Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Eyþór
Styttur Borgarstjórastytturnar eru í Ráðhúsinu við Tjörnina. Lengst til
hægri er Gunnar Thoroddsen og við hans hlið er Bjarni Benediktsson.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
BRJÓSTMYNDIR eru gerðar af öllu
því fólki sem gegnt hefur embætti
borgarstjóra Reykjavíkur og gildir
þá einu hversu lengi viðkomandi
borgarstjórar hafa gegnt embætti.
Verkin er að finna í Ráðhúsi Reykja-
víkur og segir Gunnar Eydal, skrif-
stofustjóri borgarstjórnar, að engar
sérstakar reglur gildi um það hversu
langur tími líður frá því borgarstjóri
lætur af embætti þar til brjóstmynd
af honum er afhjúpuð. Í fyrradag af-
hjúpaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri brjóstmynd af Davíð
Oddssyni, sem var borgarstjóri í
Reykjavík á árunum 1982–1991.
Gunnar segir að brjóstmyndirnar
af borgarstjórunum í Ráðhúsi
Reykjavíkur séu í tímaröð, en sú sem
í fyrradag var afjúpuð af Davíð Odds-
syni er sú nýjasta í röð þeirra.
Vinna hafin við gerð brjóst-
myndar af Markúsi Erni
„Það eru engar reglur um hvenær
þetta er gert, en árið 1992 var gerð
brjóstmynd af Birgi Ísleifi Gunnars-
syni og þá hafði liðið langur tími á
milli,“ segir Gunnar. Birgir Ísleifur
var borgarstjóri í Reykjavík á árun-
um 1972–1978 á eftir Geir Hallgríms-
syni. „Svo var það ekki fyrr en 2004
að hafist var handa við að gera mynd
af Agli Skúla Ingibergssyni, sem var
næstur í röðinni [á eftir Birgi Ísleifi]“
segir Gunnar. Egill Skúli gegndi
embætti borgarstjóra frá 1978 til
1982.
Það er myndhöggvarinn Helgi
Gíslason sem gert hefur síðustu
brjóstmyndir af fyrrverandi borgar-
stjórum. Helgi hefur þegar hafist
handa við gerð næstu brjóstmyndar,
en hún verður af Markúsi Erni Ant-
onssyni, sem var borgarstjóri árin
1991–1994. Gunnar segir ekki hægt
að segja til um hvenær sú brjóst-
mynd verður afhjúpuð, en það verði
vonandi á næsta ári. Næstur í röðinni
verður svo Árni Sigfússon, sem
staldraði stutt við í embætti borgar-
stjóra, eða frá mars 1994 og fram í
júní sama ár. Frá þeim tíma hafa fjór-
ir gegnt embætti borgarstjóra, þau
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, frá
1994–2003, Þórólfur Árnason, frá
2003–2004, Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, frá 2004–2006, og núverandi
borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, sem tók við embætti í vor.
Um ein milljón króna á ári
Undanfarin ár hafi sérstök upp-
hæð verið lögð til á fjárhagsáætlun
vegna gerðar brjóstmyndanna.
Kostnaðurinn sé breytilegur milli ára
„eftir því hvernig verkin falla“. Um
ein milljón króna sé ætluð til verk-
anna á ári, en í ár sé kostnaður vegna
verkanna kominn upp í tæpa hálfa
milljón króna.
Brjóstmyndir gerðar af
öllum borgarstjórum
Í HNOTSKURN
» Brjóstmynd er gerð afhverjum þeim sem haft
hefur embætti borgarstjóra
Reykjavíkur með höndum.
»Engin regla er í gildi umhvenær þetta skuli gert og
var þannig gerð brjóstmynd af
Birgi Ísleifi Gunnarssyni 14
árum eftir að hann lét af emb-
ætti borgarstjóra.
»Sérstök upphæð er á árihverju lögð til á fjárhags-
áætlun vegna þessa verkefnis.
Um ein milljón króna rennur
til þessa á ári.
NÝLEGA voru gerðar lagfæringar
á litlu hringtorgi sem stendur á
mótum Nóatúns og Hátúns og var
miðja torgsins færð upp, að sögn
Höskuldar Tryggvasonar, deild-
arstjóra hjá mannvirkjaskrifstofu
framkvæmdasviðs Reykjavík-
urborgar.
Höskuldur segir að til lagfæring-
anna hafi verið gripið vegna þess
að fólk hafi ekki áttað sig á því á að
um hringtorg væri að ræða og ekið
yfir það eins og þarna væru venju-
leg krossgatnamót.
Gatnamótin við Hátún og Nóatún
séu mjög þröng og því ekki hægt að
koma fyrir hringtorgi með stærri
radíus á þessum stað. Töluvert hafi
verið kvartað yfir því að fólk virti
ekki hringtorgið og því hafi verið
ákveðið að taka upp miðju torgsins.
„Torgið er eftir sem áður
steinlagt en nú er miðja torgsins
upphleypt,“ segir Höskuldur.
Eftir lagfæringarnar eigi öku-
menn erfiðara með að aka yfir
hringtorgið og breytingarnar eigi
að hjálpa þeim að átta sig á aksturs-
stefnunni í gegnum það.
Talið að hringtorg væri
heppilegra en umferðarljós
Höskuldur segir að lagfæring-
arnar hafi verið gerðar í haust og
enn eigi eftir að koma reynsla á
þær og meta áhrif breytinganna
sem nú hafa verið gerðar. Menn
hafi þó metið það svo að hringtorg
á umræddum gatnamótum væri
heppilegra en að koma þar upp um-
ferðarljósum, sem hafi verið hinn
kosturinn.
„Það var ákveðið að endurgera
miðju torgsins þannig að hún væri
sýnilegri,“ segir Höskuldur
Tryggvason.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ekið yfir torgið Gatnamótin við Hátún og Nóatún eru mjög þröng.
Hringtorg við
Nóatún lagfært
Kárahnjúkar | Vatnsborð Hálslóns
Kárahnjúkavirkjunar var um miðja
vikuna rúmlega 556 m.y.s. en fullt
verður það 625 m.y.s. Lónið, sem nú
er ísi lagt, hækkar hægar en í októ-
ber, eða um 30 sentimetra á sólar-
hring að jafnaði. Vatnsfylling er
mánuði á undan áætlun. Dýptin
næst Kárahnjúkastíflu er nú rúmir
100 metrar. Búið er að taka TBM1
risaborinn í sundur og verður hon-
um skipað út á næstunni. TBM3 á
eftir um 400 metra í aðrennsl-
isgöngunum. Hann lýkur því vænt-
anlega í nóvember og fer eftir það
úr landi. TMB2 borar á næsta ári
8.700 metra göng í átt að vænt-
anlegu Ufsarlóni Kárahnjúkavirkj-
unar.
Ísi lagt Hálslón
hækkar um 30 cm
á dag að jafnaði
FRÉTTIR
Reyðarfjörður | BM Vallá hefur
lokið við að steypa allar gólfplötur í
kerskála Fjarðaáls og eru það tæp-
lega 700 plötur. Stærstu gólfplöt-
urnar sem mynda vinnugólf ker-
skálanna eru um 25 fermetrar að
umfangi og tæplega 30 tonn að
þyngd hver. BM Vallá hefur steypt
á níunda þúsund forsteyptra ein-
inga af ýmsu tagi sem notaðar eru
við Fjarðaálsverkefnið. Einn
stærsta þáttinn í framleiðslu BM
Vallár skipuðu gólfplötur í kerskál-
ana. Bechtel hefur nú lokið 91%
jarðvinnu, 83% uppsteypu, 82%
stáls, 56% bygginga og búið er að
setja upp 31% vélbúnaðar og 15%
annars búnaðar í álverinu.
BM Vallá hefur
lokið við að steypa
gólf í kerskálum
Neskaupstaður | Norðfirska hljóm-
sveitin Súellen er farin í spila-
mennsku til Færeyja. Hljómsveitin
spilar í Þórshöfn á föstudagskvöld
og í Sandavogi laugardagskvöld,
þar sem haldið verður upp á 100
ára afmæli Sandavogs íþrótta-
félags. Þróttur Neskaupstað og
Sandavogs íþróttafélag hafa verið í
góðum samskiptum í mörg ár og
munu Þróttarar heimsækja Sanda-
vog af þessu tilefni. Súellen fór til
Dallas fyrir tveimur árum þar sem
hljómsveitin hljóðritaði tvö lög og
gerði sjónvarpsþátt. Guðmundur R.
Gíslason segir sjónvarpsmyndina
um Dallasferðina vera á lokastigi
en ákveðið hafi verið að bíða með
lokaklippingu á þættinum þar til
eftir Færeyjaferðina þar sem
myndavél verður með í för. „Hver
veit nema myndin verði bara lengri
og heiti ef til vill Dallas-Sanda-
vogur,“ segir Guðmundur.
Ljósmynd/Súellen
Vandfýsnir Síðast spilaði Súellen á hátíðinni Frönskum dögum á Fáskrúðs-
firði, en þeir félagar segjast ekki spila hvar sem er.
Súellen og Þróttarar
í Færeyjum
Egilsstaðir| Leikfélag Fljótsdalshér-
aðs frumsýnir á laugardag leikverkið
Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sig-
urjónsdóttur. Leikritið er sérstaklega
samið fyrir leikfélagið í tilefni af 40
ára afmæli þess.
Í leikritinu er fylgst með ævi þeirra
Didda, Duddu og Dúu frá því að þau
eru kornabörn og allt þar til þau eru
komin á elliheimili og samböndum
þeirra gerð skil á fyndinn og
skemmtilegan hátt.
Bjarni Þorkelsson, leikstjóri verks-
ins, hefur sett upp fjölda verka á Hér-
aði. Leikarar í sýningunni eru þau
Eygló Daníelsdóttir, Oddný Ólafía
Sævarsdóttir og Þráinn Sigvaldason.
Einnig koma fjölmargir félagar að út-
litshönnun og umgjörð sýningarinn-
ar.
Höfundur verksins er Sigríður
Lára Sigurjónsdóttir, innfæddur
Héraðsbúi og uppalin í Leikfélagi
Fljótsdalshéraðs. Hún hefur undan-
farin ár æft sig fyrir þetta verkefni
með því að nema bókmenntafræði og
skrifa verk fyrir Leikfélagið Hugleik í
Reykjavík og Stúdentaleikhúsið.
Frumsýnt verður á Iðavöllum laug-
ardagskvöld 11. nóvember nk. kl.
20.30 en alls verða sýningarnar fimm.
Miðapantanir eru í síma 846 2121
eða á Bókasafni Héraðsbúa.
Lífsins list frá
kornabarni til karar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Egilsstaðir | Uppsetning vélbúnað-
ar í nýjum hluta Lagarfossvirkjunar
gengur vel. M.a. er búið að koma fyr-
ir vatnshjóli nýrrar túrbínu í virkj-
uninni en það eitt er næstum fimm
metrar í þvermál og því engin smá-
smíði. Verið er að stækka Lagarfoss-
virkjun til að nýta það viðbótarvatns-
magn sem til fellur vegna Kára-
hnjúkavirkjunar, þ.e. flutnings Jöklu
í farveg Lagarfljóts.
Virkjunin var fyrir breytingar um
7,5 MW en gert er ráð fyrir um 20
MW afli frá nýja hlutanum, þannig
að afköst virkjunarinnar aukast 3–4-
falt við þessa stækkun.
Klapparhaft skammt ofan við
Lagarfossvirkjun hefur verið
sprengt í burtu til að auðvelda fram-
rennsli Lagarfljóts, en þess utan er
ekki gert ráð fyrir frekari rýmkun
farvegarins.
Vélbúnaði komið fyrir
í LagarfossvirkjunEgilsstaðir | Bæjarstjórn Fljóts-dalshéraðs ætlar að kaupa gamalt
sláturhús á Egilsstöðum af Kaup-
félagi Héraðsbúa. Nemur fjárfest-
ing sveitarfélagsins tæpum 29 millj-
ónum og tilgangur kaupanna að
hafa áhrif á framtíðarnýtingu lóð-
arinnar, sem skipti máli í skipulagi
nýs miðbæjar, að sögn meirihlut-
ans. Minnihlutinn var á móti kaup-
unum þar sem þeim fylgi miklar
fjárskuldbindingar og rekstr-
arkostnaður. Áhugi er á að húsið
verði nýtt undir menningarstarf.
Húsakaup
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Umdeilt Gamla sláturhúsið mun
hýsa menningu á Egilsstöðum.