna öryggisráðstafanna hvetjum við fólk til þess að gefa sér góðan tíma fyrir flug. Mætið tímanlega og njótið ferðarinnar. Innritun hefst kl. 5.00 eða 2 tímum fyrir brottför. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.