Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 25

Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 25 Hreiðrið, nýleg verslun í gamla turninum á horni Norðurgötu og Gránufélagsgötu, vekur athygli ekki síst fyrir lágt verð. Þar selja hjón- in Zlatko Novak, sem er króatískur, og Anna Guðrún Kristjánsdóttir ýmsa nýlenduvöru. Mest flytja þau sjálf beint inn frá Póllandi.    Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari og varabæj- arfulltrúi Vinstri grænna, ekur um á bíl með forláta númeri; DILLA, enda gælunafn henn- ar. Það var fyrir þremur árum, þegar Dilla varð fertug, að hún tilkynnti fjölskyldunni að hún vildi enga gjöf enda hefði hún ekki pláss heima hjá sér fyrir neitt dót. Á afmælisdaginn hringdi einn ættingjanna og spurði hvernig henni líkaði afmælisgjöfin, hún svaraði engu enda hafði hún ekki séð neina gjöf. Það var ekki fyrr en þremur dögum seinna að afmælisbarnið áttaði sig á gjöfinni þegar einhver nefndi það við hana hvað nýja bílnúm- erið væri flott...    Allt er þá þrennt er, hugsar kona nokkur á Ak- ureyri þessa dagana og veltir því fyrir sér hvers hún eigi að gjalda þegar Kaupmanna- höfn sé annars vegar. Konan ætlaði í beinu flugi til borgarinnar við sundið frá Akureyri um síðustu helgi en ekki var flogið; vél Iceland Express komst ekki norður vegna veðurs í Keflavík. Í fyrra fór sama kona með saumaklúbbi sín- um til Kaupmannahafnar en þegar átti að halda heim þurfti hún að bíða í níu klukku- stundir á Kastrup vegna bilunar í flugvél og í sumar, þegar hún brá sér utan með fjölskyld- unni var ekki hægt að lenda á Akureyri vegna þoku, og vélin lenti á Egilsstöðum.    Barátta fyrir prófkjör sjálfstæðismanna í kjördæminu er hafin. Þrjú stefna á 1. sætið; Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Þorvaldur Ingv- arsson lækningaforstjóri FSA. Öll eru með heimasíðu; arnbjorgsveins.is, stjaniblai.is og valdi.is. Á síðu Kristjáns eru birtar matarupp- skriftir, en Stjáni blái hefur ekki enn gefið uppskrift að spínatrétti. Ég bíð spenntur...    Súpufundir íþróttafélagsins Þórs og Greifans eru orðnir fastir liður í starfsemi félagsheim- ilisins Hamars. Þeir hafa verið vel sóttir enda gjarnan spennandi mál rædd. Í dag verður gestur fundarins Geir Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands og gera má ráð fyrir fjölmenni því mjög brenn- ur á Akureyringum dómur í máli kvennaliðs KA/Þórs gegn ÍR á dögunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýtt líf Gamli turninn kominn aftur í notkun. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Aðalfundur Kveðanda,vísnafélags Þingeyinga, verður haldinn í Lions-húsinu á Húsavík í kvöld kl. 20.30. „Við fáum okkur kaffi og höfum góða skapið í farteskinu,“ segir Þorfinnur Jónsson frá Ingveldarstöðum. Þrjár spurningar fylgdu fundarboðinu og munu eflaust margir svara þeim í bundnu máli um kvöldið. Ein spurningin er „Ertu kominn í kosningaskap?“ og svaraði Þorfinnur: Pólitík yfirleitt eintómt tap þó eigi hún gullið að mala en hvernig er þetta kosningaskap sem Kveðandi var um að tala? Guðmundur G. Halldórsson á Húsavík er við sama heygarðshornið og yrkir um Framsóknarflokkinn. Hann segir ekki mikið hrópað húrra yfir nýja leiðtoganum og yrkir: Eðalbankann yfirgaf erfðaprinsinn, – trú og vonar, senn mun fuglinn fljúga af fúleggjum Halldórs Ásgrímssonar. Í framhaldi af jarðskjálftanum fyrir norðan orti Guðmundur um örlög SÍS og Framsóknar: Leynir sér ei að landið skjálfi lýðurinn er að missa trúna, íhaldið slátraði alikálfi eftir að hafa skorið kúna. Fleiri hafa ort um Framsókn, þar á meðal Stefán Stefánsson, Bökkum í Skagafirði: Framsókn enginn leggur lið lítið mun um veiðina. Ekki fer hún uppá við en eflaust hina leiðina. Og Bjarni frá Gröf: Framsókn er eins og fínleg mey, feimin og siðuð mönnum hjá. Þegar hún segir nei, nei, nei, hún náttúrlega meinar já. VÍSNAHORNIÐ Af Framsókn og Kveðanda pebl@mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.