Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 23

Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 23 LANDIÐ Kraftur og reynsla til forystu! Opnun kosningamiðstöðvar á Egilsstöðum Verið velkomin í opnun kosningamiðstöðvar í Níunni, Miðvangi 1-3 í dag, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20 Arnbjörgu í 1. sætið Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 25. nóvember www.arnbjorgsveins.is Eftir Hlyn Þór Magnússon Reykhólar | Áhugafólk vinnur að því að koma upp breiðfirsku báta- safni á Reykhólum við Breiðafjörð. Helsti frumkvöðullinn er Aðal- steinn Valdimarsson, roskinn skipasmiður úr Breiðafjarðareyj- um, sem hefur verið búsettur á Reykhólum síðustu árin eftir ævi- starf í suðlægari héruðum. Um málið hefur verið stofnað félag sem heitir því langa nafni Áhuga- mannafélag um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum. Fé- lagsmenn eru búsettir víða en eiga breiðfirskar rætur. Hugmyndir um byggingu Síðustu misserin hafa Aðalsteinn og félagar hans safnað um tuttugu gömlum bátum úr Breiðafjarð- areyjum og héruðunum í kringum Breiðafjörð og bjargað mörgum þeirra frá bráðri eyðileggingu. Í síðasta mánuði var jafnframt byrj- að á smíði báts sem er nákvæm eft- irmynd eins af þeim bátum safns- ins sem tímans tönn hefur leikið illa. Yfirsmiður er Hafliði Aðal- steinsson, sonur hins landskunna bryggjusmiðs hjá Hafnamálastofn- un, Aðalsteins Aðalsteinssonar úr Hvallátrum, en eitt af hugðarefn- um hans var að koma upp breið- firsku bátasafni. Þeir Hafliði Aðal- steinsson og áðurnefndur Aðal- steinn Valdimarsson eru fimmti og fjórði maður í óslitnum karllegg breiðfirskra skipasmiða frá Ólafi Teitssyni skipasmið í Sviðnum á Breiðafirði. Auk þess sem á safninu yrðu gamlir bátar, ýmist uppgerðir eða misjafnlega lúnir og illa farnir, svo og eftirmyndir hinna gömlu báta, yrðu þar verkfæri og vélar allt frá dögum Ólafs í Sviðnum og til okkar daga. Einn af þeim merku bátum sem þegar eru komnir á ný til virð- ingar á Reykhólum er bringingar- báturinn Friðþjófur, sem lá á hvolfi á Miðhúsum í Reykhólasveit í hálfa öld en Ragnar Jakobsson úr Reykjarfirði gerði upp fyrir Þjóð- minjasafnið fyrir nokkrum árum. Áhugamannafélagið hefur að- stöðu til bráðabirgða í Mjólkur- stöðinni gömlu, rétt ofan við þorpið á Reykhólum, þar sem Hlunninda- sýningin er einnig til húsa. Á Reyk- hóladeginum á þessu ári og í fyrra voru margir hinna gömlu báta til sýnis en annars eru þeir geymdir á ýmsum stöðum. Hugmyndin er að byggja á Reykhólum nýtt hús fyrir væntanlegt Bátasafn Breiðafjarð- ar, þá væntanlega í samvinnu við Reykhólahrepp og fleiri. Þetta hús yrði byggt við Mjólkurstöðvarhús- ið gamla og mynduð ein heild úr þessum byggingum, þar sem aukið og endurbætt hlunnindasafn og veitingarekstur yrðu einnig veiga- miklir þættir. Fyrirmynd bátsins sem núna er verið að smíða er fjögurra manna far sem heitir Björg en hefur jafn- an gengið undir nafninu Staðar- skektan. Bát þennan smíðuðu þeir Ólafur Bergsveinsson skipasmiður í Hvallátrum og Gísli sonur hans á öndverðri síðustu öld. Gísli átti bát- inn og fór með hann upp að Stað á Reykjanesi, þar sem hann gerðist ráðsmaður hjá prófastinum. Morg- un einn haustið 1925 lagði Gísli upp frá Stað einn á báti sínum í góðu veðri, sem brátt snerist í útsynn- ingshryðjur, og ætlaði norður yfir Þorskafjörð. Bátinn rak litlu síðar mannlausan við lendinguna á Stað. „Það eru sjórinn og lungnabólgan sem drepa okkur frændur,“ sagði Ólafur skipasmiður faðir hans, sem þarna missti þriðja son sinn í sjó- inn. Þannig á hver bátur sína sögu. Áhugafólk vinnur að uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum Bjarga breiðfirskum bátum Morgunblaðið/Hlynur Þór Magnússon Frumkvöðlar Eftirmynd Staðarskektunnar í smíðum. Við bátinn eru þrír af frumkvöðlum væntanlegs Báta- safns Breiðafjarðar, þau Hafliði Aðalsteinsson, Ásdís Thoroddsen og Aðalsteinn Valdimarsson. Selfoss | Prentmet Suðurlands á Selfossi hefur ákveðið að styðja við bakið á starf- semi Ungmennafélags Selfoss með fjár- framlögum næstu þrjú árin. Á móti skuld- bindur félagið sig til að beina öllu sínu prentverki til Prentmets svo fremi að verð séu samkeppnishæf, segir í tilkynningu. Stjórnendur félaganna staðfestu sam- komulag þessa efnis með handabandi: Örn Guðnason, framkvæmdastjóri ungmenna- félagsins (t.v.), og Örn Garðarsson, prent- smiðjustjóri Prentmets. Prentmet styrkir UMF Selfoss í 3 ár Bolungarvík | Bæjarráð Bolungarvíkur fagnar þeirri ákvörðun heilbrigðis- ráðherra að fjölga hjúkrunarrýmum á norðanverðum Vestfjörðum um tíu. Ráðið telur eðlilegt að þessi rými verði byggð í Ísafjarðarbæ enda vanti talsvert upp á að núverandi rými þar geti talist viðunandi. Bæjarráð óskar eftir því að tekið verði heildstætt á málefnum eldri borgara á svæðinu öllu. Jafnframt er vakin athygli á því að engin sérhæfð þjónusturými fyrir heilabilaða eru á svæðinu og bent á mögu- leika í Bolungarvík í því sambandi. Styðja byggingu hjúkrunarrýma AKUREYRI BÆJARSTJÓRN Akureyrar lagði á fundi í fyrradag blessun sína yfir samning sem bæjarstjóri undirritaði á dögunum um sölu á hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Bæjarstjórn sam- þykkti samninginn með átta atkvæð- um gegn þremur. Fundurinn var sögulegur að því leyti að hann fór fram í Hrísey í fyrsta skipti. Bæjarfulltrúar VG, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir, létu bóka mótmæli við sölu eignar- hluta Akureyrarbæjar í Landsvirkj- un, „þar sem verðið á hlut bæjarins er af mörgum talið of lágt og meiri- hlutaflokkarnir á Alþingi hafa báðir sagt að Landsvirkjun verði seld einkaaðilum, því má ætla að raforku- verð landsmanna muni hækka ef fyr- irtækið verði einkavætt og einnig að verðgildi Landsvirkjunar muni stór- hækka á næstu árum. Því teljum við að Akureyrarbær eigi ekki að selja hlut bæjarins á þessum tímapunkti.“ Á Hríseyjarfundinum var einnig samþykkt sú tillaga bæjarráðs að ráða Karl Guðmundsson í starf bæj- arritara Akureyrarkaupstaðar, með átta samhljóða atkvæðum. Kristín Sigfúsdóttir og Baldvin H. Sigurðs- son óska bókað að þau leggi áherslu á að auglýsa eigi störf á vegum Ak- ureyrarkaupstaðar „og lýsum undr- un yfir því að störf á vegum stjórn- sýslunnar hafi ekki verið auglýst að þessu sinni.“ Þá var samþykkt sú tillaga stjórn- sýslunefndar að stofna hverfisnefnd í Hrísey, en lögð áhersla á að um til- raunaverkefni til þriggja ára er að ræða. Fram kom tillaga frá Hermanni Jóni Tómassyni bæjarfulltrúa um breytingu á nafninu úr hverfisnefnd í hverfisráð og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Salan á hlut í Lands- virkjun samþykkt Ljósmynd/Ragnar Hólm Sögulegt Sigrún Stefánsdóttir, Samfylkingunni, sem stjórnaði fundinum að þessu sinni, og María Egilsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Bæjarstjórn Akur- eyrar hélt fund í Hrísey í fyrsta skipti Í HNOTSKURN »Fyrsti fundur bæjar-stjórnar Akureyrar í Hrís- ey var sögulegur; samþykkt var að selja hlut Akureyrar í Landsvirkjun og ráðið í nýtt starf bæjarritara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.