Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 14

Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞEGAR John J. Brennan, forstjóri bandaríska eignastýringarfyrirtækis- ins Vanguard, tekur ákvarðanir um fjárfestingar hefur hann í huga nokkr- ar meginreglur sem fyrirtækið hefur starfað eftir um árabil. Reglurnar eru ekkert leyndarmál og eru heldur ekki flóknar. En eins og oft er með einfald- ar meginreglur getur verið erfitt að fylgja þeim. Brennan ræddi þessar meginreglur í fyrirlestri sem hann hélt á 20 ára af- mælisráðstefnu Glitnis eignastýringar í gær. Í ljósi þess að Vanguard er ann- að stærsta eignastýringarfyrirtæki í heimi og að það jók eignir sjóðsfélaga sinna um 52 milljarða Bandaríkjadala í fyrra má gera ráð fyrir að ráðstefnu- gestir hafi lagt vel við hlustir. Vanguard heitir eftir flaggskipi breska flotaforingjans Horatio Nel- sons í orrustunni við Níl árið 1789 en í henni gjörsigraði Nelson franska flot- ann. Það er því engin tilviljun að starfsmenn fyrirtækisins eru sagðir tilheyra „áhöfn Vanguard“. Starfstitill Brennans er þó ekki skipstjóri en líkt og Nelson forðum hefur Brennan stýrt Vanguard af mikill röggsemi og er óhætt að segja að reksturinn hafi gengið vel; í fyrra námu eignir sjóða félagsins rúmlega einni billjón Banda- ríkjadala, 68 billjónum íslenkra króna, og á árunum 1995–2005 græddu 90% sjóða fyrirtækisins meira en helstu keppinautarnir. Um leið hefur fyrir- tækið verið annálað fyrir lágan rekstr- arkostnað, raunar þann lægsta meðal bandarískra fyrirtækja í þessum geira. Erfitt að græða á tískubólum Í samtali við Morgunblaðið sagði Brennan að fyrirtækið hefði lengi unnið eftir fremur einföldum megin- reglum í fjárfestingum. Sú fyrsta sem hann nefndi var mikilvægi þess að fjárfestar gætu treyst þeim sem þeir vinna með Þá væri afar mikilvægt að horfa til langs tíma en bregðast ekki við skammtímaástandi og jafnframt setja sér skýr markmið og gera sér raunhæfar væntingar. Fjárfestar yrðu aukinheldur að gæta jafnvægis í fjárfestingum og skipta þeim á milli hlutabréfa-, skuldabréfa og peninga- markaða en margir freistuðust til að einblína á þann fjárfestingarkost sem gæfi mest af sér hverju sinni. Önnur mikil freisting, sem fjárfestar falli gjarnan fyrir, sé að hlaupa á eftir tískubólum. „Tískubólur vaxa og springa og það er mjög erfitt að græða peninga á þeim,“ sagði Brennan. Að lokum yrði hver og einn að setja sín eigin markmið og taka ákvarðanir á eigin forsendum en ekki hafa of miklar áhyggjur af því hvað næsti maður er að gera. „Við förum eftir þessum meg- inreglum þegar við fjárfestum fyrir eina billjón dollara,“ sagði Brennan. Þó að þær virkuðu kannski einfaldar hefði mörgum reynst erfitt að fylgja þeim. Hann sagðist ekki sjá merki um tískubólur á hlutabréfamarkaðnum vestra og kvaðst raunar býsna ánægð- ur með þróunina undanfarin ár. Menn yrðu þó alltaf að varast eina varanlega tískubólu; að ákveða fjárfestingar eftir því hvernig tilteknu fyrirtæki eða sjóði hefði gengið til þessa. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað gríðarlega á undanförn- um árum og sagði Brennan að aug- ljósasta hættan sem steðjaði að fjár- festum væri að ganga út frá því að markaðurinn myndi halda áfram að hækka jafnmikið og hann hefði gert á síðustu 4–5 árum. „Þetta gæti haldið áfram en ekki stóla á það.“ Skipstjóri á 68 billjóna skipi Forstjóri Vanguard fylgir einföldum meginreglum Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnar John J. Brennan er forstjóri annars stærsta eignastýringar- fyrirtækis í Bandaríkjunum. Hann horfir langt fram í tímann. Í HNOTSKURN » John J. Brennan er for-stjóri og stjórnarformaður bandaríska eignarstýringarfyr- irtækisins Vanguard Group. » Heildareignir sjóða Vanguard eru rúmlega 1 billjón Bandaríkjadala eða meira en 68 milljón milljónir ís- lenskra króna. » Rekstrarkostnaður fyr-irtækisins er sá lægsti með- al sambærilegra fyrirtækja í Bandaríkjunum. » Þegar Brennan er beðinnum að gefa eitt gott ráð í fjárfestingum svarar hann: Lifðu ekki um efni fram og sparaðu. STJÓRN Stofnunar Leifs Eiríks- sonar hefur ákveðið að veita fimm styrki til framhaldsnáms skólaárið 2007–08. Styrkirnir eru ætlaðir ís- lenskum námsmönnum til doktors- eða meistaranáms við háskóla í Bandaríkjunum og bandarískum til náms við íslenska háskóla. Styrkirn- ir verða að hámarki 25.000 dollarar. 26 umsóknir bárust Þetta verður í annað skiptið, sem stofnunin veitir slíka styrki. Fyrir námsárið 2006–07 voru þremur bandarískum og tveimur íslenskum námsmönnum veittir styrkir. Sam- tals bárust 26 umsóknir, allar mjög góðar, sem skiptust jafnt milli land- anna. Umsóknarfrestur er til 1. desem- ber. Umsóknareyðublöð verður unnt að nálgast á vefnum undir www.leif- ureirikssonfoundation.org. Umsókn- ir má senda raf- rænt eða leggja inn á Alþjóða- skrifstofu Há- skóla Íslands. Meðmæli og önn- ur skrifleg gögn þurfa að berast fyrir 15. des. Fyrir frum- kvæði Seðla- banka Íslands var þúsund ára af- mælis Vínlandsfundar Leifs Eiríkssonar minnst árið 2000 með útgáfu minnispeninga, íslensks og bandarísks. Jafnframt var sett á fót af Seðlabanka Íslands og Virg- iníuháskóla Stofnun Leifs Eiríksson- ar og henni falið að ávaxta það fjár- magn, sem fékkst með sölu peninganna og veita styrki, eins og fyrr segir, til æðri menntunar og rannsókna. Styrkir Stofnunar Leifs Eiríkssonar STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra hefur nú sent út happdrætt- ismiða um land allt, í árlegu síma- happdrætti sínu. Öllum ágóða af happdrættinu er varið til eflingar starfsemi félagsins, sem rekur umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun fyrir fötluð börn og ung- menni á Íslandi. Árlega njóta um 1.200 manns þjónustu æfingastöðv- ar félagsins, sem í ár fagnar því að 50 ár eru síðan félagið hóf rekstur hennar. Um 200 börn og ungmenni koma einnig árlega í sumar- og helgarbúðir félagsins í Reykjadal. Vinningar í happdrættinu eru veg- legir að vanda, 24 bifreiðir, en dregið verður 24. desember. Símahapp- drættið hefur lengi verið aðalfjáröfl- unarleið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, auk þess sem félaginu hafa borist höfðinglegar gjafir frá ein- staklingum og fyrirtækjum. Allt uppbyggingarstarf félagsins hefur byggst á velvild almennings sem hef- ur gert félaginu kleift að skapa þá umgjörð sem það starfar við í dag, segir í fréttatilkynningu. Árlegt símahappdrætti SLF farið af stað HIN ÁRLEGA haustráðstefna Mið- stöðvar heilsuverndar barna verður haldin á morgun, föstudaginn 10. nóvember, á Grand hóteli í Reykja- vík. Lengi býr að fyrstu gerð Yfirskrift ráðstefnunnar er Lengi býr að fyrstu gerð, en meginþemað er næring, vöxtur og forvarnir. Ráðstefnan er ætluð starfsfólki heilsugæslunnar á landinu öllu, læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum sem sinna ung- og smá- barnavernd og skólaheilsugæslu. Tilgangur hennar er að viðhalda og auka þekkingu fagfólksins á heilsuvernd barna frá fæðingu til 17 ára aldurs. Þá er markmiðið ekki síð- ur það að styrkja tengsl starfsfólks- ins persónulega og faglega og skiptast á reynslu og hugmyndum um fagleg málefni. Ráðstefnan hefst klukkan níu með ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur heil- brigðisráðherra. Síðan taka við fyr- irlestrar en ráðstefnunni lýkur um kl. 16. Heilsuvernd barna rædd „MÉR finnst þetta athyglisvert inn- legg í fræðilegar umræður um málið. Þessi gögn eru hins vegar ekki nógu góð til þess að hægt sé að byggja á þeim miklar ályktanir,“ segir Krist- ján Þórarinsson, stofnvistfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, um niðurstöður rannsóknar sem birt var í tímaritinu Science og greint var frá í lok síðustu viku. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að hún bendi til þess að nær þriðjungur fiskistofna heimsins hafi hrunið og hnignunin sé sífellt að verða örari enda sé hún nátengd minnkandi líffræðilegum fjölbreyti- leika í höfunum. Útlit sé fyrir að nán- ast engir fiskistofnar verði eftir til að veiða um miðja öldina. Taka höfund- ar þó fram að unnt sé að snúa þróun- inni við. Kristján segir að það sé ekkert nýtt að vistfræðingar setji fram hug- myndir um að því flóknari sem vist- kerfin séu þeim mun stöðugri séu þau og færari um að bregðast við truflunum af ýmsum toga. Um þetta hafi verið deilt í fræðunum og ekki hafi tekist að sýna fram á réttmæti þessara kenninga, sérstaklega varð- andi fiskistofna. Kristján vekur í þessu sambandi athygli á því að á fréttasíðu í sama tölublaði Science, komi fram það álit annarra vísinda- manna að í rannsókninni hafi ekki tekist að sýna fram á réttmæti kenn- inganna. Kristján segir að rannsóknin sé ágætt innlegg í umræðuna. Hann varar þó við því að unnið sé með heildarfjölda og meðaltöl á þann hátt sem gert sé. Þar sé blandað saman ólíkum hlutum. Nefnir hann í því sambandi að vafasamt sé að taka saman stofna sem séu með of mikið veiðiálag og sjálfbæra stofna og leggja að jöfnu. Þarna séu settir í einn pott stofnar sem lúti góðri fisk- veiðistjórnun og stofnar sem stund- aðar séu stjórnlausar veiðar úr. Hæpið sé að spá hruni allra fiski- stofna árið 2048 á þeim grunni. „Ég hef ekki trú á slíkri spá,“ segir Krist- ján. Þurfum að vera á varðbergi Spurður að því hvort Íslendingar ættu að bregðast við með því að grípa til róttækari aðgerða í fisk- veiðistjórnun segir Kristján að menn verði sífellt að vera á varðbergi. „Við verðum að fylgjast áfram vel með þróuninni og gera það sem nauðsyn- legt er að gera til þess að hér séu áfram stundaðar sjálfbærar fiskveið- ar. Lengi hefur verið glímt við það verkefni að efla þorskstofninn og við þurfum að halda því áfram. Eins þurfum við að vera vakandi yfir breytingum á vistkerfinu og hvaða áhrif þær hafa á stofnana,“ segir Kristján Þórarinsson. Kristján Þórarinsson segir vistfræðirannsókn athyglisvert innlegg í fræðilega umræðu Hæpið að spá hruni á þessum grunni Morgunblaðið/ÞÖK Við Grímsey Kristján Þórarinsson segir landsmenn verða að fylgjast vel með þróuninni og sjá til þess að fiskveiðarnar verði áfram sjálfbærar. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.