Morgunblaðið - 07.11.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 07.11.2006, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Bílstjórar Vegna aukinna verkefna vantar okkur mikið af bílstjórum til starfa á Norðurlöndunum. Um er að ræða keyrslu á nýjum trukkum frá verksmiðju til kaupenda, einnig býðst annars konar keyrsla ásamt starfi í planingu. Við leitum að áreiðanlegum mönnum og kon- um með fagmannlega framkomu og góða kunnáttu í ensku og/eða skandinavísku. Við erum stærsta fyrirtæki í Evrópu í okkar geira og bjóðum góð laun og húsnæði ásamt flugfari fram og til baka. Áhugasamir hringi eða sendi sms á íslensku í +49 171 955 2811, eða sendið póst á info@miracas.net Verðum með viðtöl 10.-14. nóvember í Reykja- vík og á Akureyri. Næturvörður í gestamóttöku – Nordica hotel Áhugasamir hafi samband við Hjört í síma 444 5005. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Hluthafafundur verður haldinn hjá Internet á Íslandi hf. þriðju- daginn 14. nóvember 2006 í Tæknigarði, Dun- haga 5, 107 Reykjavík, kl. 16.00. Dagskrá: 1. Kosning nýrrar stjórnar. 2. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar- stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Aðalgata 5, Setberg, Dalvíkurbyggð (215-6718), þingl. eig. Olgeir Þorvaldsson og Sigríður Óskarsdóttir, gerðarbeiðendur Dalvíkur- byggð og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 10:00. Bjarkarbraut 3, 01-0201, Dalvíkurbyggð (215-4688), þingl. eig. Dóra Rut Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 10:00. Frostagata 3b, iðnaðarhús 01-0102, Akureyri (214-6465), þingl. eig. Bílréttingar og sprautun ehf., gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Kaupþing banki hf, föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 10:00. Grænagata 4, 01-0101, Akureyri (223-0948), þingl. eig. Arnrún Magnúsdóttir og Friðrik Valur Karlsson, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf., föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 10:00. Karlsrauðatorg 4, Dalvíkurbyggð (215-5014), þingl. eig. Þuríður Svava Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 10:00. Klapparstígur 15, Dalvíkurbyggð (215-6628), þingl. eig. Samúel Jónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, föstudaginn 10. nóvem- ber 2006 kl. 10:00. Skíðabraut 3, 01-0301, Dalvíkurbyggð, (215-5173), þingl. eig. Þorbjörn Helgi Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 10:00. Skíðabraut 3, 01-0302, Dalvíkurbyggð (215-5174), þingl. eig. Þorbjörn Helgi Þorsteinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 6. nóvember 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Tilboð/Útboð Óskað er eftir tilboðum í verkið: Kjalarnes, aðfærsla að Melavöllum Verkið felst í lagningu 4,5 km stofnlagnar hitaveitu og vatnsveitu frá Grundarfirði á Kjalarnesi að Melavöllum. Helstu magntölur eru: Skurðlengd 4.500 m Hitaveitulagnir 4.410 m Kaldavatnslagnir 4.170 m Verkinu skal lokið fyrir 1. febrúar 2007. Útboðsgögn verða seld frá og með þriðjudeginum 7. nóv- ember, hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er 5.000 kr. Tilboð verða opnuð á sama stað, í fundarsal á 3.hæð, vesturhúsi, miðvikudaginn 15. nóvember 2006 kl. 11:00. OR 2006/53 Útboð Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 7000 www.or.is/utbod Félagslíf Félagsfundur í kvöld! Félagsfundur Lífssýnar verður haldinn í Bolholti 4 (4. hæð) í kvöld, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.30. Ólafur Pétursson verð- ur með fyrirlestur um möguleika rúnanna. Kaffiveitingar. Að- gangseyrir 500 kr. Allir velkomnir. Stjórnin.  EDDA 6006110719 II  FJÖLNIR 6006110719 III  HLÍN 6006110719 VI I.O.O.F. Rb. 4  1551178-8½ O* Raðauglýsingar sími 569 1100 MINNINGAR ÍSLANDSMÓT kvenna í skák hófst um síðustu helgi. Keppni í B- flokki lauk sl. sunnudag þar sem sex stúlkur tóku þátt og þær yngstu voru sex og átta ára gamlar. Tefldar voru 20 mínútna skákir og bar- áttuandinn var í fyrirrúmi. Hrund Hauksdóttir úr Skákdeild Fjölnis bar sigur úr býtum með fullt hús vinninga en í öðru sæti varð norð- lenska mærin Ulker Gasanov og Birta Össurardóttir hreppti bronsið. Keppni í A-flokki hófst einnig um helgina þar sem átta keppendur bí- tast um Íslandsmeistaratitilinn. Lenka Ptácníková (2.262) lagði Jó- hönnu Björgu Jóhannsdóttur (1.699) að velli í fyrstu umferð og Íslands- meistari stúlkna 15 ára og yngri, Tinna Kristín Finnbogadóttir (1.370) gerði sér lítið fyrir og skellti hinni margreyndu landsliðskonu Sig- urlaugu R. Friðþjófsdóttur (1.866). Tveimur viðureignum var frestað í fyrstu umferð en nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. Skákmót KB banka og Sparisjóðs Bolungarvíkur – Hraðskákmót Íslands Það verður brotið blað í sögu Hraðskákmóts Íslands þegar það verður haldið í Bolungarvík um næstu helgi en þar hefur mótið aldr- ei farið fram áður. Fyrr í haust var Atskákmót Íslands haldið í Vest- mannaeyjum og eru þessi mótahöld liður í stefnu Skáksambands Íslands að halda skákmót á landsbyggðinni. Í Bolungarvík er gert ráð fyrir 20 umferðum þar sem umhugsunartím- inn verður fimm mínútur á hvorn keppanda í hverri skák. Á meðan á mótinu stendur verður mikið um að vera í bænum og lofa heimamenn að taka höfðinglega á móti aðkomu- mönnum. Vegleg verðlaun eru í boði og enn geta skákþyrstir áhugamenn skráð sig til leiks og tekið þátt í sögu- legu móti sem hefst kl. 13 næstkom- andi laugardag. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.skak.is. Henrik að tafli í Færeyjum Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2.524) situr þessa dagana að tafli í Færeyjum, á alþjóðlegu móti sem haldið er í Klakksvík. Henrik tapaði í fyrstu umferð fyrir sænska alþjóð- lega meistaranum Emil Her- mannsson (2.454) en vann næstu tvær viðureignir sínar gegn heima- mönnum. Alls taka sex skákmenn þátt og verður tefld tvöföld umferð. Að loknum þrem umferðum er Hen- rik í 2.–3. sæti en nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu hennar, www.faroechess.com. Bobby Fischer og Capablanca Hin virta skáksíða Chessbase á Netinu, www.chessbase.com, fjallaði nýlega um 43 mínútna samtal Bobby Fischers og þáttastjórnanda á Út- varpi Sögu. Fyrir áhugamenn um skák er fróðlegt að lesa um málefna- lega umfjöllun Fischers um þá heimsmeistara sem voru uppi fyrir miðja síðustu öld. Svo virðist sem Fischer hafi mikið álit á kúbverska heimsmeistaranum José Raoul Capablanca sem bar tignina á árun- um 1921–1927. Stíll Capablanca var stílhreinn og rökréttur þannig að iðulega voru stöðurnar sem komu upp hjá honum einfaldar. Í þeim var hann bestur og frægt er hversu fáum skákum hann tapaði. Það er einnig merkilegt að í ann- arri grein hjá Chessbase er fjallað um rannsóknir vísindamanna í Slóv- eníu sem hafa borið saman allar þekktar skákir heimsmeistaranna í skák og hvernig sterk tölvuforrit hefðu teflt sömu stöður. Niðurstaðan var sú að mest samræmi var milli leikja forritanna og Capablanca. Það gæti hugsanlega skýrst af því hversu algengt var að stöðurnar sem hann tefldi væru einfaldar en gæti einnig verið vísbending um að hann hefði verið mesti meistari skáksögunnar. Eins og við mátti búast hafa aðrir vísindamenn bent á að aðferðafræði Slóvenanna sé mjög vafasöm og gangi ekki upp. Íslandsmót kvenna er hafið Forsíðumynd Time af Capablanca 7. desember 1925. SKÁK Skáksamband Íslands 4.–14. nóvember 2006 ÍSLANDSMÓT KVENNA 2006 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Í TILEFNI af prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík næstkomandi laugardag hefur Helgi Hjörvar al- þingismaður tekið í notkun nýja heimasíðu á slóðinni helgi.is. Helgi hefur haldið úti heimasíðu sinni allt þetta kjörtímabil og fært þar inn reglulega pistla og greinar en í tilefni prófkjörsbaráttunnar hef- ur viðmót síðunnar verið endurhann- að af Hux-hugbúnaðarhúsi. „Áherslur Helga í prófkjörsbar- áttunni eru þar settar fram í texta og á myndböndum. Þar er einnig að finna daglega pistla hans í texta og hljóðbloggi, auk upplýsinga um próf- kjörið og þingstörf Helga. Einnig eru á heimasíðunni stuðn- ingsyfirlýsingar, áherslur Helga á nokkrum erlendum tungumálum og fleira. Athugasemdakerfi er á síð- unni þar sem lesendur geta skipst á skoðunum við Helga,“ segir í frétta- tilkynningu. Ný heimasíða á helgi.is DAVÍÐ Logi Sigurðsson blaðamaður heldur erindi í dag, þriðjudag kl. 17, í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 42. Fyrirlesturinn nefnist „Borgara- legi páfinn stígur af sviðinu“: Kofi Annan, arfleifð hans og arftaki. Kofi Annan lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna um næstu áramót og við tekur Ban Ki-Moo. Á þessum tímamótum verður spurt hver sé arfleið Kofi Ann- an og hvaða breytingar séu fyrirsjá- anlegar þegar nýr maður tekur við. Davíð Logi Sigurðsson hefur ritað mikið um alþjóðamál í Morgunblaðið. Að loknu erindi hans verða fyrir- spurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur er ókeypis. Fyrirlestur um arfleifð Kofi Annan FLUGMÁLASTJÓRN hefur nú með viku millibili afhent tveimur aðilum flugrekstrarleyfi (JAR-OPS 3). Þess- ir aðilar eru Þyrluþjónustan, sem fékk sitt leyfi 29. september sl. og Landhelgisgæslan, sem fékk flug- rekstrarleyfið afhent sl. föstudag eða 6. október. Áður hafði Þyrluþjónustan verk- flugsleyfi frá Flugmálastjórn Íslands en nú bættist JAR-OPS 3 við og því má Þyrluþjónustan bæði flytja fólk og vörur. Landhelgisgæslan hefur feng- ið sama flugrekstrarleyfi og má því líkt og Þyrluþjónustan flytja fólk og vörur. Þyrluþjónustan var þar með fyrsti aðilinn sem fékk JAR-OPS 3 flugrekstrarleyfi á Íslandi en Land- helgisgæslan var fyrsta ríkisrekna fyrirtækið. Það má því segja að brotið hafi verið blað í flugsögu Íslands í síð- ustu viku því JAR-OPS 3 flugrekstr- arleyfi hefur ekki verið gefið áður út á Íslandi, segir í fréttatilkynningu. Fengu flugrekstrarleyfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.