Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 23 LANDIÐ Kraftur og reynsla til forystu! Opnun kosningamiðstöðvar á Egilsstöðum Verið velkomin í opnun kosningamiðstöðvar í Níunni, Miðvangi 1-3 í dag, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20 Arnbjörgu í 1. sætið Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 25. nóvember www.arnbjorgsveins.is Eftir Hlyn Þór Magnússon Reykhólar | Áhugafólk vinnur að því að koma upp breiðfirsku báta- safni á Reykhólum við Breiðafjörð. Helsti frumkvöðullinn er Aðal- steinn Valdimarsson, roskinn skipasmiður úr Breiðafjarðareyj- um, sem hefur verið búsettur á Reykhólum síðustu árin eftir ævi- starf í suðlægari héruðum. Um málið hefur verið stofnað félag sem heitir því langa nafni Áhuga- mannafélag um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum. Fé- lagsmenn eru búsettir víða en eiga breiðfirskar rætur. Hugmyndir um byggingu Síðustu misserin hafa Aðalsteinn og félagar hans safnað um tuttugu gömlum bátum úr Breiðafjarð- areyjum og héruðunum í kringum Breiðafjörð og bjargað mörgum þeirra frá bráðri eyðileggingu. Í síðasta mánuði var jafnframt byrj- að á smíði báts sem er nákvæm eft- irmynd eins af þeim bátum safns- ins sem tímans tönn hefur leikið illa. Yfirsmiður er Hafliði Aðal- steinsson, sonur hins landskunna bryggjusmiðs hjá Hafnamálastofn- un, Aðalsteins Aðalsteinssonar úr Hvallátrum, en eitt af hugðarefn- um hans var að koma upp breið- firsku bátasafni. Þeir Hafliði Aðal- steinsson og áðurnefndur Aðal- steinn Valdimarsson eru fimmti og fjórði maður í óslitnum karllegg breiðfirskra skipasmiða frá Ólafi Teitssyni skipasmið í Sviðnum á Breiðafirði. Auk þess sem á safninu yrðu gamlir bátar, ýmist uppgerðir eða misjafnlega lúnir og illa farnir, svo og eftirmyndir hinna gömlu báta, yrðu þar verkfæri og vélar allt frá dögum Ólafs í Sviðnum og til okkar daga. Einn af þeim merku bátum sem þegar eru komnir á ný til virð- ingar á Reykhólum er bringingar- báturinn Friðþjófur, sem lá á hvolfi á Miðhúsum í Reykhólasveit í hálfa öld en Ragnar Jakobsson úr Reykjarfirði gerði upp fyrir Þjóð- minjasafnið fyrir nokkrum árum. Áhugamannafélagið hefur að- stöðu til bráðabirgða í Mjólkur- stöðinni gömlu, rétt ofan við þorpið á Reykhólum, þar sem Hlunninda- sýningin er einnig til húsa. Á Reyk- hóladeginum á þessu ári og í fyrra voru margir hinna gömlu báta til sýnis en annars eru þeir geymdir á ýmsum stöðum. Hugmyndin er að byggja á Reykhólum nýtt hús fyrir væntanlegt Bátasafn Breiðafjarð- ar, þá væntanlega í samvinnu við Reykhólahrepp og fleiri. Þetta hús yrði byggt við Mjólkurstöðvarhús- ið gamla og mynduð ein heild úr þessum byggingum, þar sem aukið og endurbætt hlunnindasafn og veitingarekstur yrðu einnig veiga- miklir þættir. Fyrirmynd bátsins sem núna er verið að smíða er fjögurra manna far sem heitir Björg en hefur jafn- an gengið undir nafninu Staðar- skektan. Bát þennan smíðuðu þeir Ólafur Bergsveinsson skipasmiður í Hvallátrum og Gísli sonur hans á öndverðri síðustu öld. Gísli átti bát- inn og fór með hann upp að Stað á Reykjanesi, þar sem hann gerðist ráðsmaður hjá prófastinum. Morg- un einn haustið 1925 lagði Gísli upp frá Stað einn á báti sínum í góðu veðri, sem brátt snerist í útsynn- ingshryðjur, og ætlaði norður yfir Þorskafjörð. Bátinn rak litlu síðar mannlausan við lendinguna á Stað. „Það eru sjórinn og lungnabólgan sem drepa okkur frændur,“ sagði Ólafur skipasmiður faðir hans, sem þarna missti þriðja son sinn í sjó- inn. Þannig á hver bátur sína sögu. Áhugafólk vinnur að uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum Bjarga breiðfirskum bátum Morgunblaðið/Hlynur Þór Magnússon Frumkvöðlar Eftirmynd Staðarskektunnar í smíðum. Við bátinn eru þrír af frumkvöðlum væntanlegs Báta- safns Breiðafjarðar, þau Hafliði Aðalsteinsson, Ásdís Thoroddsen og Aðalsteinn Valdimarsson. Selfoss | Prentmet Suðurlands á Selfossi hefur ákveðið að styðja við bakið á starf- semi Ungmennafélags Selfoss með fjár- framlögum næstu þrjú árin. Á móti skuld- bindur félagið sig til að beina öllu sínu prentverki til Prentmets svo fremi að verð séu samkeppnishæf, segir í tilkynningu. Stjórnendur félaganna staðfestu sam- komulag þessa efnis með handabandi: Örn Guðnason, framkvæmdastjóri ungmenna- félagsins (t.v.), og Örn Garðarsson, prent- smiðjustjóri Prentmets. Prentmet styrkir UMF Selfoss í 3 ár Bolungarvík | Bæjarráð Bolungarvíkur fagnar þeirri ákvörðun heilbrigðis- ráðherra að fjölga hjúkrunarrýmum á norðanverðum Vestfjörðum um tíu. Ráðið telur eðlilegt að þessi rými verði byggð í Ísafjarðarbæ enda vanti talsvert upp á að núverandi rými þar geti talist viðunandi. Bæjarráð óskar eftir því að tekið verði heildstætt á málefnum eldri borgara á svæðinu öllu. Jafnframt er vakin athygli á því að engin sérhæfð þjónusturými fyrir heilabilaða eru á svæðinu og bent á mögu- leika í Bolungarvík í því sambandi. Styðja byggingu hjúkrunarrýma AKUREYRI BÆJARSTJÓRN Akureyrar lagði á fundi í fyrradag blessun sína yfir samning sem bæjarstjóri undirritaði á dögunum um sölu á hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Bæjarstjórn sam- þykkti samninginn með átta atkvæð- um gegn þremur. Fundurinn var sögulegur að því leyti að hann fór fram í Hrísey í fyrsta skipti. Bæjarfulltrúar VG, Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir, létu bóka mótmæli við sölu eignar- hluta Akureyrarbæjar í Landsvirkj- un, „þar sem verðið á hlut bæjarins er af mörgum talið of lágt og meiri- hlutaflokkarnir á Alþingi hafa báðir sagt að Landsvirkjun verði seld einkaaðilum, því má ætla að raforku- verð landsmanna muni hækka ef fyr- irtækið verði einkavætt og einnig að verðgildi Landsvirkjunar muni stór- hækka á næstu árum. Því teljum við að Akureyrarbær eigi ekki að selja hlut bæjarins á þessum tímapunkti.“ Á Hríseyjarfundinum var einnig samþykkt sú tillaga bæjarráðs að ráða Karl Guðmundsson í starf bæj- arritara Akureyrarkaupstaðar, með átta samhljóða atkvæðum. Kristín Sigfúsdóttir og Baldvin H. Sigurðs- son óska bókað að þau leggi áherslu á að auglýsa eigi störf á vegum Ak- ureyrarkaupstaðar „og lýsum undr- un yfir því að störf á vegum stjórn- sýslunnar hafi ekki verið auglýst að þessu sinni.“ Þá var samþykkt sú tillaga stjórn- sýslunefndar að stofna hverfisnefnd í Hrísey, en lögð áhersla á að um til- raunaverkefni til þriggja ára er að ræða. Fram kom tillaga frá Hermanni Jóni Tómassyni bæjarfulltrúa um breytingu á nafninu úr hverfisnefnd í hverfisráð og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Salan á hlut í Lands- virkjun samþykkt Ljósmynd/Ragnar Hólm Sögulegt Sigrún Stefánsdóttir, Samfylkingunni, sem stjórnaði fundinum að þessu sinni, og María Egilsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Bæjarstjórn Akur- eyrar hélt fund í Hrísey í fyrsta skipti Í HNOTSKURN »Fyrsti fundur bæjar-stjórnar Akureyrar í Hrís- ey var sögulegur; samþykkt var að selja hlut Akureyrar í Landsvirkjun og ráðið í nýtt starf bæjarritara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.