Morgunblaðið - 07.11.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.11.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 27 Margt bendir til þess aðtímamót séu fram-undan í málefnuminnflytjenda. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þing- flokks Frjálslynda flokksins hefur lýst því yfir að flokk- urinn muni taka það á stefnuskrá sína fyr- ir kosningarnar í vor að takmarka aðflutn- ing útlendinga til Ís- lands og aðgang þeirra að íslensku samfélagi. Með slíkri stefnumörkun tekur Frjálslyndi flokk- urinn upp merki danska Þjóðarflokks- ins og norska Fram- faraflokksins – hina nýju aðskiln- aðarstefnu sem varpað hefur dimmum skugga á danskt og norskt þjóðlíf undanfarin ár. Þessi nýja stefna Frjálslyndra byggist á tvennu að sögn Magn- úsar Þórs og nýs liðsmanns þeirra, Jóns Magnússonar, for- manns Nýs afls: Annars vegar sé straumur útlendinga til landsins nú svo stríður að yfirvöld viti hvorki um fjöldann né hverjir eig- inlega séu að koma til landsins, skólar fyllist og atvinna sé tekin af Íslendingum og svo hinu að ís- lenskt samfélag eigi að vera fyrir Íslendinga eina, – kannski aðra Norðurlandabúa í hófi og bara kristna: „Bræður Múhameðs spá- manns“ eru ekki velkomnir enda séu þeir „til vandræða alls staðar í Evrópu,“ þekki ekki menningu, tungu eða sögu þjóðarinnar o.s.frv. Og hvað rekur Frjáls- lynda nú til að taka upp aðskiln- aðarstefnu? Jú, aðrir flokkar á al- þingi vildu ekki óska undanþágu frá lögum ESB um frjálsan at- vinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæð- isins en þau tóku gildi hér á landi tóku gildi 1. maí sl. Það sest eitthvað til í hálsinum á manni við að hlusta á og lesa þessar yfirlýsingar. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að Frjáls- lyndir sjái það ekki sem vænlega leið til árangurs að bjóða fram út á kvótakerfið einar kosningar í viðbót. Flokkurinn sem var klofn- ingsframboð úr Sjálfstæð- isflokknum hefur verið að feta sig nær miðju íslenskra stjórnmála með aukinni áherslu á velferð- armál og umhverfismál, einkum þó í borgarstjórn Reykjavíkur. Og þeim mun dapurlegra er það ef Frjálslyndir hyggjast í kom- andi kosningum lengja lífdaga sína með því að róa á gruggug mið fordóma og haturs gagnvart útlendingum og mús- limum sérstaklega. Þessi stefnubreyting markar tímamót í fleiri en einum skiln- ingi: Það er ekki að- eins að umræðan um innflytjendur og réttindi þeirra muni taka mið af þessum nýja aðskiln- aðarflokki, heldur hljóta hinir stjórn- arandstöðuflokkarnir tveir, Vinstri græn og Samfylking, að svara því hvort þeir stefna áfram að samvinnu með Frjálslyndum eftir kosningar, falli ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Í nágrannalöndum okkar hafa verið stofnaðir flokkar beinlínis gegn útlendingum, sem í þeim herbúðum eru taldir ógn við eigin kynþátt, menningu, atvinnumögu- leika og gott ef ekki eiginkonur og dætur. Þess eru líka dæmi að einsmáls flokkar hafi farið þá leið sem Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson boða: að laga stefnu sína að vaxandi fordómum í garð útlendinga með því að hella olíu á eldinn, magna upp hræðslu og hatur til náungans. Aðskiln- aðarstefna þessara flokka eitrar samfélögin innanfrá, eykur á kyn- þáttahatur og magnar upp of- beldi. Ég tel að við þurfum ekki á slíkum stjórnmálaflokki að halda á Íslandi. Formaður þingflokks Frjálslyndra fullyrti í sjónvarps- þætti í dag, sunnudag, að um þessa stefnu væri samstaða í flokknum. Er það svo? Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, þarf að svara því og Frjálslyndir hljóta að gera sér ljóst að samstarf við flokk með slíka stefnu er ekki eftirsókn- arvert fyrir aðra flokka, hvorki fyrir né eftir kosningar. Leið Vinstri grænna Við Vinstri græn viljum að inn- flytjendur verði með í að móta framtíðarlandið Ísland. Til að gera þeim það kleift þurfum við að bæta móttökurnar, ekki skella í lás eða ástunda einangr- unarstefnu og aðskilnað. Okkar stefna byggist á því að virða mannréttindi allra, óháð uppruna, kynþætti, litarhætti, trú eða kyn- ferði. Þeir Frjálslyndu hrylla sig yfir því að í ágúst og september sl. fluttust hingað 250 börn af er- lendum uppruna, yngri en 18 ára. Við í VG spyrjum hins vegar: Hvernig getum við tryggt þeim jafn góða menntun og okkar börnum? Hvernig getum við best sýnt þeim og foreldrum þeirra virðingu og áhuga, stuðning og aðstoð við að fóta sig í nýju landi? Til þess þarf breytta stjórnarstefnu. Stefnu sem bygg- ist á þeirri staðreynd að mann- félag sem byggist á jafnræði og gagnkvæmri virðingu fyrir menn- ingu og trú er styrkara en sund- urlaust samfélag hópa sem bygg- ist á tortryggni og misrétti. Til að koma í veg fyrir slíka þróun í framtíðarlandinu Íslandi þarf e.t.v. að stofna til opinberrar gestamóttöku þar sem innflytj- endur geta fengið bæði formlega aðstoð hins opinbera og upplýs- ingar um t.d. ellilífeyrisréttindi og fæðingarorlof, túlkaþjónustu og vaxtabætur. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, hefur lagt fram tillögu um embætti umboðs- manns innflytjenda. Það er góð tillaga sem myndi tryggja að í gestamóttökunni yrði ekki aðeins leiðsögn heldur einnig trygging fyrir því að ekki væri brotið á mönnum vegna uppruna, kyn- þáttar, litarháttar eða trúar- bragða. Á Íslandi býr þjóð sem er með- al þeirra ríkustu í heimi. Sem slík þjóð eigum við að taka mynd- arlega á móti innflytjendum, af rausn, víðsýni og kjarki. Slík þjóð er sjálfri sér til sóma og Vinstri græn munu standa fyrir slíka pólitík hér eftir sem hingað til. Frjálslyndir boða aðskilnaðar- stefnu í málefnum innflytjenda Eftir Álfheiði Ingadóttur » Við Vinstri grænviljum að innflytj- endur verði með í að móta framtíðarlandið Ísland. Álfheiður Ingadóttir Höfundur er líffræðingur og varaþingmaður VG í Reykjavík. m frá lega 7.000 til lands- Einnig ð um sem arkaði l Vinnu- kveða á hvaða erlendu þeir fá mningum enskt ndir það íðarlega að á við kerfið, fé- ðiskerfið. Reykjavíkurborg hefur á ýmsan hátt brugðist við auknum fjölda inn- flytjenda, s.s. með rekstri Alþjóða- hússins og ýmsum aðgerðum innan skólakerfisins, en tómlæti ríkisins er algjört. Við höfum ekki einu sinni haft undan við að úthluta börnum kenni- tölum svo þau komist í skóla, hvað þá að skólar séu í stakk búnir að sinna þeim nemendum sérstaklega sem ekki tala íslensku. Það vakna margar spurningar: Hvað gerist þegar dregur úr þensl- unni? Þá hljóta þeir sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Má vísa fólki úr landi þegar ástandið breytist? Og eiga aðfluttir feður rétt á fæðing- arorlofi hafi þeir haft dvalarleyfi hér um hríð? Stendur kerfið okkar undir öllum fjöldanum þegar þar að kemur? Sama kerfið og hefur verið að bregðast íslenskum öryrkjum og eldri borgurum? Bregðumst við vandanum Það verður að bregðast við þess- um vanda nú þegar og það þarf að gerast með málefnalegri umræðu, án upphrópana um kynþátta- fordóma. Við getum t.a.m. mætt þenslunni og aukinni eftirspurn eft- ir vinnuafli að einhverju leyti með því að nýta betur þann mannauð sem við höfum í landinu. Margt fólk sem komið er á efri ár eða býr við skerta starfsorku af einhverjum or- sökum, á erfitt með að fá vinnu. Þeir sem búa við örorku og fá bætur eiga sérlega erfitt með að fara út á vinnumarkaðinn þó þeir gjarnan vildu, vegna þess að um leið og þeir afla sér tekna verða þeir fyrir veru- legum bótaskerðingum. Rétt er að benda á að stjórnarandstaðan hefur nýlega sameinast um þingmál sem felur í sér að lögin verði lagfærð að þessu leyti, svo skerðingar bitni ekki eins harkalega á þessum hóp- um og verið hefur hingað til. Umburðarlyndir menntamenn? Það hefur verið til þess tekið í umræðunni um málefni innflytjenda að menntafólk sé mun umburð- arlyndara gangvart innflytjendum en verkafólk. Það helgast af því, að mínu mati, að menntastéttir hafa reist varnarmúra um sig. Læknar frá Austur-Evrópu fá ekki að starfa hér á landi nema taka læknaprófið aftur og sama á við um hjúkr- unarfræðinga og fleiri stéttir. Ann- að gildir t.d. um iðnaðarmenn. Það er ekki fylgst nógu vel með því að erlendir iðnaðarmenn hafi fagleg réttindi. Enginn er að fylgjast með þeim 2.000 verkamönnum sem ekki hafa verið tilkynntir til Vinnu- málastofnunar og getið var um hér að framan. Í umræðum á Alþingi um starfs- mannaleigur kom fram hjá félags- málaráðherra að hann hefði ekki undir höndum tölur yfir fjölda þeirra sem komnir væru inn í landið á vegum starfsmannaleigna. Fé- lagsmálaráðherra hefur líka upplýst á þingi að Vinnumálastofnun athugi ekki prófskírteini þeirra sem hingað koma til að athuga hvort þeir hafi í raun réttindi til að sinna þeim störf- um sem þeir eru komnir til að vinna: ,,Því er til að svara að Vinnu- málastofnun hefur hingað til ekki gengið eftir því að fá prófskírteini þeirra einstaklinga sem starfs- mannaleigur skrá hjá stofnuninni en einbeitt sér að því að leiðbeina starfsmannaleigum almennt um ráðningarkjör á íslenskum vinnu- markaði“. Stefna Frjálslynda flokksins Í Málefnahandbók Frjálslynda flokksins segir: Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver ein- staklingur viðurkenni rétt annarra einstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar og frelsis til að kjósa sér eigin lífsstíl. Í kaflanum ,,Menning og trú“ segir: Íslenskt samfélag er að breyt- ast í fjölmenningarþjóðfélag enda fjölgar ört Íslendingum af erlendum uppruna. Um leið og unnið er vel að því að aðfluttir finni sér hlutverk, aðlagist og kynnist menningu þjóð- arinnar og hefðum, ber að fagna öllu því sem auðgað getur samfélagið. Undir yfirskriftinni ,,Réttur ein- staklingsins til frelsis“ segir m.a.: Fólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmáti þess skerði ekki rétt ann- arra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálaskoðunum, trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð. Ekki andúð í garð útlendinga eða tiltekinna trúarhópa Ég birti þessar klausur úr stefnu- skránni til að undirstrika að Frjáls- lyndi flokkurinn stendur fyrir frjáls- lyndi og umburðarlyndi. Frjálslyndi flokkurinn fagnar nýjum Íslend- ingum sem eiga rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Hingað til hefur aðlögun útlendinga gengið vel, m.a. af því að hingað hefur að- allega komið fjölskyldufólk og ekki fleiri en svo að kerfið hefur getað stutt það nokkuð vel í félagslegri að- lögun. Frjálslyndi flokkurinn varaði hins vegar við frjálsu flæði vinnuafls og barðist gegn lagasetningunni á þingi í vor vegna þess að við erum ekki í stakk búin til að bregðast við þeim fjölda sem hingað vill koma. Ég ítreka ennfremur að Frjáls- lyndi flokkurinn fellst ekki á að fólki verði mismunað vegna trúarskoð- ana. Þess vegna eiga þeir ekki sam- leið með okkar flokki sem tala um að einungis kristið fólk eigi að fá land- vistarleyfi hér á landi en ekki fólk sem tilheyrir öðrum trúarhópum. Það er fráleitt að Frjálslyndi flokk- urinn styðji slíka mismunum fólks eftir trúarskoðunum þess. En ábyrgir stjórnmálamenn hljóta að horfast í augu við þjóð- félagsleg vandamál og leitast við að leysa þau. Þegar kemur að því að leita lausna á málefnum innflytj- enda skiptir öllu máli að hafa um- burðarlyndi og mannvirðingu að leiðarljósi. r sú m- hátt taka ega nuafli. Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. dur New ð umtals- n sagði að dið því að hefðu vik- errys. nnir stoð- n í henni rðra hafi g að 18% hugsa sig ættu að na. Þetta all Street man oltið um. ðadómur rrverandi og hefur vað hann inn í nyt da til að það hafa Írak. r ns vegar að snúa sins upp í ngalistar helsta ráðgjafa hans, Karls Rove. Til að ná meirihluta í fulltrúa- deildinni þurfa demókratar að vinna 15 sæti af repúblikönum, sem eiga m.a. á hættu að missa sæti sín í Kali- forníu, Colorado, þar sem málefni fólks sem málefni innflytjenda eru í brennidepli, Illinois, Indiana, Iowa, Ohio og Pennsylvaníu. Þegar kemur að öldungadeildinni þurfa demókratar að vinna að minnsta kosti sex sæti, en skv. könn- un Mason/Dixon hafa þeir allöruggt forskot í Pennsylvaníu og Ohio en eru nánast jafnir andstæðingum sín- um í Rhode Island, Missouri, Mont- ana, Virginíu og Maryland. Snúast evangelistar til vinstri? Hneykslismál í tengslum við þingmanninn Mark Foley, sem sagði af sér þingmennsku eftir að upp komst um ósiðleg samskipti hans við vikapilta, og evangelista- leiðtogann og ráðgjafa Hvíta húss- ins, Ted Haggard, sem hefur játað að hafa gerst sekur um ósiðlegt at- hæfi, hafa verið áföll fyrir kristna íhaldsmenn, sem flestir hverjir styðja George W. Bush forseta. Repúblikanar hafa hins vegar öflugt kosninganet og margt bendir til að þeim muni takast að smala þessum kjósendum á kjörstað í dag. Hins vegar bendir ný könnun tímaritsins TIME á að 52% skráðra demókrata séu spenntari vegna kosninganna en að öllu jöfnu sam- anborið við aðeins 39% repúblikana. Þá kemur fram í könnuninni að 54% hvítra evangelista, trúbræðra Haggards, hyggist kjósa repúblik- ana en 38% demókrata. Þetta er mikil breyting frá for- setakosningunum 2004, þegar 78% kjósenda í þessum hóp kusu að greiða Bush atkvæði sitt, ef marka má útgönguspár. Þá bendir könnun- in til að forskot repúblikana hjá körlum hafi minnkað og að 59% kvenna hyggist kjósa demókrata en aðeins 33% þingmenn repúblikana. Umfjöllun tímaritsins Newsweek um trúarafstöðu og kosningarnar er á sömu lund en þar kemur fram að brestir séu að koma í einingu evan- gelista um stuðning við repúblikana. Sé tilfinning þessara tímarita rétt er um söguleg umskipti að ræða en allt frá því að evangelistar tóku að fjar- lægjast demókrata í forsetatíð Jim- mys Carters hafa repúblikanar hægt og bítandi byggt upp öflugt stuðningsnet meðal þeirra kjósenda sem setja trúmál í öndvegi og eng- inn betur en evangelistinn Bush sem hefur ekki farið í launkofa með trú- arafstöðu sína. kasprettinum AP inn Jim Ryun og Bush forseti veifa til eldheitra gafundi í Topeka, Kansasríki, á sunnudag. REPÚBLIKANAR hafa haft meirihluta í báðum þingdeildum allt frá þingkosningunum 1994. Þar eru 435 sæti og verður kosið um öll þeirra sem og 33 sæti í öldungadeildinni af hundrað. Til að ná meirihluta þurfa demó- kratar að bæta við sig 15 sætum í neðri deildinni og sex í þeirri efri. Repúblikanar eru með 232 sæti í fulltrúadeildinni og demó- kratar 202. Einn óháður situr í deildinni. Repúblikanar eru með 55 sæti í öldungadeildinni, demókratar 44 og óháðir eitt sæti. Verður kosið um 17 sæti sem demókratar eru með, óháð sæti og 15 sæti repúblikana. Þá verða kosnir 36 ríkisstjórar og eiga demókratar 14 sæti að verja en repúblikanar 22. Þurfa 15 þingsæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.