Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 27             HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ ber blæ af neytendafélagi á sínu sviði enda er það í fyrsta lagi hags- munafélag húseigenda og hefur m.a. barist fyrir réttarbótum á lögum um fasteignir. Í annan stað veitir félagið félagsmönnum sínum lögfræðiþjónustu er við kemur fasteignum. Félagið er 83 ára gamalt og eru félagsmenn nú ná- lægt tíu þúsundum talsins. Félagið býr yfir ýmsum þekkingar- og reynslubrunnum, m.a. húsaleigu- heilræðum, sem vert er að hafa í huga þegar fasteignir eru leigðar út.  Sýnið frá upphafi aðgát, var- kárni og fyrirhyggju.  Gerið skriflegan leigusamning og fáið sérfræðiaðstoð.  Munnlegir samningar eru ekki virði pappírsins sem þeir eru ritaðir á.  Heiðursmannasamningar og munnleg loforð eru einskis virði þegar viðsemjandinn er ekki heiðursmaður.  Treystið ekki ókunnugum í blindni.  Kallið eftir meðmælum frá fyrri leigusala og e.t.v. fleirum  Krefjist trygginga fyrir efnd- um og skemmdum.  Aflið sem gleggstra upplýsinga um leigjanda og ábyrgðarmenn.  Fáið Húseigendafélagið til að kanna fjárhagslegan feril og skilvísi leigjanda og ábyrgð- armanna.  Fallið ekki fyrir fögrum fjöðr- um, smjaðri og fagurgala. „Eins og hann kom nú vel fyrir“ er al- gengt viðkvæði vonsvikinna leigusala í vandræðum.  Varist úlfa í sauðagærum. Bláu augun blekkja. Flestir sýna góðu hliðina í upphafi þar til umráð og lyklar eru í höfn og spara hina til betri tíma.  Það er enginn vandi að vekja traust, brosa blítt, tala stórt og lofa miklu og fögru ef ekki er ætlunin að standa við neitt.  Hafið allt klárt og á hreinu fyr- ir afhendingu. Samningurinn, ábyrgðir og allt annað und- irritað. Látið ekki undan pressu um að slaka á því.  Standið klár á réttindum ykkar og skyldum samkvæmt húsa- leigulögum og leitið strax ráða ef út af bregður. Morgunblaðið/RAX Heilræði til húsaleigusala ÞEGAR velja á umhverfisvæn vetr- ardekk undir bílinn skiptir fleira máli en naglar, en flestir vita að þeir raspa upp malbikið. Til að mynda innihalda margar tegundir bíl- dekkja HA-olíur en í þeim eru heilsu- og umhverfisspillandi efni sem kallast PAH. Við akstur losna litlar gúmmíagnir sem innihalda þetta efni sé það í dekkjunum. Í Svíþjóð fást dekk sem eru merkt norræna umhverfismerkinu Svan- inum en samkvæmt heimasíðu Land- verndar fást svansmerkt dekk ekki hér á landi. Hins vegar má kaupa dekk á Íslandi sem eru Svansmerkt í Svíþjóð en ómerkt hér. Á heimasíð- unni www.svanen.nu má finna yfirlit yfir svansmerktar dekkjategundir þar í landi og ein þeirra, Kuhmo fæst hér hjá söluaðilum um allt land. Einna stærstur þeirra er Hjólbarða- höllin í Fellsmúla. Athugið þó að sjaldan eru allar tegundir vöru frá fyrirtæki svansmerktar þó ein- hverjar beri merkið og því er mik- ilvægt að kanna undirtegundirnar. Að öðrum kosti má velja dekk sem ekki innihalda PAH-efni, enlisti yfir slík dekk sem fást í Noregi er á www.gronnhverdag.no. Þá má ekki gleyma að velja naglalaus dekk sé þess kostur en loftbóludekk og harð- kornadekk geta verið góður val- kostur. Naglalaus dekk valda ekki aðeins minni svifryksmengun heldur endast þau betur og valda minni há- vaða við akstur. Loks má nefna að sóluð dekk spara hráefni og orku og eru oft ódýrari en ný dekk. Umhverfisvænni dekk Valkostir Það eru ekki bara nagl- arnir sem þarf að huga að vilji mað- ur aka á umhverfisvænni dekkjum. Unnið upp úr grein á www.land- vernd.is vistvænt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.